Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Page 14

Vikublaðið - 07.01.1994, Page 14
14 VIKUBLAÐIÐ 7. JANUAR 1994 S Islendingar eru upp tíl hópa brjóstgott fólk sem leggur kapp á að sjá það besta í náunganum og nennir yfirleitt ekki að elta lengi ólar við einstök spillingar- eða hneykslismál. Eins og kotbóndinn forðum gagnvart ósnertanlegu valdinu láta þeir sér nægja að fá út- rás í meinlausu slúðri og einstaka kviðlingi, já heilum drápuin ef tíl- efnið er nógu krassandi. Að þessu 1 ey ti er íslenski kviðlingurinn skyldur níssnesku og austurevr- ópsku Stalín- og Brésneffbröndur- unum; því grimmilegri sem kúgun kommissaranna þar austur varð því magnaðri varð flóran af afhjúpandi, pólitískum bröndurum. Fram hef- ur komið sú merkilega kenning að þetta stafi af því að Islendingar hafi ekki kynnst lýðræði nema á papp- írnum og geri því ekki aðrar kröfur til fyrirmanna en að þeir séu nógu dreissugir, fyrirferðarmiklir og kjaftforir til að hægt sé að henda gerðir þeirra og orð á lofti og flétta í rím og stuðla. Þannig hefur ófá Krummavísan orðið til á liðnu ári og kratavísum- ar eru líklega farnar að skipta hundruðum. En sumir kunna sig verr en aðr- ir. Hrafn Gunnlaugsson hefur farið mikinn til að reyna að afsanna þá kenningu að hann sé „einkavinur“ og líka að hann sjálfúr smndi einkavinavæðingu þar sem hann geti komið því við. Allt á þetta að vera áburður runninn undan rifjum Alþýðubandalagsins og annarra stjórnarandstæðinga. Með nýjustu uppákomunni í Sjónvarpinu, þ.e. viðbrögðum hans við því að Ut- varpsráð vill ekki endursýna þættí Baldurs Hermannssonar, er Hrafh hinsvegar enn á ný að minna alþjóð á hlutverk sitt í einkavinavæðing- unni og persónulegri hagsmuna- gæslu fyrir þá útvöldu. Þeir Islend- ingar sem hafa viljað gleyma Hrafhsmálinu svokallaða og jafnvel fundist að nú mætti látunum fara að linna fá hinsvegar stöðugt nýjar uppákomur af hálfu Hrafhs tíl að halda sér við efhið. Hrafh er líklega sinn verstí óvinur og þarf varla aðra á meðan hann sjálfur er svona iðinn við kolann. Hvað er framkvæmda- stjóri Sjónvarps, sem ffam að dög- um Hrafhs í þeim stól beitti kröft- um sínu aðallega að tæknilegum at- riðum á framkvæmdasviði stofnun- arinnar, að vera að hafa svo fyrir- ferðamikla skoðun á því hvort ein- hverjir tílteknir þættir eru endur- sýndir eða ekki? Skyldi skipta hér máli að höfundur þáttanna er per- sónulegur vinur Hrafns og að Hrafh, þáverandi formaður Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva sem fjár- magnaði þáttagerðina, áttí stærstan þátt í því að þeir voru yfirleitt gerðir? Og vissulega skiptir það máli fyrir gæðamat ffamkvæmdastjór- ans á sjónvarpsefni hvort þeir sem þættina gera geta talist til hans einkavina eða ekki. Þannig hefur Hrafn komið harkalegri gagnrýni sinni á þátt Ama Þórarinssonar um Jökul Jakobsson á framfæri innan- húss í Sjónvarpinu, en það er sam- dóma álit flestra nema Hrafhs að sá þáttur, sem sýndur var að kvöldi nýjársdags, sé einn vandaðastí og nærfærnasti þáttur af þessu tagi sem Sjónvarpið hefur sýnt. En Árni er ekki vinur Hrafhs - og þar liggur hundurinn grafinn. SEXMESSA Agamlársdag voru rithöf- undaverðlaun Ríkisútvarps- ins afhent við hátíðlega at- höfh eins og jafnan á þeim degi. At- burðinum var útvarpað beint, for- maður úthlutunarnefhdar ávarpaði gesti og hlustendur og gerði grein fyrir verðlaunaveitíngunni. Varla varð hjá því komist að gefa orðum hans gaum, því hann „véraði" sig, „voraði" og „ossaði“ ræðuna í gegn. Þetta var eins og heyra aftur í gömlum kunningjum og annar ár- viss fjöhniðlaatburður rifjaðist upp, nýársdagsávörp dr. Kristjáns heit- ins Eldjáms. Hann var smekkvís rnaður og beittí ávallt, að hættí kyn- slóðar sinnar, þessari fleirtölu í há- tíðarræðum sínum. Hann settí mál sitt í hátíðarföt á hátíðardegi og manni fannst þetta sjálfsagt, jafh- eðlilegt og að klæðast sparifötunum á merkisdegi. Að vísu þótti jafh- öldmm mínum sumum þetta hall- ærislegt þegar líða tók á áttunda áratuginn, þeir sögðust á nýbyrjuðu ári ekki muna orð úr ræðum hins ástkæra forseta út af öllu þessu Haukur Hannesson „veri og „ossi . Þéringum og annarri slíkri „tíl- gerð“ hefur á undanförnum áratug- um markvisst verið útrýmt úr mál- inu, flestöll fyrirtæki em hætt að þéra viðskiptamenn sína í bréfum MaUtornld og ríkisvaldið „þúar“ þegnana. Þessi útrýmingarherferð hefur ef- laust verið gerð af góðum hug, menn hafa viljað draga úr þeim „mannamun" sem fólst í þéringum. Þetta var sem sé jafhaðarstefha. Ég varð á sjálfan jóladag var við áhrif máljafhaðarstefhu af þessu tagi, þó í annarri mynd væri. Fréttamaður Ríkisútvarps ræddi þá við herra Olaf Skúlason, biskup í Reykjavík, um kirkjusókn á að- fangadagskvöld. Biskup lét vel yfir kirkjusókninni (eða kannski „mæt- ingunni", ég man það ekki svo glöggt), einkum var aðsóknin í „sexmessuna" mikil. Mér fannst það út af fyrir sig ekki skrýtið, minntist þess þó ekki að hafa heyrt orðið „sexmessa" fyrr, hef aldrei heyrt þessar tíðir nefndar annað en aftansöng (eða kvöldsöng). Eg er þó viss um að biskupi gekk gott eitt tíl, hann hefúr ef tíl vill ekki treyst því að allir landsmenn skildu orðið „aftansöngur“, hins vegar skilja all- ir orðið „þrjúbíó" og þá auðvitað líka „sexmessa". Sviðsljós Prjar sýn- ingar opna á Kjarvals- stöðum á morgun Þrír listamenn opna sýningar sínar á Kjarvalstöðum á morgun laugardag. Þetta eru þeir Magnús Kjartansson, Finnbogi Pétursson og Geoffrey Hendricks. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá karlmannsnafh. - síðasta blaði er Selvogur. Lausnarorð krossgátunnar í 7" T“ r1 z 3 z 7 4“ & •s ) 2 i/ 52 T~ )0 li )2 52 // /3 T~ T /</ /4 ÍT~ W~ ¥ h )& Zo H S? í/ 7“ Tt~ 21 u )<) 22 U T~ Ú °) ¥ 52 7¥ ? 2/ ir~ ¥ W 1T“ TT~ \z~ Zí z i/ Z 52 21 7—\ V w~ )(p SÁ T~ U TT 2 5? J /s~ ^ 52 9 2/ !b 21 Z'i ‘2 )iT /i 52 T~ 7T~ 7V— 2 II W )J> IX *4' T )S le "s $2 3 / Z/ ¥ 7 2Z # f- n SLS W M T- 7— 7y~ v— rr~ V 7 V- V % u 20 T> 1 20 ze 2 n **/■ f- !S ? U , 52 w zi. 5£ U' TT~ 10 h JC- -z & 2sr Y 1 W V~ JT~ 2 f Z n Zo 7/ 52 1 2 77 r— 7 52 77— 1 3Z 11 9 . -2V “ 1Z r r ~ir A = 1 = Á = 2 = B = 3 = D = 4 = Ð = 5 = E = 6 = É = 7 = F = 8 = G = 9 = H = 10 = 1 = 11 = í = II rvj v“H J = 13 = K = 14 = L = 15 = M = 16 = N = 17 = o = 18 = Ó = 19 = P = 20 = R = 21 = S = 22 = T = 23 = U = 24 = Ú = 25 = v= 26 = x = 27 = Y = 28 = Ý = 29 = Þ = II o Æ = 31 = Ö = II UvJ Finnbogi Pétursson sem fæddur er í Reykjavík 1959 vinnur með samþættingu tveggja ólíkra þátta, annarsvegar skúlptúrsins, þar sem hljóðgjafi og hátalari mynda hinn sýnilega hluta og hinsvegar hljóðs- ins, hins ósýnilega hluta, en saman rnyndar þetta „fjórvíðan" hljóðskúlptúr. Finnbogi hefur haldið níu einkasýningar í Reykja- vík og Hollandi og tekið þátt í fjórtán samsýningum víða uin heim. Magnús Kjartansson er Reykvík- ingur fæddur 1949. A sýningunni að Kjarvalsstöðum sýnir Magnús ný verk sam fjalla um píslarsöguna og má segja að hér sé um nokkuð afgerandi ffáhvarf ffá fyrri verkum hans og því vekja þessar myndir upp áleimar spurningar um mynd- málið og forsendur þess. Magnús hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Islandi og víða um heim og haldið einkasýninngar í Reykjavík og Stokkhólmi. Sýning Geoffrey Hendricks nefnist „Day into night“ og er far- andsýning sem kemur ffá Oðinsvé- um. Sýningin er nokkurskonar yf- irlitssýning á verkum hans ffá því um miðjan sjöunda áratuginn og fram til dagsins í dag. Geofffey var einn af meðlimum FLUXUS- hreyfingarinnar í Bandaríkjunum og Evrópu. Verk hans eru síst af öllu einföld því í augum hans er heimurinn flókinn og margræður og sem listamaður og einstaklingur tekur hann ávallt réttu og nauðsyn- legu leiðina ffarn yfir þá sem er styst og auðveldust. A ferli sínum hefur hann haldið um þrjátíu einkasýningar um allan heim og m.a. í Nýlistasafninu árið 1984. Hann hefur einnig tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum, gerning- um og umhverfisverkum og gefið út rit, bækur og myndbönd. Sýningarnar eru opnar daglega ffá Ú. 10 - 18 og standa til 13. febr- úar n.k.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.