Vikublaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993
Jafnréttiö
7
Ályktun kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins í Vesturlandi
Fundur um kjördæmamál haldinn á vegum kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Vesturlandi í Rein á A kranesi 31.10. 1993
samþykkir að beina því til forystumanna og stofnana flokksins að
við umfjóllun um kjördæmamál leitist þeir við að ná samstöðu
við aðrar stjómmálahreyfingar um kjördæmaskipan og
kosningareglur, sem tiyggi íbúum á landsbyggðinni fulltrúa á
Alþing með svipuðum hætti og verið hefitr og auki ekki togstreitu
milli þéttbýlis og dreifbýlis.
Takist ekki að tryggja þessi markmið með lagfæringum á
núgildandi fyrirkomulagi fylgi þeirfram þeiiri stefnu að öllum
íbúum álandinu verði ttyggðurjafit réttur gagnvart
löggjafarsamkomunni meðþví að landinu verði breytt í eitt
kjördætni.
Samþykkt með þoira atkvæða gegn tveimur.
ástandið yrði líkt því og það var
fyrir 1959.
I framsögunni ræddi Ragnar
einnig um það að þeir frambjóð-
endur sem væru þekktir um allt
land stæðu betur að vígi en þeir
sem hefðu getið sér orð í afmörk-
uðum landshlutum. Einstaklingar
sem hefðu oft kornið frarn í sjón-
varpi myndu þykja álitlegri fram-
bjóðendur en aðrir.
- Eg er hræddur um að „sjón-
varpslistar" yrðu lagðir fram við
kosningar.
Ragnar taldi ókosti einmenn-
ingskjördæma svo augljósa að það
þyrfti ekki að hafa mörg orð um
þann möguleika. Hann benti þó að
í einmenningskjördæmum væri
það reynslan að tveir flokkar
kepptu um meirihlutann. Kerfið
býður upp á miklar sveiflur, sam-
anber nýafstaðnar kosningar í
Kanada. Þá getur það gerst að
flokkur með 30-35 prósent kjör-
fylgi fái meirihluta þingmanna í
sinn hlut.
- Báðar þessar leiðir, annarsveg-
ar að gera landið að einu kjördæmi
og hinsvegar að búa til einmenn-
ingskjördæmi, eru fráleitar, var
niðurstaða Ragnars Arnalds.
Betra aðfæra til og
breyta
Ragnar taldi heppilegra að draga
úr misvægi atkvæða með öðrum
aðferðum. Hann nefndi þann
möguleika að færa samtals 5 þing-
menn frá landsbyggðarkjördæm-
um til Reykjavíkur og Reykjanes-
kjördæmis.
Onnur útfærsla væri að fækka
kjördæmum með því að slá þeim
saman; Vesturland og Vestfirðir
yrðu eitt kjördæmi með 7 þing-
menn, Norðurland eitt með 10
þingmenn, Austurlandskjördæmi
yrði óbreytt en þingmönnum þess
fækkað um einn. Með þessum
hætti væri hægt að flytja 6 þingsæti
í þéttbýliskjördæmin tvö og með
því að ákveða að flakkarinn svokall-
aði færi annað hvort til Reykjavíkur
eða Reykjanes þá væri búið að
flytja 7 þingsæti. Með slíkum
breytingum yrði vægi atkvæða
þannig að landsbyggðarkjósendur
hefðu eitt og hálft atkvæði á móti
hverju einu í þéttbýli.
Þriðja hugmyndin sem Ragnar
nefndi er að færa kjördæmamörkin
til þannig að Hafnarfjörður, Kópa-
vogur og Bessastaðir yrðu eitt kjör-
dæmi með 10 þingmenn; Vestur-
landskjördæmi yrði skipt þannig að
eitt kjördæmi næði ffá Mosfellsbæ
til og með Borgarfjarðar- og Mýr-
arsýslu; annað tæki við frá Snæ-
fellsnesi og tæki með sér Vestfjarð-
arkjördæmi að Ströndum. Hvort
kjördæmi um sig hefði 4 þing-
menn.
Norðurlandskjördæmi vestra
tæki til sín Strandasýslu en stæði að
öðru leyti óbreytt og það sama gilti
um Norðurland eystra. Austurland
yrði stækkað í suðurátt á meðan
Suðurnes og Suðurland yrðu eitt
kjördæmi. Reykjavík stæði óbreytt
og hefði 23 þingmenn.
- Kosmrinn við þessa hugmynd
er að hvert kjördæmi stendur að
lágmarki undir íjórum þingmönn-
um. Ókosturinn er aftur sá að
Reykjavík er eitt kjördæmi og erfitt
að brjóta það upp, sagði Ragnar.
(Einn áheyrenda stakk upp á því að
færa Breiðholtið yfir í Suðurlands-
kjördæmi.)
Ragnar lauk frainsögu sinni með
því að segja að menn ættu ekki að
vera blýfastir með kjördæmin eins
og þau eru núna, það sé sjálfsagt að
athuga með breytingar á þeim.
Ur salnum kom spurning ffá
Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur til
Ragnars Arnalds um það hvort
hann teldi að umræðan um kjör-
dæmamálið myndi leiða til breyt-
Pólitíkin myndi eflast heima í
héraði eflandiðyrði gert að einu
kjördæmi, sagði Sktíli Alexand-
ersson.
inga á næstunni.
- Umræðan er enn á frumstigi.
Framhaldið veltur á því hvort for-
ystutnenn flokkanna geta kornið
sér inná eina línu, gera landið að
einu kjördæmi, búa til einmenn-
ingskjördæmi eða annað. Þetta
gemr þvælst fyrir mönnum, svaraði
Ragnar.
Ogurstund fái þéttbýlið
meirihluta
Á eftir Ragnari sté Jóhann Ár-
sælsson í pontu. Hann kvaðst ekki
hafa endanlega gert upp hug sinn í
kjördæmamálinu.
- En það eru alvarlegir gallar á
þeiin hugmyndum sem Ragnar
kynnti. Þær gera ráð fyrir því að
þingmenn þéttbýlisins á Suðvest-
urhorninu komist í meirihluta á
Alþingi. Það hefur heldur hallað á
dreifbýlið í núverandi kerfi en ef
afgerandi meirihluti þingmanna
kemur frá þéttbýlinu verður þetta
enn erfiðara fyrir okkur. Það verð-
ur ögursmnd þegar menn fara út í
slíka breytingu sagði Jóhann.
Hann sagði að Reykjavíkurþing-
menn hafi ekki raunveruleg verk-
efni eins og þingmenn annarra
kjördæma og að verkefni myndu
sannarlega ekki aukast þótt þing-
mönnum Reykjavíkur og Reykja-
ness yrði fjölgað.
- Verkskiptingin er nógu vitlaus
eins og hún er og myndi versna til
muna ef þingmönnum þéttbýlisins
fjölgaði.
Jóhann taldi að hugmynd Ragn-
ars um að færa kjördæmamörkin
myndi ekki falla í góðan jarðveg.
Hann andmælti samlíkingu Ragn-
ars við verkalýðsfélög og taldi að
innganga Islands í Evrópska efna-
hagssvæðið muni riðla skiptingu
verkalýðsfélaga í starfssvæði.
- Ef landið yrði gert að einu
kjördæmi þá verður ekki lengur
þessi togstreita milli þéttbýlis og
dreifbýlis. Flokkarnir myndu taka
upp ný vinnubrögð og þingmenn
myndu líta á sig sem fulltrúa þjóð-
arinnar allrar, sagði Jóhann en
minnti jafnframt á þann vanda sem
skapaðist þegar raðað yrði á einn
landslista.
- Eg tel að núverandi kerfi sé vel
heppnað en hef sanit ekki trú á því
að það haldi. Þess vegna vil ég að
við skoðum það vandlega að gera
landið að einu kjördæmi, sagði Jó-
hann.
Ekkifækka þing-
mönnum
Skúli Alexandersson, fyrrverandi
þinginaður Vesturlands, lýsti á-
nægju með ráðstefnuna og taldi
það gott að ná umræðunni um
kjördæmamálið út úr þinginu.
- Við verðum að gera ráð fyrir að
kjördæmaskipuninni verði breytt
og þess vegna er mikilvægt að við
ræðum þetta.
Skúli taldi það undirstöðuatriði
að nógu margir þingmenn koini til
starfa svo að þeir geti veitt embætt-
ismönnum og framkvæmdavaldinu
aðhald. Hann vísaði til þess mögu-
leika að ef stjórnmálaflokkur með
14 prósent fylgi færi inn í ríkis-
stjórn þá væri líklegt að helftin af
þingmönnum flokksins yrðu ráð-
herrar. Afgangurinn af þingflokkn-
Eins gott að stíga skrefið tilfulls
og gera landið að einu kjör-
dæmi, var skoðun Ríkards
Biynjálfssonar.
utn væri ekki í stakk búinn að veita
ffamkvæmdavaldinu aðhald, að á-
liti Skúla.
- Ef fleiri þingmenn verða
merktir suðvesmrhorninu en nú er
þýðir það að fleiri þingmenn verða
óvirkir og telja sig ekki ábyrga
gagnvart neinum. Og ég öfunda
ekki þann þingmann Alþýðu-
bandalagsins sem ætti að sinna
Vesturlandi og Vestfjörðum, ef
kjördæmunum verður slegið sain-
an, sagði Skúli og taldi öll tormerki
á því að leiðrétta misvægi atkvæða
með fjölgun á þingmönnum
Reykjavíkur og Reykjanes. Hann
hallast að því 'að betra sé að gera
landið að einu kjördæmi.
- Pólitísk starfsemi heima í hér-
aði myndi eflast ef landið yrði gert
að einu kjördæmi. Eins og málum
er nú háttað göngum við að því
sem vísu að eiga einn þingmanna,
við komum sainan til að kjósa og
erum ánægð með það. En ef landið
er eitt kjördæmi þá er ekkcrt sjálf-
sagt og við þyrftum að halda uppi
lifandi starfi. Eg er ekki hræddur
við það að flokksforystan verði ráð-
andi. Stjónrmálaflokkar gætu ekki
leyft sér að láta starfið heima í hér-
aði drabbast niður ef landið væri
eitt kjördæmi, staðhæfði Skúli.
Persónulegur „lobbý-
ismi"
Ríkard Brynjólfsson sagði að
mörgu að hyggja í umræðunni.
Þótt það hafi mikið að segja hvar
þing sé haldið þá er ekki öll sagan
sögð. Ríkard beindi orðurn sínum
ril Ragnars Arnalds þegar hann
sagði að sennilega væri betur búið
að grunnskólanum í Varmahlíð en
Reykjavík, heilsugæslan væri þar
betri og sennilega líka samgöng-
urnar.
Hann sagði hlutverk alþingis-
manna að gæta hagsmuna tiltek-
inna landshluta og í því samhengi
væm þinginenn Reykjavíkur háif
munaðarlausir, þeir hefðu ekkert
bakland. Ef landið yrði eitt kjör-
dæmi myndi hagsmunagæsla leggj-
ast af í núverandi mynd og það væri
í vissum skiLningi gott. Þó ekki al-
gott því sennilega kæmi í staðinn
„persónulegur lobbýismi" þar scm
menn myndu leggjast á einstaka
þingmenn sem hefðu greiðan að-
gang að ráðherrum. Ríkard taldi
ekki líklegt að sljákka myndi í þeim
sem krefjast jöfimn atkvæðisréttar
fyrr en fullu jafhræði væri náð,
hver inaður hefði eitt atNæði. Því
væri eins^gott að stíga skrefið til
fulis og gera landið að einu kjör-
dæmi.
Bergþóra Gísladóttir sagði fleiri
spurningar en svör í umræðunni og
að hún ætti að snúast um það að
Flýtum okkur hægt en einskorð-
um umræðuna ekki við Alþingi,
var álit Bergþóm Gísladóttur.
gera lýðræðið sein virkast. Hún
varaði við því að rnenn flýttu sér of
mikið ineð þetta mál en tók undir
með Skúla að gott sé að einskorða
ekki umræðun við Alþingi.
Anna Guðrún Þórhallsdóttir
sagði að því rneira sem hún hugsaði
um landið sem eitt kjördæmi því
meira væri hún á móti hugmynd-
inni. Það væri vís leið til að veikja
landsbyggðina vegna þess að þegar
frarn liðu stundir yrðu þingmenn af
Reykjanesi og Reykjavík í meiri-
hluta á Alþingi.
Kjördæmin eru
öryggisnet
Ragnar Arnalds tók aftur til máls
og sagði það rétt að við- næstu
breytingu á kjördæmum og kosn-
ingalögum þá stefndi í það að
Reykjavík og Reykjanes fengju
meirihluta þingmanna í sinn hlut,
enda byggi 65 prósent þjóðarinnar
í þessum kjördæmum. En hann
lagði áherslu á að kjördæmaskip-
unin gæfi landsbyggðinni ákveðið
öryggi og það væri enn fyrir hendi
þó að heildarfjöldi landsbyggðar-
þingmanna yrði lægri en fjöldi
þéttbýlisþingmanna.
Skúli Alexandersson skaut þeirri
spurningu að Ragnari hvort flokk-
arnir gætu ekki séð um það að
tryggja að landsbyggðin yrði ekki
sniðgengin við val á framboðslista.
Ragnar var ekki trúaður á það.
Ragnar vildi að það kæmi fram
að hann teldi 90 prósent af tima
sínum fara í það að vera þingmaður
þjóðarinnar allrar en 10 prósent í
það að sinna kjördæminu. Hann
sagði að þingmenn myndu hafa yf-
irborðslegri þekkingu á landinu ef
það yrði gert að einu kjördæmi og
rifjaði upp tilvik þar sem þingmenn
unnu framfaramálum brautargengi
á meðan kerfið í Reykjavík streittíst
á móti. Dærni um þetta væru frain-
haldsskólarnir á ísafirði, Egilsstöð-
um og á Sauðárkróki.
Erling Olafsson sagði fulla á-
stæðu að skoða hugmyndina um að
gera landið að einu kjördæmi, en
minnti á að menn væru alltaf að
tala unt rétt Reykvíkinga og
Reyknesinga í kjördæmamálinu en
segðu fátt um rétt landsbyggðar-
innar á öðrum sviðum.
- Höfuðbólið Reykjavík sogar
allt tíl sín sem hjáleigan lands-
byggðin framleiðir. Við eigum að
fá það tíl okkar aftur sem við fram-
leiðum, sagði Erling.
A að álykta?
Þegar hér var komið nálgaðist
ldukkan sex og inenn töldu ástæðu
til hyggja að ráðstefnulokum, þótt
enn væri margt órætt. Jóhann Ar-
sælsson tók til máls og sagðist sjá
fyrir sér að átök inilli þéttbýlis og
dreifltýlis muni aukast á næsmnni.
Þó lægi ekkert á að afgreiða kjör-
dæmamálið því að ekki stæði tíl að
taka ákvörðun um málið í bráð.
Hitt væri samt sem áður nauðsyn-
legt að búa fólk undir það að málið
gæti komist á framkvæmdastig.
Síðan las Jóhann upp tillögu að
ályktun ráðstefiiunnar uin kjör-
dæmamálið.
AIl nokkur umræða spannst um
það hvort ástæða væri til að álykta.
Ragnar Arnalds kvaðst ekld vilja
skipta sér af málinu en lét það samt
koma fram að hann teldi ekki tínta-
bært að álykta og óttaðist að önnur
kjödæmi myndu álykta á móti kjör-
dæmisráði Alþýðubandalagsins á
Vesturlandi.
Skúli Alcxanderson sagði að
fyrst ráðstefnan hefði verið auglýst
væri kyndugt ef ekkert heyrðist af
niðurstöðu.
- Grasrótín er að spjalla um
þetta og hið besta mál að það heyr-
ist frá oklcur, sagði Skúli.
Ríkard Brynjólfsson lýsti sig
sammála ályktunni en óttaðist að
hún kynni að vera ntisskilin, meðal
annars vegna mögulegrar rang-
túlkunar í fjölmiðluin. ^
Bergþóra Gísladóttir og Anna
Guðrún Þórhallsdóttir vildu fara
hægt í sakirnar og Anna Guðrún
lagði til að seinni liður tillögunnar
yrði strikaður út.
Tillaga Önnu var félld með
þorra atkvæða gegn tveim og eftir
óverulegar lagfæringar var upphaf-
lega tillagan að ályktun ráðstefn-
unnar samþykkt með sama níeiri-
hluta. (Sjá rarnma).
Klukkan var langt gengin í sjö
þegar fundarstjóri Sveinn Kristins-
son sleit ráðstefnunni.
Páll Vilhjálmsson.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík
HAUSTÞING
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík
verður haldið á Hótel Esju laugardaginn 6. nóvember
nk. kl. 13-17.30.
Dagskrá:
13.00 Setning. Árni Þór Sigurðsson formaður Kjör-
dæmisráðsins
13.10 Tillögur að ályktunum. Arthúr Morthens vara-
formaður Kjördæmisráðsins
13.25 Stefnumörkun Alþýðubandalagsins. Ólafur
Ragnar Grímsson formaður
13.45 Pólitísk verkefni framundan. Steingrímur J.
Sigfússon varaformaður Alþýðubandalagsins
14.05 Umræður
15.00 Málefnavinna:
Atvinnumál - Félagsleg þjónusta - Fjárhags-
mál og stjórnkerfi borgarinnar - Skóla-,
æskulýðs- og menningarmál - Skipulags- og
umhverfismál
16.15
17.00
1994
17.30
Hópstjórar:
Arthúr Morthens, Einar Gunnarsson, Guðrún
Kr. Óladóttir, Gunnlaugur Júlíusson, Kristinn
Karlsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Sigþrúður
Gunnarsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir
Niðurstöður hópa ræddar
Almennar umræður um ályktanir og afgreiðslu
þeirra
Alþýðubandalagið og borgarstjórnarkosningar
Fulltrúar Alþýðubandalagsfélaganna í Reykja-
vík: Einar Gunnarsson, form. ABR, Kjartan
Valgarðsson, form. Birtingar, Sigþrúður
Gunnarsdóttir, í stjórn ÆFR og Verðandi
Þingslit. Árni Þór Sigurðsson
Kaffiveitingar framreiddar á meðan á hópvinnu
stendur.
Stjórnin