Vikublaðið


Vikublaðið - 05.11.1993, Síða 4

Vikublaðið - 05.11.1993, Síða 4
4 Memringln VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993 Það var Michelangelo sem frelsaði mig undan klassík- inni, er haft eftir firanska myndhöggvaranum August Rodin (1840-1917), tímamótamanni í nú- tíma höggmyndalist, en Listasafn Reykjavíkur býður nú upp á yfir- litssýningu á verkum hans að Kjar- valstöðum. Að hvaða leyti marka högg- myndir Rodins tímamót? Þær brjóta upp hið lokaða form klassíkurinnar í óvirku og ófor- gengilegu efhi steinsins. Þær brjóta jafnvægisreglur klassískrar högg- myndalistar og fanga augnablik hreyfingarinnar um leið og þær brjóta upp hin skörpu skil milli efnisins og rýmisins í kring. Og síðast en ekki síst þá rjúfa þær þá reglu sem viðgengist hafði um ald- ir, að höggmyndir ætti fýrst og freinst að sjá frá einni hlið. Hvernig tengjast þessi rof við klassíska hefð, sem við sjáum hjá Rodin, sjálfum Michelangelo, sem margir telja hátind klassískrar höggmyndalistar? Þau tengjast bæði aðferð og innihaldi. Michelangelo lagði á- herslu á að aðferð höggmyndalist- arinnar væri fólgin í því að höggva út efni, en ekki að leggja ofaná eða hlaða upp, eins og gert er með gips og leir. Þetta var ekki bara tækni- legt atriði, heldur hafði með inni- haldið að gera; meitillinn átti að frelsa hugmyndina úr viðjum efnis- ins. Höggmyndir Michelangelos fjalla um baráttu á milli anda og efnis, um örvæntingarfulla baráttu mannsins fýrir trúarlegri ffelsun úr viðjum efnisins. Þess vegna eru margar myndir hans ófullgerðar, og bera þess merki að þær eru að brjóta sig úr viðjum marmarans. Skapandi athöfh listamannsins verður lifandi fýrir okkur sem hluti endanlegrar niðurstöðu verksins. Deilan unt það hvort högg- myndalistin fælist í því að höggva út efni eða hlaða því upp var end- Listasafn Reykjavíkur: Yfirlitssýning á höggmyndum August Rodin Kjarvalsstööum IRodn Ólafur Gíslason .v urvakin á síðari hluta 19. aldar með andófinu gegn nýklassíkinni. Rod- in átti ekki síst þátt í að endurvekja þessar deilur, en eins og breski list- ffæðingurinn Wittkower hefur bent á virðist hugljómun Rodins af Michelangelo hafa byggst á mis- skilningi, að minnsta kosti hvað varðar þýðingu hins ófullgerða í verkum hans. Hjá Rodin er ekki að finna þá ör- lagaþrungnu og hetjulegu baráttu efnis og anda, sem við sjáum hjá Michelangelo, og þótt myndir hans séu meðvitað „ófullgerðar", þá eru þær ekki úthöggnar, heldur mótaðar í gips og leir, til þess síðan að steypast í brons. Þótt nokkrar mynda Rodins séu til í marmara, eru þær unnar af aðstoðarmönnum effir gipsfýrirmyndum, nákvæm- lega eins og „nýklassíkerarnir“ unnu, og þjóðsagan segir jafnvel að sjálfur hafi Rodin aldrei snert á meitli. En það var ekki síst hreyfingin í verkum Michelangelos sem fang- aði Rodin. Hurð hans að víti átti að verða nýr „Dómsdagur“. Heildar- : ~ ■ ' ■ . hugmyndin að því verki virtist hins vegar ekki hafa verið fullkomlega skýr fýrir Rodin, og myndir hans eru ekki innblásnar af þeirri djúpu trúarlegu tilvistarangist sem við finnum hjá Michaelangelo. Höggmyndin „Bronsöldin", sem af einhverjum ástæðum er kölluð „Ognaröldin“ í íslensku sýningar- skránni, er fýrsta stórvirki Rodins, og jafnframt eitt af meistaraverk- um hans. Hún þótti svo ljóslifandi, þegar hún var fýrst sýnd árið 1877, að Rodin var sakaður um að hafa tekið mót af lifandi fýrirmynd og steypt í gips. Myndin er ekki ógn- vekjandi á neinn hátt, og því er hið íslenska heiti hennar rangnefni. Hún sýnir okkur fagurlimaðan karlmann vakna til vimndar um sjálfan sig og eigið frelsi. Mynd sem endurspeglar miklu ffekar bjartsýnar vonir og sjálfstraust vax- andi borgarastéttar í kjölfar ósigurs Parísarkommúnunnar og stofhun- ar þriðja lýðveldisins í Frakklandi, en „ógnaröld“ ósigursins gegn Þjóðverjum 1871, eins og haldið hefur verið fram. Þótt Rodin hafi losað högg- myndalistina úr viðjum nýklassík- urinnar og akademismans, þá var það ekki fýrr en undir lok ferils hans að hann áttaði sig á þeim sannleika, sem landi hans og jafti- Bronsöldin frá 1875-76. Mynd þessi, sem kölluð er „Ógnar- öldin“ í sýningrskrá, átti upphaflega að sýna særðan franskan hermann úr styrjöld Frakka við Prússa 1870, en varð í meðferð Rodins að eins konar ímynd fyrir vaknandi bjartsýni og sjálfstraust franskrar borgara- stéttar í kjölfar ósigurs Parísar- kommúnunar og stofnunar þriðja lýðveldisins í Frakklandi árið 1870. aldri, Degas, hafði löngu áður átt- að sig á, að höggmyndin hefur ekki mónúmentalhlutverki að gegna í samtímanum á sama hátt og hún hafði á konungstt'manum eða keis- aratímanum. Hreyfingin var fýrir Degas verð- ugt rannsóknarefhi í sjálffi sér. Þótt myndir eins og Balsac, Hugs- uðurinn, Borgararnir í Calais og Skugginn mikli séu óumdeilanleg meistaraverk, þá hafa þau til að bera vissa „retorík“ eða keim af táknhyggju, sem er víðs fjarri í myndum þeim af dansmeyjum, sem Degas vann í kringum 1880. Rodin virðist hafa áttað sig á þessu undir lokin, og gerir í upp- hafi 2. áratugar þessarar aldar smá- myndir af dansandi fólki, sem eru í anda Degas og vísa í raun meira ffam á veginn en önnur verk hans: verk sem eru hrein rannsókn á hreyfingu í rýminu og gjörsneydd öllum mónúmentalisma. Verk sem áttu effir að hafa mótandi áhrif á brautryðjendur nútíma högg- myndalistar eins og Matisse og Gi- acometti. Síðari hluti 19. aldarinnar í Frakklandi var undir merki im- pressíonismans. Impressíonisminn fól í sér upplausn formsins og krufhingu birtunnar og litarins. Því er erfitt að ímynda sér impressí- onískan skúlptúr. Engu að síður kemur Rodin næst því. Og þar sem þeir Cezanne og Van Gogh standa fýrir and- stæða póla í málaralist þessa ti'rna, sem varða leiðina annars vegar til kúbisma og konstrúktífisma og hins vegar til expressíónisma og súrrealisma, þá stendur Rodin undir merki Van Goghs og ex- pressíonismans. Retorískar mónúmentalmyndir hans gera það hins vegar að verk- um að hann stendur nær 19. öld- inni en þeirri 20. Það urðu aðrir til þess að hefja merki módernismans á loft. Kvikmyndir Hin helgu vé Sýnd í Regnboganum Leikstjóri: Hrafh Gunnlaugsson Aðalhlutverk: Steinþór Matt- híasson, Alda Sigurðardóttir, Tinna Finnbogadóttir. Margir hafa eflaust beðið, af forvitni frekar en eftirvænt- ingu, eftir nýjusm afurð Hrafns Gunnlaugssonar, Hinum helgu véum. Synd væri samt að segja að Hrafn hafi þurft að standa undir miklum væntingum eftir síðasta af- rek sitt, Hvíta Víkinginn. En í því fólst líklega forvimin, að fá það staðfest hvort Hrafn sé einfaldlega búinn að vera sem kvikmyndagerð- armaður eður ei. Vinuin Hrafns og vandainönnum til einhverrar gleði er Hin helgu vé talsvert skref upp- ávið eftir Hvíta hryllinginn, enda er hún talsvert hógværari og tekur minni áhætmr en hin rétmefhda ís- lenska útgáfa af Sjö bræðrum gerði. Þetta er ósköp viðkunnanleg uppvaxtarsaga, aðalyrkisefni er vakning kynferðis og tilfinninga samfara því. Ekki er hægt að segja að farnar séu mjög ótroðnar slóðir í myndinni, reyndar minnir hún á köflum óþægilega á frönsku mynd- ina Le Grand Chemin, án þess að Hrafh sé beinlínis að gera sig sekan um að ljósrita frá öðmm. Steinþór Matthíasson stendur sig hreint ótrúlega vel í aðalhlut- verkinu, það kemur sjaldan fýrir að maður geti lesið tilfinningar jafn skýrt og greinilega úr svipbrigðum leikara á barnsaldri. Tinna Finn- bogadóttir er einnig mjög skýr og eðlileg í hlutverki sínu (en ef eitt- hvað er fengið að láni úr Le Grand Chemin er það einmitt persóna hennar). Alda Sigurðardóttir stendur sig skammlaust, þó svo að framsögn hennar sé eilítið páfa- gaukskennd á köflum. I það heila er Hin helgu vé alls ekki svo slæm, hún er einlæg án þess að vera bein- línis firumleg og hún fær áreiðan- lega margan Islendinginn til að líta aftur til æskuáranna með söknuði, þó svo að hún hafi snert mig ffekar lítið persónulega. Jason goes to Hell: The Final Friday 0 Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: Adam Marcus Aðalhlutverk: John D. LeMay, Kari Keegan, Kane Hodder. Erkióvætturinn Jason hefhr hingað til ekki átt um frjálst höfuð að strjúka í kvikmyndahús- um Reykjavíkur. Astæðan er sú að æðsta dómstól siðferðis á íslandi, Kvikmyndaeftirliti ríkisins, hefur verið mikið í nöp við myndaflokk þennan og myndir númer 1-8 eru allar á svörtum lista þess yfir of- beldismyndir. En svo virðist sem stóri hróðir hafi sofnað á verðinum, því nú berja Reykvíkingar augum mynd númer níu um ævintýri fjölda- morðingjans góðkunna. Ilvort Reykvíkingar eru eitthvað bættari fýnr vikið er svo annað mál því að líkt og með aðrar myndir flokksins fer lítið fýrir metnaði í þessu myndarafstyrmi. Unnendur náttúruverndar geta þó kæst því hér er greinilega „um- hverfisvæn bíómynd" á ferð. Sögu- þráðurinn er endurunninn úr hin- um myndum seríunnar auk þess sem söguþráður myndarinnar „The Ifidden" er fenginn að láni og endurnýtmr. Hér eru engin umhverfissvín á ferð, allt sem fýrir augu ber hefur sést áður, jafnvel morðaðferðirnar eru farnar að endurtaka sig. Til að krydda klisj- una örlítið hafa handritshöfundar brugðið á það ráð að bæta í mynd- ina á stöku stað fýrirbærum sem nefhast „innbrandarar“ (in-jokes, tilvísanir í aðrar myndir og þjóðfé- lagsmál). T.d. skýtur hinni ill- ræmdu bók hinna dauðu upp koll- inum, en hún er best þekkt úr hinni töluvert metnaðarfýllri „Evil Dead“ seríu. í einu atriði reyna þeir einnig að staðhæfa eitthvað um Aids-ógnina (Elskendur eru skornir í tvennt af Jason eftir að þau afréðu að nota ekki smokkinn) en slík ádeila ferst þeim sýnilega frekar klunnalega. Skástu atriði myndarinnar eru skotbardagaatriði í seinni hluta hennar, en á þeim sést hversu mik- il áhrif austurlenski hasarmynda- leikstjórinn John Woo er farin að hafa á bandaríska kvikmyndagerð, andi hans svífur svo sannarlega yfir vömum. Er það eflaust liður í end- urvinnslustefnu aðstandenda að fá nokkra takta lánaða úr smiðju hans. Þó svo að úrvinnsla myndarinn- ar sé allt annað en merkileg hefur myndin eflaust dáið strax á hand- ritsstigi, því að handritið er allt of blátt áfram til að byggja upp ísak Jónsson nokkra spennu. Þetta reyndu höf- undar að laga með því að bregða á- horfendum með reglulegu inilli- bili, en sú aðferð hefur orðið æ máttminni með hverri mynd flokksins og er vita áhrifalaus í þessari. En þó að þessi mynd sé hrein hörmung er sýning hennar góðar fréttir fýrir landsmenn. Sú stað- reynd að hún slapp í gegnum síu Kvikmyndaeftirlitsins er vonandi merki um það að ritskoðun þess sé á undanhaldi og að fullorðið fólk fái einhvern tíma í framtíðinni að ákveða sjálft hvað sé því bjóðandi. The Piano **** Sýnd í Regnboganum Leikstjóri: Jane Campion Aðalhlutverk: Holly Hunter, Harvey Keitel, Sam NeiII. Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion hefiir þótt bjartasta von kvenþjóðarinnar í kvikmynda- heiminum undanfarin ár. Hún undirstrikar hæfileika sína heldur betur með þessari mynd, en Píanó- ið er mun þroskaðri mynd en fýrsta mynd hennar, tragíkómedían Sweetie, og mun aðgengilegri en önnur mynd hennar, An Angel at my Table. Holly Hunter hefur hingað til aðallega leikið háamer- ískar manngerðir en það háir henni ekki í þessari mynd, hún túlkar hlutverk sitt af hógværri innlifun og tekst greiðlega að núðla sálar- angist persónunnar Ödu til áhorf- andans. Harvey Keitel leikur einnig per- sónu sem er ólík þeim sem hann hefur leikið áður og tekst það vel. Sam Neill leikur skilningssljóann eiginmanninn á sannfærandi hátt. Þeir sem hafa fengið nóg af lámn- urn í spennukvikmyndum samtím- ans ætm að líta á þetta hlédræga meistaraverk sem sönnun þess að mannlegar tilfinningar eiga sér ennþá samastað í kvikmyndalist- inni.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.