Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 4

Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 4
4 Samfélagld VIKUBLAÐIÐ 20. AGUST 1993 Landbúnaðurinn og menningin ísland var bændaþjóðfélag fram á þessa öld. Þess vegna er það trúverðugt þegar talsmenn landbúnaðarkerfisins tefla fram þeim rökum til varnar kerfinu að verði opinberum stuðningi hætt við landbúnaðinn þá sé vá fyrir dyrum; menningararfieifðin gæti tapast. Rætur íslenskrar menningar. Mynd: Tempest Anderson/Ljósmyndasafn Reykjavtkur. Páll Vilhjálmsson Umræðan um norræna sam- anburðarskýrslu á opin- berum smðningi við land- búnað á Norðurlöndum varð sum- um tilefhi til að beita menningar- rökum fyrir atvinnurekstri bænda. Jón Helgason, bóndi og þingmað- ur Framsóknarflokksins, skrifar í Tímann á fösmdag til að andmæla skýrslunni og túlkunum á henni. Jón klykkir út með aðvörun um að ef fómnum verði kippt undan land- búnaðarkerfinu þá fari ýmislegt annað í leiðinni. „Ef landbúnaður og byggð í dreifbýli leggðist niður með þeirri menningararfleifð, sem þar hefúr ræmr sínar, yrði það slík kollsteypa að erfitt er að sjá fyrir af- leiðingar hennar,“ segir Jón Helgason. Aðvörun Jóns er ekki síst merki- leg fyrir þær sakir að hann hefur ekki fyrir því að útskýra í hverju þessi menningararfleifð er fólgin og hvers vegna hún á heima í sveit frekar en sjávarplássi. Eða þá (- hjálpi okkur!) í Reykjavík. Jón gengur að því sem vísu að Iesendur hans viti hvað við er átt. Það er þó fjarri því að liggja í augum uppi. íslensk sérviska I Islenskri menningu, sem kom út 1942, bendir Sigurður Nordal á að Islendingar hafi þá sérstöðu meðal vestrænna þjóða að þekkja til upphafs síns. Vegna þess að við höfum þokkalegar heimildir um upphaf byggðar í landinu og þykj- umst þekkja rás Islandssögunnar þá er smndum látið að því liggja að það sé samfella í sögu íslenskrar sveitamenningar frá landnámi og ffarn til dagsins í dag. Samkvæmt þessu viðhorfi er íslenskur nútíma- landbúnaður arftaki bændamenn- ingarinnar gömlu enda byggir hann á þeim grunni sem lagður var í upphafi byggðar. Þessi sögutúlkun er röng af þeirri ástæðu að hún lítur framhjá afgerandi skilum sem verða í byrj- un aldarinnar þegar bændur taka að skipuleggja sig og gera með sér samtök til að koma böndum á þjóðfélagsþróun sem þeir töldu sér óhagstæða. Eftir að höfðingjaveldi sögualdar leið undir Iok var sjálfs- þurft megineinkenni íslensks land- búnaðar. Sjálfsþurft er frumstæð- asmr búskaparhátta en tryggir mönnum jafnframt meira sjálfstæði en annað búskaparform. Keppi- kefli Islendinga var að eignast jarð- næði. Jarðlaus maður var ekki sjálf- stæður, leiguliðinn var setmr skör- inni lægra en sjálfseignarbóndinn. Viðkvæmni íslenskra bænda fyr- ir sjálfstæði sínu gat tekið á sig sér- viskulega mynd. Bjöm Eysteinsson er skýrt dæmi um öfgarnar. Undir aldamótin var hann kotbóndi í Húnavatnssýslu. Hart var í ári og margir Islendingar tóku sig upp og ffeistuðu gæfunnar í Ameríku. Bimi var boðið stórbýlið Víði- dalstunga til langtímaleigu gegn vægu gjaldi. En Björn hélt nú ekki, hann skyldi eignast sína jörð. Hann hafði ekki efni á öðm en afdalabúi í Forsæludal og tók það fram yfir höfuðbólið. Sagnffæðingurinn Bjöm Þor- steinsson segir um þessa ákvörðun Bjöms Eysteinssonar að hann hafi verið „haldinn ofstækisfúllum sjálf- stæðishug" og vildi öllu fóma til að eignast jörð. Baráttan um bœndasálina Um það leyti sem Bjöm Ey- steinsson hafnaði að gerast leigu- liði á Víðidalsmngu var fyrsti vísir- inn að samvinnuhreyfingunni að skjóta rómm í Þingeyjarsýslum. Samvinnuhreyfingin var í senn við- leitni bænda til að ná tökum á verslunarmálum sínum og ekki síð- ur félags- og stjómmálahreyfing með þjóðfélagsumbætur á stefnu- skrá sinni. Samvinnuhugsjónin var innflutt hugmyndafræði, þótt hún hafi verið íslenskuð í nokkmm mæli. Ungmennafélögin, sem öðr- um þræði gegndu því hlutverld að vera uppeldisstöðvar samvinnu- manna, átm sér líka fyrirmynd á Norðurlöndum og áþekkar hug- myndir um ræktun Iands og lýðs svifu yfir vömum í Noregi og á Is- landi. Framsóknarflokkurinn var stofnaður upp úr samvinnuhreyf- ingunni til að fylkja bændum í einn stjómmálaflokk. Það er þekkt saga, en hitt hefúr gleymst að á öðmm og þriðja tug aldarinnar gerðu tals- menn annarrar útlendrar hug- myndaffæði harða hríð að fylgis- gmnni Framsóknarflokksins. Þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfúr Bjamason, fóstbræðumir sem lungann af öldinni vom áhrifa- mestir sósíalista á Islandi, skrifúðu allmargar greinar í Rétt til að leiða bændum fyrir sjónir að ffamtíð þeirra fælist í kommúnísku samfé- lagi í bandalagi við verkalýðinn. Einar og Brynjólfur stofhuðu Kommúnistaflokk Islands árið 1930 og sama ár skrifáði Einar grein í Rétt þar sem hann beindi orðum sínum sérstaklega til bænda. Hann varaði við því að ef bændur þekktu ekki sinn vitjunar- tíma myndu þeir missa jarðir sínar til „bankaauðvaldsins" sem ffam- seldi þær til örfárra stórbænda. Vélvæðing landbúnaðarins myndi flýta fyrir þessari þróun. íslenski bóndinn, skrifaði Einar, „er einyrki og verkskiptingin - að- alaflgjafi menningarlífs vorra tíma - er því næsmm útilokuð fyrir hann. Samvinnu hefir hann ef til vill um kaup neysluvara og sölu af- urða sinna, - en enga um ffam- leiðslu sína - og verður þá imdir í samkeppninni, þegar stórbú auð- mannanna rísa upp og ffamleiða ó- dýrar." Kaupfélagsskipulagið sigrar Einar Olgeirsson spáði bændum bjartri ffamtíð f tímaritsgreininni í Rétti árið 1930 ef þeir aðeins hlýddu kalli tímans og efindu til samvinnu-/samyrkjubúskapar. Hann sá fyrir sér að sveitarborgir myndu rísa í landbúnaðarhéruðum sem myndu koma í veg fyrir fólks- flótta úr sveitum sem þegar var orðið vandamál. Bændur dauf- heyrðust við boðskap rótttækra sósíalista. Einari og félögum hans varð lítið ágengt enda tóku þeir að einbeita sér að ört fjölgandi verka- lýðsstétt í þéttbýli. Bændur voru íhaldssamir og vildu halda í kyrrstöðuþjóðfélagið sem þeir höfðu vanist mann ffam af manni. Hinsvegar horfðu þeir upp á að fólksflóttinn úr sveitum jókst ár frá ári. Þéttbýlið sogaði líka til sín fjármagn úr sveitum og kaup- mannaverslunin við sjávarsíðuna var í beinni samkeppni við kaupfé- lög samvinnumanna sem víða stóðu veikum fótum enda ekki komin löng hefð fyrir samvinnu- rekstri. Þrátt fyrir eðlislæga íhaldssemi var aðstaða bænda á fyrstu áratug- um aldarinnar slík að þeir voru til- búnir að fylkja sér um einn sér- stæðasta stjómmálamann Islands- sögunnar, JónasJónsson ffá Hriflu. Það er töluverður vandi að flokka stjómmálahugsun Jónasar. Hann var nógu félagslega sinnaður til að Morgunblaðið kallaði hann áram saman kommúnista og sakaði hann um að vinna að ffamgangi sovét- skipulagsins. En Jónas var líka nógu íhaldssamur til að vera vænd- ur um það af róttækum sósíalistum að svíkja samvinnuhugsjónina og að hlaða undir ríkisauðvaldið á Is- landi. Hann var sonur kotbónda og í blóði hans rann íslensk sérviska, sem oft var ofstældsfúll. Jónas frá Hriflu var valdamestur framsóknarmanna á árunum milli stríða þegar íslenska bændasamfé- lagið skóp sér þann tilverugrund- völl sem það stendur enn á. Bænd- ur sættu sig við skert sjálfstæði með því að þeir afeöluðu sér ráðstöfún- arrétti á afurðum sínum en á móti kom að skipulag bændasamfélags- ins, sem hafði verið að molna und- an, var fest í sessi eins og greint var frá í síðasta tölublaði Vikublaðsins. Hugmyndaffæðin sem Fram- sóknarflokkurinn og samvinnu- hreyfingin smddust við var ffemur tætingsleg þegar hreint „praktísk- um“ atriðum sleppti, eins og rekstrarfyrirkomulagi kaupfélag- anna og Sambandsins. Ymsar sós- íalískar hugmyndir vom á sveimi innan um sveitamærðina og ung- mennafélagsandann. Meira að segja glitti í skoðanir í þá vem að hinn „hreini kynstofn" ætti heima í sveitum á meðan úrkynjunin hefði tekið sér bólfestu á mölinni. Menningin sem aldrei varð Framsóknarflokkurinn kynnti sig sem öfgalausan umbótaflokk og gerði sér far um að vera jafnan samstarfehæfur til hægri og vinstri. Hugmyndafræðin dró fljótlega dám af þörf flokksins fyrir mála- miðlun. Strax árið 1929 lét Hall- grímur Kristinsson, fyrsti forstjóri Sambandsins, í ljós ótta um að samvinnuhreyfingin yrði að hags- munabandalagi sem gleymdi þjóð- félagslegu hlutverki sínu. Senni- lega hefur Hallgrímur áttað sig á vanmætti samvinnuhreyfingarinn- ar til að móta og afla fylgis við þjóðfélagspólitík sem hvorttveggja í senn ætti rætur í íslensku samfé- lagi og vísaði veginn framávið. Samvinnuhreyfingin skilaði bændum landbúnaðarkerfi sem gerði þeim kleift að búa áffam með líkum hætti og þeir höfðu áður gert, þótt sjálfstæði bænda væri skert. En samvinnuhreyfingunni var um megn að að skapa menn- ingu sem réttlætti landbúnaðar- kerfið og gat gefið kaupfélags- skipulaginu einhverja hugmynd um tilgang umffam þann við- skiptalega. Bændasamfélagið varð þiggjandi reykvískrar borgarmenn- ingar sem gróf undan tilveru sveit- anna og er oft og á tíðum í beinni andstöðu við landbúnaðinn. Jafnvel þótt kaupfélagsskipulag- ið byggði upp þéttbýlisstaði á borð við Selfoss þá breytti það litlu. I menningarlegu tilliti er Selfoss eins og lítil útgáfá af höfúðborg- inni. Þetta er hin hliðin á kreppu íslensks landbúnaðar. Og þegar öllu er á bominn hvolff er það ekki trúverðugt þegar talsmenn landbúnaðarkerfisins, eins ogjón Helgason, færa þau rök fyrir máh sínu að menningararf- leifðin fari forgörðum ef hnikað er við kerfinu. Gamla íslenska bænda- menningin sem mótaði Bjöm Ey- steinsson og hans líka er komin á söfn - og þau em flest í Reykjavík. Ég gæti bróður míns egar ég var að hefja nám við Há- skóla Islands vann ég tvö sumur vestur á fjörðum. Fyrir Keflvíking var það einstæð lífsreynsla. Engin imdir- gefni eða lognmolla, heldur stórkarlar í hverju horni. Mér virmst Vestfirðingar hafa lausn á öllum vanda, og þeir drógu enga dul á það. Vandamál lífeins til sjávar og sveita vom leyst í upphafi samrxðna, - svona sem upphitun að þarfara spjalli. Vandinn var bara sá að koma óbrengluðum skilaboðum suður, en það virtist enginn hægðarleikur. Þetta „slekti“ fyrir sunnan var jú skrítinn þjóðflokkur. I Hnífedal dvaldi ég hjá Torfa frænda nu'num Einarsyni. Hann starfaði þá í Lög- reglunni á ísafirði. Þá barst mér það til eyma að umdæmi Lögregluembættis ísa- fjarðarsýslu væri eitt það víðlendasta að ummáli hér á landi, en þjónar laganna með eindæmum fáliðaðir. Mér þótti þetta nokkuð merkileg tíðindi, enda alinn upp á Pú kemst ekki lengra en ég leyfi þér, góurinn. Mynd: Ol. Þ. malbikinu fyrir sunnan. Frændi minn kunni skýringu á þessu sem svo mörgu öðm: Vestfirðingar em svo gott fólk, elsk- an. Eitthvað annað en þessi óþjóðalýður fyrir sunnan sem lagst hefur x' víking að nýju, rænandi og mplandi. Nokkm síðar, þegar ég nam mína fé- lagsfræði, fann ég aðra skýringu. Nefndist hún félagslegt taumhald. Hér ræðir um eitt gmndvallarhugtak félagsfræðirmar, sagði kennari mirrn við Háskólann. Vísar það til ýmissa ráða sem samfélagið beitir til að halda óstýrilátum þegnum í skefjum. Vam- ar það upplausn þjóðfélagsins og viðheldur lögum og siðum. Ekkert samfélag fæst staðist til Iengdar án slíkra þvingana. Elsta form félagslegs taumhalds er lík- amlegt ofbeldi - hýðing, limlesting, að fjötra fólk. Osjálfrátt leitaði hugurinn til harðstjóra sögunnar. I þann mund sagði kennarirm: Slíku taumhaldi er jafnvel beitt í fáguðum lýðræðisríkjum, en áður en til þess kemur er beitt margskonar aðvörun- um og ofanígjöf. Sá einstaklingur sem van- virðir umferðalög til lengdar lendir að lok- um í fángelsi bæti hann ekki ráð sitt. Engu ríki er hægt að halda uppi um lengri tíma án lögreglu eða vopnaðra sveita. Annað form félagslegs taumhalds em efnahagslegar þvinganir. Fá meðul em eins áhrifarík og þau sem ógna atvinnu manna og afkomu. Fer enginn varhluta af því á þessum atvirmuleysistímum. Ahrifamestu aðhaldsráðin em þó önnur í litlum samfélögum eins og því vestfirska og í fámennum hópum. Háð, slúður, og svívirðing em þeir fjötrar sem halda flest- um þegnum x' skefjum. Margur hugsar sig rækilega um áður en hann aðhefet eitthvað sem gæti verið þess valdandi að hann lendi í Gróu á Leiti. Eða orðið fyrir háði og spotti vinnufélaga og kunningja. Reynist þetta ekki næg tæki em enn ráð: einangmn og útskúfún. I því felst að einstakling er út- skúfað úr hóp eða samfélagi, við hann era engin samskipti, enginn mælir við hann og þannig mætti áfram telja. Erfitt er að í- mynda sér grimmilegri refeingu. En það einkennir einmitt lítil samfélög að þau verjast hatrammlega gegn öllu því sem ógnað getur tilvem þeirra. Líklegt má telja að áðumefndir þættir haldi Vestfirðingum sem öðmm eyja- skeggjum í skefjum. Þeir vita sem er að taumhaldsmeðulin em mörg verði þeim á í messunni. Marmi, sem bryti gegn gmnd- vallarsiðboði Vestfirðinga, yrði t.d um- svifalaust sagt upp á dallinum, bæjarblaðið flytti óþægilegar fréttir, nágrannar töluðu í hálfú hljóði, og það versta af öllu er að kell- ingin og krakkamir gætu dregið í efa dugn- að hans og einurð. Stæði hann þá eins ber- skjaldaður frammi fyrir skapara sínum og nokkur kostur er. - Fáa þekki ég sem kalla slíkt yfir sig af sjálfsdáðum.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.