Vikublaðið


Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993 15 Rithöndin Lifandi persónuleiki með snert af ævintýramennsku ú ert injög skipulagður og þér er lagið að stjórna stór- um verkefnum þannig að allt gangi slétt og fellt. Hugsjóna- maður og tilfmningamaður en hef- ur góða sjálfsstjórn og lætur ekki koma þér úr jafnvægi. Urræðagóð- ur; alltaf til í að tala um hlutina og reyna eitthvað nýtt. Þú ert fastur fyrir, enginn hávaðamaður. Þú vilt enga fjötra en finnur að fjölskyldu- böndin eru mjög mikilvæg. Þér finnst gaman að vinna og engin vandamál há þér í uingengni við fólk. Þú ættir helst að sinna starfi sem er tilbreytingarríkt og felur í sér umgengni við fólk því í rauninni erm gefinn fyrir tilbreytingu. Þú ert mjög lifandi persóna og ein- hvers staðar langt inni fyrir býr dá- lítill ævintýramaður. Ritstörf myndu líka henta þér, skáldið mundi fá smðning hjá ævintýra- manninum. Þú ert ágætlega greindur og hefúr það vafalaust oft forðað þér ffá skakkaföllum, því þú átt til anga af kæruleysi, ævintýra- mennskunni, en greindin tekur í taumana og lagfærir áður en tii vandræða horfir. Þú ert sennilega gefinn fyrir mannfagnað og gleðskap, - svo ffamarlega sem það fer ekki úr böndum. Metnaður er þó nokkur, einkum fyrir hönd fjölskyldu og vina. Varast: Að horfa meira á yfir- borðið en kjarnann. Góða framtíð. R.S.E. Skúli Alexandersson, fiskverkandi ogjyrrverandi alþingismaður. / Dagskráin Fjölbreytni er lykilorðið Það er erfitt að gera sér í hug- arlund það viðhorf sem inn- kaupastjórar sjónvarps- stöðvanna hafa til áhorfandans. Hvað liggur að baki þegar þeir virðast vilja þröngva upp á hann lé- legum kima amerískrar „Holly- wood-menningar“? Gott dæmi eru kvikinyndaseríur sem Ríkissjón- varpið hefur fest kaup á og hefur þegar hafið sýningar á. Grínmynd- irnar Police Academi I til VI flokk- ast vissulega undir lélega ameríska kvikmyndagerð. Fyrsta myndin af sex þótti þokkaleg, önnur þolanleg, en það sem á eftir kom með öllu óboðlegt. Allar myndirnar eru mjög svipaðar, byggðar á sömu lágkúrulegu kímninni og þegar maður hefur séð eina þeirra, hefur maður í raun séð þær allar. Sárt er að leikinn skuli sami leikur- inn með þá Jerry Lewis og Elvis Presley, en hver kvik- rnyndin á fæmr annarri hef- ur verið sýnd með þeim fé- lögum upp á síðkastið. Ekki gemr innkaupastjóri RÚV búist við því að allir landsmenn geti vaiið milli tveggja eða fleiri sjónvarps- stöðva. Því ætti hann að leitast við að hafa valið sem fjölbreyttast á erlendu efni og leita fanga í vandaðri kvikmyndagerð. Fjölbreytni er lykilorðið að bættri dag- skrá RÚV. Komandi helgi mun ég líklega horfa meira á sjón- varp en hlusta á hljóðvarp. Föstudagurinn er þó und- Guíhnundur Magni Agústsson, nemi t MH. antekning. Þá hef ég ætlað mér að hlýða á Radíus á Aðalstöðinni og Pál Óskar Hjáhntýsson, sem stjórnar síðdegisþættinum Yndis- legt líf á sömu stöð. Um klukkan 19:00 mun ég hverfa aftur til æskuár- anna og horfa á Ævintýri Tinna í Ríkissjónarpinu og alls ekki missa af frétt- um. Nafn kvikmyndar kvöldsins vekur ekki áhuga minn, en hún titlast „Eldsvoðinn - lokuð inná 37. hæð“. Ekki bíður mað- ur með óþreyju eftir dag- skrá laugardagsins, en vera má að önnur tveggja kvik- mynda RÚV sé áhugaverð ef ekki báðar. Á sunnudaginn er m.a. boðið upp á grínþáttinn „Roseanne“. Sá þátmr er með amerískan fjölda- framieiðslustimpil á sér, en inni- heldur þó grófari kímnigáfu en aðrir slíkir þættir. Sem sagt, af allri helgardagskránni er ekki mikið sem freistar, enda er hún ekki upp á marga fiska. Ríkissjónvarpið á, þrátt fyrir allt, þakkir skildar fyrir sýningar á mörgum góðum framhaldsþáttum, t.d. George and Mildred, Yes Prime Minister og fleirum í þeim dúr. Að auki birtast endrum og sinnum mjög góðar fræðslu og heimildarmyndir á RÚV, t.d. Co- smos, Lífsbarátta dýranna o.fl. Meira mætti vera uin slíka þætti á dagskránni. 06 /V&NÍ ‘terfeiteilcnirjar! ^jarní fjinnUvm Nú er þó loksins orðið gam- an að sjónvarpinu enda einkavinavæðingin farin að setja svip á stofnunina. Eg heyrði auglýsingu ffá þeim í útvarpinu um daginn. Þá vantar 10-12 ára gamla krakka til að taka þátt í spurninga- keppni. Og börnin verða að vera reiðubúin að „fá yfir sig væna sluminu af grænu slími.“ Þvílík dá- semdarhugmyn, þvílík óborganleg snilid. Haldiði að verði nú gaman í vetur þegar maður getur setið við kassann á kvöldin meðan nákaldir vindarnir blása fyrir utan og veru- lega notið þess að sjá börnin velkj- ast um í grænu slími. Það veit ég að yfir þessu hafa þeir lengi legið Hrafn og Baldur. Þar kornu saman mennirnir sem þurfti til að fá svona eitursnjalla hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. Ilrafn er nú ekki ókunnur þessu enda lands- þekkmr áhugamaður um ælur og annað það er ffá búkum kemur. Og í samstarfinu við leiðandi áhuga- mann um sauðariðla hefur þetta fæðst. Engin ástæða er dl að láta hér staðar numið. Við þurfum endilega að fá meira rjómatertukast í sjón- varpið og þá geta terturnar verið brúnar svona svo að þetta sé veru- lega frumlegt. Einhvern hlýmr líka að vera hægt að finna til að pissa í beinni útsendingu og svo má fara í einhvern aldurinn fyrir neðan þá sem eiga að vera í spurningakeppn- inni og bera saman innihald bleyj- anna. Síðast en ekki síst er bráð- nauðsynlegt að konur verði fengnar til að slást í drullubaði eins og tíðkast í öllum menningarlöndum. Raunar má þegar sjá í dagskránni áhrif einkavinavæðingarinnar og ríkisstjórnarsamstarfsins. Þetta hef- ur birst skýrt í hinuin ffægu um- ræðuþátmm. Leiðandi einkavinur fær þar sitt með því að ungir og sætir drengir standa að þeim þátt- um. Og síðan er beitt kriteriu þeirra Alþýðuflokksmanna við ráðningar. Menn mega hvorki hafa þekkingu né reynsiu af málinu eigi þeir að stjórna. Enda hafa þessi jólahreindýr sem stjórnað hafa þátmnum staðið sig eins og hetjur. Óundirbúnir að öðru leyti en því að fara í ljósatíma og tásnyrtingu vaða þeir elginn ineð ruddaskap og ffekju þannig að þegar upp er stað- ið hefur ekkert skýrst um hvað mál- ið snerist. Það var líka aldrei ætlun- in. Þetta á bara að vera „show“ a la Baldur og Hrafit. Eg er alveg sann- færður unt að þeir hafa rætt þáð í alvöru að stjómendur fengju að henda einhverju slepjulegu í þátt- takendur ef þeim ekki líkaði við þá. Vonandi fá þeir félagar að njóta sín í sjónvarpinu í vemr. Mikið skelfing hlakka ég til þegar skiptast á þættir um dýr sem okkur standa nærri (fílapensla og saurgerla), á- hugamál forfeðra okkar (sauða- og náriðlana), nýjar íþróttagreinar (uppköst og niðurgang) og græns- límugir barnaspurningaþættir. Þar mætti reyndar koma að keppni sem ég man að skátarnir smnduðu í úti- legunum, þ.e. hver næði að fylla mest á kókflösku með sjálfsfróun meðan á útilegunni stóð. Eg er viss um að þeir kóróna sköpunarverk sitt með því að fara enn einu sinni að sýna Húsið á slétmnni. -V

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.