Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 20. AGUST 1993 V Um skynsemi og tilflnningar Flestir upplýstir menn leitast við að móta skoðanir sínar á skynsaman hátt og forðast að láta tilfinningar eða hagsmuni móta um of skoðanir sínar. Það eru enda engin rök íyrir skoðun minni að ég ósld þess að hún sé sönn né styður það sannfæringu mína að ég hafi hagsmuni af því að hún sé rétt. Agæti skynseininnar er líka vel þekkt. Hún er hlutlæg, almenn, nákvæm, róleg og sönn. Hún getur, eða á að geta, knúið fram samþykki og samstöðu meðal upplýstra rnanna. Sá sem stjórnast af skynsemi sér hlutina frá víðum, sammannlegum sjónarhóli. Tilfinningar eru oft sagðar gæddar eig- inleikum sem eru andstæðar eiginleikum skynseminnar. Þær þykja huglægar, per- sónubundnar, ónákvæmar, æstar og blekkjandi. Oft er litið á tilfmningar sem öfl sem við verðum íyrir og fáum litlu um ráðið. Flestir kannast við spakmæli sem gera út á þessa eiginleika tilfinninganna: „Reiðin er stundarbrjálæði,“ „ástin er blind,“ „hverjum þykir sinn fugl fagur,“ og þar fram eftir gömnum. Vandinn við þessa skynsemishyggju er sá að hún gerir of skarpan greinarmun á skynsemi og tilfinningum og bregður því falskri birm á bæði skynsemina og tilfinn- ingarnar. Skoðum þetta aðeins nánar. Skynsemin er sögð andstæð tilfinning- um og hinn skynsami maður leitast við að losna undan öllunt áhrifum Iangana, óska og annarra tilfinninga. Hrein skynsemi er það sem á að vera eftir þegar maðurinn hefur losað sig undan valdi allra langana og tilfinninga. En þessi skoðun er hin mesta firra. Ekkert stendur eftir þegar allar til- finningar, langanir og óskir hafa verið úti- lokaðar. An þeirra væri líf mannsins mark- leysa. Sú rökvilla sem menn gera sig seka um hér er að álykta að vcgna þess að gott er að vera laus undan valdi sumra tilfinn- inga þá væri best að vera laus undan þeim ölluin. En þetta er eins og að álykta að þar sem æskilegt væri að grennast dálítið - losna við nokkur kíló - væri best fyrir manninn að vera hrein beinagrind. Vísindahyggjan hefúr ýtt undir þessa tegund af skynsemishyggju. Samkvæmt henni á vísindamaðurinn á að vera alger- lega hlutlaus. Hann á að læra að sjá hlutina eins og þeir eru í raun og veru og vara sig á því að blanda eigin tiifinningum og gildis- mati inn í vísindi sín. Vísindin eru þannig sögð fást við staðreyndadóma en ekki gild- isdóma. Nú er það að sjálfsögðu rétt að hlutlægni er einn mikilvægasti eiginleiki allra vísinda en „hlutlægni“ inerkir ekki það að vera laus við gildismat og tilfinning- ar. Oll vísindi eru og hljóta að vera byggð á ákveðnum tilfmningum og gildismati. Bandaríski heimspekingurinn Williain James hefúr bent á að: „þegar vísindin halda því fram, að ekkert sé manni betra en að vera sífellt að ganga úr skugga um nýjar staðreyndir og leiðrétta ranga dóma, þá er það hjarta þeirra, sein hvíslar þessu að þeim.“ Vísindamaðurinn þráir sannleik- ann og óttast blekkingarnar. James bendir ennfremur á að það sé þrá og sterk þörf, en ekki rök, sem styðji þá almennu sannfær- ingu okkar að „ ... sannleikurinn er til og sál vor og hann eru sköpuð hvort fyrir ann- að...".* 1 2 En það er ekki einungis að grundvöllur vísinda byggist á tilfinninguin og gildis- matd. Skapgerð og gildismat vísinda- mannsins hefúr áhrif á það hvaða viðfangs- efni hann velur sér til rannsóknar og á það hvernig hann nálgast viðfangsefni sitt og þannig mætti lengi telja. Þessi skarpi greinarmunur á skynsemi og tilfinningum fæðir einnig af sér ýmsar ranghugmyndir um eðli mannlegra tilfinn- inga. Litið er á tilfinningar sem eitthvað er liggi utan skynseminnar; þær eru órökvís- ar, persónubundnar og gagnvart þeim er maðurinn aðeins óvirkur þolandi. Þessi sýn á tilfinningar er jafnvel orðin rótgróin í tungumálinu. Menn eru sagðir þjást af öf- und (eða öfundsýki) þeir fyllast samúð, eru haldnir afbrýðiseini o.s.frv.1 Og það sama er uppi á teningnum í öðr- um tungumálum. I ensku er orðið „pass- ion“ (ástríða, tilfinning) dregið af sömu rót og „pathos" (sjúkleiki eða sjúkdómur). Al- gengasta ranghugmyndin uin tilfinning- arnar er sú að þær séu einhvers konar ein- kaupplifun þess sem fyrir henni verður. Tilfinningar, ólíkt hugmyndum, eru sagð- ar skorta alla tilvísun til ytri veruleika. Þær eru í eðli sínu ákveðin upplifun. Þannig telja margir að tilfinningar geti ekki verið réttar eða rangar, líkt og hugmyndir rnanna eru því þær séu ekki um neitt. Þessar hugmyndir um tilfinningarnar endurspeglast í viðhorfum manna til gild- is- eða verðmætamats. Gildi og verðmæti eru sögð háð smekk og jafnvel duttlungum hvers einstaklings. Því er síðan slegið ffam að ekki sé hægt að rökræða um gildi og verðmæti af neinu gagni heldur verði þar hver að fylgja sínu nefi. Þessi viðhorf, hvort heldur þau snúast um tilfinningar eða gildismat, eru röng og standast ekki einföldustu gagnrýni. Til- finningar eru gegnsýrðar af rökum og þær eru oftast um eitthvað. Menn reiðast af á- kveðnum ástæðum sem eru misjafnlega skynsamlegar og reiði manna beinist að einhverju. Aristóteles benti á, fyrir rúmum tvö þúsund árum, að „það er auðvelt að reiðast, en að reiðast rétmm aðila, á réttan hátt, í réttum mæli og að réttu tilefhi, er hvorki auðvelt né á hvers manns færi“. Og það sama má segja urn allflestar tilfinning- ar. Það er t.d. gaman að rekja hversu flók- inni rökfræði stolt og afbrýðisemi fylgja. Eg get aðeins verið stoltur af því sem teng- ist mér á einhvern hátt, sem stenst saman- burð við það sem aðrir hafa, og sem er greinilegt öðrum o.s.ffv. Tilfinningar eru því eitthvað sem menn þurfa að þjálfa og mennta líkt og Aristóteles benti á. Tilfinningar eru ekki eitthvað sem við verðum fyrir. Þær eru á okkar ábyrgð. Við geturn lært að ná stjórn á tilfinningum okkar með því að huga að ástæðum þeirra og tilefnuin og með því að þekkja sjálf okk- ur. Margir nútímaheimspekingar líta raun- ar svo á að tilfinningar séu viss tegund af dómum, sem við erum fullkomlega ábyrg fyrir. Bandaríkjamaðurinn Robert C. Solomon er helsti málsvari þessarar skoð- unar. Hann telur að allar tilfinningar stefni að sama marki eða fylgi sörnu megináætlun (strategiu), sem er að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu inannsins. Þó að ég sé ósam- mála þeirri kenningu Solomons tel ég að í henni felist sannleikskorn. Allar tilfinning- ar hafa sterkari tengsl við sjálf manna og sjálfsmynd en skoðanir hafa. Tilfinningar eni að því leyti ekki ósvipaðar listaverkum sem ávalit bera sterkan keim af höfundi sínum. Tilfinningar eru einnig eins og listaverk að því leyti að þær sýna viðföng sín ávallt í ákveðnu ljósi. Við getum haft fiinm ólík málverk af einni og sömu konunni. Einnig kunna fimm menn að líta ákveðna konu ólíkum augum eftir því hvað tilfinningar þeir bera til hennar. Menn geta að sjálf- sögðu deilt um það hvort eitthvert lista- verkið sé réttara en annað, eða hvort ein- hver tilfinningin sé sannari en önnur. En um hitt má tæplega deila að hægt er að gera upp á milli þessara tilfinninga og lista- verka með ýmsum hætti. Listaverkin geta haft mismunandi fegurðar- og listgildi og tilfinningarnar verið mismunandi göfugar og viðeigandi. Og fegurð, listgildi og göf- uglyndi ráðast ekki af duttlungum hvers og eins. Eg tel sýnt að við ættum ekki að gera skarpan greinarmun á skynsemi og tilfinn- ingum, jafhvel þó að um ólík fyrirbæri sé að ræða. Tilfinningar, líkt og hugmyndir og skoðanir, geta verið æskilegar eða ó- æskilegar. En nú má spyrja hvaða mæli- kvörðum á að beita þegar við reynum að skera úr urn hvaða tilfinningar séu æski- legri en aðrar? Einn mælikvarðinn er ein- faldlega sá að segja að skynsamar tilfinn- ingar séu æskilegar en óskynsamlegar ó- æskilegar. Þó þetta svar sé útaf fyrir sig á- gætt, er það ekki sérlega upplýsandi þar sem töluvert umdeilt er hvaða sé skynsöm tilfinning og hvað óskynsöm. Eg vil í stað- inn minnast á þrjá aðra mælikvarða sem heimspekingar hafa lagt til þegar rætt er um æskilegar og óæskilegar tilfinningar. En þessir mælikvarðar eru flokkun Humes á tilfmninguin sem rólegum og æstum, flokkun Rousseaus á tilfinningum sem eig- inlegum og gervitilfinningum, og Nietzsches á göfugum og þrælslegum til- finningum. Allir kannast við að tilfinningar eru mis- miklir ærslabelgir. Hume telur rólegar þær tilfinningar sein litlum hugaræsing valda en æstar þær sem koma miklu róti á hug- ann. Þær tilfinningar sem við finnunt þeg- ar við upplifum fagra hluti eru dæmi um rólegar tilfinningar en hatur er gott dæmi um æsta tilfinningu. Hume bendir á að ró- legar tilfmningar geta hæglega verið sterk- ari aflvakar athafna en æstar tilfinningar. Þannig gemr hin rólega og yfirvegaða löngun í góða heilsu hæglega harnið æst- usm langanir í tóbak og önnur eiturefni. Mér virðist sem rólegar tilfinningar séu yf- irleitt æskilegri en æstar tilfinningar, þar sem æstar tilfinningar valda að jafnaði miklum hugaræsingi en litlum markvissum athöfnum. Æstar tilfmningar svipar oft til æsifrétta í blöðuin: þær valda miklu upp- námi urn stund en koma yfirleitt engu góðu til leiðar. Vandinn við að heinja þessar æsm og neikvæðu tilfmningar er hins vegar sá að slíkt slær oft einnig mjög á jákvæðar til- finningar og skilur menn eftir hálf líflausa og daufa. Vandinn er sá að stilla tilfmning- amar þannig að þær séu hvorki of strekkt- ar né of slakar. Mér virðist að langbesta leiðin til þess felist í ásmndun hinna fögru lista. Sá sem það gerir býr yfirleitt við fág- aðra og fínna tilfinningalíf en hinn sem lætur það ógert. Samkvæmt Flume er það versta sem hægt er að segja um mann ekki endilega það að hann sé óskynsamur held- ur hitt að hann sé grófur eða óheflaður. Hjá Rousseau snýst dæmið við. Hann sér í hinuni fína, fágaða borgara ekkert annað en uppskafning sem hlusti aldrei á eigin röddu heldur dansi sífellt eftir ann- arra höfði. Borgarinn, samkvæmt Rous- seau, er uppfullur af inetnaðargirni, hé- gómagirnd, ótta við dauðann og öðrum til- finningum sem em niðurstaðan af ímynd- unarveiki og borgaralegri firringu. Hinn náttúrulegi villimaður er hins vegar, að dómi Rousseau, sjálfum sér nógur og frjáls. Hann stjórnast af einföldum en sönnum tilfmningum. Smndum skrifar Rousseau eins og að hann hafi enga trú á borgaralegu samfélagi en í bók sinni Emile læmr hann í ljós þá skoðun að hægt sé að ala upp nátt- úrulegan borgara sem er í senn siðmennt- aður og frjáls. Eg er ósammála gagnrýni Rousseaus á hið borgaralega samfélag. Eg tel að siðmenningin hafi inenntað tilfinn- ingarnar og fágað mennina. Hitt er óumdeilanlegt að Rousseau hef- ur bent á tilhneigingu sem er til staðar í siðmennmðum samfélögum Vesmrlanda. Oft skortir rnikið á að menn þori að vera þeir sjálfir, að þeir þori að leggja sjálfstætt mat á hlutina. Og margir eyða ævinni í taumlausri efrirsókn eftir innihaldslausum verðmæmm. Þeir keppast við að uppfylla hlutverk sem aðrir hafa skilgreint fyrir þá og enda sem litlausir sauðir í stórri hjörð. Engum heimspekingi hefur staðið eins mikið smggur af hjarðmennskunni og Friedrich Nietzsche. Það sem Nietzsche virðist aðallega óttast við hjarðmennið er hversu rnjög það stjómast af þrælslegum hvömm og tilfmningum. Þrællinn, sam- kvæmt Nietzsche, er ekki skapandi vera sem fylgir eigin lífssteínu. Þess í stað bregst hann við ytri áreituin. Hann skapar ekki fagra hluti en bendir á það ljóta sem aðrir gera. Llann ýmist hrósar happi yfir því að vera ekki eins og aðrir eða öfundar þá í laumi. Tvöfeldnin einkennir líf þrælsins. Ofundsýki, fyrirliming, hamr og langrækni eru skýrusm dæmin um þræls- legar tilfinningar. Stolt, ást og gleði eru dæmi um göfugar tilfinningar. Ilinn göf- ugi er ánægður með eigin tilvist. Hann er heiðarlegur, hreinn og beinn, og staðfestir sjálfan sig með sérhverri athöfii sinni. Hann er skapandi einstaklingur sem eyðir ekki lífinu í það að bregðast tilfinningalega við lífi annarra. Með því að taka mið af hugmyndum Hume, Rousseau og Nietzsche gemm við varpað ljósi á nýtt, tilfinningahlaðið skyn- semishugtak. Skynsamur maður er þá að sönnu rólegur og yfirvegaður eða fágaður maður. Hann stjórnast af lögmálum sem hann hefúr sjálfur sett sér en þessi lögmál eru þó ekki háð duttlungum hans: þau eru rótgróin í mannlegt eðli. Hinn skynsami maður er skapandi, glaðvær og ber virð- ingu fyrir sjálfum sér. Þrælslegar tilfinn- ingar eru eitur í beinum hans. En áður en hægt er að endurskoða skyn- semishugtakið í ljósi göfúgra tilfinninga þarf að breyta hugmyndum manna um til- finningar. Menn verða að skilja að tilfinn- ingarnar eru á þeirra eigin ábyrgð og þeir verða að læra að finna til á réttan hátt. Höfundur er við nám í heimspeki Heimildir: 1. Sjá grein Williamjames, „Tníarvilji“, í Erindi siðfræði, Róbert H. Haraldsson (ritstjóri), Rannsóknarstofnun í siðfræði, (væntanleg, ágúst 1993). 2. Sjá grein Kristjáns Kristjánssonar, „Að kenna dygð“, Erindi siðfræði.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.