Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 11500 TVÖFALDUR1. vinningur A fjórða hundrað mann Þegar klukkan var farin að halla í ellefu síðastliðið laugardagskvöld í Selvogi, vindurinn var dottinn niður og enn var vermandi glóð í rekavið- arstokkunum, rauf skothrið síð- asta varðeldasönginn og Ijósa- gangur hófst á kvöldhimninum. Hjálparsveit skáta í Garðabæ var komin á vettvang til þess að setja endapunktinn á glæsilega og fjölsótta fjölskylduhátíð Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi og Suðurlandskjördæmi með tilkomumikilli flugeldasýn- ingu. A túnunum í Nesi Þegar komið var á mótssvæði um miðjan dag á laugardag blökt fánar flokksins og lýðveldisins vi hún. Veður var bjart og fagurt e strekkingsvindur af norðri. Dagii í Selvogi var haldinn í boði hjór anna Hafsteins Iijartarsonar o Fríðu Agústsdóttur á vel merktu o undirbúnu inótssvæði í landi jart arinnar Ness. Hún var áður talin hópi stærstu og verðmestu jarða landinu og á merka sögu. Hún ti heyrir Arnessýslu en eigendt hennar eru búsettir í Kópavogi. a þessum slóðum renna Suðurland Varðeldurinn vernidi vel í kvöldkulinu og var setið lengi og sungið. Þegarfór að líða á ellefta tímann ogfólk fór að tygja sig til brottfarar cfiidu félagar úr Hjálparsveit skáta í Garðaba; til flugeldasýningar. Ljósmyndir: G.Þ. Það voru á fjórða hundruð manns í mat hjá Páli Amasyni grillmeistara (sem sést við steikinguna á miðri mynd) á jjölskyldumótinu í Selvogi, ríflega hundrað fleiri en skipuleggjendur gerðu ráð fyrir. Senda varð eftir viðhótar- skammti af pylsum til Hveragerðis, enda margt smáfólkið á staðnum sem ekki leist á heilsleikta skrokkana. Full- orðna fólkið gerði scr hinsvegar grillkjötið að góðu og mynduðust um tíma biðraðir enda þótt kjötskurðarmenn hefðu sig alla við og hntfamir gengjtt ótt og títt. og Reykjanes saman í eitt. Fjölskyldumótið hófst með á- varpi Olafs Ragnars Grímssonar en Ilafsteinn Hjartarson setti mótið formlega. I ljá Olafi Ragnari kom fram að ánægjulegt væri að koma saman í upphafi tímabils þar sem í hönd færu tvennar kosningar á tuttugu mánuðum, og gott til þess að vita að hauststarfið í kjördæm- unum tveimur hæfist með svo þróttmiklum hætti. Alþýðubanda- lagið myndi á næstunni leggja höf- uðáherslu á endurreisn efnahags- lífsins, velferð fjölskyldna og ein- staklinga og siðvæðingu. í efna- hags- og stjómmálalífi. Formaður Alþýðuhandalagisins færði Flaf- steini og Fríðu kærar þakkir fyrir höfðinglegt boð og þakkaði flokks- félögum og einstaklingum sem höfðu lagst á eitt til þess að móts- gestir gætu gert sér glaðan suinar- dag í Selvogi. Þórarinn Snorrason hóndi í Vogsósum, sem hafði lagt drjúgt að mörkum við að undirbúa gömlu túnin í Nesi fyrir mótshaldið, lýsti sögu byggðarinnar í Selvogi og Ávarp Hafsteins Hjartarsonar í Selvogi Eyjan hvíta á sér von... Kæru félagar, góðir viriir mínir og allir aðrir mótsgestir! Ég vil fyrir hönd okkar hjóna bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin hingað í Selvoginn. Ég veit að nálægðin við hafið, við Selvogsbankann, við ilminn frá fósturjörðinni og við þann góða anda sem mun ríkja hér í dag á meðal okkar á eftir að færa okkur öllum gleði og hamingju. Hún mun efla okkur til góðra verka, efla flokk- inn okkar Alþýðubandalagið og framar öllu stuðla að því að við vinnum vel saman og betur en hingað til hefúr verið gert, því alla hluti má bæta. Ég veit að það er ekki mitt hlut- verk hér á þessum stað að ræða um þjóðmálin, en ekki get ég látið það hjá líða að minna á að nú eru aðeins örfáir mánuðir til kosninga og hörð barátta er framundan. Því vil ég segja: Verkamenn, sjómenn, bændur og allt alþýðufólk í landi þessu verður að taka höndum sam- an og vinna gegn því afturhaldi sem nú um stund hefúr ráðið í landinu okkar. Við verðum að hrista af okkur óværuna og gera landið okkar byggilegt á ný venju- legu fólki. Við vituni að „kolkrabbinn" hef- ur vaxið og dafnað í skjóli íhalds og krata og það er okkar hlutverk, Al- þýðubandalagsins, að snúa vörn í sókn og vinna frækilegan sigur í næstu kosningum. Það er okkar hlutverk að ganga af „kolkrabban- um“ dauðum. Ég enda tölu mína á orðum skáldsins og alþýðumannsins: „Eyjan hvíta á sér von ef að fólkið þorir.“ F.g spyr: Þorum við eða þorum við ekki? Að endingu vil ég endurtaka orð mín í upphafi: Verið hjartanlega velkomin hingað í Selvoginn! Guð blessi ykkur öll! Ég segi þessa fjölskylduhátíð setta! Hafsteinn Hjartarsson og eiginkona hans Fríða Agústsdóttir buðti land sitt undir mótið í Selvoginu og tóku til hendinni við undirbúning þess. Þegar kvöldaði ríkti Ijúf stemning við varðeldinn. Guðrún Helgadóttir al- þingismaður var meðal þeitra sem skemmtu á kvöldvókunni með frásógu. Hún sagði eftir mótið að á meðan ungir Sjálfstæðismenn hefðu slegist á Sel- fossi hefði Alþýðubandalagsfólk haldið utan um hvert annað við í Selvogi. stýrði síðan gönguför um svæðið á- samt Birni Hróarssyni náttúru- fræðingi, sem sagði frá náttúrufari. Gengið var að Selvogsvita og var mikil þröng við að komast upp í hann, en allt fór vel enda menn og bíll frá Björgunarsveitinni Mann- björg í Þorlákshöfh á staðnum til að tryggja öryggi mótsgesta. Síðan var gengið um fjörur og áð í ver- búðum þar sem vermenn höfðust við áður fyrri allt upp í fjóra mán- uði á ári. Farið var um byggðina og að Strandakirkju þar sem leikið var á orgcl og hlýtt á hugvekju séra Kristins Agústs Friðfinnssonar. Veisla í grængresinu Að lokinni gönguför var efnt til mikillar grillveislu á mótssvæðinu í Nesi og voru þar eitthvað talsvert á fjórða hundrað manns í mat sem snæddur var í grængresinu. Grill- meistaramir voru úr Hafnarfirði, kjötskurðarmenn af Suðurnesjum, grænmetið kom úr Ilveragerði og kartöflusalatið úr Kópavogi. Sam- anlagt smakkaðist allt frábærlega og ekki spillti að heitt var á könn- unni allan daginn í sérstökum kaffi- og kakóvagni senr Sunnlend- ingar höfðu veg og vanda af. Eftir grillveisluna hjálpuðust mótsgestir við að bera sprek í bálköst sem hlaðinn hafði verið úr rekaviðar- drumbum og var efnt til kvöldvöku á sjávarkambinuin við skíðlogandi varðeld. Þar flutti Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður ávarp og endurtók þakkir til jarðeigenda og allra þeirra sem höfðu lagt sitt af mörkum til að gera fjölskylduhá- tíðina skemmtilega. Hún sagði rnargt sameina Suðurland og Reykjaneskjördæmi og vonandi væri þessi glæsilega hátíð upphafið að nánara samstarfi kjördæinanna flokknuin og þjóðinni til heilla. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður skemmti mönnum við varð- eldinn og sagði meðal annars frá þeim ástarævintýrum í Selvogi sem lesa má um í bókum. Söngvarinn góðkunni Skafti Olafsson skapaði dúndrandi söngstemningu með að- stoð hljóðfæraleikaranna Páls Arnasonar í Hafnafirði, Sigurðar Björgvinssonar úr Garðabæ og Ólafs Ólaftsonar frá Selfossi. Mikill myndarskapur Verkefnum við útihátíðina var skipt niður á byggðarlög og flokks- félög undir stjórn Elínar Bjargar Jónsdótmr í Þorlákshöfn og Sig- urðar Björgvinssonar í Garðabæ. Eftir því var tekið hve myndarlega var staðið að öllum þáttum og sama hvort um var að ræða undirbúning mótssvæðis, sorphirðu eða miða- sölu, allt var leyst af hendi nteð meiri myndarskap og frumleika en hægt hafði verið að ætlast til rniðað við stuttan fyrirvara. Það ríkti því mikil ánægja með Sumardag í Sel- vogi þegar kjördæmin kvöddust á laugardagskvöldið og rætt var um að taka höndum saman að nýju á næsta ári. - ekh

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.