Vikublaðið - 20.08.1993, Side 14
14
VTKUBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 1993
Hrafh Gunnlaugsson og
vinir hans í Sjálfstæðis-
flokknum hafa skipulagt
herferð til að endurreisa Hraíh.
Það veitir ekld af því að orðspor
Hrafhs er slíkt að sjálfstæðismenn
eru upp til hópa komnir með
. — óbragð í munninn, þetta sama
bragð og maður fær við að horfa á
pervertuna í myndum leikstjórans.
Hrafn hefur þverbrotið þær reglur
sem flestir telja að eigi að gilda í
samskiptum manna á milli og með
afar ósæmilegum hætti nýtt sér
tengsl sín við forsætisráðherra og
aðra valdamenn til að skara eld að
eigin köku.
Hrafh er sú manngerð sem kann
sér ekki hóf og því miður eru þeir
menn sem þjóðin hefur treyst til
mannaforráða, forsætisráðherra og
mennamálaráðherra hér meðtaldir,
ekki skynsamari en svo að þeir
leyfa leikstjóranum að leika lausum
hala. Þess vegna höfum við þurft að
horfa upp á hverja ömurlegu uppá-
komuna eftir aðra. Morgunblaðið
sleikir affurendann á Hrafrii leiðara
eftir að hann hefur borið í ritstjóra
blaðsins trúnaðarbréf sem útvarps-
stjóri skrifaði af fákænsku útkjálka-
mannsins sem heldur sig heims-
borgara af þvi að minna ber á fjósa-
lyktinni en áður.
Forsætisráðherra og mennta-
málaráðherra véla svo um að Hrafn
er ráðinn í valdameiri stöðu en
hann var rekinn úr hjá Sjónvarpinu
og annað er á sömu bókina lært.
Þótt Hrafn hafi þannig getað skák-
að í skjóli valdamanna hefur það
ekki komið í veg fyrir að almenn-
ingur hefur hneykslast á framferði
hans og menn vítt og breitt um
þjóðfélagið velta fyrir sér dóm-
greind Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra fyrir að leggja lag sitt við
leikstjórann hóflausa. Þess vegna
ríður á að endurreisa Flrafn, til að
hann verði selskapshæfur með for-
sætisráðherra.
Þeir voru margir sem létu í ljós
andúð á ffamferði Hrafns þegar
sjóðasukkið og embættisveiting-
arnar komust í hámæli. En í stað
þess að Hrafh og hans kompaní
svari almennt fyrir sig og réttlæti
gjörðir sínar, að ekki sé talað um að
þetta lið biðjist afsökunar á sjálf-
tektaræðinu, þá er sú leiðin valin að
taka einn úr hópi þeirra sem gagn-
rýndu Hrafn og níða hann hann
niður. Sá sem varð fýrir valinu er
Svavar Gestsson alþingismaður.
I Irafh og kjölturakkinn hans, liald-
ur Hermannsson, hafa skrifað
greinar í blöð og komið fram í við-
tölum til að lýsa því hversu vondur
maður Svavar Gestsson er.
Hrafhsliðið trúir því að það tak-
ist að hreinsa skjöld leikstjórans
með atlögu að æru Svavars. En
þetta sannar bara það sem sumir
vissu og marga grunaði: Pervert-
isminn í afurðum HrafnsBaldurs er
engin tilviljun heldur opinberun á
þeirra innsta eðli.
„Dæmdur saklaus“
s
ýmsum þýðingum skín orðalag
erlenda textans óþægilega mik-
ið í gegn. Islenska gerðin verð-
ur þá klúðurslegri en skyldi og þeg-
ar verst lætur getur ofurnákvæm
þýðing, þar sem textinn er þýddur
orð fyrir orð, leitt til þess að merk-
ingin verði beinlínis villandi.
Ekki alls fyrir löngu rakst ég á
dærni þessa í þýddri blaðagrein.
Þar sagði á einum stað að einhver
yrði líklega „dæmdur saklaus".
Samkvæmt orðanna hljóðan liggur
beinast við að skilja þetta svo á ís-
lensku að þótt maðurinn væri sak-
laus yrði hann eigi að síður dæmd-
ur sem sekur væri. Af ffásögninni
mátti hins vegar ráða að það sem
átt var við væri raunverulega það
að viðkomandi yrði h'klega sýknað-
ar, hann hlyti sýknudóm.
Þýðendum dugar ekki að snúa
hverju orði fyrir sig, það verður að
huga að samhengi orðanna og vera
á varðbergi gagnvart ýmiss konar
orðasamböndum sem geta þýtt
eitthvað allt annað en virst getur
við fyrstu sýn. Þótt fyrsta spurn-
ingin sem blasir við sé oftast „Hvað
þýðir orðið?“ er sú næsta þó enn
mikilvægari: „Hvemig orðar mað-
ur hugsunina á íslensku?" Aðall
góðra þýðinga er að textanum sé
ekki einungis snarað af einu máli á
annað heldur sé hann raunverulega
íslenskaður.
I framhaldi af því má benda þeim
sem eitthvað fást við þýðingar á
ágæta handbók sem kom út fyrir
nokkrum ámm, Um þýðingar, eftir
Heimi Pálsson og Höskuld Þráins-
son. Þar em ýmsar góðar og gagn-
legar ábendingar og mikið af
skemmtilegum og lærdómsríkum
dæmum, bæði um þýðingar sem
vel hafa tekist og aðrar sem betur
mættu fara.
Sviðsljós
Sviðsljós
Ljóðasýning Porsteins
frá Hamri
orsteinn frá Hamri bætist
nú í hóp sýnenda á ljóða-
sýningum Kjarvalsstaða, en
sýning á ljóðum hans verður
opnuð þar á inorgun, laugardag.
Fyrsta ljóðabók Þorsteins kom
út þegar hann stóð á tvítugu og
síðan hefur hann sent ffá sér ellefu
til viðbótar auk þriggja skáldsagna
og annarra ritverka.
Tilvistarvandi nútímamannsins
er sífellt yrkisefni Þorsteins. Þótt
mörg Ijóða hans séu innhverf þá
fjalla þau jafnan um mannlífið í
kring, um mannleg sainskipd og
samábyrgð mannsins í heirni þar
sem mörg dýrmæt giidi fara for-
görðum. Vanda og efahyggju nú-
tímans skyggnir hann gjarnan í
skuggsjá sögunnar og landsins,
náttúru og veðurfars, oft með vís-
unum til fyrri tíðar og inargskonar
bókmennta. Hann deilir á stíðs-
rekstur og valdníðslu og beinir at-
hyglinni að óheilindum og sinnu-
leysi í fari manna og leitar að
frumhvötunum að baki breymi
þeirra. Vandamál skáldskapar og
orðabúskapar eru einnig effir-
minnileg yrkisefni Þorsteins.
Ljóðstíll Þorsteins ffá Hamri er
margvíslegur. Hann yrki bæði
háttbundið og óbundið og
Ijóðform hans er oft frjálslegt með
ýmsum eigindum hefðbundins
kveðskapar. Orðfærið er vandað
og hnitmiðað og hugblærinn
mótar lágværan hljóm málsins en
hiti og alvara er í tilfinningum
ljóðanna. Kaldhæðni er eitt af
stíleinkennum Þorsteins og síðast
en ekki síst kröftugar og markvis-
sar ljóðmyndir.
Ljóðasýningar Kjarvalsstaða,
sem unnar eru í samvinnu við
Ríkisútvarpið - Rás eitt, hafa verið
fastír liðir á dagskrá safhsins síðan
1991 og vakið mikla athygli. Með
þeim hafa opnast nýir möguieikar
fyrir íslensk skáld í rými sem áður
var helgað myndlistinni en jafn-
framt vekja sýningarnar spurn-
ingar urn stöðu ljóðlistarinnar í
dag.
Þorsteinnfrá Hamri. Ljósmynd: Spessi
Daníels Þ. Magnússon.
Ljósmynd: Spessi
Daníel Magnússon
með sýningu á
Kjarvalsstöðum
Amorgun kl. 16 opnar að
Kjarvalsstöðum sýning á
verkum Daníels Þ. Magnús-
sonar. Daníel er fæddur í Reykjavík
1958 og nam við Myndlista- og
handíðaskóla Islands á árunum
1983-1987. Hann var síðan aðstoð-
armaður Jóns Gunnars Arnasonar
myndhöggvara 1987-1988.
Daníel hefur tekið þátt í samsýn-
ingum í Reykjavík, Danmörku,
Hollandi og nú síðast f London þar
sem hann sýndi í Butlers Wharf.
Hann hefur einnig haldið einka-
sýningar hér á landi og erlendis, þá
fyrstu í Nýlistasafhinu 1989 og á
þessu ári hélt hann einkasýningu í
Van Den Berge galleríinu í Hol-
landi.
Hann hefur gert margar leik-
myndir fyrir leikhús, sjónvörp, tón-
listarmyndbönd og kvikmyndir og
hann tók einnig þátt í lokaðri sam-
keppni um gerð listaverks í Borgar-
stjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
1991.
Sýningin er opin daglega frá kl.
10.00 til 18.00 og stendur til
sunnudagsins 12. september.