Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 1

Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 1
Ein í heimi Nýbúabörn læra íslensku í sumarskóla á meöan mæður þeirra fá kennslu í saumaskap og íslenskri matargerðarlist. Utlend aðlögun að Islandi í framkvæmd. Bls. 8-9 Tilfinningar og skynsemi I lvernig finnum við til á réttan hátt? Hvar skarast skynsemi og til- finningar? Eru til skynsamar til- finningar? Bls. 7 Menning Er nútíma landbúnaður á Islan- di arftaki gömlu íslensku bæn- damenningarinnar? Hver er mtmurinn á Selfossi og Reykjavík? Hefúr Jón Helgason rétt fyrir sér? Bls. 4 32. tbl. 2. árg. 20. ágúst 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja Aldraðir og öryrkjar hafa margir borið sig upp við Tryggingastofnun vegna þess að kjör þeirra hafa verið skert með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar. Ríkisstjómin fékk lagabreyting- una samþykkta á síðustu starfs- dögum Alþingis í vor og nýmæl- in tóku gildi í júlí. Lagabreytingin felur það í sér að aldraðir og öryrkjar á atvinnuleys- isskrá fá ekki fullar atvinnuleysis- bætur heldur skerðast þær þannig að lífeyrisgreiðslur eru dregnar frá atvinnuieysisbótum. Það er ekki af stórum upphæðum að taka því að atvinnuleysisbæturnar eru rúmar 40 þúsund krónur og þegar búið er að skerða bæturnar með því að draga lífeyrisgreiðslur frá standa eftir 31 þúsund krónur. - Við höfum ekki fengið góð viðbrögð frá fólki sem verður fyrir skerðingunni, segir Sigrún Hauks- dóttir hjá Tryggingastofnun. I efhahagssamdrættinum undanfarin misseri hafa margir aldraðir og ör- yrkjar misst vinnuna og það er erfitt fyrir þessa þjóðfélagshópa að fá nýtt starf. Þegar bæturnar sem þetta fólk átti rétt á fyrir 1. júlí eru í ofanálag skertar finnst því harkalega að sér vegið. Landssamband aldraða ályktaði gegn lagabreytingum ríkisstjórnar- innar en það haíði lítil áhrif. Að sögn Olafs Jónssonar, formanns Landsambands aldraða, munu þessar ráðstafanir ýta öldruðum út af vinnumarkaðnum og það hafi vakið hörð viðbrögð fyrst í stað. - En annars eru menn farnir að sljóvgast yfir öllunt þessum skerð- Ólafiir Jónsson formaður Lands- sambands aldraðra: Óldruðum er ýtt út í kuldann. ingum sem dunið hafa yfir, segir Ólafur. Ný stjórn í útgáfufélagi Tímans: Meirihlutinn vildi Steingrím út Steingrímur Hermannsson á hluthafajúndi Mótvægis hf Hann beið lægri blut t viðskipum við hluthafahóp undir forystu tveggja starfsmanna Tímans. A vinstri hönd Steingríms er Leo Löve fundarstjóri, Vilhjálmur Jónsson fyrrv. forstjóri Olíufélagsins, Hrólfur Ólvisson framkvtemdastjóri Tímans, Agiíst ÞórAmason blaðamaður og Stefán As- grímsson fiéttastjóri. Meirihlutinn í Mótvægi hf.,útgáfúfélagi Tím- ans, er kominn úr höndum íramsóknarmanna sem í hartnær 80 ár hafa gefið blaðið út. A hluthafafundi í fyrradag myndaðist nýr meirihluti sem reyndi að fella Steingrím Her- inannsson, formann Framsókn- arflokksins, úr stjórn útgáfúfé- lagsins. Litlu munaði að það tækist. Síðustu mánuðina hefur Mót- vægi hf. staðið fyrir hlutafjársöfnun til að endurreisa Tímann og gera blaðið samkeppnisfært við Morg- unblaðið og DV. Tvær meginfylk- ingar hafa tekist á uin meirihlutann í útgáfufélaginu. Annarsvegar Steingrímur Hermannsson, sem var formaður Mótvægis hf. þangað til í fyrradag, og hinsvegar hluti starfsmanna Tímans undir forystu Agústar Þórs Arnasonar blaða- manns og Stefáns Ásgrímssonar fréttastjóra. Steingrímur Hermannsson taldi óæskilegt að Framsóknarflokkur- inn ætti rneira en fimmtung hluta- fjár Tímans, enda er hann sann- færður um að dagar flokksblaða séu taldir. Hugmyndir hans voru að hlutaféð dreifðist á margar hendur. Hann lcitaði því til áskrifenda, fyr- irtækja, kaupfélaga og verkalýðsfé- laga eftir hlutafé. Einnig var haft samband við aðra stjórnarand- stöðuflokka, Alþýðubandalagið og Kvennalista. Á hlutahafafundinum á hótel Borg í fyrradag lýsti Stein- grímur yfir vonbrigðum með und- irtektir verkalýðsfélaga og kaupfé- laga. - Viðhorf margra er að þeir vilji bíða og sjá hvernig þetta þróast, sagði Steingrímur. Ilugmyndir starfsmannanna voru á öðrum nót- um en Steingríms. Þeir vildu tryggja sér forræði yfir blaðinu og tortryggðu Steingrím, töldu hann ætla sér að hafa áhrif á bakvið tjöld- in þótt flokkurinn afsalaði sér formlega meirihlutanum. Á hlut- hafafundinum í fyrradag kom í ljós að Ágústi Þór og Stefáni Ásgríms- syni hafði tekist að mynda banda- lag meirihluta hlutafjáreigenda, eins og kom fram í stjórnarkjöri. Hvorki Ágúst Þór né Stefán buðu sig fram í stjórn enda hyggjast þeir báðir starfa áfram á Tímanum og hefúr Ágúst Þór látið í ljós áhuga sinn að verða ritstjóri. Fyrir hluthafafundinn höfðu fulltrúar stærstu hluthafana sam- mælst um að kjósa Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóra Samvinnu- skólans á Bifröst, í stjórn Mótvægis hf. Aðrir sem náðu kjöri í stjórn voru: Steingrímur Gunnarsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Bjarni Þór Oskarsson og Steingríinur Her- mannsson. Ágúst Þór og Stefán unnu að kjöri Steingríms Gunnarssonar, Bryndísar og Bjarna Þórs. Á fúnd- inum stakk Ágúst Þór upp á Bárði Halldórssyni í stjórn Mótvægis hf. og var Bárði stefnt gegn Steingrími Hermannssyni. Það stóð glöggt að tækist að fella Steingrím og mun- aði aðeins prósentubroti af atkvæð- um hluthafa. Þegar ekki tókst að fella Steingrím úr aðalstjórn var Bárði stefnt gegn Helga Péturs- syni, sem var fulltrúi Steingríms til varastjórnar og fór Bárður inn en I Ielgi lenti utangarðs. Síðusm dag- ana fyrir hluthafafundinn voru ýmsar hugmyndir á lofti um það hvernig ný stjórn útgáfúfélags Tímans skyldi skipuð. Tilraun var gerð til að búa til stjórn skipaða formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna og nöfn Ögmundur Jón- assonar, formanns BSRB, og Bene- dikts Davíðssonar, forseta ASI, voru einnig nefnd í því sambandi. Iljá einhverjunt hluthöfum kom til tals að fá Jóhönnu Sigurðardóttir félagsmálaráðherra í stjórn Mót- vægis. Þessar pælingar komust aldrei á alvarlegt stig. Alþýðubandalagið tók þá stefnu fyrir nokkru að sýna til- rauninni til að endurreisa Tímann „vinsamlegt hludeysi“ með því að einstaklingar úr forysmsveit flokks- ins keyptu óverulegt hlutafé í Mót- vægi hf. Vegna þess hversu óljóst var hvaða öfl hefðu undirtökin meðal hluthafa Mótvægis bar kjör sumra stjórnarmanna brátt að. Til að mynda hafði Ágúst Þór ekki sam- band við Bryndísi Hlöðversdóttur fyrr en rétt fyrir hluthafafundinn. Ágúst Þór hefur lengi reynt að afla sér smðnings Kvennalistans og viídi að konurnar tilnefndu einhverja til að taka sæti í stjórn Mótvægis hfi, jafnvel þó að Kvennalistakonur Ieggðu ekki fram stóra peninga í hlutfélagið. Kvennalistinn var hinsvegar treg- ur til og þekkmsm konumar þar á bæ vildu halda sig til hlés. Á þriðju- daginn birrist grein efrir Bryndísi í Morgunblaðinu þar sem hún bar blak af þingkonu Kvennalistans sem hafði orðið fyrir óvæginni árás í Alþýðublaðinu. í framhaldi af því barst Ágústi Þór það tíl eyrna að Kvennalistinn mjmdi líta á það með velþóknun ef Bryndís tæki sæti í stjórn Mótvægis hf. Ágúst hafði samband og Bryndís sló til. - Eg er þó ekki í Kvennalistanum, segir Bryndís en hún er lögfræð- ingur á skrifstofu ASI. Fyrsm verk nýkjörinnar stjórnar útgáfúfélags Tímans verða að kjósa sér formann og auglýsa eftir ritstjóra. Þótt Á- gúst Þór hafi náð að mynda meiri- hluta í Mótvægi hf. eru áhöld um hvort hann njóti stuðnings til að ritstýra Tímanum. Þór Jónsson, fyiTverandi blaðamaður á Tíman- um og fréttamaður á Stöð 2, er tal- inn korna til álita í stól ritstjóra. pv Peres mótmælt I dag klukkan fjögur efnir félagið Island-Paiestína til mómiælafundar á Lækjartorgi vcgna heimsóknar Símonar Peresar utanríkisráðherra Israels. Fundurinn er haldinn til að knýja á um að Israel virði mannréttindi, alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóð- anna. Ræðumenn verða Árai Ragnar Árnason alþingismað- ur og Benedikt Davíðsson for- seri ASI. Fundarstjóri er Ki-ist- ín Astgeirsdóttir alþingiskona. Félagið Island-Palestína und- irbjó fundinn i samvinnu við samtök launafólks. Hjátrú í hjónasæng Hjátrú er líka mark- aðsvara. Bókaforlagið Vaka-Helgafell hyggst gefa út bók um hjátrú Islendinga og hefur auglýst eftir upplýsing- urn um þetta fyrirbæri þjóð- menningarinnar. Einkum er bókaforlaginu umhugað að fá upplýsingar um bjátrú er tengist brúðkaupi og brúður- inni sérstaklega. Ekki er til- greint í fréttatilkynningu hversu ítarlegar upplýsingam- ar skuli vcra.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.