Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 1
Minnismerki meirihluta Á glundroðakenningin við rök að styðjast? Hvað gerði vinstri meirihlutinn 1978-1982? Kunna vinstrimenn að passa peninga Reykvíkinga? Svörin á bls. 4 Öskubuska fer á markaðinn Konur í Austur-Evrópu gegndu lykilhlutverki í andófshreyfing- unni en uppgötva nú að lýðræði á vestræna vísu jafhgildir hrein- ræktuðu karlaveldi. Bls. 10 DV - Tími - Moggi DV-menn yfirtóku Tímann til að ná fótfestu á morgunblaðs- markaðinum. Málgagn Fram- sóknarflokksins er núna í end- urhæfingu en með vorinu má búast við tímamótum. Bls. 8-9 1. tbl. 3. árg. 7. janúar 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hafa meiri hernaðarumsvif á Is- landi en þau hefðu kosið. Án um- boðs frá Alþingi, utanríkisnefnd eða þjóðinni og í skjóli leyndar var utanríkisráðherra að framfylgja hernaðarstefhu sem enginn aðili í íslenska stjórnkerfinu hefur sam- þykkt. Þessi afstaða utanríkisráð- herra er í mótsögn við þá yfirlýstu stefnu að ekki ætti að vera her á Is- landi á friðartímum," segir í álykt- uninni. Samtök herstöðvarandstæðinga efhdu til útifundir á Lækjartorgi á miðvikudag til að mótmæla áfram- haldandi veru bandaríska hersins á Islandi og afhentu forsætisráðherra samþykkt þess efnis. Þingflokkur Alþýðubandalagsins fagnar áformum Bandaríkjahers að draga saman starfsemi sína og hvetur íslensk stjórnvöld til að hefja nú þegar viðræður við Banda- ríkjamenn urn að undirbúa brottför hersins á skipulegan hátt. Þá bendir þingflokkurinn á að mikilvægt sé að markvissum að- gerðum verði beitt í atvinnumálum Suðurnesja um leið og viðræður uin uppsögn varnarsamningsins fara fram. Sú aðstaða sem Bandaríkjaher mun skilja eftir - íbúðarhús, vinnu- skálar, flugskýli og fleira - getur nýst til að efla íslenskt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum, stórum og smá- um, ný txkifæri. A Suðurnesjum eru uppi ýmsar hugmyndir um að nota aðstöðuna sem verður eftir þegar herinn fer. - Við þurfum ekki á nýjum betli- ferðum að halda heldur eigurn við að einbeita okkur að því að skjóta styrkum stoðum undir atvinnufyr- irtæki á Suðurnesjum. Það er mik- ilvægt að nota næstu tvö árin til að efla atvinnulífið á svæðinu og í þeim efhum kemur margt til greina, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forinaður Alþýðu- bandalagsins. Utanríkisráðherra krafðist meiri hern- aðarumsvifa á íslandi en Bandaríkja- menn höfðu hug á. Hermangsstefnan ekki borin undir neinn aðila í íslenska stjórnkerfmu. Alþýðubandalagið mót- mælir framgöngu utanríkisráðherra en fagnar samdrætti Keflavíkurstöðvarinn- ar. Atvinnulíf á Suðurnesjum þarf að efla. Margir möguleikar fyrir hendi. Amnesty skrifar Havel Mannréttindasamtökin Am- nesty International hafa skrifað Vaclav Havel, forseta Tékklands, bréf þar sem þau lýsa yfir áhyggj- um sínum yfir löguin flóttamenn sem tékkneska þingið samþykkti í haust. I bréfinu segir að lögin stangist á við alþjóðasáttmála um réttarstöðu flóttamanna sem Tékkland á aðild að. Lögin gera ráð fyrir að flóttamenn sæki um leyfi til yfirvalda til að dvelja í Tékklandi nánast samstundis eft- ir að þeir eru komnir yfir Ianda- inærin, annars verði umsókninni synjað. Þá eru í lögunum strang- ar takinarkanir á viðtöku flótta- manna í Tékklandi. Herstöðvarandstæðmgar efitdu til lítifundir á Lækjartorgi til að mátmæla áframhaldandi veru Bandaríkjahers. Salan á SR-mjöli: Alþýðubandalagið fer fram á rannsókn ingflokkur Alþýðubanda- lagsins ákvað á miðviku- dag að óska efitir því við formann sjávarútvegsnefhdar Alþingis, Mattliías Bjamason, að rannsakað verði hvort eðlilega hafi verið staðið að sölu SR- ntjöls h.f. I bréfi til Matthíasar sem þeir Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon undirrita fyrir hönd þingflokksins segir að nauðsynlegt sé að kanna til hlítar hvort ásakanir um að hagsmuna ríkisins hafi ekki verið gætt sem skyldi og eðlilegar reglur urn útboð hafi verið brotnar eigi við rök að styðjast. Þá fer þingflokkurinn fram á að könnuð verði hagsmunatengsl milli Verðbréfamarkaðar Islands- banka sem annaðist undirbúning sölunnar og kaupendanna og enn- fremur hvort pólitísk misbeiting hafi átt sér stað og ráðið framgangi málsins. I bréfinu segir orðrétt. „Þing- flokkur Alþýðubandalagsins telur að mjög óskynsamlega hafi verið staðið að ákvarðanatöku í þessu máli frá upphafi. Þegar lögin um stofnun hlutafé- lags um Sfldarverksmiðjur ríkisins voru samþykkt vildi stjórnarmeiri- hlutinn ekki fallast á breytingatil- lögur ininnihlutans sem gengu út á það að mjög varlega yrði farið við sölu á eignarhlutum í fyrirtækinu og í upphafi yrðu einungis seld 40%. Til að gera kaupin áhugaverðari voru fyrirtækinu lagðar til 540 milljónir króna en það síðan selt nú á 725 milljónir króna. Hagnaður ríkisins af sölunni er því 185 millj- ónir króna (mínus einkavæðingar- kostnaður) en hagnaður af rekstri SR-mjöls hf. er áætlaður á árinu 2- 300 milljónir króna og útilitið er gott á næstu vertíðum." - sjá frétt á baksíðu Jón Baldvin Hannibalsson stóð í stappi við bandarísk hermálayfirvöld í marga mánuði efitir að Bandaríkjamenn sendu utanríkisráðuneytinu skeyti þess efnis að þeir vildu leggja niður herstöðina á Kefla- víkurflugvelli í núverandi mynd. Jón Baldvin neitaði að greina Al- þingi og utanríkismálanefnd þess frá tillögum Bandaríkjamanna og reyndi á bakvið tjöldin að fá hern- aðaryfirvöld til að hverfa frá fyrir- huguðum niðurskurði. Þetta varð opinbert eftir að samkomulag rík- isstjórnarinnar við Bandaríkja- menn var kunngjört á þriðjudag. Þingflokkur Alþýðubandalagsins sainþykkti ályktun á miðvikudag þar sem málsmeðferð utanríkisráð- herra er fordæmd. „Nú hefúr það verið staðfest að mánuðum saman hefur Jón Bald- vin Hannibalsson reynt að knýja Jón Baldvin Hannibalsson fór ekki bónleiður til búðar Bandaríkja- manna: Herinn hætli við umfangs- mikinn niðurskurð eftir aðformað- ur Alþýðuflokksins hermangaði til við þá. Jón Baldvin blekkti og betlaði FuUur skriður á framboðsmálinu Skriður er kominn á viðræð- ur minnihlutaflokkanna í Reykjavík um sameiginlegt framboð og sameiginlegt borg- arstjóraefni vegna borgarstjóm- arkosninganna í vor. Á þriðju- dagskvöld var haldinn fundur fulltrúa minnihlutaflokkanna sem staðfesti vilja þeirra til að halda áfram tilraunum til að finna flöt á hugsanlegu samstarfi í aðdraganda kosninganna. Guð- rún Ogmundsdóttir, borgarfull- trúi Kvennalistans sem ásamt Framsóknarflokknum var til skamms tíma andsnúinn viðræð- um um kosningasamstarf, segir í samtali við Vikublaðið að cnnþá séu viðræðurnar í raun aðeins ó- formlegt spjall yfir kaffibolla, en ljóst sé að þær þurfi að ldárast "ekki seinna en í gær" ef af sam- eiginlegu framboði á að verða. Búist er við að félagsfundur Kvennalistans sem haldinn verður 13. janúar taki afstöðu til viðræðnanna. Guðnin Ogmundsdóttir játar því injög afdráttarlaust þegar hún er innt eftir afstöðu hennar til þess hvort Alþýðuflokkurinn eigi að vera aðili að framboðinu ef afverð- ur. - Ef allir minnihlutaflokkarnir eiga að koma að þessu þá innifelur það auðvitað Alþýðuflolckinn. Landsmálin og borgarmálefnin spila vissulega saman en við höfum heldur enga tryggingu fyrir því, svo dæmi sé tekið, að Alþýðubanda- lagið fari ekki í rfldsstjóm með Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabil- inu, segir hún. Af þróuninni síðustu daga og vikna iná ráða að hugmyndin um sameiginlegt framboð er að vinna sér breiðara og öflugra fylgis innan flokkskjarnanna en var í haust, en allir sem Vikublaðið ræddi við eru sammála um að viðræðurnar séu á mjiig viðkvæmu stigi. Þannig hefur þiýstingur innan Kvennalistans á sameiginlegt framboð verið að magnast og hugmyndin nýtur líka stuðnings aðila úr flokkskjarna Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. Þá tekur Framsóknarflokkurinn þátt í viðræðunum í samræmi við sam- þykkt fulltrúaráðs Framsóknarfé- laganna í Reykjavík frá 6. desember sl.. - Það er verið að ígrunda allar leiðir, sem er mjög eðlilegt, segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, en bendir á að tíminn sé að renna út. - Við í Framsóknarflokknum eru komin í gang með uppstillingu á lista sein á að vera lokið um næstu mánaðamót. En ef það er eitthvað sem ég skynja í umhverfi mínu þá er það eindreginn vilji til aukinnar samvinnu og það er í þeim anda sem minnihlutaflokkarnir voru með sameiginlega bókun vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborg- ar nú á fimmtudag, scgir hún.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.