Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Page 5

Vikublaðið - 07.01.1994, Page 5
VIKUBLAÐIÐ 7. JANUAR 1994 MexmlngÍKi 5 Efnafrœði listarinnar Listasafn ASI Halldór Asgeirsson Hraun-ummyndanir 4.-19. desember Hann lífgar eldinn lætur drjúpa í kerið orð sem hann geymir undir tungurótum og sér þau lifna Ijós í vatni og gleri Kvæði þetta eftir Baldur Oskarsson um þýska dul- spekinginn Heinrich Cornelius Agrippa von Nettels- heirn (1486-1534), sem er upphafs- ljóðið í ljóðabókinni „Krossgötur" frá 1970, gæti að breyttum breyt- anda verið eins og lýsing á mynd- heinii Halldórs Asgeirssonar. Cornelius Agrippa var ættaður ffá Köln og höfundur bókarinnar De occulta philosophia, sem var grundvallarrit þeirra er lögðu stund á dulspeld á horð við alkemíu (gullgerðarlist) og cabbala-fræði á 16. og 17. öld í norðanverðri Evr- ópu. A sama hátt og alkemistar miðalda og endurreisnartímans notfærðu sér eldinn til þess að „- göfga“ efnið og líkja eftir sköpun- arferli skaparans notar Halldór eldinn til þess að ummynda og „göfga“ hraunið og láta það „- drjúpa í kerið“, þannig að við sjá- um það lifna eins og „ljós í vatni og g!eri“. Með því að sækja sér efnivið sem kominn er úr iðrum jarðar og um- breyta honum með eldi, er Halldór í raun að taka upp aðferð hinna fornu alkemista. Fyrir tilverknað eldsins sjáum við hinar ólíldegustu myndir vaxa út úr hrauninu og mynda sjálfstætt myndmál sem listamaðurinn semr síðan fram samkvæint sínum reglum. Og framsetningin er einnig í anda al- kemíunnar, þar sem hringformið kemur við sögu, talan 24 og upp- hafningin eða svifíð, ásamt með hinum alkemíska litaskala, nigredo (sorti), albedo (hvíta), citrinitas (gula) og rubedo (roði), sem sam- svara höfúðskepnunum fjórum: jörð, vatni, lofri og eldi. (Við þessa höfuðliti bættist stundum viriditas (grænkan) og cauda pavonis (lit- brigði páfuglsstélsins).) Alkemían var ekki bara efna- fræðigrúsk fégírugra kuklara sein vildu gera sér gull úr sandi. Eins og bæði sálfræðingurinn Carl Jung og trúarbragðaffæðingurinn Mircea Eliade hafa bent á þá var alkemían snar þáttur í heimsmynd miðalda og endurreisnar og gegndi þar bæði trúarlegu, heimspekilegu og listrænu hlutverki auk þess að vera upphafið að efnafræði nútímans. I stuttu málin var það markmið þeirra sem aðhylltust hugmynda- heim alkemíunnar að endurgera eða líkja eftir sköpunarferli náttúr- unnar og öðlast þannig innsýn í og skilning á guðdómlegu eðli sköp- unarverksins. Vísindahyggja nútímans hefúr hins vegar gert það að verkum að þessi hugmyndaheimur hefur verið vanræktur af sagnfræðingum nú- tímans og hann afgreiddur sem kukl og fordómar. Það er einungis ineðal örfárra listamanna sem þessi hugmyndaheimur hcfur haldist við í þrotlausri viðleitni listarinnar til þess að korna reiðu á óreiðuna, Bestu þakkir Elskulegar dætur okkar, tengdasynir, dætrabörn, systkyni og fjölskyldur þeirra, samstarfsmenn, félagar og aðrir vinir. Hugheilar þakkir fyrir höfðinglegar gjafir, heilla- óskir og kveðjur, vegna 70 ára afmæla okkar, 24. desemberog 3. ágúst 1993. Guð blessi ykkur öll. Lifið heil Helga Þorkelsdóttir og Sigurður B. Guðbrandsson, Borgarnesi. sein síðan er leyst upp og sundrað þangað til það öðlast nýja einingu í umbreyttri og fullkomnari mynd. Sama sjáum við í hringforminu á verkinu „Við hraunmúrinn“, þar sem eldmyndað hringformið teng- ir saman einstaka steina og dregur þá saman í eina heild. Eða í verkinu „24 tímar“, þar sem 24 litaðar myndir í litaskala alkemíunnar mynda skáhallandi ferstrendan rannna utan um formleysi grjótntassans úr iðrum jarðar og gefa okkur tilfinningu fyrir svifi sem jafnfraint er líking við ferlið frá sundrungu til einingar. Eining- arnar 24 eru líking við stundir sól- arhringsins, hið náttúrulega hring- ferli sem tekst á við ferstrent fonn Ólafur Gíslason rammans, sem gæti verið líking við stríðandi andstæður höfuðskepn- anna. Ljósasta dæmið um skyldleika myndmáls Ilalldórs við hug- myndaheim alkemíunnar er þó skápurinn með tilraunaglösunum, þar sem uppbræddar og ummynd- aðar efúisagnirnar eru sýndar í mislitum vökvum og upplausnum. Uppstillingu þessa kallar Halldór „Frjóvgun“ eins og uin beina tilvís- un væri að ræða í ofanrituð orð Eli- ade uin fósturferlið í iðrum jarðar. Sama hugmynd er sett ffam í fyrmefndu ljóði Baldurs Oskars- sonar um Cornelius Agrippa. Það er engin tilviljun að Baldur byrjar bók sína, „Krossgötur", á þessu ljóði. Ljóð hans, sem eru trú- lega einhvcr slípaðasti skáldskapur síðustu áratuga á íslenska tungu, eru uppfull af alkemískum líking- um. A sama hátt og Halldór beitir galdri alkentíunnar á efnismassann úr iðmm jarðar til þess að ná settu marki í myndlistinni verður ljóð- listin í meðferð Baldurs einatt að alkemískum galdri. F.ða eins og segir hálfkæringslega í ljóðinu „Steinaríki II“: Aaa.við munumlæra nýtt stafróf! Og efnafræðin -uppspretta tegundanna- hún öðlast gildi frumspekinnar. Tak þessa bók og et hana eins og hún er... Flalldór Asgeirsson á sér ekki bara andlegan félagsskap í ljóð- skáldinu Baldri Öskarssyni. Svip- aðar hugmyndir má einnig skynja úr skúlptúrum Jóhanns Eyfells, þar sem jörð og eldur em sameinuð í málmsuðunni, eða í blýgráum hringamyndum Grétars Reynis- sonar. Og ef við leitum til megin- lands Evrópu má víða sjá að alkem- ían lifir enn góðu lífi mitt á öld hinnar hreinu og afdráttarlausu vísinda- og efnishyggju: kunnir myndlistarmenn eins og Alberto Burri, Yves Klein, Jannis Kounnel- is og Pino Pascali hafa allir verið orðaðir við alkemískan galdur, svo ekki sé minnst á ljóðskáldið og leikstjórann Pier Paolo Pasolini. Og ef leitað er aftur í fortíðina má finna fjölmörg dæmi í inyndlist og skáldskap, þar sem aðferðarffæði gullgerðarlistarinnar er beitt beint eða óbeint. Þannig gæri hin snjalla myndlíking Sveinbjarnar Egilsson- arskálds úr jólasálminum alkunnna um „ffumglæði ljóssins", sem flestallir íslendingar inunu hafa sungið nú um jólin, verið komin beint úr smiðju alkemistans. Eins og hraunið sem vex út út sortanum og tekur á sig nýja mynd fyrir til- verknað eldsins í þjáningarfúllri fæðingu, þannig vex Ijósið út úr skammdegissortanum og öðlast yf- irfærða trúarlega merkingu í fæð- ingarsögu ffelsarans. Ilalldór As- geirsson hefur fundið ffjóan efni- við sem vafalaust á eftír að verða honum notadrjúgt yrkisefni í ffam- tíðinni. Laust embætti héraðsdýralæknis Embætti hérðasdýralæknis í Austur-Eyjafjarðarum- dæmi er laust til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1994. Landbúnaðarráðuneytið, 30. desember 1993. skapa kosnios úr kaos og finna samsvörun efnislegs og andlegs veruleika. Mircea Eliade hefúr rakið hug- myndaheim alkemistanna aftur til ævafornra trúarlegra hugntynda og segir í bók sinni „Goðsögn alkemí- unnar": „Við rekumst mjög snemma í sögunni á þá huginynd að málm- arnir vaxi í iðrum jarðarinnar ekki ólíkt og fóstur í móðurkviði... Námumennirnir og málmiðnaðar- mennirnir grípa inn í fósturþróun- arsöguna í iðrum jarðar og hraða vextí málmanna, og gerast þannig þátttakendur í sköpunarferli nátt- úrunnar. Málmbræðsluinaðurinn, járnsmiðurinn og alkemistínn eiga þetta sameiginlegt: allir þrír gera tilkall til sérstakrar trúarlegrar/yf- irskilvitlegrar reynslu í samskiptum sínum við efnið sem þeir með- höndla... Allir þrír vinna nteð efni sem þeir telja í senn lifandi og heil- agt, og viðleitni þeirra stefnir að umbreytingu efnisins, að „full- konmun“ þess, að hamskiptum þess“. Sálffæðingurinn Carl Gustav Jung hefur síðan bent á að hið al- kemíska ferli sé í raun yfirfærsla á sálrænu ferli í gegnuin hreinsunar- eldinn í átt til andlegrar fullkomn- unar. Það er einmitt í ljósi þessarar tví- ræðni andlegrar og efiiislegrar reynslu sem eðlilegast er að lesa myndir Halldórs Ásgeirssonar. Umbreyting hraunsins fyrir til- verknað eldsins er ekki bara efna- fræðilegt ferli, og staðfestingu þess sjáum við í framsetningu lista- mannsins á niðurstöðunni þar sem jörð og eldur hafa sameinast. Til dæmis í hringforminu í myndverk- inu „Ferð“, þar sem ummynduðum hraunbitum eða brotunt cr raðað eins og svífandi fyrirbærum á hring. Rétt eins og hið sundraða efúi stefnir að nýrri einingu innan hringformsins í nýrri og um- breyttri mynd. A sama hátt og hið alkemíska ferli, sem hefst í einingu efnisins íp Gestaíbúöin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi), er léð án endurgjalds, þeim sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Osló eða Reykjavík, til dvalar á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby Slott, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir 28. febrúar n.k. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgar- stjóra, sími 632000.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.