Vikublaðið - 20.08.1993, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 1993
Viðhorf
3
Þetta getur ekki verið,“ var fyrsta
hugsun mín þegar rútan renndi í
hlað í skála Ferðafélags Islands í
Nýjadal. Eg var eini íslenski farþeginn með
þessari rútu, hinir allir voru útlendingar. A
tjaldstæðinu voru tjöld í felulitum og her-
menn á vappi um holt og mela. Inni í skál-
anum rákust farþegar Norðurleiðarútunn-
ar á fjóra einkennisklædda menn, tvo
norska og tvo víkingasveitarmenn.
Er Ieið á kvöldið fjölgaði mjög ferða-
mönnum bæði íslenskum og erlendum og
fylltust brátt báðir skálarnir og fjöldi
manns tjaldaði á tjaldstæðinu. Fólk virtist
reyna að tjalda sem lengst í burm frá her-
mönnunum, en tjaldstæðið er lítið, enda
vöknuðu allir tjaldbúar við vondan draum
kl. 6 að morgni þriðjudagsins 3. ágúst þeg-
ar hermennimir hófú morgunleikfimi sína
með viðeigandi köllum og skipunum.
A göngu minni um Tungnafellsjökul
þennan fagra dag var ég öðm hverju minnt
á nærvem hersins þegar púðurskot þeirra
mfu háfjallakyrrðina. Einnig flugu tvær
þyrlur þeirra lágt yfir jökulinn. Ég yfirgaf
Nýjadal að kvöldi þessa dags er til féll ferð
til Akureyrar og skildi ég pjönkur mínar
eftir. I stað þess að ganga inn í Vonarskarð
eins og áætlað var í upphafi ferðarinnar
setttist ég við símann og hringdi suður í þá
aðila sem ég hélt að gæm frætt mig um “O-
væmna“ sem ég kýs að kalla dvöl þessara
manna í Nýjadal.
Lögreglan vissi ekkert um dvöl víkinga-
sveitarmanna þarna. Það vissi hinsvegar
Bjarni Vestmann hjá Varnarmálaskrifstof-
unni. Aðspurður um klæðnað oflátungs-
legra víkingasveitarmanna í skála Ferðafé-
lagsins svaraði hann að þessi búningur væri
góður í stormi og regni. Einnig svaraði
hann því til að úr því leyfðar væm heræf-
ingar þama yrðu mennimir að fá að hleypa
af skotum. Ferðafélag Islands kannaðist
hins vegar við dvöl hermannanna í Nýja-
dal. Þar höfðu þeir fengið leyfi til að nota
salemisaðstöðu, en ekki virtist starfsfólk
Ferðafélagsins hafa gert sér grein fyrir að
þeir væm á tjaldstæðinu.
Ég kom suður Sprengisand með rútu
Guðmtmdar Jónassonar fimmtudaginn 5.
ágúst og enn var ég eini íslandingurinn í
rútunni. Er við nálguðumst Nýjadal sá ég
mér til gleði að öll tjöldin vom horfin af
tjaldstæðinu. En gleði mín varð skamm-
vinn því undir húsvegg hímdu hermenn-
irnir í roki og sandbyl með allt sitt haf-
urtask og biðu efdr rútunni frá Keflavík.
Þyrlumar sem áttu að flytja þá brott úr
Nýjadal gám ekki lent vegna hvassviðris.
Nú reyndi á leiðsögumanninn í rútunni
að útskýra fyrir erlendu ferðamönnunum
hvemig á þessari óvæm stæði. Meðan sam-
ferðamenn mínir mötuðust í Nýjadal og ég
tíndi saman pjönkur mínar renndu fleiri
rúmr í hlaðið og spumingum varðandi
hermennina rigndi yfir skálaverði og vík-
ingasveitarmenn. Ég strengdi þess heit
þegar ég renndi úr hlaði í Nýjadal að koma
fljótt aftur og njóta þess friðar og náttúra-
fegurðar sem þessi staður hefúr upp á að
bjóða.
Sprengisandur er stór og ég er viss um
að bak við einhverja sandölduna hefði mátt
fela þessa hersveit. Þeim hefði væntanlega
ekki orðið skotaskuld úr því að fá sendan
kamar til sín með marglofaðri þyrlu. Ann-
að eins hefur hún nú flutt, bæði hús og hey.
A ósköp venjulegur Islendingur eins og
ég kannski ekkert betra skilið, þegar hann
loksins ætlar að skoða eina af perlum Is-
lands, en að rekast á erlendan her á æfingu?
Þetta era óhreinu börnin okkar.Ohreinu
börnin hennar Evu urðu að álfum sem við
segjum af skemmtilegar sögur, en vonandi
losnum við við þessi óhreinu börn áður en
þau verða samgróin landi og þjóð.
Höfundur er kennari.
Bœði tslenskir og erlendir ferðamenn ráku
upp stór augu þegar rennt var t hlað í Nýja-
dal og við blöstu hermenn með allt sitt haf-
urtask híntandi undir vegg.
Myndina tók greinarhöfundur í Nýjadal
5. ágúst sl.
Sumarferð ABR 21. ágúst
Heillandi náttúra - stórbrotið landslag
Lagt af stað frá Sætúni 4 (rétt fyrir norðan Hlemmtorg) kl. 8:00
Hinn ágæti félagi Árni Björnsson leiðsegir okkur. Farið verður sem leið liggur austur með Fljótshlfð yfir Emstrur
^að Markarfljótsgljúfrum og gengið að þeim (ein hrikalegustu gljúfur landsins). Þaðan ekið að Álftavatni og etið
[leiðin óákveðin, það fer eftir veðri og færð hvort farið verður yfir Markarfljót og komið
Keldum eða farin Fjallabaksleið syðri og komið við í Vík.
Allir koma auðvitað með góða skapið og nesti.
Svavar Gestsson heldur stutta ræðu og spáir í framtíðina (sem er jú það erfiðasta). Samsöngur.
Verð: 2.200 kr. fyrir fullorðna að 65 ára aldri en 1.700 kr. fyrir eldri. Börn yngri en 12 ára greiða 1.100 kr.
FJÖLSKYLDUPAKKAVERÐ
Fararstjórar: Sigþrúður Gunnarsdóttir og Einar Gunnarsson.
Alþýðubandalagið f Reykjavfk