Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 10

Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 10
10 VIKUBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 1993 ísrael í andstöðu við samfélag þjóðanna Aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna hafa skuldbundið sig til að hlíta samþykktum Or- yggisráðsins og Genfarsáttmálans. Geri þau það ekki er hægt að grípa til refsiaðgerða gegn þeim eða jafn- vel beita þau valdi. Þannig var Suð- ur-Afríku meinuð þátttaka á alls- herjarþinginu eftir 1974 sökuni að- skilnaðarstefnunnar. A áttunda áratugnum var Suður-Afríku bolað út úr næstum ölium stofnunum Sameinuðu þjóðanna eða verkefn- um á þeirra vegum þó ríkið ætti formlega áfram aðild að S. Þ. Við- skiptabanni (á olíuviðskipti, vopn og hergögn) hefur oft verið beitt, nú síðast í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Þá hafa Sameinðu þjóðirnar gengið svo langt að styðja hernaðaríhlutun, eins og raunin varð í Flóabardaga gegn Irak og í Sómalíu. Þessari stefnu virðist ekki vera framfylgt gagnvart Israel sem hvað eftir annað hefur hundsað ýmis til- mæli, samþykktir og alþjóðalög án þess að þ>að hafi leitt til refsiað- gerða. Astæðurnar eru vafalaust margar. Þungvægasta skýringin er iíklega fólgin í hernaðarlegu mikil- vægi Ísraelsríkis sem bandamanns Bandaríkjanna í þessum heims- — hluta. Bandaríkjamenn hafa ávallt notað neitunarvald sitt í Öryggis- ráðinu til verndar ísrael. Vegna skilyrðislauss stuðnings við ísraels- ríki geta Bandaríkjamenn bæði fylgst náið með og treyst ítökum sínum á þessu mesta olíufram- leiðslusvæði heims. Og Israles- menn spila sömu trompunuin út hvað eftir annað. Meðan kalda stríðið geisaði kváðust Israelsmenn vera helsta hindrunin í vegi sov- éskrar útþenslustefnu og að kalda stríðinu loknu segjast þeir vera helsta vörnin gegn uppgangi múslímskra heittrúarsinna. Þá hefur sálfræðin sitt að segja; sektarkennd vestrænna þjóða er til staðar og hefur áhrif. Gyðingar voru ofsóttir í Evrópu og Rússlandi öidum saman og náðu ofsóknirnar hámarki í útrýmingarherferð nas- istanna í seinni heimsstyrjöldinni. Leiðtogar ísraels notfæra sér þessa sektarkennd með því að halda því fram að öil gagnrýni á aðgerðir og stefnu ísraelskra stjórnvalda jafn- gildi gyðingahatri. Vopnin tala í ísrael og ríkis- stjóm landsins hefiir margsinn- is brotið gegn ályktunum SÞ. Hér eru nokkur dæmi um al- þjóðlegar samþykktir og sáttmála sem Israelsríki hefur brotið gegn: Alyktun Allsherjarþings S.Þ. um zíonisma: Eftir fyrstu ræðu Yasser Arafats á allsherjarþinginu var samþykkt ályktun þar sem ffam kom að í zíonisma Israelsmanna fælist kynþáttastefba. Hugmynda- fræði zíonismans, sem er einn af hornsteinum Israelsríkis, hefur síð- an verið beitt til að réttlæta stöðug mannréttindabrot gegn aröbum. Alyktun Oryggisráðsins númer 242 sem samþykkt var 22. nóvem- ber 1967 fól í sér kröfu um að Isra- elsmenn drægju herafla sinn frá þeirn svæðum senr hernumin voru í sex daga stríðinu. ísraelsinenn eru enn með her á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Þar að auki hef- ur Austur-Jerúsalem veri innlimuð í Israelsríki gegn mótmælum Sam- einuðu þjóðanna. Alyktun Oryggisráðsins númer 338 sein samþykkt var í desember 1973 snertir brottflutning herafla Israelsmanna frá Gólanhæðunum, sem voru teknar í stríði við Sýr- lendinga. Fjórði Genfarsáttmáiinn um meðferð stríðsfanga. Með fram- ferði sínu á hernumdu svæðunum brjóta ísraelsk stjórnvöld gegn 137. grein sáttmálans sem fordænrir dráp að yfirlögðu ráði, pyndingar, ómannúðiega meðferð fólks, ólög- lega brottflutninga á fólki og út- legðardóma og fangelsanir án dómsmeðferðar. Alyktun Öryggisráðsins númer 799 frá 18. desember 1992. Þar er þess krafist að Palestínumennirnir 415 sem voru sendir í útlegð án undangenginnar ákræu og réttar- halda yrði tafariaust leyft að snúa heim. Þessu til viðbótar hafa Samein- uðu þjóðirnar samþykkt nokkrar á- lyktanir þar sem ólöglegt landnám og búseta Gyðinga á hernumdu svæðunuin er fordæmd og einnig vera ísraelska hersins, Tsahal, í Suður-Líbanon allt frá 1982 þegar Israelsmenn réðust inn í landið. Sagt með inynd Höf. Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir Verðlaunagáta 38 Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3, 101 Reykjavík, merkt VERÐLAUNAGÁTA. Skilafrestur er tvær vikur. Verðlaun fyrir nrynda- gátu 38 er bókin Frumleg hreinskilni, Þórbergur Þórðarson og menningin á mölinni í bytjun aldar, eftir Helga M. Sigurðsson. Verðlaunahafi fyrir nr. 36 Þegar dregið var úr réttum lausnum kom upp nafhið Róbert Isleifsson, Álakvísl 57, 110 Reykjavík. Hann fær bókina Hafið, leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ráðning 36. myndagátu: „Skömm er að ráðherrapari sem ástundar smygl á svínakjöti til landsins. “ ATH: Nokkur brögð eru að því að lausnir berist of seint og eru þær þá ekki með í útdrætti. Því hvetjum við lesendur til að senda lausnir inn sem fyrst.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.