Vikublaðið


Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 17.09.1993, Blaðsíða 8
8 Helniurinn VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993 MENN EIGA SKULD AÐ GJALDA Hið ómögulega varð að veruleika þegar ísraelsmenn og PLO skrifuðu undir íriðarsamning á mánudaginn var. Loksins virðist hilla undir samkomulag og frið í landinu helga eftir áratuga deilur og stríð. Það sögulega er þó ekki samkomulagið sjálft heldur hitt að deiluaðilar hafi náð einhverju samkomulagi og báðir skrifað undir. Og að það var í gegnum leynileg- ar viðræður á vegum Norðmanna sem samkomulagið varð til, ekki hinar opin- beru friðarviðræður sem Bandaríkja- menn hafa stýrt. Samkomulagið er í þremur liðum. Fyrsti liðurinn fólst í gagnkvæmri, op- inberri viðurkenninu Israelsríkis og PLO auk sjálfstjómar Palestínumanna á Gazasvæðinu og í Jerikó. ísraelsi her- inn á að yfirgcfa þessi svæði fjórum mánuðum eftir undirritun samningsins. Annar Iiðurinn felur í sé að innan níu mánaða verði kosið palestínskt þing til bráðabirgða í fimm ár. Þingið stjómi löggæslu, almenningsþjónustu og vel- ferðarkerfi. Þriðji liðurinn gerir ráð fyrir að innan tveggja ára hcfji Israels- stjóm og PLO viðræður um Jerúsalem. Einnig em örlög ísraelskra landnema á herteknu svæðunum og palestínskra flóttamanna á dagskrá þeirra viðræðna. I tilefni þessara tíðinda fékk Viku- blaðið Svein Rúnar Hauksson, lækni og formann Félagsins fsland-Palestína, til þess að ræða um þetta samkomulag og Palestínumálið almennt. Fyrst báðum við Svein Rúnar að segja okkur í stuttu máli frá félaginu. „Félagið var stoffiað fyrir tæpum 6 ár- um, þann 5. nóvember 1987. 5. nóvember er alþjóðlegur samstöðudagur með Palest- ínumönnum, svo tilnefndur af Sameinuðu þjóðunum. Það var rétt mánuði eftír að við stofnuðum félagið hér á landi að Intifada, andstaða Palestínumanna á herteknu svæð- unum hófst. Við vorum sein til hér á landi að stofna félag til stuðnings réttindabar- áttu Palestínumanna. Það starfa félög til stuðnings Palestínu út um allan heim en systrafélög okkar eru þau félög sem eru óháð ríkisstjórnum. Það er ákveðin stofn- un innan SÞ sem hefur með sainskiptí allra þessara samtaka að gera. Á hennar vegum eru haldnar árlegar ráðstefnur, en einnig eru haldnir norrænir og samevrópskir fundir." Hefur þessi stuðningur haft citthvað að segja í réttindabaráttu Palestínumanna gegn- um árin? ,Já, ég er a.m.k. sannfærður um það og veit að Palestínumenn eru það líka. Þeim er mikill stuðningur í að vita að það eru ekki bara einangraðir einstaklingar heldur líka félög út um allan heim sem styðja bar- áttu þeirra. Það skiptir þá ináli að finna að þeir eru ekki einangraðir og að málstaður þeirra eigi sér stuðning út um allan heim. Þó ekki sé annað þá hefur stuðningurinn eflt þá siðferðislega. Við hér á íslandi höfum ekki náð að gera mikið í efnislegum skilningi, en við höfum stutt rekstur nokkurra barnaheimila á her- teknu svæðunum. En í Norgegi, svo dæmi sé tekið, er ákveðin stofnun, NORVARP, sem heldur uppi heilmiklu hjálparstarfi á herteknu svæðunum, sendir þangað lækna og hjúkrunarfólk og hjálpar á fleiri vegu tíl í heilbrigðisþjónustunni. Þessi stofnun er afsprengi Palestínufélagsins þar, systrafé- lags Ísiands-Palestínu. Svipuð dæmi má nefna frá Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi, Póllandi og víðar. En það má segja að stuðningurinn hafi verið allt of lítill, miðað við þau gífurlegu verkefni sem bíða á herteknu svæðunum. Sérstaklega hefur verið erfitt um vik síð- ustu 3 árin, eftir Persaflóadeiluna." Afstaða Palestínumanna í Persaflóadeilunni afbökuð Sveini verður heitt í hamsi þegar minnst er á Persaflóadeiluna og talar um leikfléttu Bandaríkjamanna og ísraels. Saddam Hússein hafi verið leiddur í gildru og markmiðið hefi verið að brjóta á bak aftur þetta rísandi stórveldi sem írak var, í efna- hagsleguin skilningi og á sviði inenntunar og vísinda. Stórveldi sem ógnaði veldi Isra- els á svæðinu og yfirráðum Bandaríkja- inanna og vesturveldanna yfir olíuverði í heiminum. En þeim tókst að slá fleiri flug- ur í þessu höggi. „Alþjóðlegu pressunni, sem er að mestu undir stjórn Bandaríkjamanna, tókst að snúa málum þannig að Palestínumenn voru gerðir að sérstökum stuðningsmönn- um innrásarinnar í Kúvæt. Þetta er að rnínu mati algjör rangfærsla og það er enn- þá verið að tyggja á þessari rangfærslu. Það er auðvitað hægt að finna einstaka Palest- ínumenn scm sem voru þeirrar skoðunar að Kúvæt væri hlutí af Irak og að Kúvæt hafi beitt valdi til þess að halda hinum kúg- uðu niðri og að það réttlætti innrás íraka. En þettavar ekki afstaða PLO og Arafats í þessu máli. IJún var sú að koma í veg fyrir þessa innrás og, þegar hún var orðin að veruleika, að fá Iraka til þess að draga inn- rásarherinn til baka. Þessu barðist Arafat fyrir og líka IJús- sein Jórdaníukonungur. Raunar höfðu þeir fengið Saddain til þess að snúa innrásar- 6. bréf frá Uganda Fólki hér er ráðlagt að fara ekki út að kvöldi nema í brýnni þörf. Við höfúm að vísu skotist út að borða tvisvar og nokkrum sinnum farið á hótel hér f borginni og reynt að hringja til ís- lands, en þar er alltaf á tali, næst aldrei samband. Hingað á heimilið er aldrei hringt, en það er ekki af því að það sé ekki sími. Hann er bara vitlaust tengdur. Við gerðum okkur samt dagamun, konurnar og börnin, eitt hvöldið og fórum á bíó. Fyrirmælin voru skýr: Allar hurðir skulu læstar og rúður uppi í bílnum. Ef einhver stöðvar okkur á að afhenda lykilinn að bílnuin orðalaust, ganga út og skilja veski eftir. Ég fálmaði eftír Visa-kortínu mínu og stakk því í brjóstvasa. Ferðin gekk snurðulaust. Myndin var sýnd á stóru tjaldi undir berurn himni. 1 upphafi var ég of upptekin af umhverfinu og fuglasöngnum til að fylgjast með, en myndin reynd- ist afar spennandi. Á heimleiðinni fann ég fyrir sjóðheitu Visa-kortinu og athygli mín var vakin á að e.t.v. væri það að bráðna. Stungið var að mér hvort ég hcfði haldið að það væri skot- helt. Ég var bara að lifa mig inn í aðstæðurnar. Annað sem ég lifi mig Margrét Skúladóttir inn í hér er söngur og dans Afríku- fólksins, að ógleymdum bumbu- slættinum, en þeir sem slá þær bera oft höfúðskraut sem sctur svip á dansinn. Mér finnst að hver hreyf- ing hljóti að tákna eitthvað sérstakt eða er þetta bara alltaf það sama upp aftur og aftur? Þessi gleði get- ur haldið áfram endalaust, t.d. heil- an eftírmiðdag við sundlaugarbarm og finnst þá sumum nóg komið. Við höfum Iíka notið sálmasöngs hérlendra. Piltarnir sem vinna í jarðhitaverkefninu leika sálma af spólum í bflunum og á löngum ferðum taka allir undir því Jiað dreifir huganum ef vegirnir eru slæmir. Einn af pilmnum, jarð- fræðingur, var sá eini úr sínu þorpi sem fór í skóla. IJann er reyndar nýgiftur og hefur ekki enn sagt föður sínum að hann ætli bara að eiga eina konu og eignast tvö börn. Slíkar fréttir yrðu gamla mannin- um áfall. Hér eiga nefnilega margir tvær konur eða jafhvel fleiri og fullt af börnum. Viðhorfin eru að breytast með nýjum kynslóðum, meiri áhugi á að fara í skóla, fræðast um ýmsa hluti, t.d. um alnæmi, sem er útbreiddur sjúkdómur hér í álf- unni. Hann er feiinnismál sem get- ur jafnvel fælt ferðamenn frá og Jiví hefur ríkt mikil þögn um hann í nágrannalöndunum. Hér í landi fara miklar rannsóknir fram og mikið rætt og ritað um alnænii. Niðurstöður um útbreiðslu eru birtar og trúlega er það þess vegna sem heimsbyggðin telur að Ug- anda hafi orðið verst úti. Á hverj- um degi er svarað fyrirspurnum lesenda um alnæmi í blaðinu hér, New Vision, undir fyrirsögninni „Aids Corner“. Dæmi um spurningu: „Er það satt að fólk sem hefur svarta bletti á fótum og andliti sé sinitað"? Svörin eru yfirleitt greinargóð. Á einum stað Ias ég að um hundrað manns af hverjum þúsund deyi úr þessum sjúkdómi og í blaðagrein segir að ungir inenn sækist nú efrir sam- böndum við giftar konur; það þyk- ir öruggara. Þegar svo eiginmenn- irnir komast að því heimta þeir skaðabætur í beinhörðum pening-

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.