Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1993, Síða 15

Vikublaðið - 21.01.1993, Síða 15
Fimmtudagur 21. janúar 1993 VIKUBLAÐIÐ 15 DAGSINS ONN RITHÖND VIKUNNAR Bregst ekki þegar á reynir Skriftin segir að þú eigir auðvelt með að skipta um starfssvið. Ef eitt bregst ert þú áður en við er litið búinn að finna nýj- an útveg. Þú ert framgjarn og metnaðarfullur, en á rólegan og þægilegan máta. Þú ert ailtaf tilbúinn að hlusta á rök- semdir. Þú munt vera þjóðlega sinnaður á ýmsan hátt. Það er einkennandi fyrir þig að þú vilt vinna hvað eina á sem fljótleg- astan hátt, líklega truflar það einna helst hugarró þína ef það gengur ekki. Þá kanntu að verða óþolinmóður. Þú virðist alltaf vera önnum kafinn. Þú hefur hæfileika á bókmenntasviði en leggur varla nóga rækt við þá. Þú getur verið stíflyndur og þrár, en þá helst í smámunum; þegar um eitthvað er að ræða sem máli skiptir semst venjulega við þig. Nokkuð dulur, en bregst ekki þegar á reynir. Öllum sem þekkja þig náið verður þú kær og minnisstæður, þrátt fyrir nokkuð flókinn persónuleika. Oft vinnur þú eins mikið að tjaldabaki og á sviðinu, ef svo mætti orða það. Þér fellur best að vinna við eitthvað sem á að eiga sér langan aldur. Og það verður líklega hlutskipti þitt. Líklega ertu það sem dulfræðingar kalla gamla sál. Ein- hverskonar söfnunarstörf ættu líka að henta þér. Varast: Að ofþreyta þig og gefa þérof lítinn tíma með fjölskyldu. Flosi Eiríksson er sagnfræðinemi við H.Í., fyrrverandi framkvæmdastjóri Abl. og ættaður úr Kópavoginum. Frægastur er hann líklega fyrir að hafa verið í sigurliöi MK í spurningakeppni framhaldsskólanna hér um árið. LYKILLINN AÐ GOÐU HJONABANDI Neistinn og aðdráttaraflið Hjón þurfa að vera góðir vinir. í því felst trúnaður og hollusta, en líka gleði og kátína. Hjónum þarf að finnast gaman í hversdagsleikanum og ekki gera sambandíð að einhverju sjálfsögðu sem tekur við af níu-til-fimm-rútínu. Hjón þurfa að vera heiðarleg, maður þarf að hlusta á sjálfan sig og kunna að hlusta á makann, jafnframt því að sýna honum skilning og væntumþykju. Neistanum og aðdráttarafl- inu má sömuleiðis ekki týna niður. Hér á ég ekki aðeins við líkamlegt aðdráttarafl held- ur líka þetta huglæga sem fær okkur til að dást hvort að öðru, segir Nanna K. Sigurð- ardóttir félagsráðgjafi. á kaffihúsi msgmmmm Atvinnulausir á Prikinu r Iatvinnuleysinu er stundum ekkert annað til ráða en að setjast niður með kaffibolla og velta fyrir sér tilverunni. Hver á sök á atvinnuleysinu? Ég sjálfur, stjórnvöld eða fisk- urinn í sjónum? Hvers á ég fullfrískur maðurinn að gjalda? Hvers vegna gera stjórnvöld svona lítið til að auka atvinnu í landinu? Geta þeir það ekki, vilja þeir það ekki? Hver sem ástæðan er þá er það allavega djö . . . skítt að hafa ekki vinnu. Eitt er þó gott I þessari leiðu og vondu veröld. Það er gott að setjast á Prikið í Bankastræti, fá sér kaffi og meððí ef maður á fyrirðí. SAGT MED MYND HÖF. HJÖRTUR GUNNARSSON OG ÞURÍÐUR HJARTARDÓTTIR Verðlaunahafí fyrir nr. 7 Verðlaunahafi fyrir mynda- gátu nr. 7 er Þorgerður Bergsdóttir, Höfðabraut 16, 300 Akranesi. Hún fær bók- ina Löndin í Suðri eftir Jón Orm Halldórsson. Ráðning 7. myndagátu: Flest stéttarfélög hafa sagt upp kjarasamningum og stefnir í mikil átök. VERDLAUNAGÁTA 9 Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3,101 Reykjavík. Skilafrestur er tvær vikur. Verðlaun fyrir myndagátu nr. 9 er bókin um Astu Sigurðardóttur, Minn hlátur er sorg, eftir Friðriku Benónýs.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.