Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
13
Er allt í lagi?
Fyrir nokkrum árum sagði
kunningjakona mín í
bændastétt að það mætti
ætla að undirstöðuatvinnuvegir
íslensku þjóðarinnar væru kaffi-
hús og auglýsingastofúr, en ekki
landbúnaður og fiskveiðar. Það
er líklega eitthvað til í þessu hjá
henni, að minnsta kosti virðist
nýsköpunin vera þar, kaffihús
spretta upp eins og gorkúlur á
skítahaug og auglýsingastofúr
hafa líklega meiri áhrif á þjóð-
arsálina um þessar mundir en
blessuð þjóðkirkjan.
f dag þarf að markaðssetja allt
og auglýsendur verða stöðugt að
finna upp á einhverju nýju. O-
beinar auglýsingar eru sífellt að
verða algengari. Það þykir ekkert
tiltökumál lengur þótt sjónvarps-
fréttamenn auglýsi föt og skart-
gripi um leið og þeir flytja okkur
firéttir af erlendum stórslysum.
Enginn virðist hólpinn því ís-
lenskir safúmenn eru meira að
segja famir að huga að markaðs-
semingu safna því auðvitað era
þau líka að keppa um athygli al-
mennings. í síðasta Farskóla
safnmanna, sem haldinn var að
Löngumýri í Skagafirði í síðusm
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
viku, kom fram sú tillaga að söfn-
in reyndu að fá viðskiptageirann
til að fjármagna nýjar sýningar.
Safnvörðurinn sem bar upp til-
löguna sagðist ekkert sjá rangt
við það þótt merki viðkomandi
fyrirtækis hengi upp á vegg við
inngang sýningarinnar. Þegar
hann sá vandlætingarsvip sumra
kollega sinna bætti hann við:
Með smáu letri neðarlega á
veggnum.
Auðvitað yrði Byggðasafn
Skagfirðinga mun smartara ef
kókakóla merkið stæði við hliðina
á mjólkurtrogunum, það segir sig
sjálft. Og væri ekki gráupplagt að
fá t.d. Húsasmiðjuna til að fjár-
magna viðgerð allra gamalla húsa
í landinu gegn því að nafn fyrir-
tækisins stæði skýrum stöfum á
auglýsingaspjaldi við viðkomandi
hús? Söfúin gæm látið einkageir-
ann sjá tnn fjármögnun sýrnnga
og varið nánasarlegum framlög-
um hins opinbera til að lappa upp
á geymslumar, því ekki vænti ég
þess að viðskiptajöframir sættu
sig við að safngestir sæju ekki
nafú fyrirtækisins í heimsókn-
inni.
Þetta var sosum ekki í fyrsta
sinn sem íslenskir safnmenn velta
því fyrir sér hvort ekld sé hægt að
fá viðskiptalífið til að hlú betur að
menningararfinum, en ég held að
mér sé óhætt að fullyrða að þetta
er í fyrsta sinn sem ég heyri af
vörum safnmanns að ekkert sé
sjálftagðara en að söfúin auglýsi
styrktaraðila sína í leiðinni. Vert
er að taka ffarn að sá sem kom
með tillöguna er ekki nýskriðinn
úr skóla með „byltingarkenndar“
hugmyndir um markaðssemingu
safúa.
Nei, hann er virðulegur karl-
maður líklega á sjömgusaldri og
frekar afturhaldssamur á margan
hátt (er t.d. meinilla við samkyn-
hneigð að eigin sögn). Því miður
vannst ekki tími til að ræða mark-
aðssetningu safúa út frá þessu
sjónarhomi en líklega verður
efnið tekið upp síðar. Ef til þess
kemur að þessar hugmyndir verði
ofan á er Farskólinn kjörinn vett-
vangur til að fjalla um siðferðileg
vandamál sem kunna að fylgja í
kjölfarið, t.d. ef auglýsendur vilja
fara að ráða einhverju um hvaða
sýningar eru settar upp og hvem-
ig það er gert. Því auðvitað fylgir
þessu sú hætta að sýningar verði
auglýsingatengdar, þar sem hark-
ið á auglýsingamarkaðinum verð-
ur sífellt meira um leið og mörk
þess hvað er viðeigandi og óvið-
eigandi verða óljósari. Mér finnst
við vera komin út á hálan ís og vil
síst af öllu að söfú lendi í heljarg-
reipum auglýsenda.
Dvínandi siðgæðisvimnd sést
e.t.v. skýrast á því að nýjasta
skyndibitafyrirtækið fékk sjálfen
forsætisráðherrann til að auglýsa
opnum nýs veitingastaðar. Mér
er misboðið. Mér þykir eðlilegt
að ffamámenn þjóðarinnar leggi
góðum málstað lið með nærveru
sinni, skóflustungum eða ávörp-
um. Ef mörkin milli þess sem
okkur þykir siðferðilega rétt og
rangt í auglýsingamennsku mimu
flytjast til jafú hratt og gerst hef-
ur á allra síðustu árum er þess ör-
ugglega ekki langt að bíða að
jafnvel forsetaembættið verði ó-
hult. Megum við þá eiga von á að
sjá Vigdísi forseta auglýsa hjól-
barða?
Leiðrétting:
Gj aldtakan
Iblaði yðar þann 37. ágúst sl.
var birt grein um gjaldtöku
ffamhaldsskóla af nemendum
sínum og samanburð á þeim.
Undirrituðum þótti einkum
tvennt orka tvímælis og jafúvel
villandi og sér hann því sig knú-
inn til að rita nokkur orð til að
varpa skýrara ljósi á málið.
Annars vegar er það að
Menntaskólinn í Reykjavík er
bekkjakerfisskóli og því eru gjöld
tekin af nemendum fyrir allt árið
í senn, ólíkt flestum öðrum skól-
um þar sem gjöld eru tekin fyrir
hverja önn. Ekkert kom ffam í
ÍMR
greininni sem áréttaði þetta.
Hins vegar er rangt að Skólafé-
lagið taki stærstan hluta skóla-
gjaldanna. í sumar voru skóla-
gjöldin hækkuð úr 5.600 í 7.100
kr. á meðan Skólafélagið hækkað
sín gjöld ekki um eina krónu.
Þannig hafa Skólafélagsgjöldin
staðið í stað á þriðja ár á meðan
gjöldin sem renna beint til skól-
ans hafa margfaldast.
Sveinn H. Guðmarsson,
inspector scholae.
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá kvenmannsnafú. - Lausnarorð krossgátunnar í A =
síðasta blaði er Stórhöfði. Á _
1 2 3 s 7 V é 9 3 10 V H
12 y IO >1 8 <P )H 8 IS lá 17 y ig 4 /5
2) /S T 20 V JS 2J 7 H 20 W // 22 (i>
2/ 0 23 20 V 7 20 2 27 /A 25 8 V 8
V G 77 2 ~a? 7 V 3 í 'vF~ 3 Zí V 27 (0
2? V /7 zo ZO d y 20 V zz /7 9 8 )S zo
2j /? 20 V 7 22 /o V 8 )5~ // 17 V 22 )?
lg )0 Ig 4 27 Z^j J8 18 f 27 (o 5 )8 w
20 z* 4 27 io JO 4 2) /7 4 10 2<° 10 <p
V /T )+ 20- zo V 8 )é 27 to ! (0 s? 2 z— Ho
30 20 20 <P 1 8 10 l(e y 11 2£— 20 /7 V 8
31 f/ °) 27 32 zo /7 )? (0 2 27 IS
18 )5 15 2? 3 /7 /5" T 20 20 /6 )0 )b
2? o 27 t 0 20. 2 /7
B =
D =
Ð =
E =
É =
F =
G =
H =
1 =
í =
J =
K =
L =
M =
N =
o =
Ó =
P =
R =
S =
T =
U =
Ú =
v =
x =
Y =
Ý =
Þ =
Æ =
Ö =
1 =
2 =
3 =
4 =
5 =
6 =
7 =
8 =
9 =
10 =
11 =
12 =
13 =
14 =
15 =
16 =
17 =
18 =
19 =
20 =
21 =
22 =
23 =
24 =
25 =
26 =
27 =
28 =
29 =
30 =
31 =
32 =
Alþýðubandalagið
Miðstjórnarfundur
2. október
Miðstjórnarmenn Alþýðubandalagsins eru boðaðir til
fundar laugardaginn 2. október.
Fundarstaður: Þinghóll, Hamraborg 11, Kópavogi.
Fundartími: 09:30 -17:30.
Dagskrárefni:
1. Fundarsetning
2. Undirbúningur landsfundar
3. Stjórnmálaviðhorfið við upphaf þings
4. Kosningareglur
5. Útgáfumál
6. Önnur mál
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram tólfti útdráttur húsbréfa í
1. flokki 1989, níundi útdráttur í 1. flokki 1990,
áttundi útdráttur í 2. flokki 1990, sjötti útdráttur í
2. flokki 1991 og fyrsti útdráttur í 3. flokki 1992.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1993.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði
og íTímanum þriðjud.14. september.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í
Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis-
skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum
og verðbréfafyrirtækjum.
cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00