Vikublaðið - 05.11.1993, Page 8
8
VIKUBLAÐIÐ 5. NÓVEMBER 1993
Öflugur listi til höfuðs íhaldinu
Æda vinstrimenn enn einu
sinni að láta á sig sann-
ast að sundurykkjan sé
svo mikil að ekki náist samstaða um
að fella núverandi meirihluta í
Reykjavík?
Framsókn og Kvennalisti hafa
gefið út yfirlýsingar um að þessir
flokkar komi til með að bjóða fram
óháðir öðrum. Það er furðuleg
þversögn í pólitík að sérhyggjan
virðist vera að sliga vinstriflokkana
á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sýn-
ist hafa til að bera sósíalíska sam-
heldni.
Eitt er þó ölluin flokkum sanr-
eiginlegt að þeir virðast ætla að
nota væntanlegar borgarstjórnar-
kosningar til liðskönnunar fyrir
næstu alþingiskosningar. Alvaran á
bak við málefni borgarinnar er ekki
meiri en svo.
Langt er síðan að jafnsterk und-
Teitur
Bergþórsson
iralda hefúr verið gegn ríkjandi
öflum í þjóðfélaginu. Þessa undir-
öldu verða vinstriflokkarnir að nýta
sér. Þar af leiðir að þeir verða að
leggja eitthvað af sérhagsmunum
sínum tíl hliðar í bili.
Þeir verða að sameinast urn að
virkja óánægju fólksins til þess að
fella núverandi meirihluta í borg-
inni. Það er hreinn og beinn dóna-
skapur við kjósendur ef þeir geta
ekki beint reiði sinni á einn stað,
ffemur en að fara með alla orkuna í
KVENNASAMSTAÐA!
Hvers vegna?
Hvers vegna ekki?
Alþýöubandalagskonur boða til fundar um
kvennasamstöðu í stjórnmálum í Kornhlöðunni
laugardaginn 13. nóv. kl. 11-14.
Allar konur velkomnar.
Dagskrá:
Konur í stjórnmálum. Ólína Þorvarðardóttir,
borgarfulltrúi Nýs vettvangs.
Samstarf kvenna þvert á stjórnmálasamtök.
Guðrún Ágústsdóttir, varaborgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins.
Samstarf kvenna innan Alþýðubandalagsins.
Ræðukona auglýst síðar.
Fundarstjóri: Guðrún Kr. Óladóttir — ABR.
Ef tími vinnst til verður rætt um þátttöku
alþýðubandalagskvenna í Nordisk Forum '94.
Konur í Alþýðubandalaginu.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ A SUÐURLANDI
Aðalfundur
Aðalfundur kjördæmisráðs 1993 verður haldin helg-
ina 13. til 14. nóv. n.k. í Vestmannaeyjum í húsi
Verkakvennafélagsins við Heiðarveg.
Fundurinn hefst laugardaginn 13. nóv. kl. 9.30 til
18.00 og sunnudaginn 14. nóv. kl. 9 til 12.
Gestir fundarins verða:
Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon
og Einar Karl Haraldsson.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf - skýrsla stjórnar og
reikningar kjördæmisráðs.
2. Útgáfumál.
3. Stjórnmálaumræður - pólitísk vinna framundan.
Framsögumenn Steingrímur J. Sigfússon og
Ólafur Ragnar Grímsson.
4. Undirbúningur sveitarstjórnakosninga - Hvernig
ætlum við að vinna?
Framsögumaður Einar Karl Haraldsson
5. Afgreiðsla mála.
6. Kosningar - Kosning kjördæmisráðs - Kosning í
miðstjórn.
Félagar mætið vel.
Stjórn kjördæmisráðs.
að gera upp hug sinn hvort eigi að
krossa ffaman við A, B, K eða G.
Margir aðrir borgarbúar en ég
eiga sér þann draum að fram komi
öflugur listi til höfuðs íhaldinu. En
það er ekki nóg. Forystumenn
vinstriflokkana hugsa meira til
alþingiskosninga fremur en að ná
borginni með skynsamlegri her-
fræði.
Séu t.d. forystumenn Alþýðu-
bandalagsins tvístígandi með það
hvort stefna beri að sameiginlegu
framboði eður ei, er einfalt mál að
gera um það skoðanakönnun hjá
skuldlausum félagsmönnum og láta
úrslit hennar ráða. Þar með hefði
hinn almenni félagi töluverð áhrif
og væri þar af leiðandi sáttari við að
greiða sín gjöld.
Eg ætla að leggja hér ffam þrjár
mismunandi útfærslur á hugsan-
legum lista sem settur yrði ffam til
höfuðs íhaldinu í Reykjavík.
Kvennalisti og Alþýðubandalag
1. sæti - Kvennalisti
2. sæti - Alþýðubandalag
3. sæti - Alþýðubandalag.
4. sæti - Kvennalisti
5. sæti - Alþýðubandalag
6. sæti - Kvennalisti
Borgarstjóraefiii; Ingibjörg Sól-
rún eða Þórhildur Þorleifsdóttír,
sem tækju jafnframt 6. sæti á listan-
um sem yrði baráttusæti.
Við þessar aðstæður gæti Frani-
sókn fengið tvo menn kjörna. For-
setasæti borgarstjórnar myndi því
skiptast á milli Alþýðubandalagsins
og F'ramsóknar á kjörtímabilinu,
að því gefnu að Framsókn kæmi til
samstarfs við þessa flokka eftir
kosningar.
Utfærsla þessi miðar við að
Framsókn rói einir á báti í komandi
kosningum eins og þeir hafa
boðað. Olíklegt verður að telja að
þeir þyrðu að hlaupa í eina sæng
með íhaldinu.
Kvennalisti, Alþýðubandalag og
Alþýðuflokkur
1. sæti - Kvennalisti
2. sæti - Alþýðubandalag
3. sæti - Kvennalisti.
4. sæti - Alþýðubandalag
5. sæti - Kvennalisti
6. sæti - Alþýðubandalag
7. sæti - Alþýðuflokkur
8. sæti - Alþýðuflokkur
Borgarstjóraefni; Jóhanna Sig-
urðardóttir, og tæki hún jafnframt
áttunda sæti á listanum sem yrði
trúlega baráttusæti. Þetta væri
mjög svo ögrandi verkefni fyrir
Alþýðuflokkinn, og þó sér í iagi
Jóhönnu. Framsókn fengi trúlega
ekki nema einn mann við þessar
aðstæður.
Kvennalisti, Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur og Framsókn
1. sæti - Kvennalisti
2. sæti - Alþýðubandalag
3. sæti - Kvennalistí.
4. sæti - Alþýðubandalag
5. sæti - Framsókn
6. sæti - Alþýðuflokkur
7. sæti - Alþýðubandalag
8. sæti - Kvennalisti
9. sæti - Framsókn
10. sæti - Alþýðuflokkur
Borgarstjóraefni; Ingibjörg, Þór-
hildur eða Jóhanna. Miðað við að
núverandi yfirlýsingar Framsóknar
er svona listi ekki mögulegur þar eð
þeir hyggjast bjóða einir ffam.
Flann hefði hins vegar snúið hlut-
föllum í borgarstjóm algjörlega við.
Alþýðuflokkurinn hefur nú
ákveðið að gefa hugmynd að sam-
eiginlegu framboði líf fram í
miðjan nóvember. Þar á bæ em
menn orðnir skíthræddir við þær
víðtæku óvinsældir sem flokknum
hefúr tekist að afla sér.
Það hlýtur að vera krafa vinstri-
inanna að þeir fái tækifæri til að
hnekkja hressilega á íhaldinu. Það
gerist hins vegar ckki ef vinstri-
flokkarnir ætla að leyfa sérhyggj-
unni að blómstra innan sinna raða
með skammtímamarkmið að leið-
arljósi. Málefnaágreiningur hefur
ekki verið það mikill milli þessara
flokka í borgarstjórn.
Höfúndur er kennari
EES-samningurinn er
uppsegjanlegur
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hélt aðalfund sinn á Sauðárkróki,
laugardaginn 30. október, og þar var samþykkt eftirfarandi stjórnmálaályktun.
Eftir tveggja ára stjóm Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks er ástand atvinnu-
mála vægast sagt hörmulegt. Þús-
undir Islendinga em atvinnulasir.
Hundruð ffamleiðslutækja á barini
gjaldþrots eða orðin gjaldþrota.
Fjöldi heimila í landinu er í upp-
lausn vegna stefnu stjórnvalda í at-
vinnu- og vaxtamálum. Velferðar-
kerfið hefur orðið fyrir árásum og
gengið hefur verið stórlega á áunn-
in réttindi alls almennings en
launafólk hefúr þurft að blæða.
Fjármagnseigendur og stór-
eignamenn hafa losnað við að
borga nokkuð í hinn sameiginlega
sjóð og jafnvel verið losaðir við
ýmsar greiðslur sem þeir áður
inntu af hendi á meðan álögur em
auknar á þá er ininnst mega sín,
sjúklinga, öryrkja og aldraða. Spill-
ing í meðferð opinbers fjár hefur
stóraukist og embættisveitingar
ráðherra minna helst á siðleysi
konunga og keisara fyrri alda. Að-
för hefur verið gerð að tjáningar-
frelsi í landinu með ýmsum að-
gerðum stjórnvalda og hætt við að
haldið verði áffam á þeirri braut
verði ekki spymt við fótum.
Utanríkisviál
Nú er lag til þess að losna við
herinn úr landi vegna ytri að-
stæðna. Alþýðubandalagið hlýtur
að ítreka þá kröfu sína að Island
verði herlaust land innan tíðar. í
stað þess að ganga með betlistaf til
bandarískra hermálayfirvalda ættu
stjórnvöld að ráðast í nýsköpun at-
vinnulífs á Suðurnesjum og undir-
búa brottför hersins þannig að
hann geti farið sem allra fyrst.
EES-samningurinn hefúr verið
samþykktur en hann er uppsegjan-
legur með árs fyrirvara. Verði áhrif
hans neikvæð ber að segja honum
upp við fyrsta tækifæri. Island er
miðja vegu rnilli Ameríku og Evr-
ópu. Við eigum því að hafa sem
best samskipti jafnt til austurs og
vesturs.
Atvinnumál
Stefnt skal að því að ná skynsant-
legri nýtingu allra þeirra fiskitcg-
unda, krabbadýra, skelfisks, hvala
ALÞYÐUBANDALAGSFÉLAG ÓLAFSVIKUR
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Ólafsvíkur
verður haldinn í Gíslabæ, félagsheimili Alþýðu-
bandalagsins, sunnudaginn 7. nóvember kl. 14.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins.
3. Almennar stjórnmálaumræður. Framsögumaður
Jóhann Ársælsson alþingismaður.
4. Önnur mál
Stjórnin
og annarra lífvera í hafinu kringum
landið. Stefnt skal að sem hag-
kvæmastri útgerð og sem bestri
meðferð afla.
Koma verður í veg fyrir að með
stjórnvaldsaðgerðuin verði siná-
bátaútgerð lögð í rúst. Stjórnvöld
verða að standa á bak við útgerð og
sjómenn og smðla að sókn skipa á
fjarlæg mið. íslendingar hafa nú
þegar helgað sér ákveðinn rétt með
ffamsýni og dugnaði sjómanna og
útgerðarmanna.
Otækt er að stjórnvöld sitji að-
gerðalaus. I fiskvinnslu verður að
stefna að betri nýtingu aflans og
við gemrn ekki haldið áfram að
flytja út lítt unninn fisk sem hráefni
til vinnslu í stórverksmiðjum er-
lendis.
Stjórnvöldum ber að standa við
búvörusamningjnn frá 1991. Það
er hagur allra Islendinga, jafnt
þeirra sem vinna við landbúnaðar-
störf, tengdan iðnað og neytenda,
að fslenskur landbúnaður blómstri
og dafni. Islendingar eiga ónýtta
orku í fallvötnum Iandsins. Gera
verður átak í því að við gemm nýtt
orkuna í auknum mæli í stað inn-
fluttrar orku, t.d. í loðnuverk-
smiðjum, til eldsneytisframleiðslu
fyrir sldpaflota okkar, og til fiskeld-
is. Efla þarf iðnað, ekki síst smá-
iðnað sem byggir á nýtingu inn-
lendra hráeffia og stórauka verður
framlög til vísinda og þróunarstarf-
senii.
Samgöngumál
Saingöngur á Iandi í loffi og á sjó
eru eitt mesta byggðamálið. Mikið
hefur áunnist í þessum málum. Þó
hefur þess gætt að teknar hafa ver-
ið hinar furðulegustu ákvarðanir.
Gera verður kröfu um að allar fjár-
festingar séu vandlega ígrundaðar
jiví að rangar fjárfestingar leiða til
þungrar greiðslubyrði, aukinna
skulda og um síðir til niðurskurðar
í velferðarkerfinu.
Framtíðin
íslendingar eiga alla möguleika á
því að lifa góðu lífi í fögru landi og
ómenguðu umhverfi. Stjórnvöld
nota svartsýni og bölmóð til að ala
á ótta meðal okkar. Þeir sem við
stjórnvölinn standa eru alls óhæfir
þar og hlýmr það að vera hvatning
til allra vinstrimanna að sameinast
um það að koma óhæffi ríkisstjórn
frá völdum sem fyrst.
Landbúnaðarmál
I sérstakri álykmn aðalfundar
Kjördæmisráðsins unt landbúnað-
armál er bent á að nauðsynlegt sé
að á Islandi sé rekinn öflugur land-
búnaður sem njóti sambærilegra
rekstrarskilyrða og gerist meðal
þjóða sem við berum okkur saman
við. Fundurinn vill að landbúnaður
njóti sambærilegrar innflumings-
verndar og tíðkast hjá nálægum
þjóðunt og lýsir yfir áhyggjum
vegna stórfellds samdráttar í sauð-
fjárbúskap. Vegna skertra fram-
leiðsluheimilda sé framfærslu-
grundvöllur víða ekki fyrir hendi og
brýnt að bændur njóti sama réttar
til atvinnuleysisbóta og aðrir.
Þá telur fúndurinn að við
ákvörðun framleiðsluréttar í land-
búnaði þurfi að miða sem mest við
landkosti og gróðurástand. Varað
er við óskráðri framleiðslu- og
markaðsstarfsemi og slíkt talið
draga úr heildargreiðslumarki og
leiða til minni skatttekna ríkisins.
Fundurinn fagnar tilraunum til út-
flutnings á dilkakjöti en varar um
leið við vemlegum útflutningi á
óunnum gærum sem dregur úr
atvinnu verkafólks. Loks bendir
fundurinn á að íslenskar búvörur
séu framleiddar í ómenguðu um-
hverfi, án lyfja, hormóna og eitur-
efna. Islenskir neytendur eigi að
njóta áffarn þeirra forréttinda að
neyta ómengaðra matvæla, fram-
leiddra í landinu sjálfu.