Vikublaðið


Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 11
VTKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993 Meniiingln 11 Katrín Hall hefur dansað frá átta ára aldri eða í tuttugu og eitt ár. Hennar hjartans mál er dansinn og hún veit hvað hún vill gera þar. „Þetta byrjaði bara sem hobbý en þróaðist áfram og þegar ég var í MR fékk ég „hálf- an“ samning við Islenska Dans- flokkinn. Síðasta bekkinn fyrir stúdentsprófið tók ég utanskóla og vann með Dansflokknum. Jochen Ulrich kom hingað og setti upp sýningu með Dansflokkn- um, „Eg dansa við þig,“ með lif- andi tónlist sem var mjög vinsæl. Einu ári seinna hringdi hann og þá var einn aðaldansarinn óffískur. Hann bað mig að koma og taka við hlutverki hennar og ég fór út. Hann bauð mér so árs samning og mér datt ekki í hug að ég myndi ílengjast þarna en nú eru liðin 6 ár,“ segir Katrín. Flokkurinn dansar aðallega móder~n Katrín hefur allan tímann verið hjá sama dansflokknum „Tanzfor- um“ við Kölnaróperuna sem Joc- hen Ulrich stjórnar. Katrín segir flokkinn oft hafa tekið klassísk verk eins og Hnotubrjótinn, Coppelíu og Rómeó og Júlíu og fært þau í nýtt og óhefðbundið form. „Við þjálfum bæði klassískt og módern, eða nútímadans. Þó svo við döns- um aðallega módern þá er nánast nauðsynlegt að hafa sterkan klass- ískan grunn. Jochen fjallar oft um manneskjuna og tilfinningar henn- ar í verkum sínum og þannig fær- um við ballettinn örlítið nær áhorf- endum. Við þróum okkur þar með frá þessum 18. aldar upphafna stíl og gerum okkur áþreifanleg. Það er óþolandi viðhorf til þessarar list- greinar að hún sé nánast ósnertan- leg og allir eigi að svífa um eins og „dísir“ á sviðinu. Jochen tekur einnig fýrir leikbókmenntirnar og þá verðum við að koma ákveðinni sögu og boðskap til skila. Þetta finnst mér miklu meira gefandi og spennandi. Ljóshærð Yerma Síðasta uppfærslan var Yerma effir Gabríel García Lorca sem ég held rnikið uppá. Þegar ég las verk- ið hugsaði ég bara; hvernig ætlar hann að koma þessu í dans? Yerma var fyrst frumsýnd í Barcelona og síðan í Köln. Þar sem verkið er eft- ir spænskan rithöfund var þetta mikið tilfinningamál fyrir Spán- verjana. Til dæmis það að „Yerma“ var ljóshærð olli miklu hneyksli og ég var spurð á blaðamannafúndi hvernig í ósköpunum ég ætlaði að túlka tilfinningar úr þeirra sanifé- lagi sem var þeim svo heilagt. En þessi sýning gekk þó sem betur fer vel og hefur fengið lofsainlega dóma bæði á Spáni og í Þýskalandi. Þegar Carmen var sett á svið átti að fara alveg nýja leið. Vinsæll og margrómaður brasilískur hljóm- listamaður Egberto Gismonti var fenginn til að semja músík og hljómsveit hans spilaði á sýning- unt. Þetta eru hljómlistamenn sem eru bókaðir minnst 2-3 ár fram í tírnann. Næsta frumsýning hjá Tanzforum er Pétur Gautur í des- Bergþór Bjarnason ember. Það verk er búið að vera í vinnslu og undirbúningi í tvö ár. Nú þegar er farið að huga að verk- inu sem kemur þar á eftir en það verður Þyrnirós." Listgreýnin á sér enga hefo á Islandi „Eg vona að hún leiði flokkinn á góðar brautir. Það er mikil fengur Katrín Hall í títilhlutverkinu t Yermu eftír Loreca. að fá svona hæfileikafólk heim,“ segir Katrín um Maríu Gísladóttur sem hefur tekið við Islenska Dans- flokknum. „Listgreinin á sér enga hefð á Islandi og á erfitt uppdrátt- ar. Þess vegna er ábyrðarhluti hvað þú ætlar að ala áhorfendur upp í að sjá og hingað til hefúr verið reynt að sinna öllum straumum. Samt er aldrei hægt að gera 100 hluti 100 prósent. Saga Dansflokksins hefur verið skrykkjótt og skrítin, eigin- lega hálfgerð sorgarsaga. María virðist ætla að einbeita sér að einu ákveðnu. Hún hefúr tekið klassíkina fyrir og hefur gert mikl- ar breytingar á flokknum. Spurn- ingin er samt hvort ekki þurfi líka að taka annað með. Mér finndist það mikil synd ef ekkert er tekið mið af hvað er að gerast úti í heirni og nýsköpuninni sinnt. Úti eru 100 balletflokkar sem allir eru að gera það sama. Við verðum að einbeita okkur að því að vera svolítið sér- stök. Mér finnst að íslenski flokk- urinn eigi að hafa sérstöðu, íslensk- ir dansarar hafa sérstæðan bak- grunn og mér finnst ég sjá það. Ég sá íslenska flokkinn úti og sá muninn á íslensku dönsurunum og þeim erlendu. Eg sá persónur og miklu meiri manneskjur. Hver dansari þarf að upplifa að hann sé mikilvægur og það þarf að sjást á sviðinu. Eg held að við íslendingar höfum það. Uti er svo mikið um að allir dansarar eigi að vera eins því samkeppnin er svo hörð. Eg vildi ekki sjá það gerast hér. Dansflokkurinn verður að fá tæki- færi til að þróast og það er mjög skiljanlegt að María taki mið af Bandaríkjunum þar sem hún var síðast. Mér finnst persónulega við vera miklu nær Evrópu. Það er samt frábært að það skuli vera kominn votmr af „prófessíonal- isma“ í flokkinn eftir þetta tímabil upplausnar og sundrungar. Ég tel mikinn missi að Hlíf Svavarsdóttur sem var með Dansflokkinn á undan Maríu. Að missa slíka manneskju úr landi er ófyrirgefanlegt, en hún mætti alls staðar veggjum og komst ekki áfrain með flokkinn. Enn er því verið að vinna brautryðjenda- starf.“ íslendingar hafa hingað til reynt að reka flestar listgreinar, þjóðleik- hús, sinfóníuhljómsveit, óperu og fleira. Katrín telur fulla þörf á að hlúa að íslenska Dansflokknum. „I rauninni er nauðsynlegt að reka tvo dansflokka til að geta sinnt öllu. Lítill flokkur getur takmarkað sinnt þessu hlutverki og hann hefur í gegnum tíðina kannski fengið að sýna tvisvar á ári. Þú elur ekki upp í áhorfendum þekkingu á dansi eða þörf fyrir að horfa ef hann er ekki til staðar. Dansflokkurinn hefúr alltaf mætt afgangi og hvorki feng- ið pláss né peninga. Dansinn á að vera partur af menningunni.“ Ekki hægt að ætlast til að annar aðilinnfómi listinni Katrín Hail hefur í sex ár unnið í Þýskalandi en á íslandi býr eigin- maður hennar, Guðjón Pedersen leikstjóri. Með henni úti er 3 ára garnall sonur þeirra. „I einu orði sagt er hræðilegt að búa hvort í sínu landinu en það er ekkert við þessu að gera. Ef fólk er ánægt í því sem það er að gera verður að halda áfram. Það er ekki hægt að ædast til að annar aðilinn fórni sinni list. Við verðum bara að segja að það verði nógur tími í ellinni til að vera saman og líta þetta jákvæðum aug- um og vera ekki að velta sér upp úr því ástandi sem ríkir. Auðvitað er þetta erfitt, bæði að vera í krefjandi starfi og sinna uppeldinu ein. Smndum er samviskubitið að hrjá mann þegar mikið er að gera í vinnunni og ekki nægur tími til að vera með barninu. En allir hafa verið duglegir að styðja mig. Stjórnandinn er mjög skilningsríkur og gerir allt til að þetta gangi. Til dæmis fékk ég lengra sumarfrí núna til að geta verið lengur á Islandi. Kannski er^ auðveldara fyrir karlmenn að slíta sig frá samviskunni og taka þeim tilboðum sem bjóðast. Eg gæti aldrei skilið við barnið mitt því ég vil eiga eitthvað annað mikilvægt í lífinu fyrir utan dansinn og barnið er alltaf ofar öllu. Eg er ekki alveg tilbúin til að giftast listinni.“ Aldurinn finnur maður alltafí líkamanum Katrín segist alveg geta hugsað sér að koma heim ef hún sæi fram á að fá að þróast og þroskast sem listamaður og gera það sem h i'rrr- hefur áhuga á í dansinum. Hún sér það hins vegar ekki gerast í náinni ffamtíð. „Ég hef verið heppin og er mjög ánægð með það sem ég hef fengið að gera í Köln. Við Jochen höfum átt mjög gott samstarf og ég vona að það verði áfram svo. Eins og allir vita er starfsævi dansara mjög stutt og oft er erfitt að horfast í augu við að þurfa að finna sér eitthvað nýtt til að takast á við en ég kvíði því persónulega ekki enn. Ég veit að þegar þar að kemur þá kemur eitthvað til mín. Ég gæti t.d. vel hugsað mér aT þjálfa eða kenna og jafnvel semja ef svo bæri undir. Aldurinn finnur rnaður alltaf í líkamanum," segir Katrín Hall dansari á leið til Köln- ar til að undirbúa Pétur Gaut. AB félögin í Hafnarfirði og á Suöurnesjum efna til tveggja daga hálendisferðar 25. og 26. sept. nk. Farin verður Fjallabaksleið nyrðri á laugardeginum, gist á Kirkjubæjarklaustri og til baka um Fjallabaks- leið syðri á sunnudag. Miðaverð er 3.500 kr. pr. mann. Innifalið er gist- ing, kvöldmatur og morgunverður. Pantið fyrir 20. september í símum: 92-27009 Hreinn Guðbjartsson, Garði 92-12123 Oddgeir Eiríksson, Keflavík/Njarðvík 92-68603 Hörður Guðbrandsson, Grindavík 91-54065 Páll Árnason, Hafnarfirði

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.