Vikublaðið - 05.11.1993, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993
Mennlngln
3
Þjóðhátíðarhald á næsta ári:
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
SVIPUR HJÁ SJÓN
Þjóðhátíðarsjóður, sem var stofnaður vegna 11 alda bú-
setu á íslandi 1974, á œ erfiðara með að sinna skyldu
sinni, sem er að vinna að varðveislu og vernd verð-
mæta lands og menningar. Á 16 árum hafa árlegir
styrkir sjóðsins lœkkað um nœr 90% að raungildi og
höfuðstóll sjóðsins lœkkað úr 230 milljónum á núvirði
niður í tœpar 60 milljónir. Fyrstu ár sjóðsins úthlutaði
hann 26 til 33 milljónum króna í heildarstyrki, en allra
síðustu árin hafa styrkirnir numið liðlega 4 milljónum.
„Styrkir hafafarið heldur lœkkandi eftir að dró úr
verðbólgu, þegar ávöxtunin var mest. Það hefur verið
regla að leggja ákveðinn hluta af ávöxtuninni við höf-
uðstólinn, sem aftur hefur takmarkað úthlutun, eftir að
ávöxtun í heild hefur lœkkað, “ sagði Magnús Torfi
Ólafsson formaður sjóðsins í samtali við Vikublaðið.
s
Avöxtun sjóðsins hefur því
ekki gengið sem skyldi og
við það bætist að fyrstu árin
voru styrkir allrausnarlegir. Þó
ekki sé hægt að halda því fram að
Þjóðhátíðarsjóður sé að þromm
kominn, er hann samt svipur hjá
sjón miðað við fyrstu árin. Staða
sjóðsins nú er vafalítið allt önnur
en menn gerðu ráð fyrir þegar þeir
stigu á stokk og strengdu heit í
þjóðhátíðarskapi á sínum tírna, rétt
eins og gerst hefur með aðra þjóð-
hátíðarhugsjón - byggingu Þjóðar-
bókhlöðunnar.
Að varðveita og vemda
arfinn
Arið 1977 var sjóðnum sett
skipulagsskrá og skyldi stofnféð
vera ágóðinn af útgáfu Seðlabank-
ans á þjóðhátíðarmynt í tilefhi 11
alda búsetu á Islandi 1974. Til-
gangur sjóðsins er að veita styrki til
aðila sem hafa það verkefni „að
vinna að varðveizlu og vernd þeirra
verðmæta lands og menningar',
sem núverandi kynslóð hefur tekið
í arf.“ Strax var ákveðið að fjórð-
ungur árlegra styrkja rynni til frið-
lýsingarsjóðs Náttúruverndarráðs,
annar fjórðungur til Þjóðminja-
safnsins og svo helmingur til al-
mennra umsækjenda.
1 stjórn sjóðsins sitja fimm
manns, formaður tilnefndur-af for-
sætisráðherra, einn tilnefridur af
Seðlabanka og þrír kjörnir af Al-
þingi. Fyrstu stjórn sjóðsins skip-
uðu þeir Björn Bjarnason þá skrif-
stofustjóri í forsætisráðuneytinu en
núverandi þingmaður, Jóhannes
Nordal, Seðlabankastjóri til
skamms tírna, Eysteinn Jónsson
fyrrverandi ráðherra, Gils Guð-
mundsson þáverandi alþingismað-
ur og Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari. Björn og Jóhannes hafa æ
síðan átt sæti í stjórninni en Magn-
ús Torfi varð stjórnarformaður
1986 og 1990 komu inn í stjórnina
Björn Teitsson skólameistari og
Gunnlaugur Haraldsson þjóð-
háttafræðingur.
Höfuðstóllinn hefur
rýmað um 75%
Frá upphafi var ákveðið að sjóð-
urinn yrði varðveittur í Seðlabank-
anum og að sjóðurinn yrði ávaxtað-
ur með hagkvæmustu kjörum á
grundvelli verðtryggingar. Að
Friðrik Þór
Guðmundsson
stofni til heíúr þessu verið fram-
fylgt með kaupum á spariskírtein-
um ríkissjóðs. Sjóðurinn var stofn-
aður í desember 1976 með 300
gömlum milljónum eða sem svarar
230 milljónum króna á núvirði. I
árslok 1983 var höfuðstóll sjóðsins
kominn niður í 91 milljón og um
síðustu áramót var höfuðstóllinn
57,5 milljónir.
Með úthlutun síðasta sumars var
búið að veita 250 milljónum í styr-
ki og mætti því segja að stofhffam-
lagið hafi ávaxtast í raun um 77
milljónir, en þá er þess að geta að
fjórum sinnum á umliðnum árum
hefur Seðlabankinn veitt sérstök-
Jóhannes Nordal hefur verið í
sjóðstjóm frá upphaji.
Og sömuleiðis Bjöm Bjamason
alþingismaður.
n
Þjóðhátíðarsjóður hcfur verið í vörslu Seðlabankans
en stofnfé hans var ágóði af sölu þjóðhátíðamiyntar
sem gefin var út 1974. Hvemig má það vera að ávöxt-
un sjóðsins var meiri á verðbólgutímum heldur en í
seinni tíð þegar vextir hafa veiið háir?
Myndir: Ól.Þ.
hugsjónir, heldur byggingarharm-
saga Þjóðarbókhlöðunnar á garnla
Melavellinum.
Fyrir 27 árurn mælti sérskipuð
nefnd til þess að reist yTÖi bóka-
safnshús í næsta nágrenni við Há-
skólann. 1967 var stofnaður Bygg-
ingarsjóður Þjóðarbókhlöðu. 1968
greindi Gylfi Þ. Gíslason frá því að
staðurinn hefði verið ákveðinn.
1970 samþykkti þingið tillögu með
50 atkvæðum gegn einu að Bók-
hlaðan skvldi reist í tilefhi 11 alda
afmælisins 1974.
Vilhjálmur Hjálmarsson tók
fyrsm skóflustunguna 28. janúar
1978, nær átta árunt eftir tillögu
þingsins.
Kjallari hússins var steypmr
1980. Ári síðar komst sá skriður á
málin að allar fjórar hæðir hússins
vom steyptar í einni lom.
Vigdís Finnbogadóttir forseti
lagði hornstein að hlöðunni 23.
september 1981 eða fyrir 12 árurn.
Nú em liðin 26 ár frá stofnun
Byggingarsjóðs Þjóðarbókhlöðu
og enn er byggingin óklámð. Og
verður það sjálfsagt enn á næsta ári,
á 50 ára afmæli lýðveldisins og ell-
efu hundmð og mtmgu ára afrnæli
íslandsbyggðar.
um framlögum í sjóðinn, væntan-
lega til að styrkja hann, samtals 35
milljónir. Eftir standa um 42 millj-
ónir.
Á sama tíma ag höfuðstóllinn
hefur verið að rýma hafa styrkir
farið lækkandi og sömuleiðis hlut-
fall umsækjenda sem fær styrk.
Helmingur styrkja fer til Náttúm-
verndarráðs og Þjóðminjasafnsins.
En þegar almennir og umsóttir
styrkir em skoðaðir kemur í ljós að
á meðan 13 til 17 milljónir fóm ár-
lega fyrstu árin til 30 til 40 umsækj-
enda, em almennu styrkirnir nú
komnir niður í rúmar 2 milljónir á
ári til 13 til 15 umsækjenda. Með-
alstyrkur hefur um leið farið úr 400
til 700 þúsund krónum niður í 140
til 150 þúsund.
Tveimur af hverjum
þremur umsóknum
hafnað
Ekki er ástæða til að efast urn að
veittir styrkir hafi runnið til góðra
verka. Nefha má dænti frá síðari ár-
um; sjóminjar í Flatey, viðhald á
Nonnahúsi, endurbygging Löngu-
húðar í Djúpavogi, rit um glímu,
rit um sjávarhætti, eftirtökur gam-
alla Ijósmynda, endurbætur Ró-
aldsbakka á Siglufirði, endurbygg-
ing „Pakkhússins" á Höfn, viðgerð
á Þuríðarbúð á Stokkseyri, viðgerð
á Randulffssjóhúsi og bryggju á
Eskifirði, viðgerð á verslunarhús-
unum í Neðstakaupstað á ísafirði,
fornleifarannsóknir í Skálholti og
áfrant mætti telja. Fuglaverndunar-
félag Islands hefur verið „áskrif-
andi“ frá upphafi og hefur á síðustu
árum fengið að meðaltali tæp 70
þúsund krónur á ári til verndunar á
íslenska hafarnarstofninum.
Auðvitað má deila urn val ein-
stakra verkefha, eins og að styrkja
Stofnhöfuðstóll
Þjóðhátíðarsjóðs
Des. 1976 - 230 mkr
Höfuðstóll í árslok
m.kr. á núvirði:
1978 .
1979 ...
1980 ...
1981 ...
1982 ...
1983 ...
1984 ...
1985 ...
1986 ...
1987 ...
1988 ...
1989 ...
1990 ...
1991 ...
1992 ...
174.6
143.7
155,5
131,2
114,4
91.1
78.1
73.1
67.9
68,0
62,0
62.9
57,3
57.1
57,5
tónleikahald í Skálholti
utn 1,3 milljónir á fjórum
árum.
Verkefnavalið verður
þó vart gagnrýnt af alvöru
nema fyrir liggji hvaða
umsækjendum hefur ver-
ið hafnað. Þeir eru ófáir, í
sextán úthlutunum hafa
„aðeins“ 389 hlotið styrk
af alls 1.079 og hefur því
nær tveimur af hverjunt
þremur umsóknum verið
hafnað.
Afbyggingar-
hamisógu Þjóð-
arbókhlöðunnar
Raunar er Þjóðhátíðar-
sjóður ekki átakanlegasta
dæmið um háleitar en
lágfleygar þjóðhátíðar-
Almennir styrkir
Þjóðhátíðarsjóðs
Alm. styrkir þús.kr fjöldi meðalstyrki kr.
1978 16.607 22 754.900
1979 14.934 27 553.100
1980 12.700 31 409.700
1981 13.474 42 320.800
1982 12.080 33 366.100
1983 10.400 33 315.200
1984 9.765 34 287.200
1985 3.835 21 183.300
1986 5.472 21 260.600
1987 5.120 19 269.500
1988 5.308 22 241.300
1989 4.380 21 208.600
1990 4.700 20 235.000
1991 2.206 13 169.700
1992 2.206 15 147.100
1993 2.120 15 141.300
Munið! - Aóalfundur ABH
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur árlegan aðalfund sinn föstu-
daginn 5. nóv. Fundurinn verður haldinn í Dalsbúð, Dalshrauni 1 og
hefst kl. 20.00.
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á landsfund og aðalfund kjördæmisráðs.
Lagabreytingar.
Ákvörðun um framboð og undirbúning kosninga.
Einar Karl Haraldsson og Sigríður Jóhannesdóttir mæta á fundinn og spá í
spilin.
Pólitískt spjall að fundi loknum. - Léttar veitingar á boðstólnum.
Félagar og stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að mæta
vel og stundvíslega.