Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 6
StjórnmáHn
6
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
Borgaryfirvöld í Reykjavík
gera mikið til þess að auð-
velda umferð bfla og auð-
velda bílaeigendum lífið, en lítíð til
þess að auðvelda þeim lífið sem
ekki eiga eða keyra bfl. í nágranna-
löndum okkar er æ meiri áhersla
lögð á að bæta og efla almennings-
samgöngur. OU rök hníga að því að
efla slíkar samgöngur. Þó að borg-
arsjóður þurfi að styrkja reksturs
strætisvagna, þá borgar það sig
samt. I beinhörðum peningum.
Aukin notkun almenningssam-
gangna verður til þess að umferð
minnkar. Það liggur í hlutarins
eðli.
Þegar fimmtán menn taka strætó
ofan úr Breiðholti og niður í bæ, í
stað þess að keyra hver sinn bfl,
þýðir það minni umferð sem þessu
nemur. Einn strætó eða fimintán
bflar. Hvort skyldi strætisvagninn
eða bílarnir fimmtán eyða meira
bensíni, slíta götunum meira, kosta
meiri gjaldeyri, valda fleiri slysum?
Dæmið er svona einfalt. Ef þeim
sem nota strætó í stað einkabflsins
fjölgar um 10%, þá verða umferð-
arslys 10% færri, slit á götum verð-
ur 10% minna, mengun minnkar
enn meira og svona mætti lengi
telja. Þetta ættu allir að skilja. Og
þetta skilja líka flestir.
Fjöfrurra milljarða á-
bati af aukinni notkun
almenningsvagna
I könnun sem Hagfræðistofnun
gerði í fyrra var niðurstaðan sú að
þjóðhagslegur ábati þess að reka
100 almenningsvagna gæti numið
4,1 milljarði króna næstu tólf árin.
Þá er miðað við að farþegum fjölgi
úr 7 í 9 milljónir á ári, enda batni
þjónustan töluvert. Þessi ábati gæti
breyst mikið ef farþegum fækkar
eða fjölgar, en eftir stendur að
þjóðfélagið hagnast á því að reknar
séu góðar almenningssamgöngur. I
nágrannalöndum okkar er nú allt
kapp lagt á að byggja upp góðar al-
menningssamgöngur og minnka
bflaumferð. Fjölgun bfla þýðir um-
ferðaröngþveiti, meiri mengun,
fleiri slys og meiri kostnað við gerð
umferðarmannvirkja. Jafnvel í
Bandaríkjunum er fólk tilbúið til
þess að borga skatt af bensíni til
þess að hægt verði að byggja upp
betri almenningssamgöngur. Oll
rök hníga að því að bæta almenn-
ingssamgöngur, en draga úr um-
ferð einkabflsins. Að því er stefnt í
nágrannalöndum okkar, yfirvöld
þar hafa fyrir löngu áttað sig á því
um hvað málið snýst. Það hafa allir
gert - nema meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Umferðargjald?
Sá meirihluti virðist enn lifa á
þeim tímum þegar endimörk vaxt-
arins voru ekki í sjónmáli, auðlind-
ir jarðar voru óþrjótandi og meng-
un var óþekkt hugtak. Það voru á-
hyggjulausir tímar. Þeir eru að
baki. Við, að minnsta kosti flest
okkar, höfum áttað okkur á því að
ekki er hægt að ganga endalaust á
auðlindir jarðar. Eitthvað verður
að skilja effir handa afkomendum
okkar. Hrein og ómenguð höfúð-
borg Islands væri ekki ónýt vöggu-
gjöf barnabarnabörnum okkar. A
meðan samgöngur í Reykjavík eru
eins og nú, er lítil von til þess að
svo verði. Nýlegar mælingar í mið-
bæ Reykjavíkur sýna enda að
koltvísýringsmagn í andrúmsloft-
inu var yfir viðmiðunarmörkum
sem Alþjóðaheilbrigðistofhunin
(WHO) hefur sett.
Meðal þess sem nágrannaþjóðir
okkar hafa gripið til í því skyni að
draga úr notkun einkabílsins er að
leggja á umferðargjald. Þá greiða
bfleigendur fyrir að nota göturnar
rétt eins og borgað er fyrir notkun
rafmagns. I grein í Vísbendingu,
Stefna Sjálfstæðisflokksins
í samgöngumálum:
Einkabílnum
Strtetó þýðirferri umferðarslys, minni mengun og beinharður spamaður.
það breytingu efnahagsástandinu,
en bendir einnig á að veðrið hafi
mikið að segja um það hve mikið
vagnarnir séu notaðir.
Margir eiga engra
annarra kosta völ
Erfitt er að segja um hvort ein-
hverjir hafi hætt að nota strætis-
vagna vegna þeirra breytinga sem
orðið hafa á leiðakerfinu. Nú er
talið að um 30% íbúa hvers sveitar-
félags hafi engan annan valkost en
að nota almenningssamgöngur. í
þessum hóp eru þeir sem eru of
ungir og of gamlir til þess að geta
keyrt bfl, öryrkjar og þeir sam hafa
ekki efni á að eiga bfl. Þeim hefúr
fjölgað og búast má við að þeim
fjölgi enn. Minni fjárráð fólks sjást
m.a. á því að bflar seljast ekki eins
vel og áður. Æ færri hafa efni á að
kaupa nýja bfla og þeim fjölgar sem
hafa ekki ráð á að reka bfl.
Þegar ferðum var fækkað hafði
notkun vagnanna minnkað mikið
Þeir sem enn notuðu vagnana áttu
lfldegra engra annarra kosta völ.
Þeir hætta því varla að nota vagn-
ana þó að þjónustan versni, en
verða að þola meiri óþægindi. Bíða
lengur, skipta oftar um vagn, leggja
fyrr af stað. Skólafólk, láglaunafólk
og gamalt fólk þarf lengri tíma í að
komast á milli staða. Tíma sem
hægt væri að verja betur.
Ferðum fiekkar -
fargjöld hækka
Rök þeirra sem hafa verið að
skera niður þjónustu SVR hafa ver-
ið þau að vagnarnir séu það lítið
notaðir að ekki sé ástæða til þess að
eyða meiru í rekstur þeirra. Auð-
vitað eru vagnarnir lítið notaðir -
leiðakerfið er lélegt. Ef forráða-
menn SVR vilja að farþegum fjölgi
er einfaldasta leiðin að bæta þjón-
ustuna. Arangurinn mun ekki láta á
sér standa.
Sveinn Andri Sveinsson varð
stjórnarformaður SVR árið 1990.
Síðan hann varð stjórnarformaður
hefur ekki aðeins fækkað ferðum
heldur hafa fargjöld einnig hækk-
að. Haustið 1992 var einstakt far-
gjald hækkað úr 70 krónum í 100
krónur. Frá 1989 til 1992 hefur
fargjaldið hækkað úr 55 kr. í 100.
Þetta er töluverð hækkun, en ef
þróun fargjalda ffá 1985 er miðuð
við framfærsluvísitölu, þá hefur
verðið fylgt henni. Að því marki
má taka undir þau orð Harðar
Gíslasonar að miðað við kostnað af
einkabflnum sé ódýrt að nota
strætó.
Miðað við nágrannalönd okkar
þá er fargjald í strætó heldur ekkert
sérstaklega hátt. Munurinn felst í
því sem fæst fyrir peninginn, sem
er mun minna hér, en líka í öðru. I
nágrannalöndum okkar borga tólf,
þrettán ára böm ekki fullt gjald . I
Svíþjóð fara böm að sex ára aldri
frítt í strætó, en börn og unglingar
ffá sex til átján ára borga hálft
gjald. Einnig er algengt að náms-
menn fái afslátt. Ekkert slíkt býðst
hér.
Einkaeignarflokkurinn
I Reykjavík hefúr stjórn Sjálf-
stæðisflokksins ríkt nær óslitið í 60
ár. í stefnu þess flokks felst m.a. á-
hersla á einkaeign. Ekki aðeins að
allir eigi sína eigin íbúð heldur
einnig að allir eigi sinn eigin bfl. Sú
virðist a.m.k. vera hugsunin að baki
þeirrar stefnu í samgöngumálum
sem hann hefur rekið undanfarin
ár.
Nú em samdráttartímar, það er
dýrt að eiga og reka bfl, hvað þá tvo
eða fleiri á fjölskyldu. Þegar skorið
er niður í heimilisbókhaldinu ætti
því bíllinn að vera eitt af því fyrsta
sem fengi að fjúka. Því miður gerir
títtnefnd stefna einkaeignarflokks-
ins ekki ráð fyrir því að hægt sé að
komast auðveldlega um borgina án
einkabflsins. Strætisvagnar Reykja-
víkur, eins og þjónusta þeirra er nú,
em ekki raunhæfur valkostur. Og
nú á að fara að einkavæða strætó...
vikuriti um viðskifti og efnahags-
mál, færir Þorvaldur Gylfason rök
fyrir slíku gjaldi. I greininni segir
að þó gatnakerfi borga sé takmark-
að eins og önnur gæði, þá kosti
akstur um göturnar ekkert. Þor-
valdur bendir á að bílauinferð leggi
mikinn kostnað á borgarbúa. Bæði
vegna mengunar, slits á umferðar-
mannvirkjum og umferðartafa.
Umferðargjald væri því besta og
um leið sanngjarnasta lausnin á
þeim vanda sem fylgir aukinni um-
ferð einkabíla.
Öfug forgangsröð
Borgaryfirvöld em ósammála.
Þau virðast ekki líta á það sem
vandamál að umferð aukist um
borgina. í Borgarskipulagi Reykja-
víkur sést stefna borgarinnar vel.
Þar em markmið borgarinnar í
samgöngumálum sett fram. Þau
em, í þessarri röð:
1. Greiða fyrir umferð á stofn-
brautum.
2. Fækka umferðarslysum.
3. Minnka gegnumakstur um í
búðahverfi.
4. Minnka loft- og hávaða-
mengun.
5. Fullnægja eftirspurn eftir
bflastæðum.
6. Bæta almenningsvagna-
þjónustu.
7. Bæta aðstöðu fyrir gangandi
og hjólandi fólk.
Ef áhersla væri lögð á að bæta al-
menningsvagnaþjónustu um leið
og reynt yrði að minnka bflaum-
ferð, t.d. með umferðargjöldum, þá
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
fyrstu fimm markmiðunum. Þau
ganga öll út á leysa vandamál sem
mikil bflaumferð skapar. Þetta sjá
höfúndar skipulagsins ekki - eða
vilja ekki sjá. Þeir gera ráð fyrir að
bflaeign aukist enn, þannig að 600
bflar verði á hverja 1000 íbúa. Þetta
er ógnvekjandi spá. Miðað er við
að þetta valdi um 40% aukningu á
bflaumferð í borginni miðað við
áriðl990. Samt er ekkert gert til að
minnka umferð. Einkabíllinn virð-
ist vera almáttugur og ósnertanleg-
ur. Allt skal miðast við hann.
Offramboð á bíla-
geymsluhúsum
Dæmi um þjónkun borgarinnar
við einkabflinn er uppbygging
stórra og forljótra bflageymsluhúsa
í miðbænum. Borgaryfirvöld hafa
að vísu svolítið misreiknað sig því
bflageymsluhúsin „bráðnauðsyn-
legu“ eru lítið notuð. Og tekjurnar
sem áttu að fást af þessum húsum
hafa líka brugðist. I ræðu borgar-
stjóra við framlagningu ársreikn-
inga Reykjavíkurborgar fyrir árið
1991 kemur ffam að sú upphæð
sem rekstur Bílastæðastæðasjóðs
skilaði til eignabreytinga varð
þrefalt lægri en áætlað hafði verið.
Tuttugu milljónir í stað sextíu. í
ræðunni kemur fram að sjóðurinn
skuldi borgarsjóði rúmar 165 millj-
ónir. Það er um helmingur þeirrar
upphæðar sem borgarsjóður lagði
til reksturs SVR árið 1991. Pening-
um borgarbúa er sóað í bfla-
geymsluhús sem fáir nota, en þjón-
usta SVR skorin niður. Síðustu
ffegnir herma að nú stefni meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík að því að einkavæða bíla-
geymsluhúsin!
Síðasti vagninn í Soga-
mýri
Það er ekki langt síðan strætó
gekk á kortersfresti. Sumarið 1987
var ferðum fækkað úr fjórum í þrjár
á klukkustund. Að sögn Harðar
Gíslasonar skrifstofustjóra hjá SVR
gekk illa að fá fólk í sumarafleys-
ingar og þar sem farþegar væru
færri á sumrin var gripið til þessa
ráðs.
Næstu fjögur sumur á eftir var
þessi háttur hafður á og haustið
1991 var haldið áffam að keyra á
tuttugu mínúma fresti. Um það
segir Hörður: „Þá töldum við okk-
ur uppgötva að breytingin sem slík
hefði ekki valdið fækkun farþega."
Um líkt leyti var ákveðið að síðasti
vagn væri klukkan tólf á miðnætti í
stað eitt áður. Hörður sagði um
leiðakerfið að reynt væri að gera
sem flestum til góða og bætti við:
„Við sem vinnum hérna höfúm
metnað fyrir okkar fyrirtæki, en á
síðustu tíu árum hefur farþegum
fækkað. Þetta er þróun sem hefur
orðið alls staðar á Vesturlöndum."
Hörður segir að hins vegar hafi
farþegum fjölgað nokkuð það sem
af er þessu ári. Aðspurður segir
hann ekki fráleitt að tengja megi
m útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór-
ans í Reykjavfk, óskar eftir tilboðum í gerð göngustígs í
Fossvogsdal.
Heildarflatamál stígsins er u.m.b. 7.600 m2.
Skiladagur verksins er 1. desember 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, þriðjudaginn 14. september, gegn kr. 10.000.-
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. sept-
ember 1993, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Reykjavíkurhafn-
ar, óskar eftir tilboðum í holræsalagnir og gatnagerð á
Korngarði.
Helstu verkþættir eru:
Regnvatnslagnir 400 m
Undirbygging undir götur 5.200 m2
Malbikun 4.700 m2
Kantsteinar 1.200 m
Endurröðun á grjótvörn
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. sept-
ember 1993, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 25800