Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 16
Munið
áskriftarsímann
17500
Kramhúsið 10 ára
Menningarmiðstöð í miðbænum
7-RAMHUSIÐ, dans- og
leiksmiðja, er tíu ára um
-Lmþessar mundir og af því
tileíhi er óvenjumikið Iagt í vetr-
ardagskrána.
Hlýlegt, gamalt bakhús við
Bergstaðastrætið í Reykjavík - sem
áður hýsti trésmíðaverkstæði - hef-
ur ffá fyrstu tíð verið hinn ákjósan-
legasti rammi utan um það sem
Kramverjar kalla gjarna sín á milli
„menningarmiðstöðina í miðbæn-
um“. Sú nafngift er síður en svo út
í bláinn. Þótt þarna sé stunduð
leikfimi af miklum móð og kílóin
fjúki iðulega, þá heíúr Kramhúsið
aldrei einskorðað sig við „maga,
rass og læri“ eða „10 kíló af á 8 vik-
um“. Sérstaða Kramhússins hefur
ævinlega verið fólgin í viðamikilli
menningarstarfsemi, eldd síst fyrir
börn og unglinga, og veturinn
framundan er þar engin undan-
tekning.
Dansað, málað, leikið
og spunnið
Listasmiðja barna og unglinga er
spennandi tilraunaverkefni í sí-
felldri þróun. Þar hafa ungir Ieikar-
ar, dansarar og nú síðast myndlist-
armenn sameinast um að miðla
börnum frá fjögurra ára aldri og
upp í unglinga af mismunandi
reynslu sinni og inenntun. Þarna
gerast ævintýr!
Sem dæmi um slík ævintýr má
nefna að nýlega voru hér á ferð
fulltrúar „Listasmiðju unglinga" í
Londön og leituðu eftir samstarfi
við Kramhúsið. Draumurinn er að
ná saman hópi 16 ára unglinga og
búa hann undir þátttöku í fjölþjóð-
legri listasmiðju þessa aldurshóps í
London næsta sumar þar sem feng-
ist verður við verkefni á hinum
ýrnsu listasviðum. Vonandi verður
þetta að vemleika.
Unglingamir fá ekki síst útrás í
tímunum hjá Orville Tennant,
hinum geysivinsæla gestakennara
sem tryllir alla í hip-hop, vestur-
afrískum dönsum og karabískri
sveiflu.
Eitthvaðfyrir alla
Þeir sem koinnir eru af ung-
lingsárum geta áreiðanlega fundið
eitthvað við sitt hæfi í Kramhúsinu.
Auk leikfimi fyrir þá sem vilja fara
sér hægt og hina sem vilja erfiða er
boðið upp á sérstaka tíma undir
stjórn sjúkraþjálfara fyrir bakveika,
þá sem þjást af vöðvabólgu og kon-
ur sem eiga í erfiðleikum eftir
barnsburð.
I morgunsárið gefst morgun-
hönum kostur á að búa sig undir
erfiði dagsins með tai-chi, kín-
verskri leikfimi sem á síauknum
vinsældum að fagna. Hún er hæg
en orkugefandi og byggist á sam-
hæfingu hugar og líkama. A sama
tíma er einnig boðið upp á kripalu-
jóga og svo taka við tímar fyrir
Pað var líf og Jjiir í Kramhúsinu er
Ol. Þ. Ijósmyndari Vikublaðsins bar
að garði.
mæður og börn. Þær njóta sín í
leikfimi á meðan þau eru í gæslu.
Og Kramverjar láta ekki deigan
síga. Þeir sem ekki komast í morg-
unleikfimi geta bara skellt sér í há-
degis- eða eftirmiðdagstíina alla
virka daga.
Margar nísínur
Það er tæplega hægt að tala um
rúsínuna í pylsuenda Kramhússins
- þær eru nefhilega svo margar,
Fyrst er að nefna einkatíma í al-
exanderstækni fyrir fólk sem á við
álagsvanda að stríða.
Dansinn hefur ævinlega dunað í
Kramhúsinu og Orville Tennant
hefur svo sannarlega lag á að koma
blóðinu á hreyfingu - ekki bara í
unglingunum. Og þeir sem kjósa
annan takt - en ekki síður ólgandi -
draga fram dansskóna og stein-
gleyma víxlum og veseni í argent-
ínskum tangó hjá Hany Hadaya,
dansara hjá Islenska dansflokknum.
Söngsmiðjunni stýrir Jóhanna
Þórhallsdóttir altsöngkona af
sem þolir og þorir. Þar
hefur ntargt ungmennið
fúndið tilganginn í tilver-
unni og ófáir haldið á-
fram á leiklistarbrautinni.
F.n það eru fleiri en
unglingar sem láta sig
dreyma uin að Ieika. I
fyrrahaust auglýsti Kram-
húsið leiklistarnámskeið
undir yfirskrifdnni
Leyndir draumar, ætlað
fullorðnu fólki (25 ára og
eldri) sem alltaf hafði
langað til að leika en
aldrei þorað eða fundið
sér vettvang til að láta
drauininn rætast.
Kennari var Hlín Agn-
arsdóttir, Ieikstjóri og
höfundur. Það er
skemmst frá því að segja
að færri komust að en
vildu og framhaldsnám-
skeiðinu eftir áramót lauk
með vel heppnaðri og at-
hyglisverðri leiksýningu á
vorfagnaði Kramhússins.
Hlín er nú afmr tilbúin í
slaginn og verður bæði
með byrjenda- og fram-
haldshópa.
Er eftir nokkru
að bíða?
Einn þeirra fjölmörgu
nemenda sem tekið hafa
þátt í starfseminni frá
upphafi hafði eitt sinn á
orði að Kramhúsið væri
sér „samastaður fyrir á-
kveðna aðferð til að njóta
lífsins - njóta ánægjunnar
röggsemi og smitandi lífsgleði.
Olöf Ingólfsdóttir hefúr numið
myndlist og dans til margra ára.
Hún er nú nýkomin heim
frá Hollandi og það er svo
sannarlega tilhlökkunar-
efni að fylgjast með ffam-
vindu mála í danssmiðj-
unni sem hún hyggst
starfrækja í Kramhúsinu í
vetur.
Þá er það leiklistin.
Ami Pétur Guðjónsson
leikari heldur ótrauður á-
fram með sína vinsælu
leiksmiðju fyrir ungt fólk
af því að stilla saman andlega og
líkamlega upplifún“.
Hann er svo sannarlega ekki
einn um það því að Kramhúsið er
og verður nauðsynlegur samastað-
ur fyrir sívaxandi fjölda fólks á öll-
urn aldri sem vill lifa lífinu lifandi.
Væri ekki ráð að skella sér í hóp-
inn?
VERÐLISTINN
LIGGUR FYRIR!
Kynniá ykkur
ótrúlegt verÓ okkar á
vetrarsólarferáunum.
Staágreiðsluverð frá
56.3401
með öllu miðað við 3 í íbúð í 3 vil;
■VEGNA GRIÐARLEGRÁR
EFTIRSPURNAR
Staðgreiðsluverð:
23.050 hr.
d • •• /•
P)o nyir
trottíararáagar.
16., 23. og 30. okt.
6., 13., 20. og 27. nóv.
með öllu miðað við 1 nótt á Hótel Gresham.
QATLAS^
EUROCARD.
SamviniiiiteriJir-Laiitlsjíii
Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 -69 10 10 - Innanlandsferðir S. 91 -69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 9S * Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 -62 22 77-Slmbréf
91 - 62 24 60 Halnarljörður: Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavik: Hafnargótu 35 • S. 92 - 13 400 • Simbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 - S 93 - 1 33 86 • Simbréf
93 - 1 11 95 Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92