Vikublaðið - 05.11.1993, Síða 10
10
YIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993
Síðasta skrautsýning ríkis-
stjórnarinnar, vaxtalækkun-
ar„sjóið“, á líklega eftir að
draga annan dilk á eftir sér en bara
þann sem að var stefnt. Það er ekki
nóg með að á kreiki sé svo magnað-
ur orðrómur um svokölluð inn-
herjaviðskipti, þ.e. að lekið var
fréttum í tiltekna banka um yfir-
vofandi vaxtalækkun til að þeir
gæm sem best tryggt hagsmuni
sína fyrirfram, að viðskiptaráð-
herra hefur boðað á því sérstaka
rannsókn, heldur mun nú stórra
spurninga spurt um hlutverk seðla-
bankastjóra, Jóns Sigurðssonar, í
þessum atburðum.
A flækingi er sú saga að Jón hafi
gerst svo þaulsætinn við hjáborð
ríkisstjórnarinnar þegar lagt var á
ráðin, að hann hafi alveg gleymt að
sinna skyldum sínum í Seðlabank-
anum á meðan. Ein af þeim væri að
loka fyrir viðskipti áður en vaxta-
lækkunin spyrðist út og þar til hún
væri um garð gengin. I Seðlabank-
anum þorði enginn að taka þessa á-
kvörðun að Jóni fjarverandi því
skilaboðin sem starfsmenn, að hin-
um seðlabankastjórunum meðtöld-
um, hafa fengið á þeim bæ eftir að
Jón kom í húsið eru þau að hann og
hann einn fari með öll völd. Kveð-
ur svo rammt að þessu að starfs-
menn þora varla að sinna rútínu-
störfum án þess að taka veðrið á
Jóni fyrst.
Það vekur líka athygli að ríkis-
stjórnin kaus að kynna það áform
siry_að fresta því að skipa í sæti
Tómasar Arnasonar seðlabanka-
stjóra, sem hættir um áramót,
einmitt í kjölfar þrásetu Jóns við
vaxtalækkunarborðið. Þrátt fyrir að
Sighvatur viðskiptaráðherra gangi í
smiðju til Olafs Ragnars til að rök-
styðja þessa ákvörðun þorir hann
þó ekki að stíga skrefið til fulls og
fallast á að seðlabankastjóri eigi að-
eins að vera einn og ráðinn á fag-
legum en ekki pólitískum forsend-
um.
Og þó Sighvatur telji sig nú geta
slegið sig til riddara á því að riðla
samtryggingakerfi þríflokksins,
'Sjáífstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Framsóknar, þá fer enginn í graf-
götur með að það sem við á að taka
er samtryggingakerfi tvíflokksins í
ríkisstjóminni. Svo er ekkert víst
nema hann sé einmitt að gera
Steingrími Hermannssyni stór-
greiða með þessu. Framsókn fær í
fyrsta skipti almennilegt tækifæri
til að þykjast eitthvað annað en bit-
lingaflokkur. Auk þess mun vænt-
anleg ráðning í framsóknarstólinn í
Seðlabankanum þegar hafa verið
farin að valda Steingrími vandræð-
um.
Fjöldi framsóknarmanna var
byrjaður að nauða í honum og einn
þeirra, Leó Löve, gekk meira að
•*gja svo langt að tilkynna í beinni
sjónvarpsútsendingu að hann væri í
framboði til embættis seðlabanka-
stjóra.
Sjálfur mun Steingrímur telja sig
eiga eitthvað skárra hlutskipti skil-
ið en skítadjobbið í Seðlabankan-
um. Og hótun hans um að velta
fleiri stólum en framsóknarstóln-
um einum stendur eftir - og aldrei
að vita nema þar verði tekið undan
Alþýðuflokknum.
Sannkallað boomerang hjá Sig-
hvati!
Sviðsljós
Endurnýjun orða
Hversu langt á að ganga í
því að varpa fyrir róða
orðum sem þykja vekja of
neikvæð hugrenningatengsl og
taka upp ný orð í stað þeirra? Um
það eru skoðanir líklega nokkuð
skiptar en staðreyndin er sú að í
máli okkar eiga slík skipti á orðum
sér stöðugt stað. Orð ganga úr sér
og þykja ekki vera lengur við hæfi
vegna þess að þau fela í sér úrelt
viðhorf til þess sem orðið stendur
fyrir eða hafa of neikvæðar auka-
merkingar. Má nefna sem dæmi
hæli -> stofrmn -> heimili, tossi ->
seinfer, gamall -> aldraður -> full-
orðinn, fyllibytta -> alkóhólisti.
Með því að skipta um orð losum
við okkur við óæskilegar auka-
merkingar - en einungis til skamms
tíma ef viðhorfin breytast ekki.
Nýju orðin fá þá fljódega sömu
aukamerkingarnar og reynt var að
forðast með breyttri orðanotkun
og enn á ný kemur upp þörfin á
nýjum orðum. Því segja sumir að
breytt orðanotkun án viðhorfs-
breytínga sé gagnslaus, hún sé ekk-
ert annað en feluleikur; dylji hin
raunverulegu viðhorf. Aðrir vilja
hins vegar meina að breytt orða-
notkun skaði engan og sé æskileg
viljum við reyna að breyta viðhorf-
um eða a.m.k. opna augu fólks fyr-
Þóra Björk
Hjartardóttir
ir ástandi mála, auk þess sem það sé
sjálfsögð kurteisi við ýmsa hópa að
nota þau orð sem þeir sjálfir helst
kjósa.
Segja iná að þessi ólíku viðhorf
endurspegli að sumu leyti spurn-
inguna eilífu um hvort komi á und-
an hugsun eða mál; hefur málið á-
hrif á veruleikaskynjun okkar eða
mótar veruleikinn málið? Getum
við haft áhrif á veruleikann með því
að breyta málnotkun - eða verður
veruleikinn að breytast fyrst?
Sýning frá Frelsissafninu danska í anddyri
Norræna hússins:
Danmörk
í október
1993
Klukkan tíu að kvöldi föstu-
dagsins 1. október 1943
hófu þýskar lögreglusveitír
og Gestapo kerfisbundnar gyð-
ingaveiðar í Danmörku, en mark-
mið þeirra var að flytja alla gyðinga
nauðungarflutningi frá Danmörku
þangað sem styttra yrði að sækja þá
í gasið og ofnana. Flestir danskir
gyðingar sluppu hinsvegar við
þessi örlög því miklum meirihluta
þeirra tókst að fara í felur og kom-
ast yfir til Svíþjóðar.
Neðanjarðarhreyfingar sem að-
stoðuðu við að skjóta skjólshúsi yfir
gyðinga spruttu upp ffá degi til
dags og með aðstoð sjómanna voru
þeir fluttir yfir Eyrarsund og
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á götu í Garðabæ - Lausnarorð krossgát-
unnar í síðasta blaði er Lambhöfði.
7— H- s (o r— 9 V 10 2 <+ 11 8
/z T /3 11 W <P 7 17 9 ? 8 m
l<i TT~ 20 21 21 23 S? 8 24 3 il IY- >5 d
h. 25 20 5 W- ‘3 2 5 28 SP 17- 2i> 5 S? 27
r '20 3 5 3 2 28 8 22 3 y 2 T~
13 Zt 9 3 1L> 15 28 V 2 5 V 29 15 W~
23 10 3 30 II /I 17- 30 5 ,S? 8 7- T
Z3 7 V 21 9 22 T d + 5 lí> 17 8 11
V * (p 3 SP 3 20 ¥- 5 s? 17- /<& T y 22
30 V T W V ¥- U 2D 3! 22 7- /c 3
H- 11 T 22 1S T 9 s? /3 31 8 s? 20 23 S?
5 20 n 0 3 SP 30 31 9 7- 3 2 TT~ 28 S? 1
8 *F y v~ 5 23 28 SP 31— u 28 T 28 2/ 8
? (p 28 23 17- 30 <7 3
A = 1 =
Á = 2 =
B = 3 =
D = 4 =
Ð = 5 =
E = 6 =
É = 7 =
F = 8 =
G = 9 =
H = 10 =
1 = 11 =
í = 12 =
J = 13 =
K = 14 =
L = 15 =
M = 16 =
N = 17 =
o = 18 =
Ó = 19 =
P = 20 =
R = 21 =
S = 22 =
T = 23 =
U = 24 =
Ú = II CN
V = 26 =
X = 27 =
Y = 28 =
Ý = 29 =
Þ = 30 =
Æ = II T-H rr\
Ö = 32 =
Kattegat. Þannig tókst að bjarga
meira en 7000 manns yfir sundið til
Svíþjóðar sem var hlutlaust ríki.
Þjóðverjar náðu ekki að handsama
nema 481, flestir þeirra voru eldra
fólk, sjúklingar og útlendingar í út-
legð í Danmörku. Hinir handteknu
voru sendir í gettóið Theresi-
enstadt í Bæheiini og lifðu flestir,
m.a. vegna matargjafa frá Dan-
mörku.
Astæður þess að svo vel tókst til
við björgun danskra gyðinga voru
þó fleiri. Gyðingar voru fámennir
og féllu vel að dönsku samfélagi.
Stjórnvöld, sem þó teygðu sig
býsna langt í samvinnu við Þjóð-
verja, gerðu þeim ljóst að þau
myndu ekki þola ofsóknir byggðar
á kynþáttahyggju. Fyrstu ár stríðs-
ins gekk hernámsliðið að þessum
kostum, enda hafði það meiri á-
huga á að njóta áffam góðs af
dönskum landbúnaði og iðnaði.
Efrir dönsku „ágústuppreisnina
1943“ ákávðu Þjóðverjar að láta
sverfa til stáls gegn gyðingum.
Aður en til þess kom barst þó við-
vörun ffá aðalstöðvum þeirra og
viðbrögð Dana voru svo snögg að á
tveimur nóttum í októberbyrjun
tókst að bjarga flestum gyðingum
yfir til Svíþjóðar og nær öllum áður
en mánuðurinn var liðinn. Hvar-
vema reyndist vilji til að hjálpa,
einnig meðal þeirra sem aldrei
áður höfðu komið nálægt and-
spyrnuhreyfingu. Þessi kafli í
danskri sögu hefur verið nefndur
ljósglætan í svartnætti einhverrar
skelfilegust kynþáttaútrýmingar
sem mannkynið kann frá að greina.
Nálægð Svíþjóðar og sú staðreynd
að Svíar tilkynntu að þeir tækju á
móti flóttafólkinu réði líka miklu
um árangurinn.
Um þennan atburð fjallar sýning
sem Frihedsmuseet hefur gert í til-
efrii þess að í haust eru 50 ár liðin
frá þessurn stórbrotnu björgunar-
aðgerðum. Sýningin lýsir í mynd-
um og texta ofsóknum Þjóðverja
og viðbrögðum Dana og fjallar um
forsendur og bakgrunn atburð-
anna: nasismann, gyðingaofsókn-
irnar og stöðu Danmerkur fyrir og
eftir hernámið. Sýningin er haldin
samtímis víða um heiin, í Þýska-
landi, Israel, Bandaríkjunum,
Frakklandi og víðar. Hún verður
opnuð á morgun, laugardaginn 6.
nóvember kl. 16 ineð erindi danska
sagnfræðingsins Therkels Strode
og henni lýkur 21. nóvember.
>