Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Side 12

Vikublaðið - 07.01.1994, Side 12
12 laiidsiillidiiriiiii VIKUBLAÐIÐ 7. JANÚAR 1994 Stjórnmál og leiklist Við höldura áfram að birta hér erindin sem flutt voru í Lista- mannakaffi landsfund- ar Alþýðubandalagsins í lok nóvember sl. Hér fjallar Erlingur Gíslason leikari um stjórnmál og leiklist, H5n í leikhúsum heims- ins hefur ýmist verið leikið samkvæmt tilskipunum valdinu til dýrðar eða listinni beitt til að fletta ofan af valdsherrunum. Og Erlingur klykkir út með áskorun til stjórn- valda; tryggið listgreinunum fjár- magn en látið þær svo í friði! Við sem búum á Islandi höf- um tilhneigingu til að trúa því að hér heima hjá okkur ríki sérstakar aðstæður sem valda því að við eruin öðruvísi en aðrir og okkur stafi ekki hætta af því sem aðrar þjóðir þurfi að vara sig á. ^ Brynum nú þessa tilhneigingu okkar á fyrirsögn þessarar greinar, „Stjórnmál og leiklist". Það er auðvelt að nefna dæini um leikhús sem hafa ætlað sér hlut á vettvangi stjórnmála, hinsvegar er erfiðara að vera viss um hvort þau hafa átt erindi sem erfiði. Vissulega hefur leiklistin sterk á- hrif á hugi manna, en hefur hún umtalsverð áhrif á hegðun þeirra? Leikhús í valda Austur í Kína beitti Mao for- maður leikhúsinu og leiklistinni til ^"þess að kenna mönnum hugsjónir Sósíalismans og sýna þeim jafn- framt viðurstyggð Fasismans og Kapítalismans. Berthold Brecht rak með mikl- um velvilja stjórnvalda meðvitað og raunar yfirlýst áróðursleikhús í Austur-Berlín, Berliner Ensamble. Aðferð sína orðaði hann á þá leið að hann óskaði eftir því að geta gefið áhorfendum gleði uppgötv- unarinnar og í kjölfarið vonaði hann að fylgdi gleðin við að breyta umhverfi sínu og aðstæðum. Þá gleði áttu áhorfendur að gefa sjálf- um sér þegar þeir héldu heim úr leikhúsinu. Jafnframt vildi leikhús- ið brýna sainvi/.ku hins sósíalíska manns og vekja með honum mann- göfgina sem hann krcfur sjálfan sig um. Hér nefni ég til viðbótar tvö leikhús sem ákveðið héldu fram stjórnmálastefnu og annað þeirra Meyerholdsleikhúsið í Moskvu var bcinlínis rekið af stjórnvölduin og var fyrst og fremst leikhús Sovét- sósíalismans, en hitt var tilrauna- leikhús Erwins Piscator í Berlin fyrir valdatöku nazista og var fyrir- rennari og skóli margra róttækra leildistarmanna. Margir listamenn og ekki sízt leiklistarmenn brugðust mjög á- kveðið og einarðlega við nazisman- um þegar hann tók að láta á sér kræla. En þar áttu þeir við að glíma einhverja sefjandi heiinsku og ruddalega ógn sem leikhúsið virtist engan veginn ráða við. Þeir gerðu sent þeir gátu og hættu iðulega lífi og sumir fengu að fóma því. Reví- ur og kabarettar veltu nazistunum upp úr háðinu og vöruðu við of- beldi þeirra og ógnarstjórn, en allt kom fyrir ekki - litli þýzki kjósand- inn vildi stóra leiðtogann sinn - og fékk hann, en leikhúsfólkið flúði á harðahlaupum út um allar trissur til að forða lífi sínu. Eg nefni þetta sorglega dæmi um inátdeysi leikhússins í stjórn- málaátökum samtímans og held raunar að áhrifamáttur leikhússins hafi oftast verið ofmctinn. Stjórn- völd á Italíu bönnuðu leikumm að tala - einhverntímann á miðöldum, en þeir bönnuðu þeim ekki að leika. Eg býst við að látbragðsatriði og tónlist hafi verið of vinsælt skemmtiefhi á markaðstorgum þess tíma til að stjómvöld voguðu að hafa bannið algert. Leikarar sem áður höfðu flutt texta settu nú smá spýtukubb upp í sig og fluttu leikrit sín með óskiljanlegum texta. Eftir sem áður höfðu þeir röddina og blæbrigði hennar, augun og svip- brigðin og hreyfingarnar. Þótt þetta bann hafi ekki orðið áhrifa- ríkt, þótti stjórnvöldum ekki á- stæða til að herða á banninu. Ognarstjóm I Tékkóslóvakíu var hinsvegar ekki tekið á málum með neinum silkihönzkum. Oll leiklist með lif- andi lcikumm var bönnuð í hátt á aðra öld. Brúðuleikhúsið var hins- vegar leyft. Sennilega hafa stjóm- völd ályktað sem svo að óvitunum gerði það minnst til þótt einhver væri að lauma að þeim áróðri. Þeir myndu einfaldlega ekki skilja hann. Þetta varð hinsvegar til þess að Tékkóslóvakar eignuðust merki- legasta og bezta brúðuleikhús Evr- ópu. Mér er sagt að Tékki eða Slóvaki, sem sækir leikhús að ein- hverju ráði, fari jafnoft í brúðuleik- hús og þetta hitt leikhúsið með lif- andi leikumnum. Við tilkomu kvikmyndarinnar varð merkisvið- burður. Það varð til ný listgrein; tilbrigði við kvikmyndalistina - brúðukvikmyndin - og nú hljóp pólitíkin heldur betur í spilið. Sak- leysislegt eðli brúðunnar hefur e.t.v. valdið því að stjórnvöld vom ógætnari en ella. Mig rak reyndar í rogastanz, þegar ég kom til Prag fyrri hluta vetrar 1965 og sá þrjár brúðukvikmyndir efdr Trnka: Agirndina, I lrokann og I löndina. Þær fannst mér svo hörkulegar í árás sinni á stjórnvöld að ég á- lyktaði: Þeir em mildu frjálslyndari héma en menn hafa reynt að telja mér trú um. Ennfremur sá ég póli- tískan kabarett þeirra félaga Suchy og Slitr. Viðbrögð áheyrenda vom ó- venjulega sterk; snöggir skellihlátr- ar sem steinhættu á andartaki því einginn vildi missa af einu orði. Ég hafði ágætan túlk, en þegar ég bað hann um sýnishorn af þessum firna mögnuðu bröndumm svaraði hann því til að nú væri erfitt að þýða. Kabarettistinn væri ótrúlega vog- aður og djarfur í gagnrýni sinni á stjórnvöld, en fyndnin lægi oftast í orðalaginu sem ylli því að ef þetta ætti að taka óstinnt upp, væri það jafnframt viðurkenning á því að með rétt mál væri farið. Suchy og Slitr skiptu með sér verkum. Annar sá uin tónlistina en hinn samdi textann og flutti hann. Sá þeirra sem samdi textann fórst voveifilega - hann fél! út um glugga skömmu eftir að vorið í Prag 1968 var orðið að hrímköldu hausti. Trnka var einn af töframönnum brúðuleikhússins og seinna brúðu- kvikinyndarinnar. Hann lézt um svipað leyti, sennilega eitthvað á sjötugsaldri og hlaut glæsilega út- för þjóðlistarmannsins sein hann lýsir svo hlægilega en jafhffamt á- takanlega í brúðumyndinni „Höndin“. Mér þykir vænt um ef æda má að störf þessara listamanna hafi hjálpað við að létta ljótu cin- ræði og lögregluríki af umhverfi þeirra. ísland kemur til sögunnar Einn Ieiklistarmanna í viðbót vil ég nefna frá Prag sem kom fram um þetta Ieyti. Það er leikritaskáld- ið Vaclav Havel. Saga hans er að vísu betur þekkt en margra ann- arra, vegna atburða sem gerðust núna síðustu árin. Ilaustiðl965 er hann nýkominn fram. Fyrsta leik- ritið er þegar þýtt á þýzku og ann- að leikritið er komið á fjalirnar í kjallaraleikhúsi í Prag. Þetta glæsi- lega og efnilega upphaf var fljót- lega truflað af íhlutun stjómvalda. Hann hélt þó áfram að skrifa, en sat í fangelsi öðru hverju vegna ýmissa gerfiásakana, fékk ekki vinnu nema erfiðis vinnu og hana helzt óþriflega o. s. frv. Leikrit hans bárust þó til útlanda eftir ýmsum leiðum og voru sýnd aðal- lega í Austurríki og Sviss, en einnig víðar. Við hér norður á Islandi fluttum tvö eða þrjú leikrit effir hann í hljóðvarpi og Þjóðleikhúsið sýndi einþáttung eftir hann í Þjóð- leikhúskjallaranum. En sjálfur hafði hann ekki í aldarfjórðung fengið að sjá leikrit eftir sig í al- vöru leikhúsi fyrr en í Reykjavík í febrúar 1990. Atburðarásin sem leiddi til þessa er önnur saga, hitt tilþeyrir þessum pistli að pólitísk- um hremminguin Vaclavs Havels var ekki lokið í Reykjavík. Þau hin sömu stjórnvöld, sem bezt tóku á móti honum sem nýkjörnum for- seta Tékkóslóvakíu, skelltu nú dyr- um Þjóðleikhússins á þessa sýningu Ieikritahöfundarins skömmu eftir að hann var farinn af landinu. F'ulltrúi þessara ráðstafana var félagi okkar allra og þáverandi menntamálaráðherra, núverandi fundarstjóri, Svavar Gestsson. Leikritinu var ekki slátrað í einu hnífsbragði heldur flutt yfir í Há- skólabíó þar sein það veslaðist upp eftir fáar sýningar á þröngri sviðs- svuntu sem aldrei var ætlað annað en bera fyrirlesara og púlt fyrir framan bíósýningartjald. Tilgang- urinn með lokun leikhússins var að inynda pólitískan þrýsting til að flýta fyrir fjárveitingu sem ráð- herrann var að útvega Þjóðleikhús- inu til viðhalds, breytinga og ef til vill endurbóta. (Við flutning þessa erindis þótti mér ekki frekari skýringa þörf á þessum stað, en í blaðagrein er tryggara að gera þetta alveg ljóst; Hér er um hneyksli að ræða. Leik- húsbyggingar eru til þess að hlúa að leiksýningum, leiklistinni. Það er tilgangurinn. Hér var unt að ræða leiksýningu, sem höfundur- inn rómaði hérlendis, vestanhafs, en þó mest kominn heim til sín til Tékkóslóvakíu og áhorfendur flykkmst í leikhúsið. Höfuðmark- miði, sjálfri ástæðunni fyrir því að húsið var upphaflega reist, var um- svifalaust fórnað fyrir viðhald sem vel gat beðið suinars og fyrir bráð- látar verktakaástæður.) Kalt stríð og gömul hús Um vorið 1966 er ég kominn til Berlínar, þ.e. Austur-Berlínar. Þangað hafði ég komið einu sinni áður - á leið minni á heimsmót æskunnar í Vínarborg 1959. Þá las ég skrifað stórum stöfum yfir and- dyri einhverrar menningarhallar- innar: „Sú list sem þjónar ckki lýð- veldi fólksins er alls engin list.“ (Die Kunst die nicht dem Repu- blikke des Volkes dient ist gar keine Kunst) Hvað er nú það sem kemur einu Iitlu lýðveldi til að rífa kjaft við list- ina? Það er ekki gott að segja. Austur-þýzk stjórnvöld tóku B. Brecht opnum örmurn þegar hann lauk hnattferð sinni, fyrst á flótta undan nazisma Hiders, en seinasti spretturinn var drifinn af fasisma óamerísku nefndarinnar, kenndri við McCarty. „Gæðakonan góða grípur fegin við,“ segir í kvæðinu. Stjórnvöld Austur-Þýzkalands gerðu vel við hann og leikhús hans. (hér á ég við fólkið, áhöfnina) og færðu honum á silfurfati leikhúsið við Shiffbauerdanun. (Hér er hins- vegar átt við húsbygginguna). Brecht var hinsvegar ckkert hrifinn af þessari leikhúsbyggingu og raunar hundóánægur með hana og fannst hún engan veginn passa þeim anda hugljómandi uppgötv- ana sem þar átti að ríkja. Þetta leik- hús við Schiffbauerdamm er held- ur nöturlegur kuinbaldi utanfrá séð; að innan er salur og gangar í nokkurskonar Jugendstíl frá alda- mótum og yfir sviðinu haldast í hendur tveir berrassaðir englar í gylltum bronslit. Brecht breytti þó í engu leikhús- inu, hvorki sal né göngum að öðru leyti en því að í eigin leikritum not- aði hann ekki forteppi hússins heldur teppi til frá- og fyrirdráttar sem stunduin er kennt við hann sjálfan en stundum við bikini bað- föt vegna þess að tjaldið er ekki nema seilingarhátt. Þegar gylltu englarnir fóru í taugarnar á hon- um, sem var víst oftast, þá hengdi hann fyrir framan þá ljóst klæði skrcytt fiðardúfu Picassos. Þannig huldi hann þá. Að lokum Eg læt nú lokið þessu spjalli um leiklistina og stjórnmálin, þó hef ég aðeins sagt fátt eitt og ekki komið víða við. Eg hef ekki minnst einu orði á leikhúspólitíkina sjálfa. Hún skiptist í tvo höfuðflokka; drama- tískt leikhús og ódramatískt leik- hús. Það síðarnefnda leggur þá höfuðáherzlu á leikmyndina, myndlistina en þjónar ekki fyrst og fremst dramatískri framvindu verksins. Síðan skiptist dramatíska leikhúsið í ininnst þrjá flokka; leik- hús höfunda; leikhús leikstjóra og leikltús leikara. Og loks: Leiklistin og stjómmálin eiga flciri sameigin- lega snertipunkta en tilhneigingu stjómvalda til íhlutunar við stefnu og rekstur leikhúsa. Á báðum svið- uin eru margir kallaðir en fáir út- valdir og stærsti hópurinn af þcssu áhugasama fólki, sem gjarnan vill leggja góðu málefni lið, á ekkert erindi, - en getur orðið að slysi. Eg skil það vel að hver sem vill jöfnuð meðal manna eigi bágt með að sætta sig við að svo ójafnt sé á milli þeirra skipt. Og enn er gerður munur þeirra sem þó eiga erindi; einn er ágætur kosningasmali þótt hann eða hún hæfi ekki í fomstu eða þingflokk flokksins; annar get- ur orðið sæmilegur leikhússtjóri þótt hann dugi aldrei sem alvöru leikari eða leikstjóri. Og er nú nóg sagt að sinni. Eg hefði að vísu getað haft ann- an grundvöll undir þessu rabbi: Stofnanaleikhús, einkaleikhús með styrktarkerfi, frjálsir leikhóp- ar. En niðurstaðan hefði orðið sú sama: Stjórnvöld taki sér það hlut- verk að útvega listgreinunum sjálf- um peninga og láti þær í friði að öðru leyti. Ég hef viljað fjalla um þetta efni á breiðum grundvclli og tekið dæmi héðan og þaðan einungis til skýringar og hér í lokin leyfi ég mér að gizka á að orsök þess að leikhúsið hcfur ckki mildl áhrif á hegðun manna sé sú að áhorfendur vantreysta því að leikhúsið sé al- gjörlega ffjálst og óháð. þágu stjóm-

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.