Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 12
12 Vföhorf VIKUBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 1993 Um ólæsi fræðimanna s IMorgunblaðinu þann 5. ágúst sl. er grein eftir Þorvald Gylfa- son prófessor um atvinnuleysi í Evrópu. Trúlega er þar átt jafn- ffamt við atvinnuleysi á Islandi. Prófessorinn kemst að þeirri nið- urstöðu að atvinnuleysið stafi af of háu kaupi og talar þar sérstaklega um láglaunafólk. Hann segir að verkalýðssamtökin hafi verðlagt láglaunafólk út af vinnumarkaðin- um, það hafi ekki getað varið sig (væntanlega gegn of háum kaup- kröfúm verkalýðssamtakanna) með því að bjóðast til að vinna „við launum, sem fyrirtækin ráða við“. Sem sagt, verkalýðssamtökin gera of háar kröfur fyrir hönd Iáglauna- fólks og valda þar með atvinnu- leysi. Prófessorinn segir að brýn nauð- syn sé að setja verkalýðssamtökin til hliðar eins og gert hafi verið á Nýja Sjálandi og kaupið sé látdð ráðast af ffamboði og eftirspum. Hann segir að vísu að þessi aðferð hafi haft í för með sér aukinn launamun í Bandaríkjunum, en hefur ekki áhyggjur af því. Launa- jöfnuður er ekki hans deild. Það þarf varla að eyða mörgum orðum að þessari hugmyndaffæði. Ollum launþegum ætti að vera ljóst mikilvægi launþegasamtakanna, þó að ffammistaða þeirra sé kannski ekki merkileg um þessar mundir. Hitt er umhugsunarefni hvað veld- ur því að maður, sem vill láta kalla sig marktækan og málsmetandi, skuh láta sér detta svona lagað í hug. I blaði bandaríska iæknafélagsins birtist nýlega grein um tæknivæð- ingu í heilbrigðiskerfinu, sem var gagnrýnd, talin dýr og oft og tíðum gagnslítil. Var talið að fyrir þessari ofinotkun og misnotkun tækninnar stæðu menn sem væru mikið lærðir á sviði vísinda og tækni, en skorti yfirsýn og dómgreind til að gera sér grein fyrir hvemig þessi firæði gætu komið fólki að gagni. Þessir menn em sagðir haldnir galla sem höfúndur kallar „scientific illiter- acy“ eða vísindalegu ólæsi. Þeir vita allt um vísindi og tækni nema það hvemig þau geti komið fólld að raunverulegum notum. Þorvaldur Gylfason hlýtur að kunna sitthvað fyrir sér í hagffæði. Annars væri hann varla prófessor. En hann virðist ekki kæra sig um að vita, hvemig fræði hans geti komið almenningi að notum. Hann er ólæs á ákveðin mannleg gildi. Hann er haldinn „scientific illiterary“. Og þetta gildir trúlega um fleiri kollega hans. Það hefúr verið sagt um hagffæðinga að þeir viti hvað hlutir kosti, en ekki hvers virði þeir em. Gæti það verið að orsakasam- band sé á milli þessa ólæsis hag- ffæðinga og þeirrar staðreyndar að aukin tækni og aukin ffamleiðni virðist leiða ril hörminga í stað hagsældar? Höfúndur er heilsugæslu- læknir í Hafnarfirði. Þorvaldur Gylfason er baldinn vísindalegu óUesi. Hann veit allt um bagfrteði nema það bvemig bún getur komið fólki að gagni. Mynd: Einar Ola Afmælishátíð í Norræna Húsinu S' Isíðustu viku águstmánaðar ársins 1968 var Norræna húsið í Reykjavík vígt. Allt ffá upphafi hefur húsið gegnt veiga- miklu hlutverki bæði fýrir norræna samvinnu og íslenskt meningarlíf. Síðan hefur húsið styrkt enn ffekar þessa stöðu sína sem miðstöð meningar, upplýsingastarfsemi og sem fúndarstaður fólks. Oft er sagt að Norræna húsið sé farkostur nor- rænnar samvinnu, áhöfnin sé fá- menn en farþegar skipti hundr- uðum þúsunda. Nú, í síðustu viku ágústmánaðar, verður haldin 25 ára afmælishátíð Norræna hússins. I afmælisdag- skránni er litið um öxl en þó aðal- — lega fram á við. Fyrst er efnt til veislu til heiðurs lífsglöðu 25 ára gömlu afmæhsbami, en mn leið æda aðstandendur hússins að sýna gleði, styrk og möguleika nor- rænnar samvinnu nú á tímtun þeg- ar ekki er lengur fitið á norrænt Flytjendur Bandamannasögu við Norrænahúsið samstarf sem sjálfsagðan hlut eins og gert var þegar húsið var opnað árið 1968. Meðal dagskráratriða þessa afmælisviku eru fjölmargir dag- skráriiðir, affnælisveisla, hátíðarat- höfn og málþing. Fjörugur þriðjudagur Þriðjudaginn 24. ágúst, á hinum eiginlega afmælisdegi Norræna hússins, er dagskrá sem hefst klukkan níu að morgni með saxófónblæstri og lýkur henni ekki fýrr en á miðnætti. Lars Ake Engblom sker fýrstu sneiðina af heljarstórri afmælistertu sem Reykjavíkurdeild Norræna félags- ins gefúr húsinu. Fyrir hádegi er dagskráin helguð bömum. Ragnheiður Gestsdóttir les fýrir börnin og ýmislegt annað verður gert til skemmtunar. I hádeginu syngur Ingibjörg Guð- jónsdóttir tónlist frá Norðurlönd- um við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Síðdegis er sýnd kvikmynd frá vígslu hússins en síðan tekur Söngfélag Félags eldri borgara lagið. Þá sjá Anna Pálína og Aðalsteinn Asberg um vísnasöng. Klukkan fimm kynnir Sveinn Einarsson dagskrá sem helguð er þeim íslensku rithöfúndum sem hreppt hafa bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Um kvöldið verður fjölbreytt útiskemmtun. Þar koma m.a. ffam Ieikarar úr Bandamannasögu, en sá leikur var einmitt ffainlag Norræna hússins til listahátíðar í Reykjavík 1992. Norræningjamir flytja skemmtidagskrá effir Þórarin Eldjám. Hópinn skipa þau Asa Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Siguðarson og Om Amason. Undirleikari er Jónas Þórir. Þegar líða tekur á síðsumarkvöldið leika Grettir Bjömsson og félagar fýrir dansi. Dagskránni lýkur á miðnætti með flugeldasýningu. Kaffistofa Norræna hússins sér um veitingar sem verða bomar ffam í tjaldi sem reist verður á bak við húsið. Allir em velkomnir á afinælishátíðina. DBBHBSB9BBBBB.■ Prentsmiðjan Oddi hf. býður nú nýja þjónustu sem margir hafa beðið eftir. Hin nýja Xerox Ijósritunarvél okkar prentar ekki aðeins ótrúlega hratt, hún sér líka um allan frágang, þ.e. bindur inn í þykkari pappír og límir á kjöl ef þess er óskað. Ljósmyndir og teikningar eru ekkert vandamál og myndgæðin eru ótrúleg. Ef þú þarft að láta prenta lítil upplög í einum lit, t.d. skýrslur, handbækur eða kennslurit, þá er þetta leiðin, og hraðinn maður, hraðinn . . . Hér er dcemi utn bókaskrá prentaða í 10 eintökum 16 síður hvert og bundna inn á 5 mínútum. • • • hann beið aðeins í 5 mínútur Tœknilegar upplýsingar: Frumrit getur verið prentað öðrum megin eða beggja vegna og getur verið allt að 250 bls. Ijósritað á 80 g. pappír. Fyrir- mynd getur verið allt að 38 x 44 cm. Hægt er að Ijósrita af samhangandi formum. Afköst: 135 A4 blöð á mínútu, 58 A3 blöð á mínútu. Pappírsstærð: A4 eða A3 60-200 g. Litir eftir vali af pappírslager Odda. QÉi 1 943-1 993 Söludeild er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl. 08-18.00 föstudaga frá kl. 08 - 17.00 0 D D I S ð L UDEILD HÖFÐABAKKA 3-7 SÍMI 683366 FAX í SÖLUDEILD 676694

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.