Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Side 8

Vikublaðið - 07.01.1994, Side 8
8 Fréttaskýring VIKUBLAÐIÐ 7. JANÚAR 1994 DV krafsar í Moggann með Tímanum „Aftur tilfor- tíðar((-stefnan er til að búa í haginn fyrir markaðssókn síðar á árinu. Morgunblaðið feimið við samkeppni. Eftir Pál Vilhjálmsson Frjáls íjölmiðlun, sem geíur út DV, fékk um áramótin dag- blaðið Tímann fyrir svotil ekki neitt og ætiar að freista þess að gefa út þetta málgagn Framsóknar- flokksins með hagnaði, en tap- rekstur hefur verið á Tímanum í ntörg herrans ár. Með því að leigja nafnið Tímann til tíu ára nær Frjáls fjölmiðlun fótfestu á morgunblaðs- markaðnum án þess að kosta miklu til. Frjáls fjöimiðlun fær yfirráð yfir Tímanum fyrir smáaura sem verða greiddir með því að birtar verða auglýsingar um flokksstarf Fram- sóknarflokksins. Ilinn aðilinn sem hagnaðist á þessum viðskiptum er Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins. Endalausar uppákomur í kringum Tímann síðustu mánuði voru farn- ar að skaða formanninn verulega. Það er til marks um veika stöðu Steingríms að fyrir fáum misserum þegar hann ræddi við mann sem kom til greina sem ritstjóri Tímans þá sagðist Steingrímur ráða því sem hann vildi í málefnum Tím- ans. Núna um áramótin þorði hann hinsvegar ekki annað en að bera samninginn við Frjálsa fjöimiðlun undir alla þingmenn flokksins og framkvæmdastjórnina sömuleiðis. Samráðið þjónaði líka öðrum til- gangi. Fyrsta skrefið: Búum til sátt Þeir voru inargir sem töpuðu á Tímaævintýrum síðusm mánaða þegar reynt var að koma rekstri blaðsins í betra horf með því að höfða tii aðila utan Framsóknar- flokksins. Allmargir keypm lítinn hlut í útgáfufélagi blaðsins, Mót- vægi hf., til að sýna samstöðu með hugmyndinni um „dagblað félags- hyggjufólks". Þar á meðal voru al- þýðubandalagsmenn, kvennalista- konur og vitanlega framsóknar- menn. Þetta fé er tapað þar sem Mótvægi hf. var látið fara í gjald- þrot. Þeir sem töpuðu þó mesm voru einstaklingar sem störfuðu á blaðinu og aðilar sem þeim tengd- ust. Upphæðirnar sem þetta fólk lagði til hlupu á hundruðum þús- unda króna og milljónum í nokkrum tilvikum. Sveinn R. Eyjólfsson stjórnar- formaður Frjálsrar Fjölmiðlunar og Hörður Einarsson fram- kvæmdastjóri (þeir eru báðir titlað- ir útgáfustjórar) eru kaupsýslu- menn sem hafa gert fjölmiðlun að starfsvettvangi sínum. Þeir vita sem er að fátt reitir fólk meira til reiði en að tapa peningum. Þess vegna reið á að draga úr ólgu nteð- al vonsvikinna hiuthafa því að for- senda fyrir því að dæmið gangi upp er að sæmilegur friður skapist um Tímann. Langflesmin starfsmönn- um var boðin áframhaldandi vinna á Tímanum, meðal annars Ágústi Þór Árnasyni sem var ritstjóri blaðsins síðustu dagana fyrir yfir- töku DV-manna. Þegar Ágúst Þór kveikti á flug- eldi á gamlárskvöld sagði hann stundarhátt að hann fuðraði eins glatt upp og hlutabréfin hans í Mótvægi hf.; tap hans er tæpar tvær inilljónir króna og aðilar sem standa honum nærri sáu af einum 3-4 milljónum króna. Ágúst Þór varð fyrir vonbrigðum en hann er ekki bimr. Ur því sem komið var taldi hann óumflýjanlegt að út- gáfufélagið færi í gjaldþrot og þótt hann hafi ekki verið með í ráðum finnst honum ekki að Steingrímur Hermannsson hafi farið á bak við sig þegar formaður Framsóknar- flokksins makkaði við Svein og Ilörð. Ágúst Þór Iítur til baka á þessa fáu daga í desember sem hann var ritstjóri og telur sig hafa sýnt hvað hann gemr og kann í blaðaútgáfu þótt það hafi komið fyrir lítið. Hann reynir að sjá já- kvæðar hliðar á málinu. - Það er punkmr að þársterkir aðilar vilja gefa út félagshyggju- blað, segir Ágúst Þór. Aðrir hluthafar eru ekki tilbúnir að láta gott heita. Stefán Ásgríms- son fyrrverandi fréttastjóri Tím- ans, sem átti hálfa milljón króna, Steingrímur Gunnarsson, sem var með eina og hálfa milljón króna í Mótvægi, og fleiri aðilar fhuga málssókn til að ná rétti sínum, en þeir telja að stjórn og stærsm eig- endur Mótvægis hafi brotið á minnihlutanum. Onnur uppspretta andúðar á ráðagerð Steingríms Hermanns- sonar og Frjálsrar fjölmiðlunar er í trúnaðarmannasveit Framsóknar- flokksins. Til að draga úr líkum á því var Halldór Ásgrímsson, vara- formaður flokksins, fenginn til að taka þátt í samningunum og sam- ráð var haft við þingmenn og fram- kvæmdastjórn. Úr herbúðum framsóknarmanna heyrast þær raddir að Steingrímur undirbúi brottför sína úr for- mannsstólnum til að setjast í helg- an stein í Seðlabankanum og loka- lausn á Tímavandamálinu sé þátmr í því ferli. Aftur tilfortíðar Fyrrverandi starfsmaður Tímans sagði að þegar hann fékk í hendur fyrsta tölublaðið í búningi DV- manna kom yfir hann sú tilfinning að vera í sveit norður í landi fyrir 30 árum þar sem Tíminn var skyldulesning á flesmm bæjum. Til að fá fjarlægð frá vandamálum samtímans gripu nýju útgefendur blaðsins til þess ráðs að færa blaðið í eldgamalt form. En þessi ráðstöf- un getur aldrei verið nema tíma- bundin. Til að sannfærast uin það þarf ekki annað en að léggja saman og draga frá. Áskrifendur Tírnans eru á milli 3-4 þúsund en til að standa undir 8-10 manna ritstjórn - það er búið að ráða 8 blaðamenn - þarf blaðið að seljast í um 10 þúsund eintök- um. Þetta sýna áætlanir sem gerðar hafa verið á Tímanum og annars- staðar um reksmr dagblaðs. Frjáls íjölmiðlun gemr að einhverju leyti samnýtt reksmr DV og Tímans, til dæmis ljósmyndasafn, auglýsinga- söfnun og dreifingu. Þá er tölu- verður ávinningur að því að prenta blaðið í nýuppsettri prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðlunar í Flampiðju- húsinu sem hefur verið verklítil. í fyrra borgaði Tíminn prentsmiðj- unni Odda um 30 milljónir fyrir að prenta blaðið. Ef útgáfa Tímans lukkast sér Frjáls fjölmiðlun fram á að geta stækkað prentsmiðjuna þannig að • Á efstu hœð DV- hússins verður markaðssóknin skipulögð. Handan götunnar er aðsetur Tímans sem verður verkfœri DV-manna til að komast inn á nýjan markað. • Ágúst Pór Árnason, síðasti ritstjóri „gamla Tímans “ var ráðinn sem um- sjónarmaður er- lendra frétta á DV- Tímanum og reynir að sjá björtu hlið- arnar þráttfyrir að hafa tapað 1,7 milljónum króna. hún geti einnig prentað DV, en hingað til hefur prentsmiðja Morgunblaðsins haft það verkefhi. Það er nokkuð augljóst að áður en Tíminn fer að sýna hagnað þarf að tvöfalda áskrifendafjölda blaðs- ins. Það verður ekki gert nema að fara út í kostnaðarsama markaðs- sókn. Og áður en skynsamir kaup- sýslumenn leggja peninga í rnark- aðssemingu þurfa þeir að hafa selj- anlega vöru. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var ráðinn ritstjóri Tíinans til að innsigla „aft- ur til fortíðar"- stefhuna sem tekin var til að komast hjá moldviðri fyrri eigenda Tímans og uppsteyti meðal almennra framsóknarmanna sem hatast- við landbúnaðarstefnu DV og hafa megnustu vantrú á að úr þeirri átt komi eitthvað gott. Jón segist vera „gamaldags flokksþræll" sem tekur að sér ýmislegt fyrir flokkinn og nú hafi hann verið „kvaddur í stríðið.“ Hann var rit- stjóri Tímans áður en Mótvægi hf. tók við rekstrinuin á síðasta ári og hefur fengið til liðs við sig Birgi Guðmundsson sem fréttastjóra en þeir áttu gott samstarf í fyrri rit- stjóratíð Jóns. Hann býst við að vera í þessu starfi fram á vor og ekki er ósennilegt að um það leyti muni nýir eigendur Tímans hugsa sér til hreyfings og búa tii það blað sem þeir raunverulega ætla sér að halda úti. Þá verður stormurinn liðinn hjá ogMótvægi hf. orðið að fortíð. Framsóknarflokkurinn er ekki söluvara Fyrir tíu árum hefði formaður Framsóknarflokksins verið hróp- aður niður fyrir að láta sér detta í hug að Frjáls fjölmiðlun gæti gefið út blað fyrir „frjálslynt og umbóta- sinnað félagshyggjufólk" (fram- sóknarmenn gegna þessum nöfii- um á hátíðarstundum). Og for- maður sem hefði látið útgefendur DV fá Tímanafhið í hendur hefði verið tekinn af sakramentinu. Þetta voru aðstæðurnar fyrir tíu árum. Núna eru forn hreppaskil óglögg og minni gamalla framsóknar- manna farið að förlast. Það er líka hefð fyrir því f Framsóknarflokkn- urn að trúa formanninum þótt menn skilji hann ekki. Sveinn R. Eyjólfsson og Hörður Einarsson eru hinsvegar ekki fram- sóknarmenn og þeir þekkja þau viðurkenndu sannindi að flokkur- inn er ekki samnefnari fyrir „annað félagshyggjufólk" og verður það tæplega úr þessu. Undir forystu aðalstofhanda Framsóknarflokksins, Jónasar frá Hriflu, var flokkurinn róttækur umbótaflokkur og tengdist ung- mennafélögunum sterkum bönd- um. Síðar varð Framsókarflokkur- inn kerfisflokkur sem náði veruleg- um völdum þjóðfélaginu með ó- skammfeilnu hagsmunabandalagi við Samband íslenskra samvinnufé- laga. Hin síðari ár hefur flokkurinn orðið íhaldssamur landsbyggðar- flokkur og gegnt því hlutverki að standa vörð um rústir haftakerfis í landbúnaði og ónýtrar fiskveiði- stefhu. Flokkurinn ber enda höf- uðábyrgð á tilurð hvorttveggja kvótakerfisins í landbúnaði og sjáv- arútvegi. Framsóknarflokkurinn er ekki það stjórnmálaafl sem félags- hyggjufólk fylkir sér um. Þess vegna eru útbreiðslumöguleikar Tímans takmarkaðir á meðan hann er gefinn út undir formerkjum Framsóknarflokksins. Um það bil sem Jón Kristjáns- son víkur úr ritstjórastól Tímans í vor verða DV-menn tilbúnir með áætlun sem miðar að því tryggja blaðinu nægilega stóra hlutdeild á morgunblaðsmarkaðnum til að það eigi framtíð fyrir sér. Það verður ekki gert nema að krafsa í áskrif- endahóp Morgunblaðsins. Af nógu er að taka og vísbendingar eru um að Morgunblaðið sé ekki til stór- ræðanna. DVsaxar á Morgun- blaðið Frjáls fjölmiðlun velti rúmlega einum milljarði króna á síðsta ári og síðustu árin hefur flaggskip út- gáfufélagsins, DV, saxað á það for- skot sem Morgunblaðið hefur haft í seldurn eintölcum. Hingað til hef- ur samkeppnin við Morgunblaðið verið óbein því að blöðin korna ekki út á sama tíma dagsins. Sain- keppnin á milli blaðanna er meiri á auglýsingamarkaðnum og þar er oft ntikið fjör. I haust nötraði allt DV-húsið við Þverholt þegar Morgunblaðið varð fyrri til að birta afsláttariniða sem lesendur gátu klipp út og framvísað f verslunum. Þeir á DV höfðu eytt töluverðum tíma og peningum í að þróa þessa hugmynd og ætluðu að

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.