Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 20. AGUST 1993 Af eriendum vettvaiigi 11 Töframeistarinn Peres ísraelski utanríkisráðherran Shimon Peres er sérfræðingur í að afla stefnu lands síns skilnings Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, er sérfræðingur í hebreska hugtakinu Has- bara, útskýringum. Og það er einmitt sá eiginleiki sem hefur gert hann að einum áhrifamesta utan- ríldsráðherranum sem Israel nokkru sinni hefúr átt. Hann er hinn íhuguli leiðtogi, sem frá því Verkamannaflokkurinn tók við stjómartaumunum fyrir ári síðan hefur með óvenjulegri röksnilli tekist að telja hverjum þjóðarleið- toganum á fætur öðrum í Evrópu trú um friðarvilja ísraelsmanna. Þrátt fyrir að friðarviðræðurnar sem nú hafa staðið í 21 mánuð hafi enn ekki borið árangur, þrátt fyrir að ísraelsmenn fómmtroði enn mannréttindi á hernumdu svæðun- um og þrátt fyrir endurteknar árás- ir ísraelshers inn yfir landamæri Líbanons. Persónutöfrar Peres, sem nú stendur á sjötugu, er fæddur í Pól- landi og hlaut háskólamennmn í Bandaríkjunum. A lögnum ferh sínum í ísraelskum stjórnmálum hefur hann þróað með sér eftír- tektarverða hæfni til að leika bæði hlutverk hins pólitíska sjarmatrölis gagnvart umheiminum og hlutverk litla drengsins í ævintýrinu um nýju fötin keisarans í stjórnmáia- hræringum innanlands. Kannski er það vegna fortíðar hans í hinum vinstrisinnaða zíonistaflokki Mapai sem honum hefur tekist að að- greina sig frá herskáu haukunum innan Verkamannaflokksins, en þeirra þekktasmr er Yitzhak Rabin forsætisráðherra. Þó Peres hafi ekki gengið svo langt að beita sér opinberlega fyrir viðurkenningu á Frelsishreyfingu Palestínumanna, PLO, hefur hann í áratugi reynt að nálgast Palestínumenn og oft kom- ið með tillögur til lausnar deilun- um fyrir bomi Miðjarðarhafs löngu áður en samferðarmenn hans vom tilbúnir til að ræða þær. Ogranir Þannig reyndi Peres hvað effir annað á síðasta áramg að blása nýju lífi í því sem næst útkulnaðar glæður ffiðammleitan- anna, meðal annars með því að mæla fyrir hinni svokölluðu jór- dönsku lausn, en hún fól í sér sam- komulag milli ísraels og Jórdaníu um framtíð hernumdu svæðanna. Hugmyndin naut stuðnings Husseins Jórdaníukonungs, en þrátt fyrir það vom hvomgur deiluaðila tilbúnir til að fallast á slíka lausn. Það var líka Peres sem á níunda áramgnum tók þátt í nokkmm viðræðufundum með háttsetmm aðilum innan PLO, sem hið sósíaldemokratíska Al- þjóðasamband sósíalista hafði frumkvæði að. Þetta gerðist meðan hann var ráðherra í tveimur mis- munandi sam- steypustjórnum og á sama tíma og ísra- elsk lög kváðu á um það skýmm stöfum að hverskonar sam- skipti við „hryðju- verkasamtök“, þ.e. PLO, væm bönnuð. Og á árinu 1990 neyddist Peres svo til að segja af sér embætti fjármála- ráðherra eftir að hann hafði mótmælt því opinberlega að þáverandi ríkis- stjóm, Likud- bandalagið, hvað eftir annað hafði frestað friðarvið- ræðum við Palest- ínumenn. Að und- anförnu hefur Peres gefið til kynna að hann er tilbúinn til að semja beint við PLO ef nauðsynlegt þykir. A sama tíma hafa birst frétt- ir í alþjóðlegum fjölmiðlum um nýja fundi milli nokk- urra æðstu manna PLO og ráðherra í ríkisstjóm ísraels, þar á meðal Peres sjálfs. ímyndarsmiður Það er til marks um pólitíska hæfni Peresar að hann hefúr lifað af í ísraelskum stjórnmálum allt frá fyrstu dögum ísraels- ríkis. En oft hefur gustað um hann og á síðasta ári töldu margir daga hans talda þegar Verkamannaflokkur- inn velti honum úr for- mannsembættinu og kaus í hans stað hinn vinsæla Rabin, sem er mun her- skárri, enda með viðurnefnið haukurinn. Andstætt Peres gátu heit- trúarmenn síður sakað Rabin með sinn makalausa bakgrann í hernum og hægri-zíonistísku viðhorf um að varpa þjóðarhags- munum Ísraelsríkis fyrir róða. Flokkkurinn vildi hressa upp á ímyndina til að eiga kost á að mynda ríkis- stjórn eftir að hafa meira og minna verið í stjórnarand- stöðu í 15 ár. í augum hægriarmsins var Peres þreyttur og of sligaður af eigin málamiðlunum eftir fjöldamargar tilraunir til að koma á friðarviðræðum við PLO. Núna virðist Peres á hinn bóginn hafa endur- heimt kraftana og fundið sér hlutverk sem nýr ímyndar- smiður og boðberi ffiðar gagnvart Vesmr-Evrópu sérstaklega. Sannfæring Pólitískan kraft sinn virðist Peres, þessi margreyndi leikfléttumaður, einkum sækja í innri sann- færingu um að friður í Mið- austurlöndum sé mögulegur og jafnvel á næsta leyti. Hann hefur talað um samvinnu, velferð og efnahagslegar framfarir og kynnt hugsjónir sínar um gullna framtíð með opnum landamærum, friði, öryggi og auknu lýðræði. Lykillinn í hans augum er auðvitað friðarsáttmáli milli ísraels og Araba sem gæti orðið grandvöllur að efnahagsbandalagi í Miðaustur- Charlotte Aagaard löndum þar sem ísraelsk tækni- kunnátta, arabískt fjármagn, ódýrt vinnuafl og ótrúlega vannýttur markaður myndu getað verkað saman að því að skapa gífurlega eíúahagslega uppsveiffu í þessum heimshluta. En eins og svo oft áður tekur Peres gífurlega pólitíska á- hættu af því að kynna hugsjónir sem í augum landa hans gætu talist langt á undan sinni samtíð, því hugmyndir hans gætu einfaldlega reynst óframkvæmanlegar. Og í augum umheimsins gæti Peres lent í gildra sölumannsins sem þegar á reynir á ekki þá vöra sem hann hef- ur reynt að selja. VEGNA MIKILLAR SÖLU A NYJUM BILUM BJÓÐUM VIÐ ALLT AÐ 350.000.- KRÓNA AFSLÁTT Á NOTUÐUM BÍLUM SEM HAFA VERIÐ TEKNIR UPP í NÝJA. KOMIÐ OG GERIÐ BÍLAKAUP ÁRSINS. SYNISHORN: TEGUND ÁRG. Toyota LandCrusier, langur 1990 Chev. Blazer S10 1989 VWGolfGTi 1988 BMW316 1988 Toyota Carina 111600 1988 Honda Prelude EX 1987 Nissan Micra 1991 MMCLancer 1989 Subaru coupé4WD 1989 Honda Civic sedan 1986 VERÐ ÁÐUR 2fi&&¥)ús. staðgr. T. J50'|5ús. staðgr. ‘J&d^ús. staðgr. STO'fíús. staðgr. JiQ&tfús. staðgr. J£70t>ús. staðgr. hs&frú s. staðgr. JJ-Q^s. staðgr. JjOO'pps. staðgr. 420pús. staðgr. 2.280 1.400 550 770 480 650 450 660 690 320 VERÐ NU OOOstaðgr. OOOstaðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. 000 staðgr. GREIÐSLUKJOR TIL 36 MÁINIAQA, JAFNVEL ENGIN ÚTBORGUN BÍLAHÚSIÐ- B fi L. AS A B_ A sævarhöfða 2 674848 í húsi Ingvars Helgasonar Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 síma 91-674000

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.