Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 2

Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 2
2 VIKUBLAÐIÐ 20. AGUST 1993 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Glötuð æra Ísraelsríkis Ísraelsríki hefur glatað virðingu heimsins. Það er ríki Gyðinga miklu hættulegra en fjandsamlegir grannar sem sumir vilja ríkið feigt. Langvarandi hernám og útþenslu- stefha hafa grafið undan virðingu Israelsmanna í samfélagi þjóðanna. Síonistarnir sem stofiiuðu ísrael höfðu þrjú höfuðmark- mið: Gyðingaríki, lýðræðisríki og föðurland. Þeir töldu sig eiga sögulegan rétt til landsvæðis frá Miðjarðarhafi að ánni Jórdan. Landakröfur þeirra náðu meðal annars yfir alla Palestínu og hluta núverandi Jórdaníu. I nóvember 1947 buðu Sameinuðu þjóðimar Gyðingum helming þessa lands en lofuðu Palestínuaröbum hinum helmingnum. Davíð Ben-Gurion, sem þá var leiðtogi Sí- onistahreyfingarinnar í Palestínu, reis þá upp sem framtíð- arleiðtogi Ísraelsríkis og þvingaði Gyðinga til þess að laga vilja sinn að staðreyndum með einarðri röksemdafærslu. Hann sannfærði þá um að betra væri að fá tvö og hálft markmið uppfylllt - ríki, lýðræði og hálft “föðurland - heldur en að taka þá áhættu að fá allt eða ekkert. Að mörgu leyti uppskáru Israelsmenn virðingu heimsins á ámnum 1948 til 1967. Hugsjónakraftur leiðtoga, fádæma dugnaður þjóðar í mótun, tilraunir í skipulagi og þ jóðfé- lagsuppbyggingu, vöktu heimsathygli. Þjóðum heims fannst að þær hefðu gert yfirbót fyrir Gyðingaofsóknir fyrri alda og ijöldamorð nasista á Gyðingum í síðari heimsstyrjöld. Viss tengsl sköpuðust milli Islands og Isra- els, milli tveggja smárra lýðvelda sem tóku sín fyrstu skref á svipuðum tíma. Sex daga stríðið í júní 1967, með hernámi Vinstribakk- ans og Gaza-svæðisins, breyttti myndinni. Israel var nú sterki aðilinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Leiðtogar þess stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ættu að inrdima hernumda landið en veita um leið einni milljón Palestínuaaraba og fimrn hundruð þúsund “ísraelskum“ aröbum full lýðréttindi með kosningarétti í Israelsríki. Þannig hefðu þeir haldið lýðræði og landi, en tekið þá áhættu að þegnarnar af arabískum kynstofni yrðu fjölmennari en þegnar ríkisins að Gyðingaættum í byrjun næstu aldar. Eftir 1967 hafa leiðtogar Israelsríkisins vikið sér undan að svara spurningunni um eðli ríkisins. Þjóðarsátt hefur myndast um að viðhalda hernáminu og landnámi Gyðinga á hernumdu svæðunum. Þar með hefur lýðræðinu verið fórnað fyrir land og gyðinlegt eðli ríkisins. Hernámi og út- þenslu verður aðeins framhaldið með blóði drifinni kúgun og valdbeitingu. Símon Peres utanríkisráðherra Israels, sem sækir Island heim,er margreyndur leikfléttumaður í pólitík. Hann hef- ur tekið þátt í mótun Israelsríkis en frekar látið stjórnast af óskhyggju almennings heldur en að hann hafi leitt þjóðina til farsælla lausna sem hún og heimurinn gætu unað við líkt og Ben-Gurion gerði í árdaga. Leiðtogar Verkamannaflokksins ffá 1967, forsætisráð- herrar eins og Levi Eshkol, Golda Meir, Yitsak Rabin, og áhifamiklir ráðherrar eins og Símon Peres og Yigal Allon, lögðu grunninn að landnámi Gyðinga á hernumdu svæð- um. í reynd hefur harla lítill munur verið á stefnu þeirra og Likudbandalags hægri manna. Israelsríki hefur í skjóli Bandaríkjastjórnar komist upp með að þverbrjóta samþykktir Sameinuðu þjóðanna og ganga í berhögg við alþjóðlegar samþykktir og sáttmála. Þetta er óþolandi. Sömu reglur hljóta að gilda um Israels- ríki og hvert annað ríki heimsins. Það er kominn tími til þess að íraelsmenn hætti að líta á sjálfa sig sem fórnar- lömb. Það hlýtur að vera verkefni stjórnmálamanna á borð við Símon Peres að leiða þjóð sína aftur inn á braut lýðræðis- ins og fá hana til þess að hverfa frá hernaðarofbeldi til rétt- arríkis að nýju. Það er forsenda þess að hugsýnir hans um friðarsáttmala milli Israels og Arabaríkja, efnahagsbanda- lag í Miðausturlöndum og mikla efnahagslegu uppsveiflu í þeim heimshluta verði teknar alvarlega og Ísraelsríki öðlist á ný virðingu í samfélagi þjóðanna. Sjóuarhorn / Uthafsveiðar / Arum saman hefúr farið fram umræða hér á landi um að beina þurfi hluta af flotan- um til veiða á fjarlægum hafsvæð- um. Ekki hefur þó gerst neitt stór- vægilegt í þeim effium fyrr en nú. Allt í einu er eins og íslenskum út- gerðarmönnum hafi verið gefið rásmerki. Þegar þetta er ritað stefnir öflugur floti íslenskra skipa til veiða á alþjóðlegu hafsvæði. Þarna eru á ferðinni ntörg af okkar bestu ffystiskipum útbúin til langra veiðiferða en líka gömul ísfiskskip á leið í 12 til 14 daga veiðiferð. Afli þeirra verður að hluta orðin léleg vara þegar þeir landa honum. Þetta hafsvæði, Smugan, er u.þ.b. 80 þúsund ferkílómetrar eða sem svarar 80% af Islandi og er hluti af Barentshafi. Það má líkja Smugunni við Reykjaneshrygginn sem er hluti af okkar landgrunni og við höfum talið að ætti að vera inn- an okkar lögsögu. Það er því mikil- vægt að Islendingar haldi ró sinni og gæti þess að samræmi sé í stefhumótun og málflutningi. Samkvæmt alþjóðalögum eru veið- ar á svæðum utan fiskveiðilögsögu strandríkja öllum frjálsar. Ekki virðist líklegt að alþjóðlegt sam- komulag verði til á næstu árum um stærri fiskveiðilögsögu strandríkja eða rétt þeirra til að stjórna nýt- ingu fiskistofha á alþjóðlegum haf- svæðum. Norðmenn hafa mótmælt kröff- uglega og krafist að íslensk stjórn- völd stöðvi skipin. Engu er líkara en að þeir séu þarna að verja sína eigin landhelgi. Viðbrögð þeirra eru þó skiljanleg í ljósi þess að þeir vilja stjórna nýtingu fiskistofna í Barentshafi og óheffar veiðar í Smugunni munu dragast frá þeim afla sem verður til skiptanna. En þeir hafa í raun og veru engan laga- legan grundvöll til að standa á, öll- um er heimilt að veiða þarna og Norðmenn hafa ekki einu sinni staðfest Hafféttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna sem þcir byggja þó lögsögu sína í Barentshafi á. Ósamstœð ogjalm- kennd viðbrogð hér á landi Viðbrögð við þessurn atburðum hér á landi hafa verið með ýmsu móti. Sumir hafa kallað veiðarnar sjóræningjaveiðar en aðrir telja veiðarnar sjálfsagðar. Menn velta fyrir sér hvort þorskurinn á þessum slóðum geti að einhverju leyti ver- ið íslenskur. Jakob Jakobsson fiski- ffæðingur hefur sagt að það sé ólík- legt og segir að merkingar hafi ekki gefið það til kynna. Það er þó ekki nýtt að fiskamerki skili sér illa. í byrjun leit út fyrir að stjórnvöld hygðust einhliða banna þessar veiðar. Sjávarútvegsráðherra lýsti því skýrt yfir að hann rnyndi setja reglugerð sem bannaði þær. Á- greiningur hefur verið milli ráð- herra í ríkisstjórninni um málið og sjávarútvegsráðherra varð að lúta í lægra haldi. Nú virðist stefna í einhverskonar samningaviðræður við Norðmenn um sjávarútvegsmál. Það er auðvit- að ekki björgulegt fyrir okkur Is- lendinga að fara til viðræðna við Norðmenn þegar hver höndin virðist upp á rnóti annarri í ríkis- stjórninni. Ráðherrar koma til við- tals í fjöhniðlum með misvísandi yfirlýsingar um hvernig eigi að standa að málinu. Fullyrt er að ágreiningur sé milli utanríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra uin hvort eitthvað sé um að semja. Ríkisstjórnin hefur ekki heldur haft fyrir því að reyna að mynda pólitíska samstöðu urn mál- ið. Hvorki sjávarútvegs- eða utan- ríkismálanefnd Alþingis hafa verið kallaðar til sainráðs sem er þó hvað varðar utanríkisnefnd ótvíræð laga- skylda. Þetta ber að harma en er þó í samræmi við fyrri gerðir þessarar ríkisstjórnar sem virðist telja að santráð við nefhdir Alþingis séu einungis til málamynda eftir að rík- isstjórnin hefur tekið þær ákvarð- anir sem máli skipta. A að banna íslenskum skipum veiðar á alþjóð- legum hafsvæðum i Krafa Norðmanna hefur verið að íslensk stjórnvöld stöðvi skipin þegar í stað og skilyrðislaust. Það vekur upp þá spurningu hvort banna eigi íslenskum útgerðar- mönnum einhliða að stunda veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Svarið við þeirri spurningu er nei. Að óbreyttum alþjóðalögum þar sem veiðar á úthöfum eru öllum ff jálsar virðist slíkt fráleitt. Einhliða á- kvörðun um sh'kt væri heldur ekki skynsamleg því þó að með slíkri á- kvörðun væri sýnd ábyrgð þá yrðu öðrum gefhar frjálsari hendur um nýtingu viðkoinandi svæða. Þá kennir reynslan að þeir sem ekki hafa nýtt sér veiðisvæði eru í erfiðri aðstöðu til að krefjast aðgangs að þeim þegar til samninga kemur. En er þá um eitthvað að semja við Norðmenn? Svarið er já. Norðmenn hafa þó engan rétt til að úthluta kvótum í Smugunni og allt tal um skipti á veiðiheimildum í þessu sambandi er því út í hött. Samningarnir hljóta því að snúast um mótun sameiginlegrar steffiu um hvernig stjórna beri nýtingu stofna á alþjóðlegu hafsvæði. Það hlýtur að vera verulegur akkur að því fyrir báðar þjóðirnar að sam- ræma sjónarmiðin og ef þær síðan sameiginlega beita sér fyrir samn- ingaviðræðum við þær fiskveiði- þjóðir sem stunda veiðar á nær- liggjandi hafsvæðum gæti það leitt til árangurs. Hverjar væru æskilegustu lyktir málsins? Niðurstaðan er að affæra- sælast væri að Islendingar og Norðmenn reyndu að ná sam- komulagi um reglur sem takmörk- uðu veiði úr fiskistofnum og mið- uðust við sanngjarna hlutdeild rfkja við viðkomandi alþjóðahafsvæði í fiskistofhum þar. Slíkar reglur eru gagnslausar nema um þær sé víð- tækt samkomulag sem fiskveiði- þjóðirnar sem hafa hagsmuna að gæta á viðkomandi svæði taki á- byrgð á. Islendingar og Norðmenn ætm því að beita sér sameiginlega fyrir samkomulagi helstu fiskveiði- þjóða á norðurslóðum um nýtingu alþjóðlegra hafsvæða iniðað við fyrrnefhdar forsendur. Samkomulag sem þetta yrði þó aldrei öruggt því nýir aðilar gætu í skjóli alþjóðalaga hafið veiðar líkt og við Islendingar nú. Tækist slíkt víðtækt samkomulag um mikil haf- svæði skapaðist möguleiki á að ná fram breytingum á alþjóðalögum sem gæfu slíkum hópi þjóða nauð- synlegan rétt til stjórnunar. Ef það yrði niðurstaða samningaviðræðna milli íslendinga og Norðinanna að löndin sameinðu kraftana í slíku augnamiði þá gæti deilan um Smuguna orðið til góðs.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.