Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 6
Kveðja
6
VIKUBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 1993
Ökuþórinn
mikli
nírœður
Olafur Ketilsson fyrrum
sérleyfishafi á Laugarvatni
varð níræður þann 15. á-
gúst sl. Um Olaf mætti skrifa langt
mál, en slíkt væri honum á móti
skapi, þó hann lcyfði birtingu þess-
arar greinar með því skilyrði að
hún birtist eftir afmælisdaginn.
Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur skrifaði Ólafs sögu Ketils-
sonar og nefndi hana A miðjurn vegi
í mannsaldur. Guðmundur nefndi
Ólaf ökuþórinn mikla í þeirri bók.
I þessari grein er stuðst við bók
þeirra félaga, þó Ólafur telji að
Guðmundur hafi að nokkru
„skeinmt bókina með bulli ffá sjálf-
um sér,“ þ.e.a.s. Guðmundi, en það
er önnur saga.
Ólafi kynntist ég fyrst þegar ég
hóf nám við Menntaskólann að
Laugarvami 1973. Reyndar hafði
ég séð Ólaf nokkrum árum fyrr og
heyrt um hann sögur. Síðasta vetur
minn við Menntaskólann bjó ég í
húsi við hlið Ólafs. Þá var Ólafur
kominn yfir sjötugt og það kom
fyrir að hann bað mig að hjálpa sér
við að lesta bílana. Fékk ég þá að
heyra langa fyrirlestra um akstur
og umferð. Ólafi var t.d. fyrirmun-
að að skilja hvernig stæði á öllum
þessum umferðaróhöppum í henni
Reykjavík, með þessa góðu upp-
lýstu vegi. „Þegar ég lærði á bíl,“
sagði Ölafur „voru borðorð kenn-
arans þrjú. I fyrsta lagi: Aktu hægt.
I öðru lagi: Aktu hægt. I þriðja lagi:
Aktu hægt. Þessi boðorð hafa
reynst mér sæmilega," bætti Ólafur
við, „en líklega hafa þeir gleymt
þeim í Reykjavíkinni.“ Þess má
geta að í þá daga voru gíramir bara
þrír eins og boðorð kennarans, en
nú hefur gírunum fjölgað, en boð-
orðunum ekki að sama skapi.
Olafurflytur að
Laugarvatni
1931 kvæntist Ólafúr Svanborgu
Asmundsdótmr frá Apavatni og
1932 byggðu þau hjón sér hús á
Laugarvatni og bjuggu þau þar til
1988, að Ólafur flutti í Sunnuhlíð í
Kópavogi stuttu fyrir andlát Svan-
borgar. Ólafúr og Svanborg áttu
fjögur börn, Asrúnu, Kötlu, Elvu
og Börk. 1928 er verið var að
byggja Héraðsskólann á Laugar-
vatni var Ólafúr ásamt fjórum öðr-
um bílstjórum fenginn til að flytja
vatnsleiðslurörin f skólabygging-
una. Þá var yfir vegleysur og erfið-
ar ár að fara og fór svo að Ólafur
einn kom efúinu alla leið, en hinir
bílstjórarnir gáfust upp við Djúpá.
Næst þegar þurfti á efúi að halda í
skólabygginguna var Ólafúr feng-
inn til að flytja það. A árunum 1930
til 1932 byrjar Ólafur áælunarferð-
ir. Fljótlega varð Ólafur stórveldi í
samgöngumálum Sunnlendinga og
árið 1978 átti Ólafur átta sérleyfis-
bíla, með samtals 336 sæti.
/*
Olafur gerist umboðs-
maður
Hannibal Valdimarsson, þá rit-
stjóri Alþýðublaðsins, birti á af-
inælisdegi Ólafs, 15. ágúst 1953,
viðtal við Ólaf Ketilsson, en Ólafur
hafði hafnað venjulegri afmælis-
grein. Ólafur var þá landsþekktur
sem gætinn og stundvís bflstjóri, en
ekki síður sem uppspretta neyðar-
legra tilsvara í garð orðhvatra far-
þega og æðstu yfirvalda vegamála. I
grein sinni um Ólaf Ketilsson eyð-
ir Hannibal miklu rými til að segja
frá skoðunum Ólafs á vegum og
vegagerð. I dag hefur Ólafúr sama
brennandi áhugann á vegamálum
og umferð og áður var. Reyndar
sagði hann við mig er ég ræddi við
hann, að mér væri nær að skrifa um
umferðarmálin heldur en að skrifa
um hann. Segja má að Ólafur hafi
gerst sjálfskipaður umboðsmaður
bflstjóra og vegfarenda gagnvart
Vegagerð ríkisins. Þó að vegir séu í
dag miklu betri en þegar Ólafur
Ketilsson var sérleyfishafi, er þörf-
in á umboðsmanni vegfarenda ekki
minni, en því miður hefur enginn
tekið við því hlutverki.
Olafur og Vegagerðin
A vegagerðar vísdómstindi
með votasína tíufmgur,
sjáirðu mann á móti vindi
míga - það er verkfræðingur.
(1988, 96)
Þessi vísa lýsir kannski vel skoð-
unum Ólafs á Vegagerðinni, en
eftirfarandi saga sem birtist í dag-
blaðinu Vísi 1977 ef til vill betur.
Eitt sinn þegar ófærð var mikil á
Hellisheiði var Ólafur staddur\ í
bænum á austurleið. Leit hann þá
inn hjá Kristjáni Guðmundssyni í
Vegagerð rfldsins, sem hafði það
vanþakkláta verk með höndum, að
sjá um snjómokstur á Hellisheiði.
Ólafur innti Kristján eftir því, hvað
snjómokstrinum liði. Kristján svar-
aði því til að hann hefði þá um
morguninn sent strákana austur á
Heiði til að skoða snjóinn. Fór
Ólafúr við svo búið. Daginn eftir
átti Ólafur áætlunarferð í bæinn.
Ekkert hafði verið mokað á Heið-
inni, en Ólafúr tók stóran poka og
fyllti hann af snjó úr einum skaflin-
um. Þegar hann kom til Reykjavík-
ur lét hann það verða sitt fyrsta
verk að aka að skrifstofudyrum
Kristjáns í Vegagerðinni. Ólafur
óð inn með tunnupoka sinn út-
troðinn af snjó, hellti úr honum á
skrifstofugólfið og kallaði um leið
til Kristjáns: „Ég kem hérna með
snjó ofan af Heiði og skil hann hér
eftir, svo þú þurfir ekki að ómaka
þig, en getir skoðað hann í róleg-
heitum hérna á kontórnuin." Ólaf-
ur var rokinn á dyr áður en Kristján
hafði ráðrúm til að opna munninn.
*
Olafur og skólamir að
Laugarvatni
Það kom fyrir að Ólafúr þótti
aka of hægt og halda sig of lengi á
miðjum vegi þegar einhver vildi
komast fram úr honum. Eitt sinn
Ólafi Ketilssyni hefur alltaf
verið illa við að láta mynda sig
°g því eru ekki til afhonum
margar myndir. Hér cr hann
ásamt séra Ingólfi Astmarssyni
við kirkjuna að Mosfelli vorið
1975. Myndina tók Öm
Óskarsson, en Óm segir að
Ólafur hafi ífyrstu verið ófáan-
legur til myndatöku, en látið
loks til leiðast eftir mikla
eftirgangssemi.
var Ólafúr á austurleið í sérleyfisbíl
sínum á venjubundnum löglegum
áætlunarhraða, og þá byrjar ein-
hver, sem virtist liggja mikið á, að
þeyta bílflautuna að baki bfls Ólafs.
Olafur sá í speglinum að þar var á
ferðinni maður, sem alltaf ók eins
og hann ætti lífið að leysa, Sveinn,
skólameistari Menntaskólans að
Laugarvatni árin 1953-1958 og
sonur Þórðar læknis á Kleppi. Eftir
nokkra stund vék Ólaíúr þar sem
honum þótti vel henta og skaust
Sveinn óðara ffarn fyrir og í veg
fyrir Ólaf og stansaði. Ölafur
skrúfaði niður bílrúðuna, en
Sveinn kom út úr bíl sínum, upp-
hóf raust sína og jós svívirðingum
yfir Ólaf fyrir of hægan akstur og
stirðbusaskap við aðra vegfarend-
ur, sem lægi á að komast leiðar
sinnar.
Ólafur þagði um stund og hlust-
aði, fannst þó að Iokum nóg komið
og mælti fúllum rómi og dimmum:
„Ég held þú hefðir aldrei átt að fara
frá Kleppi, Sveinn.“
Samskipti Ólafs við stjórnendur
skólanna að Laugarvatni voru yfir-
leitt með öðrum hætti en hér er
lýst. Eins og áður er nefút flutti Ó-
lafur byggingarefúi í nýbyggingu
Héraðsskólans og hóf fljótlega á-
ætlunarferðir að Laugarvatni og ók
til ársins 1978, að fyrirtækið Ólafur
Ketilsson hf., sem stofúað var um
rekstur Ólafs, tók við. Það fyrirtæki
sameinaðist síðar SBS hf. á Selfossi
sem nú annast akstur að Laugar-
vatni.
Þegar Ólafur átti í stríði við yfir-
völd vegna sérleyfis síns að Laugar-
vatni og að Gullfossi og Geysi
stóðu nemendur og starfslið skól-
anna heilshugar að baki Ólafs og
studdu hann með ráð og dug. Ég
æda ekki að rekja þá sögu hér, það
verða aðrir að gera, því hún er jafú-
ljót og saga Alþýðuflokksins.
A þessum merku tímamótum í
lífi Ólafs vil ég nota þetta tækifæri
og senda honum rnínar bestu
kveðjur og árnaðaróskir með þökk
fyrir viðkynninguna.
Kristinn M. Bárðarson
Blönduósi
Trúnaðarmannafundir
Alþýðubandalagsins
í Norðurlandi vestra og á Vesturlandi
Ákveðið hefur verið að boða til trúnaðarmannafunda Alþýðubandalagsins í einstökum kjör-
dæmum. Fyrstu fundirnir verða í Norðurlandskjördæmi vestra og í Vesturlandskjördæmi.
Auk formanns flokksins, Ólafs Ragnars Grímssonar, eru fundarboðendur þingmenn kjör-
dæmanna og framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, Einar Karl Haraldsson.
Til trúnaðarmannafundanna er boðið stjómum flokksfélaga, sveitarstjómarmönnum Alþýðu-
bandalagsins, forystumönnum í launamálum og atvinnulífi, sem starfa innan flokksins, og
þeim sem em í nefndum sveitarfélaga á vegum Alþýðubandalagsins sem og öðrum áhuga-
sömum flokksmönnum sem gjaman vilja sækja slíka trúnaðarmannafundi.
Dagskrárefni fundanna verða sem hér segir:
1. Flokksstarf, útgáfumál, fjáröflun
2. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga og alþingiskosninga
3. Málefni kjördæmisins
4. Helstu áherslur flokksins í þjóðmálaumræðunni
5. Önnur mál
Fundirnir í Norðurlandi vestra verða á
Hvammstanga, laugardaginn 21. ágúst kl. 12:30.
Fundarstaður: Vertshúsið;
Sauðárkróki, laugardaginn 21. ágúst, kl. 16:00
Fundarstaður: Villa Nova;
Siglufirði, sunnudaginn 22. ágúst, kl. 11:00
Fundarstaður: Suðurgata 10;
Blönduósi, sunnudaginn 22. ágúst, kl. 17:00
Fundarstaður: Hótel Blönduósi.
Fundirnir á Vesturlandi verða á
Akranesi, fimmtudaginn 26. ágúst kl. 20:00
(Borgnesingar, Borgfirðingar, Akumesingar og nærsveitamenn)
Fundarstaður: Félagsheimilið Rein
Grundarfirði, sunnudaginn 29. ágúst, kl. 14:00
(Snæfellingar)
Fundarstaður: Félagsheimili Alþýðubandalagsins