Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
5
Marxisk
þjóðfélags-
greining
og íslenski
veruleikinn
Karl Marx:
„Kapítalismi á
Islandi?
Ertu að djóka?“
S
nýrri bók eftir Jón Guðnason,
Umbylting við Patreksfjfirð
1870-1970, írá bændasamfé-
lagi til kapítalisma, er íslensk fé-
lags- og atvinnuþróun skoðuð ífá
marxísku sjónarhomi. Bókin gefur
tilelni til að fjalla um nokkur ein-
kenni íslensks samfélags og mótun
þess á fyrri hluta aldarinnar.
Rauðasandshreppur syðst á
Vestjörðum er vettvangur bókar
Jóns og sagan hefst þegar nýtísku
atvinnutæki halda innreið sína í
bændasamfélagið sem í þúsund ár
hafði staðið í stað. Saga Rauð-
sandshrepps og Patreksfjarðar er í
rnörgu dæmigerð fyrir þróunina á
íslandi. Nútímahættir í atvinnu-
rekstri bárust seint hingað og að
sama skapi urðu umskiptin hröð
þegar gamla skipulagið gliðnaði og
það nýja skaut rótum. Það er þó
ekki ástæða til að gera of mikið úr
þeirri röskun sem nýjum verkhátt-
um fylgdu. Þrátt fyrir allt þá gekk
nútímavæðing atvinnulífsins ffið-
samlega fyrir sig, ólíkt því sem
þekktist víða í Evrópu. A milli-
stríðsárunum tók atvinnurekstur-
inn á sig það form sem hann býr
enn við og verkalýðshreyfingin
vann sér þegnrétt. Þetta gerðist án
stórfelldra átaka og þjóðfélagsum-
brota.
Alvarlegustu innanlandsátökin á
þessari öld urðu eftir seinni heims-
styrjöld þegar meirihluti Alþingis
samþykkti inngöngu íslands í Nato
og leyfði erlendum her að taka sér
fasta ábúð á íslensku landi. í póli-
tískri umræðu var í áratugi einatt
látið að því liggja að bandaríski
herinn og kapítalisminn á Islandi
væru tvær hliðar á sömu myntinni.
Það er rangt, eins og sagan hefur
leitt í ljós. Herstöðin á Miðnes-
heiði hefur lítdl áhrif haft á þróun
atvinnulífsins.
Jón Guðnason segir þilskipaút-
gerð marka upphaf kapítalískra
framleiðsluhátta í Rauðasands-
hreppi. Kaupmennirnir tveir á Pat-
reksfirði hófu þilskipaútgerð á síð-
asta þriðjungi 19du aldar. „Þannig
var stórt skref stigið frá aldagömlu
ffamleiðsluformi, handverkinu, í
átt til kapítalísks búskapar: Eignar-
hald atvinnutækjanna lærðist á
hendur fárra fésterkra einstaklinga,
framleiðslan fór mest öll á markað
og tekin var upp verkskipting og
launavinna," skrifor Jón.
Jón gefur sér að kapítalismi verði
til við það eitt að einstaklingar taka
í notkun dýrari og afkastameiri at-
vinnutæki en áður þekktust í
Rauðasandshreppi. Hann útskýrir
ekki hvað hann miðar við þegar
hann fúllyrðir að þróun kapítal-
isma hefjist á tilteknu tímaskeiði og
gerir því skóna að einföld ákvörð-
un eins eða tveggja manna um að
færa út kvíamar í útgerð sé upphaf
að kapítalisma í tilteknum hrepp í
tilteknum landshluta.
Stéttabarátta ogforrœði
kapítalista
Karl Marx (1818-1883) bjó til
kenningu sína um þróun mannfé-
lagsins á 19. öld. Kenningin dró
dám af umbrotatímum þar sem
iðnvæðing og pólitísk barátta borg-
arastéttarinnar gróf undan léns-
skipulaginu sem varð til í Evrópu á
miðöldum. Iðnvæðingin stuðlaði
að vexti borga og verkafólki fjölg-
aði. Marx útskýrði framvindu sög-
unnar með baráttu milli verkaýðs-
stéttar sem átti ekkert nema vinnu-
afl sitt til að selja og stéttar auð-
manna sem hirti affaksturinn af
vinnu verkalýðs. Marx boðaði að
andstæður stéttanna myndu ekki
leysast fyrr en fullkomnu sameign-
arskipulagi væri komið á, þegar
kommúnisminn tæki við af kapítal-
ismanum.
Eftír daga Marx komu ffam ýmis
konar útfærslur á kenningum hans
og lutu þær oft pólitískum hentug-
leikum þeirra valdastétta sem
kenndu sig við kommúnisma og
bera þar hæst stjómvöld Sovétríkj-
anna gömlu. Meðal annars af þess-
urn ástæðum hefur marxísk unt-
ræða oft og á tíðum verið kúnstug
og bætir ekki úr skák að skoðanir
Marx tóku nokkrum breytingum á
ritferlinum og hann lauk aldrei við
höfúðverk sitt, Auðmagnið.
Með þessa fyrirvara í huga er
hægt að tæpa á þeim skilyrðum sem
þurfa að vera fyrir hendi til að sam-
félag geti kallast kapítalískt. At-
vinnurekstur í réttnefndu kapítal-
ísku samfélagi er með þeim hætti
að atvinnutækin eru í eigu fí-
mennrar og samstæðrar yfirstéttar
sem er skýrt aðgreind ffá fjöl-
mennri verkalýðsstétt. Yfirstéttin
hefur forræði yfir ríkisvaldinu og
stýrir fjölmiðlakerfinu, en það eru
mikilvægustu verkfærin til að við-
halda völdum í samfélaginu.
Stórrekstur og smá-
kóngaveldi
Á Islandi hefur aldrei myndast
kapítalískt samfélag sem stendur
undir nafni. Það hafa verið, og eru
til, auðmenn sem gætu talist vísir
að yfirstétt en þessi hópur hefur
ekki verið nægilega aðgreindur frá
þorra almennings og ekki náð
nógu sterkum tökum á samfélag-
inu, ríkisvaldinu og fjölmiðlakerf-
inu, dl að falla að marxískri skil-
greiningu á yfirstétt.
Markús Snæbjörnsson kaup-
maður á Geirseyri keypti fyrsta þil-
skipið til Patreksfjarðar árið 1865
og Sigurður Bachmann kaupmaður
á Vatneyri hóf þilskipaútgerð í
kjölfarið. Fyrir aldamót komust
báðir kaupmennirnir á Patreksfirði
í fjárhagserfiðleika og misstu rekst-
urinn úr höndum sér. Utgerðar-
maðurinn Pétur J. Thorsteinsson á
Bíldudal eignaðist Vatneyrareignir
og dansk-íslenska útgerðarfélagið
IHF eignaðist útgerðina á Geirs-
eyri. Ekki hélst nýju eigendununt
lengi á útgerðinni á Patreksfirði.
Arið 1908 seldi IHF Pétri Á.
Olafssyni aðstöðuna á Geirseyri
fyrir slikk, eða fimmmng af mats-
verði. Pémr átti litla verslun í
Tálknafirði og af Jóni Guðnasyni
er að skilja að hann hafi ekki átt úr
miklu að moða. Hann virðist hafa
verið rétmr maður á rétmm stað á
réttum tíma.
Tilviljun og heppni virðast hafa
komið við sögu þegar Pémr Á.
Olafsson kom undir sig fótunum
og gildir það enn frekar um Olaf
Jóhannesson sem sumarið 1914
eignaðist Vameyrina með tilheyr-
andi fasteignum og sex Jtilskip.
Pémr keypti eignirnar af íslands-
banka (þeim gamla) sem yfirtók
þær þegar Bfldudalskóngurinn
varð gjaldþrota. Olafúr byrjaði
með tvær hendur tómar og fékk
Vatneyrina útá víxil hjá íslands-
banka. Mánuði efrir að hann keypti
eignimar skall fyrri heimsstyrjöld
á, fiskverð margfoldaðist og Olafi
græddist fé sem hann notaði til að
auka umsvifin. Pémr gerði út frá
Patreksfirði til ársins 1931 og veldi
Olafs og fjölskyldu hans stóð ffam
á sjöunda áramginn þegar miskh'ð
sona hans og óheppilegar fjárfest-
ingar knésetm reksturinn.
Kenningin og veru-
leikinn
I bókinni Umbylting við Pat-
rcksfjörð reynir Jón Guðnason
ekki að skýra þessar sveiflur í at-
vinnurekstrinum í Rauðasands-
hreppi. Sveiflumar koma ekki
heim og saman við þá lýsingu Jóns
að „fjárfestingar, sterkasta ein-
kenni kapítalismans, veita honum
þann innri þrótt, sem gerir honum
kleift að færa stöðugt út kvíamar,
en jafnframt styrkja þær eignar-
haldið á framleiðslutækjunum í
höndum þeirra, sem ráða yfir fjár-
magni.“
Ef veruleikinn ætti eitthvað skylt
við kenninguna þá hefði átt að
myndast samfella í atvinnurekstr-
inum við Patreksfjörð. Eins og
kemur fram í bók Jóns er fjörður-
inn ákjósanlegur ril útgerðar og
skammt var á fengsæl mið. Ef
marxísk lögmál um upphleðslu
fjármagns ættu við, eins og Jón vill
vera láta, þá hefði ábatasöm út-
gerðin á Patreksfirði átt að færast
jafnt og þétt í aukana bæði í pláss-
inu sjálfu og nálægum fjörðum sem
henta til útgerðar. Þessari þróun
ætti að fylgja samþjöppun auðs þar
sem æ færri einstaklingar og sam-
steypur eignuðust sífellt stærri
hlut. Þetta gekk ekki eftír. Stór-
rekstur Péturs J. Thorsteinssonar
og IHF varð fallítt á meðan smá-
kóngar á borð við Pétur A. Olafs-
son og Olaf Jóhannesson héldu
velli, og þeir þó eklci nema í fíeina
áramgi.
Þrátt fyrir nýtísku atvinnutæki
var sjósókn eftír sem áður háð nátt-
úruöflunum; þegar sá guli gaf sig
var góðæri en í fisldeysi var hallæri.
í framleiðsluiðnaði er hægt að
tryggja verksmiðjum hráefni með
löngum fyrirvara og því mögulegt
að skipuleggja fjárfesringar og
rekstur tíl lengri tíma. I sjávarút-
vegi er þetta ekki gerlegt.
Jón Guðnason segir þilskipaút-
gerðina hliðstæða erlendri hand-
iðju og útgerð mótorbáta og togara
segir hann samsvara „iðnaðarauð-
valdinu úri í heimi.“ Þetta er hæp-
inn málflutningur vegna þess að
útgerð er eðlisólík iðnaðarffam-
leiðslu. Utgerð er veiðimennska og
hefúr sjaldnast gengið vel nema
þeir sem hana stunda séu í nálægð
við starfcemina. Venjulegum ffarn-
leiðsluiðnaði er offast hægt að fjar-
stýra frá höfuðstöðvum en það
gildir ekki um útgerð og því hafa
útgerðarmenn iðulega haldið sig
við eitt pláss en ekki fjárfest á
mörgum stöðum. Undantekningar
að auki hélst sfldarspekúlöntum illa
á fé.
Vegna aðstæða á Islandi voru
umsvif útgerðarmanna, þessara
meintu ffumherja kapítalismans,
nokkur takmörk sett. Fæstír þeirra
urðu meira en smákóngar í sínu
plássi og eiga meira skylt við hér-
aðshöfðingja bændasamfélagsins
og goðorðsmenn þjóðveldistímans
en erlenda kapítafista. Þar sem út-
gerðin var bundin rilteknum stað
tengdist útgerðannaðurinn þorp-
inu og íbúunt þess böndum sem
hlaut að draga úr samstöðunni er
hann kunni að finna til með öðrum
útgerðarmönnum í fjarlægum
plássum. Því er tæplega hægt að
tala um útgerðarmenn sem skýrt
aðgreinda yfirstétt.
Framsóknarmaðkur
í mysu
Jón Guðnason segir ekki mikið
um samskipri atvinnurekenda og
ríkisvaldsins. Þó þetta: „Fram yfir
fyrri heimsstyrjöld voru afckipti
ríkisvaldsins af atvinnuvegunum
lítíl, ekki síst af sjávarútvegi, en síð-
an hefur það stöðugt látið meira að
sér kveða í atvinnumálum. Stefna
þess í fjárinálum og sjávarútvegs-
málum hefur verið að efla kapítal-
íska ffamleiðsluhætti og þar með
eignainyndun atvinnurekenda.“
Myndin sem Jón dregur upp af
afskiptum ríkisvaldsins er villandi
ef ekki beinlínis röng. Ríkisvaldið
var í mótun samhliða því sem at-
vinnureksturinn nútímavæddist. I
þessu samhengi voru millistríðsár-
in mikilvægasta tímabilið. A þeim
tíma voru það ekki mótsetningar
milli verkafólks annarsvegar og at-
vinnrekenda hinsvegar sem skiptu
sköpum um þróun ríkisvaldsins
heldur deilur framsóknarmanna
við „Morgunblaðsflokkinn," eins
og Sjálfctæðisflokkurinn var kall-
aður á síðum Tímans, málgagni
Framsóknarflokksins, með tilvísun
til þess að Morgunblaðið beitti sér
ákaft fyrir stofnun Sjálfctæðis-
flokksins. Undir forystu Jónasar
Jónssonar frá Hriflu varð Frant-
sóknarflokkurinn nógu öflugur tíl
að koma í veg fyrir að ríkisvaldið
yrði verkfæri í höndum atvinnu-
rekenda. Framsóknarmön tókst að
hreiðra um sig í stjómsýslunni og
þrinnuðu saman flokkshagsmun-
um, ríkisstofnunum og ört vaxandi
kaupfélagsveldi.
í grein sem Einar Olgeirsson,
formaður Sósíalistaflokksins, skrif-
aði í tímaritið Rétt árið 1939,
Valdakerfið á íslandi 1917- '39,
hamast hann á ffamsóknarmönn-
um fyrir að innleiða áður óþekkta
spillingu í stjórnsýsluna. Einar hót-
ar framsóknarmönnum að sósí-
alistar geri bandalag við Sjálfctæð-
isflokkinn tíl að eyðileggja valda-
gmnn Framsóknarflokksins, sein
var ranglát kjördæmaskipan. Sósí-
alistar gerðu alvöru úr þessari hót-
un nokkru síðar, breyttu kjör-
dæinaskipuninni í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn og mynduðu
Nýsköpunarstjórnina í stríðslok
með sjálfstæðismönnum.
Jón Guðnason skrifaði sögu Ein-
ars Olgeirssonar í tveim bindurn
fyrir nokkmm ámm og þekkir
manna best til stjórnmálahug-
mynda Einars. Það er ekki af ó-
kunnugleika sem Jón kýs að ein-
falda söguna þannig að hún gagnist
þeim ásetningi hans að fella þróun
íslensks atvinnuh'fs að marxískri
sögutúlkun.
Btendur míga ekki í
saltan sjó
Á millistríðsárunum vom hags-
muna- og stjómmálasamtök at-
vinnurekenda veik á meðan Fram-
sóknarflokkurinn studdist við rót-
gróna bændastétt sem var rneðvit-
uð um hagsmuni sína. Sú hug-
myndafræðilega barátta sem eitt-
hvað kvað að stóð á milli sósíalista
og framsóknarmanna. Það var ekki
fyrr en efrir seinni heimsstyrjöld
sem stjórnmálahugmyndir hægri-
ntanna komust á dagskrá fyrir al-
vöm og þá sem afleiðing af kalda
stríðinu sem skipti heiminum í
tvennt. I raun skipti stjórnmálaum-
ræða kalda stríðsins litlu niáli fyrir
ffamvinduna á íslandi. Nema þá ó-
beint því að á meðan Islendingar
hnakkrifust um mál sem voru tíl
lykta leidd í Washington og
Moskvu þá fékk ffamsóknarskipu-
lagið óáreitt að vaxa og dafna í ára-
tugi.
Það voru ekki stéttír í marxísk-
um skilningi sem tókust á um
ffamtíð íslensks samfélags á fyrstu
áratugum aldarinnar. Uppgjörið
var á milli þess hluta eyþjóðarinnar
sem var fastheldinn á forna bú-
skaparhætti og hafði ímugust á nýj-
ungum og hins hluta þjóðarinnar
sem hreifct af þeim möguleikum
sem iðnbyltíngin í Evrópu bauð
upp á, sem var orðin aldargömul
þegar henni skolaði á land hér.
Þjóðin var og er rniklu meira en
þessi tveir hópar en með þeint fyr-
irvara sem eðlilegt er að hafa á al-
hæfinguin af þessu tagi þá hafa í
meira en hundrað ár togast á með
þjóðinn kraftar íhaldssemi og ein-
angrunar annarsvegar og hinsvegar
kraftar nýjunga og náinna sam-
skipta við aðrar þjóðir.
Sjómenn samþykktu fyrir miðja
öldina að ráða sig í skipspláss upp á
hlut og með þeim hætti taka þátt í
áhættu útgerðarmanna, ineintra
ffumkvöðla kapítalismans, og fá
kaup í hlutfalli við rekstarafkomu.
Um svipað leyti tóku bændur upp á
því að skilgreina sig sem launþega
og afcöluðu sér hluta af því form-
lega sjálfctæði sem bændur höfðu
notíð um aldir í hendur félagskerf-
is sem tók að sér sölu á afurðum
þeirra. Þetta er hluti af þeim ís-
lenska veruleika sem verður ekki
þvingaður inn í ramma marxískra
ffæða.
Páll Vilhjálmsson