Vikublaðið


Vikublaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Er ekki hlustað á konur innan verkalýðshreyfíngarinnar? Verkakvennafélögin urcht tilfyrst ogfremst vegna þess að verkakarlafélögin, t.d. Dagsbrún, sögðu þvert nei þegar konur leituðu inngöngu. Algengt var líka að verkakarlar beinlínis teldu sér stafa ógn af vtnnu kvenna og þótti eðlilegt að þær vteru á helmingi kegri launum þó vinnan vceri oft sú sama. Hefur þetta viðhorf í raun breyst svo mikið? Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Eiga kynskipt stéttar- félög rétt á sér? Er hagsmunum kvenna betur borgið í sérstök- um verkalýðsfélögum kvenna heldur en í ókyngreindum félögum? Eru hagsmunir kvenna aðrir en karla? Er verkakvennafélag markmið í sjálfu sér eða aðeins tæki sem beita á við sérstakar kringum- stæður? að voru spurningar af þessu tagi sem varpað var fram og reynt að svara á Jaíhréttis- þingi sem haldið var fyrir skömmu en þar bar einn dagskrárhlutinn yfirskriftina „Staða kvenna á vinnumarkaðnum." Það er óhætt að fullyrða að erindi Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, félagsfræðings, „Kynskipt verkalýðsfélög - árang- ursrík Ieið fyrir konur?“, fékk einna mesta athygli og vakti sterk við- ___Jbrögð hjá þinggestum. Ekki hlustað á konur? Forystukonur Verkakvennafé- lagsins Framsóknar telja sig vinna að sérhagsmunum kvenna en karlar innan Verkamannasambandsins og ASI kannast ekki við að svo sé. Sumir fullyrtu reyndar að þeir hefðu engar hugmyndir fengið frá konum eða kvennahreyfingum. Þetta er ein af niðurstöðum rannsóknar Guðbjargar Lindu á ís- lenskuin verkakvennafélögum, en rannsóknin er hluti af doktorsverk- efni hennar. Ilún beindi spjótum sínum aðallega að Verkakvennafé- laginu Framsókn í Reykjavík. Rannsóknir Guðbjargar eru sér- staklega áhugaverðar þar sem um- ræður fara nú fram um sameiningu Framsóknar og Dagsbrúnar. En hverjar geta verið ástæður þessa? Guðbjörg Linda nefndi þrjár. Hún spurði hvort það gæti verið að menn gæfu vísvitandi upp rangar upplýsingar? Hvort forystu- konumar í Framsókn væru búnar að gefast upp? Þær sæu þörfina fyr- ir kröfugerð en um leið að ómögu- legt verði að koma henni í gegn og stundi því sjálfritskoðun, ef svo má að orði kotnast. F.ða getur verið að _ j».karlarnir innan verkalýðhreyfing- arinnar skilji ekki inikilvægi þeirra mála sem konur setja fram og stöðvi þannig framgang þeirra? Sumum þinggesta fannst Guð- björg Linda vega harkalega að Framsókn. Ragna Bergmann, for- maður Framsóknar, sagði konur innan verkalýðshreyfingarinnar koma skoðunum sínum á framfæri en spurningin væri hvort hlustað sé á þær. Þómnn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar, sagði Rögnu vera ötulan talsmann kvenna innan ASÍ og Lára V. Júlíusdóttir, fram- kvæmdastjóri ASI og formaður Jafnréttisráðs, ítrekaði hve nauð- synlegt væri að konur styddu við bakið á kynsystrum sínum sem reyndu að koma málefnum kvenna á framfæri innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Um leið minnti hún á að samningsrétturinn er í höndum einstakra aðildarfélaga ASI og verkakvennafélögunum því í sjálfs- vald sett hvort þau taki þátt í sam- floti verkalýðshreyfingarinnar og þeirri síu sem það óneitanlega feli í sér, eða setji fram sínar eigin kröf- ur og berjist fyrir þeim. Sigríður Kristinsdóttir, formað- ur Starfsmannafélags ríkisstofn- anna, sagðist ekki hafa orðið vör við að konur fengju milda hvatn- ingu innan verkalýðshrcyfingar- innar. Þær þyrftu að hafa ansi hátt til þess að hlustað væri á þær og jöfhun á kjömm karla og kvenna væri eitt af því fyrsta sem ýtt væri út af borðinu þegar að samningum kæmi. Kynskiptar þarfir I rannsókn sinni athugaði Guð- björg Linda hvort þarfir fólks væru kynskiptar og gætu þannig verið forsenda kynskiptra verkalýðsfé- Iaga. I viðtölum við verkakonur kom í ljós að þær höfðu ólíkar skoðanir á mörgu. Skoðanir þeirra fóru m.a. eftir því hvort þær vom ungar eða aldnar, giftar eða ógiftar, einstæðar mæður eða áttu mann, fiskvinnslukonur eða skúringakon- ur. Þrátt fyrir þessar ólíku áherslur þeirra innbyrðis vom ákveðnar þarfir þeim sameiginlegar en karlar töluðu ekki um. Karlarnir höfðu áhyggjur af launakjörunum og það höfðu konurnar reyndar líka. En það sem þjakaði konurnar mest og kom fram aftur og aftur í máli þeir- ra var samspil atvinnu og fjöl- skyldu. Ahyggjur af þessu tagi komu ekki fram í máli karlanna. Verkakonurnar sáu lítinn mun á Framsókn og Dagsbrún. Þær litu ekki á Framsókn sem sérstakan málsvara kvenna. Þær töluðu um karlaveldi innan verkalýðshreyf- ingarinnar en gátu ekki bent á í hverju það fælist og raunar töluðu þær ekki um verkalýðshreyfinguna sem afl sem gæti haft áhrif á að- stæður þeirra. Markmið eða tæki Guðbjörg Linda tclur rannsókn sína leiða í ljós að fýrir hendi séu skýrar forsendur þess að reka sér- stakt verkakvennafélag. Hagsmun- ir kvenna em ólíkir hagsmunum karla bæði hvað launakjör og ábyrgð á heimili og fjölskyldu varðar. En hún segir að áður en konur taki afstöðu til þess hvort verkakvennafélög séu vænleg leið til árangurs verði konur að setja skýrt niður fyrir sér hverjar séu þarfir þeirra og kröfur, spyrja eigin spurninga og leita eigin svara. Kynskipt félag á ekki að vera markmið í sjálfu sér heldur einung- is tæki til þess að ná fram ákveðn- um markmiðum - að sjónamið kvenna heyrist og mark sé tekið á þeim. Guðbjörg Linda telur verka- kvennafélag sem orðið er að mark- miði hefðarinnar geta veikt stöðu kvenna ef það sinnir ekki málefn- um kvenna sérstaklega. Frainsókn hefur fallið í þessa gryfju að hennar áliti. Þannig hefur það ýtt undir þá goðsögn að Dagsbrún sé fyrir- vinnufélag en Framsókn félag þeir- ra sem vinna stundum. Kynskipt stéttarfélög geta aftur á móti verið árangursrík leið séu þau notuð sem tæki til þess að koma sérhagsmunum kvenna á framfæri, að áliti Guðbjargar Lindu. Sérstak- lega ef hin alntenna verkalýðs- hreyfing sinnir ekki málefnum kvenna. Hætta á áhrifaleysi kvenna Forystukonur í verkalýðshreyf- ingunni sem kvöddu sér hljóðs á Jafhréttisþingi voru á einu máli um að kynskipt félög væru ekki lykill- inn að bættum kjörum kvenna. F.l- ínbjörg Magnúsdóttir, formaður fiskvinnsludeildar verkalýðsfélags Akraness, mælti með blönduðum verkalýðsfélögum. Hún sagði hag- kvæmara að kynin ynnu saman. Þannig kæmu sjónarmið beggja kynjanna frain og baráttan, t.d. fyr- ir sömu launum fyrir sömu vinnu, yrði sameiginleg. Hættan við blönduð félög er sú að konur hverfi úr röðum forystu- manna. Konur í forystusveit ASI eru langflestar úr verkakvennafé- lögum. Má þar nefna Rögnu Berg- mann, formann Framsóknar og fýrrverandi varaformann ASI. Þeg- ar verkalýðsfélögin voru sameinuð á Akureyri var kona varaformaður fýrsta árið en síðan hefur ritara- embættið verið það eina sem kona hefur vermt. Þetta er það sem Ragna Bergmann óttast að gerist verði sameining Dagsbrúnar og Framsóknar að veruleika. Þrátt fýr- ir það mælti hún með sameiningu. Ilún sagðist sjá fýrir sér færri og stærri verkalýðsfélög í framtíðinni. Eitt stórt verslunarmannafélag, eitt félag verkafólks, eitt félag iðn- verkafólks, o.s.fr. Astæðuna fýrir að hún vildi sameiningu kvað hún vera að verkalýðshreyfingin eigi mjög undir högg að sækja. Fá stór verkalýðsfélög standi betur að vígi en mörg smá. Ekki voru allir sem til máls tólcu á þinginu jafn uggandi um áhrif kvenna innan blandaðra stéttarfé- laga. Iíansína Stefnánsdóttir, for- maður Verslunarmannafélags Ar- nessýslu og formaður Sainbands verslunarmanna á Suðurlandi, benti á að það væri ekkert lögmál að konur yrðu ósýnilegar í blönd- uðum félögum. Hún er sjálf gott dæmi um konu í framvarðasveit blandaðs stéttarfélags. Elínbjörg Magnúsdóttir taldi kvennadeildir innan verkalýðfélag- anna geta styrkt stöðu kvenna. Sá háttur er hafður á hjá Verkalýðsfé- lagi Akraness. I lún tók undir orð þeirra sem óttuðust áhrifaleysi kvenna í blönduðu félögunum en sagði að konur gætu að nokkru leyti sjálfum sér um kennt. „Eg get þetta ekki, það hlýtur einhver ann- ar að vera betri en ég“- viðhorfið væri ríkjandi hjá konum. En ytri aðstæður þyrftu líka að batna ættu konur að geta tekið þátt í félags- - störfum. Kona sem þarf að elda kvöldmat ofan í fjölskylduna mætir ekki á nefndarfund klukkan fimm eða sex. Þetta þurfa karlmennirnir sem eiga von á rjúkandi kvöldmamuin beint á diskinn þcgar þeir koma heim að skilja. En það gerist ekkert í þess- um málum nema konur sjálfar krefjist breytinga. Söguleg mistök? „Söguleg mistök eiga sér alltaf hugmyndafræðilegar rætur“, varð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þingkonu Kvennalistans að orði á Jafnréttisþinginu. Vísaði hún þar til þess að sérstakt verkakvennafé- lag var stolhað í Reykjavík. Verka- kvennafélagið Framsókn var stofh- að af konum í Kvenréttindafélagi Islands eftir að konum hafði verið meinaður aðgangur að Dagsbrún. Áður, eða árið 1909, hafði verið stofhað sérstakt verkakvennafélag á Akureyri. Forystumenn verkamanna þar höfðu ekki samið um laun fýrir þau störf sem konur stunduðu, aðallega síldarsöltun. Karlarnir voru and- snúnir því að rétta hlut kvenna. Svipaða sögu má segja frá Akranesi. Þar stofnuðu konur sérstaka kvennadeild eftir að hafa átt í hörð- um dcilum við forystumenn sjó- manna. Þeim fannst konurnar í vaskinu taka of mikið af hlut sjó- mannanna til sín. Voru það söguleg mistök hjá Dagsbrúnarinönnum að meina konum aðgangi að félaginu á sín- um tíma? Konurnar sem létu í sér heyra á Jafnréttisþinginu virtust á þeirri skoðun. Þær virtust hvorki trúa á kynskipt stéttarfélög sem markið né sem tæki til þess að ná fram hagsmunum sínum. Það var ekki hægt að heyra annað en að þær tryðu því að verkalýðshreyf- ingin standi betur að vígi sameinist kynskiptu félögin. Að konur geti, ef þær vilja og standi saman, haft áhrif innan þeirra og látið sínar kröfiir heyrast. Og barist þannig gegn hugmyndafræði karlaveldis- ins. Margrét Einarsdóttir. v

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.