Vikublaðið - 05.11.1993, Side 2
2
VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993
BLAÐ SEM V I T ER I
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson
Auglýsingar: Ólafur Pórðarson
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91)-17500
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf.
Blekkingar ráðherrans
Það er orðinn fastur liður í þjóðlífinu á þessu hausti, að
kaupmenn reyna að flytja inn búvörur í trássi við lög.
Upphefst þá hin snarpasta orrahríð í íjölmiðlum. En þótt
kaupmenn hafi ekki erindi sem erfiði, því að auðvitað
ráða lögin úrslitum að lokum, fá þeir þó ódýrar auglýs-
ingar fyrir sjálfa sig og verslanir sínar, og er þá markmið-
inu náð.
Þetta væri í sjálfu sér ekki vitund merkilegt, ef sjálfur
utanríkisráðherra landsins væri ekki aðalhvatamaðurinn
að þessum endurteknu tilraunum til lögbrota. Hann
heldur því aftur og aftur fram, að samningar sem hann og
embættismenn hans hafa undirritað séu æðri íslenskum
lögum og offorsið er með slíkum endemum, að margur
maðurinn veit ekki hverju hann á að trúa.
Kjarninn í þessari seinustu uppákomu er sá, að sam-
kvæmt gildandi lögum er innflutningur á grænmeti og
blómum ekki ieyfður, meðan innlent ffamboð er nægi-
legt. A s.l. vetri gerði þó utanríkisráðuneytið samning við
EB í tengslum við EES-samninginn, þar sem er að finna
verulega rýmri ákvæði um þennan innflutning en í gild-
andi lögum. Til þess að ákvæði samningsins fengju laga-
gildi á Islandi þurfti ríkisstjórnin að bera fram frumvarp á
Alþingi um breytingu á gildandi lögum. Þetta var gert, en
þegar afgreiða átti ffumvarpið stöðvaði utanríkisráðherra
afgreiðslu málsins, vegna þess að honum og flokki hans
mislíkaði ákvæði þess hluta væntanlegra laga sem fjallaði
um valdsvið fjármála- og landbúnaðarráðherra. Þó mátti
litlu muna, að frumvarpið færi í gegn án samkomulags
við krata. En þar sem það hefði kostað stjórnarslit,
ffestaði forsætisráherra fundum þingsins í skyndingu,
áður en kom að afgreiðslu þessa máls.
Með þessi sögulegu málalok á Alþingi í huga er það
með afbrigðum ósvífið af utanríkisráðherra að reyna að
telja fólki trú um, að ákvæði samningsins ráði nú úrslitum
en ekki ákvæði gildandi laga. Hins vegar er það til marks
um þá ringulreið sem ósvífinn málflutningur ráðherrans
hefur valdið, að í stað þess að fjölmiðlar krefjist einum
rómi afsagnar hans, eftir að hann er aftur og aftur uppvís
að blekkingum og beinum lögbrotum, þá þeinir nýr rit-
stjóri hins gamla bændablaðs, Tímans, spjótum sínum að
landbúnaðarráðherranum og skammar hann fyrir, að
ffumvarpið frá því í vor skyldi ekki verða að lögum! Rit-
stjórinn lætur sér jafnvel detta í hug, að Halldór Blöndal
hefði átt að beita sér fyrir setningu bráðabirgðalaga til að
lögfesta frumvarpið. Að sjálfsögðu hefði það verið regin-
hneyksli og gróf aðför að þingræðinu, ef ráðherra hefði
gripið til þess úrræðis, eftir að Alþingi hafði fjallað um
málið en ekki afgreitt það.
íslensk garðyrkja hefur ekki notið styrkja eða niður-
greiðslna en hins vegar innflutningsverndar að vissu
marki. Garðyrkjubændur hafa verið að sækja á jafnt og
þétt á liðnum árum, en eftdr nýgerða sainninga við EB,
versnar markaðsstaða þeirra verulega. Það er eftirtektar-
vert, að Svíar og Finnar náðu verulega hagstæðari samn-
ingum til verndar blómaffamleiðslu sinni en utanríkis-
ráðherrann samdi um fyrir íslands hönd.
Innflutningur grænmetis er sjálfsagður að vissu marki,
en þó er óhjákvæmilegt að veita innlendri ffamleiðslu
vissa vernd. Meðan EES-samningurinn hefur ekki verið
staðfestur af EB og því ekki fengist neinar tollaívilnanir í
þágu Islendinga er engin ástæða til að samningurinn um
garðyrkjuna komi til framkvæmda. Hitt væri nær, að ut-
anríkisráherra nýtti tímann og leitaði eftir endurskoðun
þessa samnings, svo að íslensk garðyrkja búi við hliðstæð-
ar innflutningsreglur og gilda t.d. hjá Svíum.
Sjónarhorn
Á að taka viljann fyrir verkið?
Nú eru aðeins um tvær vik-
ur í allsherjarkosningu
um sameiningu sveitarfé-
laga. Eins og bent var á í síðasta
Vikublaði fer afstaðan til tillagn-
anna ekki endilega eftír stjórn-
málaskoðunum. Þó er óhjákvæmi-
legt að grundvallarlífsviðhorf hafi
áhrif á afstöðu manna tíl þeirra
hugmynda sem nú eru uppi.
Valddreifing og lýðræði
Um langt skeið hefur það verið
stefnuatriði alþýðubandalagsfólks
að dreifa valdi og auka lýðræði í
samfélaginu. Meðal leiða að þessu
markmiði er að styrkja béraðs-
bundið vald, færa valdið nær fólk-
inu, eins og það er stundum kallað.
Jafhframt hefur verið talað um að
forsenda þess að unnt yrði að færa
verkefni heim í héruð væri að
stjórnsýslueiningarnar, sveitarfé-
lögin, væru færri, stærri og sterkari.
Nú bregður hinsvegar svo við að
þegar félagsmálaráðherra geysist
um með hugmyndir sínar um sam-
einingu sveitarfélaga, setur Al-
þýðubandalagið upp hundshaus og
finnur þeim flest tii foráttu. Er
þetta tækifærismennska eða getur
verið að í tillögum félagsmálaráð-
herra felist ekki sú valddreifing og
lýðræði sem að var stefnt?
Stjórnvöld hafa að mínu mati
farið of geyst. Hér er lögð til stór-
felld sameining sveitarfélaga, sem
hönnuð er á skrifborði valdsmanna
í Reykjavík, og hana á að keyra í
gegn hvað sem það kostar. Aróður-
inn gengur út á að hér sé lausnin á
vanda þjóðarbúsins, líkt og EES og
álverið áttu að vera. I mínum huga
á valdboð um sameiningu, þvert á
vilja fólksins í landinu, ekkert skylt
við lýðræði. Stórfelldar breytingar
Árni Þór
Sigurðsson » J
*\‘*í
k rt
á stjórnsýslunni þarf að undirbúa
vel og mikilvægt er að um þær ríki
breið pólitísk samstaða og ekki síst
vilji fólksins sjálfs til að sameina
sveitarfélög sín öðrum. Hér má til-
gangurinn ekki helga meðalið. Það
er sannfæring nn'n að verði samein-
ingin víða felld sé búið að slá á frest
fram á næstu öld kerfisbreytinguin
sem á 4 til 6 árum hefði verið hægt
að koma á ef brussugangnum hefði
verið sleppt og hlustað á fólkið
sjálft í stað þess að senda alltaf
„mann að sunnan" með fagnaðar-
boðskapinn.
Kómedían í landnámi
Ingólfs
A höfuðborgarsvæðinu á að
kjósa um sameiningu Garðabæjar
og Bessastaðahrepps annars vegar
og hins vegar Seltjarnarness,
Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kjal-
arneshrepps og Kjósarhrepps.
Kópavogur og Hafharfjörður eiga
að vera hvort eylandið um sig í
landnámi Ingólfs. Um þessar hug-
myndir má margt segja en látíð
nægja að tæpa á nokkruin atriðum.
Markmiðið með sameiningu á
Iandsbyggðinni er að stækka
byggðarlögin svo þau geti tekið við
umfangsmiklum verkefnum ffá riki
og að styrkja þau gagnvart höfuð-
borgarvaldinu. Þau rök eiga ekki
við um höfuðborgarsvæðið því þar
eru flest sveitarfélög nógu stór til
að taka við fleiri verkefnum. Hér er
því um allt aðrar forsendur að ræða
og nær að leggja til skiptingu
Reykjavíkur í fleiri stjórnsýsluein-
ingar. Tillögur umdæmanefndar
eru skoplegar og bera keim af land-
vinningpólitík Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík, í eiginlegum og óeig-
inlegum skilningi. í raun eru engin
rök fyrir því að stækka Reykjavík.
I skýrslu sveitarfélaganefndar
eru gefhir þrír kostir um samein-
ingu á höfuðborgarsvæðinu:
1. Sameining Kjósarhrepps, Kjal-
arneshrepps og Mosfellsbæjar;
sameining Bessastaðahrepps og
Garðabæjar; sameining Reykja-
víkur og Seltjarnarness.
2. Sameining Kjósarhrepps, Kjal-
arneshrepps og Mosfellsbæjar;
sameining Hafnarfjarðar, Bessa-
staðahrepps og Garðabæjar;
sameining Reykjavíkur og Sel-
tjamarness.
3. Höfuðborgarsvæðið eitt sveitar-
félag.
Enga þessara leiða leggur um-
dæmanefhd höfuðborgarsvæðisins
tíl og setur engin haldbær rök frarn
til stuðnings þeim tíllögum sem
kjósa á um 20. nóvember. Ekki
verður betur séð en að valin hafi
verið sú leið sem líklegust er til að
tryggja íhaldinu meirihluta áfram í
höfuðborginni en ekki tekin áhætt-
an sem felst í að sameina t.d.
Reykjavík og Kópavog eða Garða-
bæ og Hafnarfjörð enda gæti það
orðið til þess að íhaldið missti
meirihluta sinn í þeim bæjarfélög-
um sem em svo ólánssöm að búa
við íhaldsstjórn.
Sameiningartíllögurnar á höfuð-
borgarsvæðinu em jafnvel enn verr
undirbúnar en annars staðar og
eiga ekkert skylt við meginrök fyr-
ir sameiningu sveitarfélaga. Þess
vegna er eðlilegt að hafha þeim 20.
nóvember en taka sér þess í stað
góðan tíma til að undirbúa málið
að nýju og gefa kjósendum fleiri
möguleika að velja um.
Að lokum
Um skeið var talsvert rætt um
þriðja stjórnsýslustigið, eins konar
millistig milli ríkis og sveitarfélaga.
Sú umræða fékk aldrei vemlegan
byr og margir töldu að með því
væri frekar aukið á báknið en hitt.
Það kann að vera satt og rétt. Hins
vegar virðist mér nú fitjað upp á
þessari tíllögu á ný þegar rætt er
um svæðisbundnar stjórnir innan
hinna nýju sterku sveitarfélaga sem
fari með svæðisbundin mál eða
málaflokka. Hefði þá ekki verið
nær að láta sveitarfélögin sjálf og
íbúa þess um sameiningarmálin án
valdboðs „að sunnan" og koma á
formlegu millistjórnsýslustigi í stað
þess að velja bakdyraleiðina?
Frá mínum bæjardymm séð er
farsælast að láta fólkið sjálft um að
ákveða sameiningu sveitarfélaga.
Þar geta verið margir kostir í boði.
Lýðræðið verður einfaldlega að fá
sinn tíma. Gönuhlaup getur ekki
orðið að gæfuspori og mér er
a.m.k. ómögulegt að taka viljann
fýrir verkið og vera jákvæður „af
því bara”. Að þessu leyti er Alþýðu-
bandalagið á réttri braut.
Höfimdur er formaður kjör-
dæmisráðs Alþýðubandalags-
félaganna í Reykjavík