Vikublaðið


Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993 Viðhorf 3 Niðurgreiðsla búvara beint eða óbeint Að undanförnu hefur farið ffam milcil umræða í fjöl- miðlum um svokallaðar beingreiðslur til bænda. Viðbrögð einstakra þingmanna sem stóðu að ákvörðunum um þessi mál á sínum tíma eru eins og þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Viðskipta- ráðherra lét t.d. hafa eftir sér í sjónvarpsfréttum að bændur fengju á þann hátt hærri laun frá ríkinu heldur en forsætisráðherra og þótti það hrein firn. Sú umræða sem átt hefur sér stað um beingreiðslurnar að undanförnu sýnir vel hve lág- kúran er iðulega yfirþyrinandi í umíjöllun um landbúnaðarmál hérlendis. Þar eru öll meðöl notuð og ekk- ert til sparað. Það er í sjálfu sér ekkert við því að segja að einstakir blaðamenn láti vaða á súðum á þessu sviði, en þegar menn í æðstu embættum þjóðarinnar láta fara frá sér rangfærslur og hálfsannleik á borð við það sem viðskiptaráðherra hefur gert, þá er verið að tala um allt aðra hluti. Niðurgreiðslur, til hvers eru þær? Ríkisvaldið notar skattpeninga almennings í ýmsum tilgangi, m.a. með því að flytja til fjármuni í þjóðfélaginu vegna pólitískra markmiða. Skattgreiðslur þeirra sem betur mega sín eru notaðir til að bæta stöðu hinna ver settu. Þetta er viðtekið markmið í vest- rænum þjóðfélögum, það eru hins vegar notaðar mismunandi aðferð- ir til þess að ná settum markmið- um. Niðurgreiðslur á matvælum er hluti af slíku félagslegu fyrirkomu- lagi. Með því að greiða niður mat- inn og lækka þannig verðið, er al- menningi gert auðveldara með að kaupa hann. Þar sem matur er ein af grunnþörfum fólksins, þá eru matvælin víða niðurgreidd af rík- inu á beinan eða óbeinan hátt. Niðurgreiðslur búvara höfðu einnig annan tilgang. Það kom iðu- lega fyrir hér fyrr á árum að ríkis- valdið jók niðurgreiðslur á búvör- um til að halda niðri hækkunum á skráðum framfærslukostnaði heim- ilanna (vísitölu framfærslukostnað- ar). Þetta hafði þann tilgang að halda aftur af sjálfvirkum hækkun- um kaupgjalds og verðlags. Ríkis- valdið mat það svo að það væri á stundum ódýrara að auka niður- greiðslur á matvæli og draga þar með úr kröfum um hækkun kaup- gjalds í þjóðsfélaginu. Þá má einnig benda á gagnstæð- ar ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins. Sem dæmi má nefna að á árunum 1983 - 85, þegar kaupgjaldsvísital- an var numin úr sambandi, laun voru óbreytt meðan verðlag í land- inu hækkaði stórlega, þá lækkuðu stjórnvöld niðurgreiðslur á búvör- um það mikið að það lá við að þær hyrfu. Þá var nefhilega ekki lengur þörf á því að niðurgreiða búvörur, þegar vísitölutenging launa hafði verið tekin úr sambandi. Hér að framan hefur verið rakið hvernig stjórnvöld hafa niðurgreitt búvörur vegna mismunandi sjónar- miða og markmiða. Landbúnaður- inn hefur á ýmsum tímum verið þolandi í ákvörðunum stjórnvalda, vegna þess að niðurgreiðslur bú- Óttar Proppé látinn Ottar Proppé, fjármálastjóri Hafnarfjarðarhafnar, lést sl. laugardag á Landakoti, 49 ára að aldri eftir að hafa átt við veikindi að stríða á annað ár. Ottar fæddist í Reykjavík 25. mars 1944, sonur hjónanna Ott- ars Proppé og Guðrúnar Gísla- dótmr. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og var við hagffæðinám við Háskól- ann í Uppsölum, Svíþjóð, 1965 - 66. Hann lauk kennaraprófi 1968 og lagði smnd á íslensku og sögu við Háskóla Islands 1971 - 73. Óttar smndaði kennslustörf á ýmsum stöðum, meðal annars á Dalvík þar sem hann sat í bæjar- stjórn fyrir Alþýðubandalagið og var forseti bæjarstjórnar um skeið. Óttar var bæjarstjóri á Siglu- firði 1982 - 86, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsinsl986 - 87, ritstjóri Þjóðviljans 1987 - '88 og síðan fjármálastjóri Hafh- arfjarðarhafiiar frá 1988 til dauðadags. Eftir Óttar liggur meðal annars þýðing á Jarðnesk- um eigum Leo Hubermanns. Óttar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um æfina og var meðal annars formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins 1989 - 1991. Á fundi ffamkvæmdastjórnar sl. mánu- daginn minntist Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins, Óttars Proppé og þess mikla og farsæla starfs sem hann vann í þágu Alþýðubanda- lagsins. Að ræðunni lokinni risu fundarmenn úr sæmm og minnt- ust Óttars með þagnarstund. Óttar læmr eftir sig eiginkonu, Guðnýju Ásólfsdótmr, og tvo drengi, Hrafnkel Ásólf og Kol- bein. vara voru þægileg aðferð til að ná ffam pólitískum markmiðum í þjóðfélaginu sem átm í raun og veru ekkert skylt við landbúnaðar- stefruma. Fyrirkomulap niður- greiðslna Algengt var að niðurgreiðslur væru greiddar út til afurðastöðva, bæði hérlendis og erlendis. Það þótti á ýmsan hátt henmgt fyrir- komulag, sérstaklega meðan opin- berlega var skráð verð á mun fleiri vöruflokkum en gert er í dag. Þó voru hérlendis uppi raddir um að greiða ætti niðurgreiðslur beint til bænda, það væri á ýmsan hátt skil- virkara og tryggði betur að niður- greiðslurnar skiluðu sér inn í verð- lag til neytenda. Meðal annars var það gagnrýnt að þegar niður- greiðslumar færu beint á heild- sölustig, þá færi stærstur hluti smðningsins til stærsm framleið- endanna. Með beinum greiðslum væri auðveldara að nota þennan stuðning sem stjórntæki. Þessari skoðun hefur vaxið ás- megin víða um heim á síðusm árum, sérstaklega í tengslum við GATT samningana. Þar hefur sú stefna verið mörkuð að rjúfa eigi sem mest tengsl á milli opinberra fjárveitinga til landbúnaðarins og verðlagningu vörunnar. Því hefur opinberum fjárveitingum til land- búnaðarins verið skipt upp í svo- kallaðar grænar greiðslur og gular innan GATT viðræðnanna. Græn- ar greiðslur em ekki magn- eða verðtengdar og skulu því ekki skertar á samningstímanum. Gular greiðslur, sem tengdar em verði eða magni, skulu lækkaðar effir á- kveðnu skipulagi á því tímabili sem ætlað er að GATL samningarnir nái yfir. Vegna þessarar framtíðarsýnar hafa stjórnvöld í vestrænum lönd- um verið að færa niðurgreiðslur til landbúnaðarins yfir í hið svokall- aða græna form, þannig að þær verði ekki lækkaðar kerfisbundið með tilkomu nýs GATT samnings. Þar má nefna Bandaríkin sem dæmi, þar sem beinar greiðslur til komffamleiðenda nema u.þ.b. 1/3 af komverði. Sama gildir fyrir Evr- ópubandalagið, en þeir hafa verið að færa smðning við kornræktina yfir í beinar greiðslur út á hektara. Það hefur í för með sér að korn- verð lækkar og sömuleiðis verð á afurðum komgreinanna svoköll- uðu (eggja, svínakjöts og kjúkl- inga). Beinar greiðslur til bænda Við undirbúning búvömsamn- ings í inars 1991 var tekið mið af þessari þróun og samið um að færa niðurgreiðslur af heildsölustigi yfir í beinar greiðslur til bænda. Allir flokkar á Alþingi vom samþykkir þessari stefhubreytingu. Frá bænda hálfu vóg það þungt í þessu sam- bandi að tryggt var á þennan hátt að niðurgreiðslur myndu ekki sveiflast upp og niður fýrir hinum pólitísku vindum, heldur myndu þær vera stöðugar sem hlutfall af afurðaverði. Á þann hátt væri tryggt stöðugra verðlag á viðkomandi afurðum en verðið hefði á undanförnum ámm, sem skiptir miklu ináli þegar verð- lagt í þjóðfélaginu er stöðugra en áður. Einnig þótti það skipta ináli að frainleiðendum sauðfjárafurða væri tryggður helmingur afurða- verðs gegnum beingreiðslur, því gjaldþrot einstakra sláturleyfishafa hafði gert það að verkum að bænd- ur höfðu tapað vemlegu fé vegna innleggs sem ekki fékkst greitt. Að lokum Sú landbúnaðarstefna sem unnið hefur verið efdr hérlendis á liðnum ámm hefur í öllum meginatriðum verið í takt við þá stefnu sem hefur verið við lýði í nágrannalöndum okkar. Aðferðirnar verið álíka, markmiðin svipuð. Nú er víða ver- ið að endurskoða markmið og leið- ir í landbúnaðarmálum, bæði hér- lendis og í þeim löndum sem við lítum gjarna til. Islendingar hafa gengið lengra í því en flestar aðrar þjóðir, t.d. með því að aftiema al- farið útflumingsbætur. íslensk landbúnaðarstefna hefur verið endurskoðuð frá gmnni í samstarfi aðila vinnumarkaðarins, stjómvalda og bændasamtakanna. Utgjöld ríkisins vegna landbúnað- arins hafa lækkað gríðarlega á undafömum áram og mættu aðrar atvinnugreinar taka það sér til fyr- irmyndar. Því er það undarlegt þegar á- hrifamenn í þjóðfélaginu skipa sér í hóp þeirra öfgamanna sem verða aldrei ánægðir með það sem að er gert. Hér skal skorið dýpra, hraðar og lengra heldur en talið er fært í þeim löndum sem hafa hagstæðari forsendur til landbúnaðar en hér era. Slíkur málflumingur flokkast undir lýðskmm, en ekki ábyrga umræðu sem á að leiða til ffamfara og aukinnar farsældar fyrir þjóðfé- lagið. Höfundur er hagfiræðingur Stéttarsambands bænda KENNARASAMBAND ÍSLANDS AUGLÝSING UM NÁMSLAUN Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennara- sambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til félagsmanna sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið 1994-1995. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt 12 mánuði eftir lengd náms. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasam- bands íslands, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarasam- bandsins, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönn- um í skólum. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 1993. Verkefna- og námstyrkjasjóöur Kennarasambands íslands. Trúnaðarmannafundir Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra Um þessar mundir er efnt til trúnaðarmannafunda Aþýðubandalagsins í einstökum kjördæmum. Sunnudaginn 26. september verða tveir trúnaðarmannafundir haldnir í Norðurlandskjördæmi eystra. Fundimir verða haldnir á Húsavík í fundarsal verkalýðsfélaganna að Garðarsbraut 26 kl. 16.00 - Þingeyingar - og í Lárusarhúsi á Akureyri kl. 20.30 - Eyfirðingar. Til trúnaðarmannafundanna er boðið stjórnum flokksfélaga, sveitarstjómarmönnum Alþýðubandalagsins, forystumönn- um í launamálum og atvinnulíft, sem starfa innan flokksins, og þeim sem eru í nefndum sveitarfélaga á vegum Alþýðu- bandalagsins sem og öðrum áhugasömum flokksmönnum sem gjarnan vilja sækja slíka trúnaðarmannafundi. Dagskrárefni fundanna verða sem hér segir: 1. Flokksstarf, útgáfumál, fjáröflun. 2. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga og alþingiskosninga. 3. Málefni kjördæmisins. 4. Helstu áherslur flokksins í þjóðmálaumræðunni. 5. Önnur mál. Auk Ólafs Ragnars Grímssonar formanns flokksins eru fundarboðendur þingmaður kjördæmisins Steingrímur J. Sigfússon og Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.