Vikublaðið


Vikublaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993 5 Sameining sveitarfélaga Að undanförnu hafa komið fram í dagsljósið tillögur umdæmisnefnda um sameiningu sveitarfélaga vítt um land. Tiliögur þessar eru byggðar á þeirri grunnvinnu sem fram fór í svoköll- uðum sveitarfélaganeffiduin sem skipaðar voru af félagsmálaráðherra á sínum tíma. Akveðið er að ganga til kosninga um fyrr- greindar tillögur þann 20. nóvember n.k. Umræða hefur verið lítil Uinræða um þessi mál í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi hefur verið frekar lít- il til þessa. Þó eru farnar að berast fréttir af almennum fundum víða um land þar sem þessi mál eru reifuð. Hér er um stórt mál að ræða sem varðar hagsmuni og umhverfi stórs hluta þjóðarinnar. Þegar verið er að tala um að gjörbylta öðru stigi stjórnskipunar hérlendis, sveit- arstjórnarstiginu, þá hlýtur þess einhvers- staðar að sjást rnerki. Skipan sveitarfélaga hefur mótast eftir landfræðilegum aðstæð- um og félagslegum í gegnum aldirnar. Það liggur ljóst fyrir að allvíða hafa þær for- sendur breyst, sem skipan sveitarfélaga byggðist á, t.d. vegna bættra samgangna. Því hafa sveitarfélög víða verið sameinuð, þar sem íbúarnir hafa verið sannfærðir um að breytt skipan þjónaði betur hagsmunum þeirra. Það hefúr þó verið grunntónninn í skip- an sveitarfélaga að þéttbýli hefur verið skil- ið frá dreifbýli, þorp og bæir frá sveita- hreppum, þó ekki sé það algilt. Það helgast fyrst og fremst af því að íbúar í þéttbýli gera aðrar kröfur til þjónustu sér til handa en íbúar í dreifbýli, til dæmis er varðar dagheimili, leikskóla, öldrunarþjónustu, Iöggæslu, samgöngur og ýmsa félagslega þjónustu. Hvað hefurfyrirhuguð sam- eining ifór með sérí Tilgangur hins opinbera með samein- ingu sveitarfélaga er að efla sveitarstjórnar- stigið til að það geti tekið við auknum verkefnum frá ríkinu. Það er í sjálfu sér gott markmið og afar þarflegt, en aðferðin verður að ganga upp til að settum mark- miðum verði náð. Þegar lögð er til stórfelld sameining sveitarfélaga, eins og til dæmis að Skaga- fjörður verði eitt sveitarfélag eða Eyja- fjörður allur, Suður-Þingeyjarsýsla eða Fljótsdalshéraðið, þá kemur í ljós að hlut- irnir eru kannske eklci svo einfaldir. A móti kemur að enn munu standa eftir sveitarfé- lög sem yrðu áffarn svo lítil að þau gætu ekki tekið við meiri verkefnum en þau ann- ast í dag eins og t.d. í Norður-Þingeyjar- sýslu og á Vestfjörðum. Grunnmarkinið sveitarfélaganefndar var að við sameiningu sveitarfélaga yrði það sjónarmið látið ráða að sveitarfélagið yrði eitt atvinnusvæði og fjarlægð íbúanna firá þeirri þjónustu sem veitt væri af hálfu þess yrði innan hóflegra marka. Það vita hins vegar allir sem vilja vita að á Islandi er ein- faldara að ferðast á sumrum en vetrum. Það sem er innan seilingar á sumrin getur verið torsótt á veturna. Misniunandi staða íhúanna Eins og áður hefur verið minnst á þá er íbúunum veitt mismunandi þjónusta eftir því hvort þeir búa í sveitahreppum eða þéttbýlisstöðum. Það helgast bæði af því að þarfir íbúanna eru misjafnar og geta sveit- arfélaganna sömuleiðis. Því kemur upp í hugann sú spurning hvernig þessum mál- um verður háttað eftir að þéttbýlisstöðum og sveitahreppum hefúr verið steypt saman í eina sæng. Munu allir íbúar sveitarfélagsins eiga rétt á sömu þjónustu af hálfu þess, og má til dæmis líta á Fljótsdalshérað í því sam- bandi með hliðsjón af Jökuldal og Egils- stöðum eða Eyjafjörð? Verður íbúunum skipt í fyrsta flokks og annars flokks íbúa eftir því hvar þeir búa? Munu allir greiða sama útsvar en eiga rétt á misinunandi þjónustu? Munu íbú- arnir sætta sig við það? Ólík fjárhagsstaða sveitarfélaga Fjárhagsleg staða sveitarfélaga er allmis- jöfn. Sum sveitarfélög, fyrst og ffernst út- gerðarbæir, þar sem sveitarfélagið hefur verið tilneytt að leggja mikið fjármagn í rekstur útgerðarfélaga, eru iðulega illa stödd fjárhagslega. Sveitahreppar eru hins vegar oft tiltölu- lega vel staddir fjárhagslega, enda umsvifin og áhættan minni. Maður vcltir fyrir sér hvernig verði tekið á þessum málum, sér- staklega þar sem fleiri en eitt bæjarfélag, með afar misjafúa fjárhagsstöðu, sameinast í einu og sama sveitarfélagi. Réttarstaða einstakra sveitarfélaga Nú liggur það fyrir að íbúar einstakra sveitarfélaga hafa misjafnan aðgang að ýmsum gögnum og gæðum landsins. Veiðilendur, veiðiréttur, upprekstrarlönd og vatnsréttindi eru dæmi um slík réttindi. Því vaknar sú spurning hvernig yrði far- ið með slík mál eftir stórfellda sameiningu sveitarfélaga, þar sem allt valdajafnvægi yrði annað en áður og þéttbýlisstaðirnir réðu víða í raun því sem þeir vildu ráða. Er til annar valkostur? Það er eðlilegt að spurt sé eftir framan- greindar vangaveltur, hvort sameining sveitarfélaga sé eini möguleikinn til að flytja verkefni frá ríki til héraðanna. Þegar litið er til Norðurlanda kemur í ljós að þau hafa öll komið á fót þriðja stjórnsýslustig- inu, millistigi á milli sveitarfélaga og ríkis, svokölluðu héraðavaldi. Til þess er kosið beinni kosningu því reynslan hefur leitt í ljós að héraðsnefúdafyrirkomulagið, þar sem sveitarstjórnir tilnefúa fulltrúana, reyndist ekki sem skyldi, var bæði þungt í vöfum og áhrifalítið. Sveitarfélögum hefur ekki fækkað tiltak- anlega í Noregi og Finnlandi á liðum ára- tugum, en aftur á móti nokkuð í Svíþjóð og Danmörku. Við fækkun sveitarfélaga í þeim löndum var þriðja stjórnsýslustigið jafúffamt eflt verulega. Það vekur nokkra fúrðu í þessari um- ræðu allri að sveitarfélaganefhd skuli ekki hafa skoðað til hlítar þá leið sem nágranna- löndin hafa farið til að flytja völd og áhrif frá ríki til héraða. Þessi aðferð er í einni skýrslunni afgreidd í tveim setningum á þann veg að líklega yrði hún flókin og gæti orðið dýr vegna fámennis þjóðarinnar. Það er varla hægt að segja að það séu mjög gild rök þegar um er að ræða valkost við að að umbylta sveitarfélagastiginu á þann veg að innan einstakra sveitarfélaga yrði erfitt ef ekki ómögulegt að ná fram fé- lagslegri einingu og jafnframt óframkvæm- anlegt að ná ffani viðunandi jafnvægi í stærð þeirra. Að hverju er stefnt? Það hefur komið fram í umræðunni að þar sem sveitarfélög myndu ná yfir víðáttu- mikil svæði, eins og í Eyjafirði og Suður Þingeyjarsýslu, er talið eðlilegt að stofna staðbundnar „heimastjómir" til að fara með affnörkuð verkefni í „gömlu" sveitar- félögunum. Til þeirra yrði kosið pólitískri kosningu. Það er því í raun og veru verið að stofna þriðja stórnsýslustigið afturábak með sameiningu sveitarfélaga, enda þótt það hafi aldrei verið ætlunin. Það er afar slæmt að nákvæm útfærsla á því sem við tekur, verði sameiningarhug- myndimar sainþykktar, liggi ekki fyrir í hverju tilfelli. A því em þó heiðarlegar undantekningar. Fólk virðist víða vera ráð- villt þar sem erfitt er að taka afstöðu á efn- islegum gmnni. Það veit yfirleitt ekki hvað við tekur. Þegar um svo stór mál eins og hér er um að ræða er það lágmarks krafa að fyrir liggi skýr stefnumörkun af hálfu stjórnvalda um hvaða verkefnaflutningur muni eiga sér stað og hvernig fjármögnunin komi til með að verða. Þetta er kannske ekki síst alvar- legt þegar verið er að varpa fram beinurn og óbeinum hótunum, eins og komu ný- lega ffam hjá félagsmálaráðherra í sjón- varpinu í umræðuþætti um þessi ntál, þeg- ar hún sagði að framkvæmdir í vegamálum myndu taka mið af því hvar sameiningin yrði samþykkt. Hvað tekur við? Eftir því sem maður nemur af umræðu manna, þá er harla ólíklegt að þær samein- ingartillögur sem kosið verður um þann 20. nóvember verði samþykktar. Það er að mínu mati dapurleg staðreynd að sú tilraun til að færa völd og áhrif frá alltof valdamiklu og miðstýrðu ríkisvaldi virðist dæmd til að mistakast, m.a. vegna þess aðferðin var röng og ffamkvæmdin ó- ljós. Risastór sveitarfélög á okkar mæli- kvarða, sem jafnvel yrðu mörg hver tiltölu- lega fámenn, verða aldrei félagsleg heild og hafa enga burði til að takast á við alvöru verkefnaflutning ffá ríkinu. Verði tillögur um sameiningu sveitarfé- laga felldar í kosningunum þann 20. nóv. n.k. ætti að mínu mati að vinna að þessum málum á eftirfarandi hátt: % Hvetja ti! sameiningar minni sveitar- félaga (sérstaklega sveitahreppa) þar sem samgöngur og aðrar aðstæður bjóða upp á slíkt og íbúarnir eru reiðubúnir til þess. # Undirbúa stofnun stjórnsýslustigs (héraðavalds) milii sveitarfélaga og ríkis- valds, sem gæti t.d. tekið mið af núvarandi kjördæmaskipan í stónun dráttum. Til stjórna héraðanna yrði kosið pólitískri kosningu. # Hvert hérað tæki við verkefnum ffá ríkisvaldinu sem varða t.d. heilsugæslu, hafnamál, hluta menntamála og fleiri atriði sem varða hvert hérað. A þennan hátt væru myndaðar einingar sem sökum stærðar gætu tekið við verkefnum frá ríkisvaldinu, án þess að nauðsynlegt sé að brjóta upp ofan ffá allt skipulag sveitarfélaganna í landinu með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Höfundur er hagfræðingur og formaður Byggðahreyfingarinnar Utvarðar. Að vera „vel gift“ s g var hamingjusöm pipar- mey þangað til ég hitti minn heittelskaða í Blóma- vali í fyrra. Hamingja mín tók á sig aðra mynd við að fara í sanibúð, hvorki „betri“ né „verri“ heldur annað tilbrigði. Eg held satt að segja að við skötuhjúin séum kom- in yfir helstu byrjunarörðugleik- ana. Hann hefúr sætt sig við smá- smuguháttinn í mér og ég við smartrass dlhneigingar hans. Eg sem hef alltaf haft það lífsmottó að betra sé autt rúm en illa skipað tel mitt vera vel skipað þessa dagana. Ættíngjar, vinir og kunningjar telja mig vera afar vel gifta og þreytast ekki á að benda mér á það. „Gvuð Ilafliði ertu ekki orðinn þreyttur á henni?“ spyr Stella frænka þegar ég geng ffam af henni með því að vinna of mikið eða viðra skoðanir mínar á þjóðfélags- málum. „Þú mátt ekki gera útaf við hann,“ segir þabbi þegar Hafliði stingur barnahrúgu systur minnar inn í bílinn og ekur ineð þau heim þar sem hann gætir þeirra, en ég fer á fúnd. „En þú heppinn að eiga svona myndarlegan inann,“ segja kvengestir ineð aðdáunarblik í aug- um þegar Iiafliði ber á borð heimabakað brauð eða aðrar kræs- ingar sem hann töfrar fram í litla eldhúsinu okkar. „Hann er nú á- gætur,“ segir inamma hans og get- ur ekki stillt sig um að bæta við að hann sé svo vel upp alinn. „Þér er alveg óhætt að eignast barn núna, hann Flafliði verður ábyggilega svo góður faðir,“ segja sumar vinkon- urnar meðan hinar segja með á- herslutón „bíddu bara, þetta breyt- ist allt þegar börnin koma“. Sam- kvæmt biturri (?) reynslu þeirra þá riðlast verkaskiptingin á heimilinu við barneign og hversu gott sem allt var áður sldlst mér að konan sitji nær undantekningalaust uppi með alla ábyrgð á fjölskyldunni - nema þá fjárhagslegú. Undanfarin ár hef ég fylgst með baráttu margra fyrir því að við- halda jafnréttí í samböndum sem byrjuðu á jafnréttísgrundvelli. Sumar konur segjast hafa gefist upp því þær treysta sér ekki til að standa í eilífu rexi. Þær axla því ein- ar ábyrgð á fjölskyldu og heimili eða kaupa aðra konu hluta úr degi til að létta á sér og þar ineð á spennunni á heimilinu. „Annað- hvort tek ég honum eins og hann er eða skil við hann,“ sagði ein sem gat ekki fengið eiginmanninn til að axla sína ábyrgð. Þegar ég spurði af hverju dæminu væri ekld snúið við og hann segði: „Annaðhvort breyti ég mér eða hún skilur við mig,“ var fátt um svör. Hún hefúr kannski talið að hann myndi frekar skilja en að taka sig á í hcimilisstörfunum og föðurhlutverkinu. Þetta er í raun mjög leiðinlegt því hún er vel giff að öðru leytí og íúrðulegt að hann skuli ckki reyna að kippa þessu í liðinn. Meðan svo fáir karlmenn reyna að tileinka sér nýtt karlhlutverk fáum við sem bárum gæfu til að velja okkur efiiilega menn að heyra það óþvegið. „Hann er bara betur vaninn en hundur, það nægir að benda honum að koma en þarf ekki að kalla á hann,“ sagði cinn af frumkvöðlum nýju kvennahreyf- ingarinnar við mig um daginn. Það hefúr tíðkast of lengi að gera lítið úr konum með því að líkja þeim við dýr, það er okkur konum tíl vansa að taka upp þann sið. Kann það góðri lukku að stýra að gera lítið úr karlmönnum sein skora hefðbund- ið karlhlutverk á hólm? Þeir eru þó að reyna og það hlýtur að vera heillavænlegra að meta þá viðleitni.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.