Vikublaðið - 05.11.1993, Síða 1
Þjóðríkið feigt?
Þjóðríkið er í sjálfheldu og
niargir telja það feigt.
Guðmuhdur Hálfdanarson
sagnfræðingur segir fféttir af
dauða þjóðríkisins stórlega
ýktar. Bls. 9
Kjördæmamál
rædd
I ályktun ráðstefnu Alþýðubanda-
agsins á Vesturlandi er lagt til að
gera landið að einu kjördæmi ef
ekki tekst að verjasnúverandi kerfi.
Bls. 6-7
Verkakvennafélög
til tjóns
ÁJafhréttisþingi kynnti Guð-
björg Linda Rafnsdóttir niður-
stöður rannsókna sinna á
verkakvennafélögum. Félögin
hafa verið til tjóns. Bls. 12
43. tbl. 2. árg.
5. nóvember 1993
Ritstjóm og
afgreiðsla:
sími 17500
250 kr.
Minnihlutaflokkarnir blása
af sameiginlegt framboð
Fulltrúar Framsóknarflokks og Kvennalista mættu ekki á opinn fund til að ræða fram-
boðsmál. Ríkisstjórnarþátttaka Alþýðuflokksins spillir fyrir samstarfi A-flokkanna
Þótt ekkert verði úr sameiginlegu framboði cettu minniblutaflokkamir i borgarstjóm að r<eða um sameiginlegar á-
herslur í kosningunum i vor. Ami Þór Sigurðsson í ræðustóí, Hrannar Jónsson fundarstjóri og Sigurður Pétursson.
Amiðvikudagskvöld boðaði
hópur ungs félagshyggju-
fólks til opins fundar á
Komhlöðuloftinu með fulltrú-
um allra minnihlutaflokkanna í
Reykjavík. Tilgangurinn var að
fá flokkana til að ræða fyrir opn-
urn tjöldum möguleika á sam-
eiginlegu framboði. Hvorki
Framsóknarflokkurinn né
Kvennalistinn sendu fulltrúa á
fundinn og gáfú með fjarveru
sinni skýr skilaboð til fundar-
manna. I umræðum fulltrúa AI-
þýðuflokksins, Alþýðubanda-
lagsins og Nýs vettvangs kom
fram að ekki var grundvöllur
fyrir sameiginlegu framboði
þessara flokka og virtist ríkis-
stjómarþátttaka Alþýðuflokks-
ins vera helsti þröskuldurinn.
I rúmt ár hafa fúlltrúar minni-
hlutaflokkanna annað veifið hist til
ræða sameiginlegt framboð gegn
mcirihluta Sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur. Árang-
urinn lét á sér standa og hópur
ungs félagshyggjufólks, sent hittist
reglulega á laugardagsmorgnum á
Hótel Borg, ákvað að ffeista þess
að fá minnihlutaflokkana til að
Fólk
koma að sameiginlegu borði.
Fyrir hálfum mánuði birtist á-
skorun frá hópnum í Vikublaðinu
og Alþýðublaðinu unt að félags-
hyggjufólk bjóði fram einn lista við
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Fundurinn á miðvikudag á Korn-
hlöðuloftinu var framhald af þess-
ari áskorun.
Fyrsti frummælandinn var Árni
Þór Sigurðsson, formaður kjör-
dæmisráðs Alþýðubandalagsins.
Hann sagði að Alþýðubandalagið
hafi tekið jákvæða afstöðu þegar
Nýr vettvangur sendi minnihluta-
flokkunum erindi síðast liðið haust
þar sem hófanna var leitað um
sameiginlegt framboð. Hinsvegar
hafi fljótlega komið í ljós að hvorki
Framsóknarflokkur né Kvennalisti
hefðu áhuga og því hefði hug-
myndin aldrei verið rædd í alvöru.
Árni Þór sagði að þó ekkert yrði
úr sameiginlegu frainboði þá væri
fúll ástæða fyrir minnihlutann að
leggja drög að sameiginlegum mál-
efnagrundvelli og santstarfi eftir
kosningar, takist að fella meirihluta
Sjálfstæðismanna.
Sigurður Pétursson, formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna,
talaði fyrir Alþýðuflokkinn og and-
mælti þeirri skoðun Árna Þórs að
hægt væri að fella meirihluta Sjálf-
stæðismanna án santeiginlegs
framboðs. Sjálfstæðisflokkurinn
þyrfti ekki nema um 47 prósent
fylgi til að halda meirihlutanum.
Hann minnti á að í kosningunum
1990 var það Alþýðuflokkurinn
einn flokka sem gekk óskipmr til.
liðs við Nýjan vettvang. Kosninga-
barátta Alþýðubandalagsins og
Kvennalista gekk útá það að ná
fylgi frá Nýjuin vettvangi. Slík
vinnubrögð duga ekki til að fella
meirihlutann.
Guðrún Jónsdóttir frá Nýjum
vettvangi sagði það forsendu fyrir
árangri að framboðum fækki. Nýr
vettvangur væri tilbúinn að ræða
við aðra flokka um sameiginlegt
framboð. Þegar framsögumenn
höfðu lokið máli sínu lögðu rnargir
fundargesta orð í belg. Bolli Val-
garðsson, formaður Félags ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík, sagði
algjört grundvallarskilyrði að
minnihlutaflokkarnir beindu spjót-
um si'nurn gegn sameiginlegum
andstæðingi, Sjálfstæðisflokknum,
en ekki hver gegn öðrum. Lands-
málin væru óskyld borgarstjórnar-
kosningum.
Arthur Morthens frá Birtingu
sagði að landsmálin skiptu máli í
borgarstjórnarkosningum og að
það flækti stöðuna að Alþýðuflokk-
urinn væri í ríkisstjórn. Birtingar-
menn teldu sarnt sem áður að vinna
bæri að sameiginlegum framboði.
Arnór Benónýsson frá Alþýðu-
flokknum kvaðst svartsýnn á sam-
eiginlegt framboð.
Helgi Hjörvar frá Verðandi
sagði minnihlutaflokkanna tapa
trúverðugleika sínum. Hann sagði
meiri félagslegan styrk í sauma-
klúbb móður sinnar en í heilu og
hálfu stjórnmálahreyfingunum á
vinstri kantinum. I annarri og
þriðju untferð frummælenda kom
fram að engar forsendur eru fyrir
sameiginlegu framboði þeirra
þriggja flokka sem áttu fúlltrúa á
fundinum. Arni Þór útilokaði sam-
starf við Alþýðuflokkinn á meðan
þessi ríkisstjórn hjarði og Sigurður
Pémrsson efaðist um vilja sinna
flokksmanna til að eiga samstarf
við Alþýðubandalagið. Guðrún
Jónsdóttir bað rnenn að hætta ekki
að tala saman, markið félags-
hyggjuflokkanna væri það sama,
réttlátara samfélag og mannúð-
legra umhverfi.
Hrannar Jónsson sleit fundi með
þeim orðum að enn væri töluverð
tortryggni milli manna en hana
mætti yfirstíga. - Verkefninu er
ekki lokið og ungt félagshyggjufólk
mun halda áfram að hittast og
vinna að sameiginlegu markmiði
sínu, að sameina vinstri flokkana.
Landhelgin og úthafs-
veiðiréttindi Islendinga
þolir ekki
meira
Ríkisstjómin verður að
standa við öll þau fyrir-
heit sem hún gaf við síðustu
kjarasamninga og falla firá
hugmyndunt um auknar álög-
ur á láglaunafólk. Annars
verður ekki komist hjá því að
segja upp kjarasamningum.
Þetta segir í ályktun sem
stjórn Verslunarmannafélags
Suðurnesja samþykkti á þriðju-
dag.
Ennfremur er sagt að vegna
samdráttar í atvinnutekjum og
langvarandi atvinnuleysis séu
fjölmörg heimili á heljarþröm.
Húsnæðismissir blasir við
mörgum og oft á tíðum gjald-
þrot vegna þess að húsnæði er ill
seljanlegt.
Eítir að Islendingar færðu
út landhelgina í 200 míl-
ur hafa stjómvöld lítið
sinnt möguleikum sent þjóðin
hefur til að tryggja sér betri að-
gang að fiskistofnum sent liggja
utan við landhelgina. Stjómvöld
hafa jafnvel latt útgerðarmenn
til að leita fyrir sér á nýjum mið-
um, samanber afstöðu sjávarút-
vegsráðherra til veiða íslenskra
skipa í Smugunni á Barentshafi.
Þingflokkur Alþýðubandalagsins
lagði frarn þingsályktunartillögu
um að Alþingi kjósi 7 manna nefnd
skipaða fulltrúum allra flokka til að
kanna möguleika á útfærslu land-
helginnar annarsvegar og hinsveg-
ar móti tillögur það hvernig hægt
sé að afla ítrustu réttinda Islend-
inguin til handa á hafsvæðum sem
liggja utan lögsögunnar.
- Menn hafa verið alltof bundn-
ir við það síðustu árin að veiða inn-
an landheiginnar og það hefur leitt
til þess að sú stefna að úrelda skip
fékk víða smðning. Sent bemr fer
er þessi stefna á undanhaldi, nema
þá kannski helst í sjávarútvegsráðu-
neytinu, segja þeir Steingrímur J.
Sigfússon og Jóhann Ársælsson,
tveir fyrsm flumingsmenn þingsá-
lyktunartillögunnar.
Þeir benda á að nú þegar hillir
undir það að hafréttarsáttmálinn
verði að bindandi alþjóðalögum
fyrir þær þjóðir sem hafa skrifað
undir hann þá sé eins víst að nýrra
tíðinda sé að vænta af þessurn vett-
vangi. Þess vegna ríður á að Al-
þingi og stjórnvöld leggi vinnu í að
móta framtíðarstefnu í þessum
málaflokki.
Á allra síðusm árum og misser-
um hafa íslenskar útgerðir sótt í
auknum rnæli í fiskistofna sem
liggja utan landhelginnar. Afla-
reynsla Islendinga á þessum mið-
um mun koma þjóðinni til góða
þegar kvótar verða settir á fiski-
stofna sem veiðast á alþjóðlegu
hafsvæði. Og þess er ekki langt að
bíða. Steingrímur J. Sigfússon
bendir á að talað sé um að kvóti
verði settur á rækjumiðin við
Flæmska hattinn svokallaða, austan
lögsögu Kanada.
Mikið er í húfi. Það sést best á
því að aflaverðmæti íslenskra skipa
á þrem helstu miðunum utan lög-
sögunnar, Smugunni, Flæmska
hattinum og á Reykjancshrygg er
nálægt 2,5 milljarðar króna.