Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 12
12
Leikhúsið
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
Fyrsta frumsýning vetrarins í
Pjóðleikhúsinu!
FERÐALOK
- eftir Steinunni Jóhannesdóttur
frumsýnt á Smíðaverkstæðinu
Laugardaginn 18. september verður
fyrsta frumsýning vetrarins í Þjóð-
leikhúsinu. Þá hefjast: sýningar á
„Ferðalokum", nýju leikriti Steinunnar Jó-
hannesdótmr.
Leikendur eru Halldóra Bjömsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson,
*Edda Amijótsdóttir, Baltasar Kormákur og
Arni Tiyggvason.
Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson,
Grétar Reynisson gerir leikmynd og bún-
inga, en Bjöm Bergsteinn Guðmundsson
annast lýsingu.
Tónlistin í sýningunni er eftir Hróðmar
Sigurbj-msson og er flutt á hljóðbandi af
Hamrahlíðarkómum undir stjóm Þor-
gerðar Ingólfsdóttur. Hróðmar hefur sam-
ið sönglög við nokkur þekkt kvæði Jónasar
Halldóra Bjömsdóttir í hlutverki Þóru og Sigurður Sigutjónsson í hlutverki
Jónasar.
Hallgrímssonar fyrir þessa sýningu.
Það em nú liðin tólf ár síðan Þjóðleik-
húsið sýndi leikritið „Dans á rósum“ efdr
Steinunni Jóhannesdóttur, sem vakti
verðskudlaða athygli og umtala á sínum
tíma, en á undanfömum árom hefur Stein-
unn einkum saarnið sögur og leikrit fyrir
böm og unglinga.
I nýja leikritinu „Ferðalokum" segir frá
viðureign ungrar konu við skáldið Jónas og
manninn Jónas, þar er fjallað um ástina
sem yrkisefni annars vegar og hins vegar
sem viðfangsefni í líffflnu. Aðalpersóna
leiksins er Þóra sem les bókmenntaffæði
við Háskóla Islandss. Hún fer til Kaup-
mannahafnar til þess að skrifa lokaritgerð
um Jónas Hallgrímsson og seinasta vetur-
inn í lífi hans. Þar hittir hún fyrir æskuást
sína, Jónas, sem dvalið hefur langdvölum í
borginni. Þau taka upp fyrra samband sitt,
sem þóp er engan veginn auðvelt, bæði
vegna ólíkra viðhorfa þeirra og eins vegna
þess að fleiri persónur kona við sögu og
þau em bæði bundin öðmm tilfinninga-
böndum. Að lokumdregur til uppgjörs
milli þeirra. Atburðarás leiksins fer þannig
ffarn í nútímanum en þó er þar fólgin sterk
skírskotun til sögunnar og kvæðis Jónasar
Hallgrímssonar „Ferðaloka".
Það er Halldóra Björnsdóttir sem leikur
Þóm, ungu leitandi menntakonuna, en
Halldóra hefur á síðastliðnum tveimur ár-
um skipað sér í röð ffessstu leikkvenna af
yngri kynslóð, m.a. fyrir lei sinn í „Stræti“
í fyrra, í hlutverki ungu stúlkunnar í Kæra
Jelenu ogjúlíu í „rómeó og Júlíu“. Sigurð-
ur Sigurjónsson leikur Jónas, manninn sem
ekki er hægt annað en að elska, þótt
ómögulegt sé að elska hann.
Onnur sýning er sunnudaginn 19. sept-
ember.
Sagt með mynd
Höf. Hjörtur Gunnarsson og
Puríður Hjartardóttir
Verðlaunagáta 42
Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3, 101
Reykjavík, merkt VERÐLAUNAGÁTA.
Skilafrestur er tvær vikur. Verðlaun fyrir mynda-
gátu 42 er leikritið Lear konungur, eftir William
Shakespeare.
Verðlaunahafi fyrir nr. 40
Þegar dregið var úr réttum lausnum kom upp
nafnið Herdís Jónsdóttir, Hrossholti, 311
Borgames. Hún fær bókina Haustskip effir Bjöm
Th. Björnsson.
Ráðning 39. myndagátu:
„Sumarið er senn á enda runnið og illa lítur út
með betjauppskeru í haust. “
ATH: Nokkur brögð em að því að lausnir berist
of seint og em þær þá ekki með í útdrætti. Því
hvetjum við lesendur til að senda lausnir inn sem
fyrst.