Vikublaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 6
6
Jafnréttið
VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993
Skilaboð frá Vesturlandi:
Verjum kjördæmakerfið
■ landið eitt kjördæmi er
næst besti kosturinn
s
Alýðveldistímanum hafa í
tvígang verið gerðar breyt-
ingar á kjördæmaskipun
landsins, árin 1959 og 1983. Þegar
hróflað er við kjördæmum verður
að breyta stjórnarskránni og það
verður ekki gert nema tvö þing
samþykki breytingarnar með kosn-
ingum á milli. Umræða um breyt-
ingu á núgildandi kerfi er hafin
þótt aðeins hafi verið kosið í
tvígang til Alþingis eftir breyting-
arnar 1983. Það sem knýr umræð-
una er óánægja með misvægi at-
kvæða. Atkvæði kjósenda í Reykja-
vík og Reykjanesi hafa hlutfallslega
minna vægi en atkvæði kjósenda í
landsbyggðakjördæmum.
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins á Vesturlandi boðaði til
ráðstefnu um kjördæmamálið um
síðustu helgi að Rein á Akranesi.
Ragnar Arnalds, þingmaður Al-
þýðubandalagsins í Norðurlands-
kjördæmi vestra, var fenginn til að
hafa framsögu en hann gjörþekkir
umræðu undanfarinna áratuga urn
kjördæmaskipunina.
Jóhann Arsælsson þingmaður
Alþýðubandalagsins á Vesturlandi
setti ráðstefnuna og rifjaði upp að
efnt væri til hennar í framhaldi af
samþykkt á aðalfundi kjördæmis-
ráðs Alþýðubandalagsins á Vestur-
landi sem haldinn var íyrir
skemmstu. Formaður kjördæmis-
ráðs, Sveinn Kristinsson, tók síðan
við stjórn fundarins og bauð Ragn-
ari Arnalds að flytja sína framsögu.
Ragnar Arnalds kynnti stuttlega
tvær meginhugmyndir sem hafa í
áranna rás komið til umræðu í
kjördæmamálinu, annarsvegar að
gera landið að einu kjördæmi og
hinsvegar að taka upp einmenn-
ingskjördæmi. Hann rakti rökin
fyrir því að landsbyggðarkjördæm-
in hefðu hlutfallslega fleiri þing-
menn en þéttbýliskjördæmin
Reykjavík og Reykjanes.
- Það er eðlilegt að taka tillit til
þess hvar þingið situr. Ef Alþingi
sæti í Varmahlíð í Skagafirði er ég
nokkurn veginn viss urn að Skag-
Fráleitt að gera landið að einu kjördæmi eða að búa til einmenningskjörcbemi til aðjafna kosningarétt-
inn, sagði Ragnar Amalds á ráðstefnu um kjördcemamálið á Akranesi.
Myndir: Ól.Þ.
Kínverskir taoistar voru alla tíð mjög
uppteknir af því hvernig menn kæmust
bestt' gegnum tilveruna og hvernig þeir
gætu lifað sem lengst. Til eru þjóðsögur um að
taoískir munkar hafi fundið ýmsar aðferðir til
að öðlast eilíft líf. En almennt hafa taoistar á-
vallt litið svo á að langt og farsælt líf sé best
tryggt með því að fylgja fordæmi náttúrunnar
og láta allt þroskast og dafha í samræmi við
náttúrulegt eðli sitt.
Þeir telja óhóflega áherslu á einn þátt á
kostnað annarra skaðlega. Allt sé tengt bönd-
um innbyrðis sem ekki megi rjúfa. Þetta gildir
ekki síður um mannfélagið. Til að öðlast lang-
lífi er nauðsynlegt að huga vel að samskiptum
sínum við aðra og gæta þess að troða þeim ekki
um tær. Þess vegna er affarasælast að hlífa sjálf-
um sér og forðast framapot og tilgangslausan
gassagang.
7. brot úr Bókinni um Veginn
Himinninn er langlífur ogjörðin varanleg. A-
stœðanfyrir varanleika himins ogjarðar er að
þau ciga sér ekki sérdrœga tilveru. Þess vegna
er þeim langlífs auðið.
Því erþað að spakvitringurinn setur sjálfan
sig síðast og þá verður hann fremstur. Hann
heldur sjálfum sérfyrir utan og þá er tilvera
hans trygg. Erþað ekki einmitt vegna ósér-
plœgni hans að hami nær markmiðum sínum?
Umritun þýðanda
Náttúruöflin eiga sér varanlega tilveru.
Astæðan fyrir langlífi þeirra er að þau láta
ekki allt snúast um eigin tilveru (heldur láta
allt þróast í samræmi við eðlilegt samspil
hinna ýmsu þátta). Þess vegna blífa þau
svona lengi.
Spakvitringurinn fylgir fordæmi náttúrunn-
ar. Hann tranar sér ekki fram (heldur lætur lít-
ið á sér bera og hagar seglum eftir vindi). Með
því móti ketnst hann lengst áfram. Hann memr
stöðu sína hlutlægt og kastar sér ekki blint inn í
«L $ [. &
MVýý* HFlG: ?=• rsiifCí l f y\ f 'j m í ' ji ákfW o_ -'—ifÆ f v a 1 r' \ /\ \ \) ■EgeBBp ° 'ó |B| ÍSl
hringiðu atburðanna. Þannig tryggir hann af-
komu sína.
Er það ekki einmitt ósérdrægni hans sem
tryggir honum velfarnað?
Þýðandi Baldur Ragnarsson.
firðingar teldu það ekki nauðsyn-
legt að eiga þingmann. Menn
myndu telja það víst að alþingis-
menn þekktu aðstæður í Skagafirði
og vandamálin sem þar væri við að
glíma. Tilfellið er að þingið hefur
aðsetur í Reykjavík og þar eiga
þingmenn heimá eða eru þar í að
minnsta kosti átta rnánuði á ári.
Vegna þessara aðstæðna hefur ver-
ið talið eðlilegt að landsbyggðin
hafi fleiri þingmenn en byggðin við
Faxaflóa, sagði Ragnar.
Ragnar sagði að núverandi kjör-
dæmaskipulag tryggði það að
landsbyggðin ætti fulltnia á Al-
þingi sem gætu gripið í taumana
þegar vandamál koma upp heima í
héraði og hjálpað til við lausn
þeirra.
Hann sagði það út af fyrir sig
rétt að með betri samgöngum og á
tímum stækkandi sveitarfélaga þá
væru þessi rök ekld eins sterk og
áður.
En Ragnar taldi að ekki mætti
gera of mikið úr þessum breyting-
um og minnti í því sambandi á að
verkalýðsfélög væru enn skipulögð
svæðisbundið og engin krafa væri
um að láta eitt verkalýðsfélag ná
yfir allt landið.
Misvægið áþekkt og
árið 1959
Kjördæmabreytingin árið 1959
var skref í þá átt að draga úr
misvægi atkvæða, sem var orðið
hrikalegt að sögn Ragnars.
-Fyrir 1959 fóru sumir á þing
með 100 atkvæði á meðan aðrir
þurftu rúmlega 3000 atkvæði.
Munurinn var þrítugfaldur. Eftir
leiðréttinguna var misvægið nálægt
því að vera einn á móti þrem, sagði
Ragnar.
Hann minnti á að breytingin
árið 1959 hafi notið stuðnings allra
flokka nema Framsóknarflokksins
og gagnrýndi klausu á forsíðu
Vikublaðsins fyrir fjórum vikum
þar sem sagt var að landsbyggðar-
þingmenn allra flokka hefðu iðu-
lega verið á móti kjördæmabreyt-
ingum.
Aftur voru gerðar breytingar á
kjördæmaskipuninni árið 1983
ineð það fyrir augum að jaína
misvægi atkvæða, bæði með tilliti
til landssvæða og stjórnmálaflokka.
Framsóknarflokkurinn hafði frani
að breytingunni 1983 færri atkvæði
á bakvið hvern þingmann en aðrir
flokkar.
- En vegna þess að fólki fjölgar
mcira í Reykjavík og Reykjanesi en
í öðrum landshlutum þá hefur
misvægi atkvæða heldur aukist á
síðustu árum og er núna svipað og
það var fyrst eftir breytingarnar
1959.
Flokkaveldi og „sjón-
varpsjramboo"
Álit Ragnars Arnalds er að mið-
stjórnarvald flokkanna mun aukast
ef landið verður gert að einu kjör-
dæini.
- Ef Iandið verður gert að einu
kjördæmi mun flokksforystan
ganga frá framboðslista en það yrði
ekki gert heima í héraði eins og nú
er.
I umræðuin eftir framsöguna
hnykkti Ragnar á þessu atriði og
minnti á að kjördæmabreytingin
árið 1959 hefði dregið úr völdum
flokksstjórna með því að skipa mál-
um þannig að hvert kjördæmi fyrir
sig lagði fram framboðsiista. Ef
landið yrði eitt kjördæmi væri hætt
við að flokkavaldið myndi taka
fram fyrir hendur heimamanna og
Núverandi kerfi er vel heppnað
en ef það á að breyta þvt er á-
stæða til að athuga það vandlega
hvort ekki ætti að gera landið að
einu kjördæmi, er álit Jóhanns
Arsælssonar.
Því meira sem ég hugsa um
landið sem eitt kjördænti því
meira verð ég á móti hugtnynd-
inni, sagði Anna Guðrún Þór-
hallsdóttir.