Vikublaðið


Vikublaðið - 07.01.1994, Qupperneq 16

Vikublaðið - 07.01.1994, Qupperneq 16
Munið áskriftarsímann 17500 Þorsteinn einkavinavæðir SR-mjöl Þorsteinn Pálsson gefur eignir þjóðarinnar og grípur til blekkinga. Vanhæfisreglur^ látnar gilda um ríkisbanka en ekki um einkabanka. Leynimakk íslandsbanka og kaupenda. Benedikt Sveinsson og félagar gerðu aldrei tilboð. Aramótagjöf Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra til flokksbróður síns Benedikts Sveinssonar, stjómarformanns Sjóvá-AI- mennra, og nokkurra útgerðar- manna er fimm loðnubræðslur setn voru í eigu þjóðarinnar. Opinberlega hefur komið fram að Benedikt Sveinsson og félagar hans kaupi fimm loðnuverksmiðjur SR-mjöls hf. á 725 milljónir króna. Hinsvegar hefur sjávarútvegsráð- herra dregið jfjöður yfir þá stað- rcynd að fyrirtækinu voru lagðar til 540 milljónir króna á síðasta ári og hagnaður á þcssu ári er áædaður á bilinu 200-300 milljónir króna. - Sjávarúmegsráðherra er nánast að gefa einkaaðilum þessa gull- kvörn, segir Jóhann Arsælsson þingmaður Alþýðubandalagsins, en hann átti um árabil sæti í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, en svo hét SR-mjöl áður en fyrirtækið var eert að hlutafélagi. íramganga sjávarútvegsráðherra í þessu máli, sem kallað hefur verið einkavinavæðing SR-mjöls, hefur verið harðlega gagnrýnd víða í 1 þjóðfélaginu. Þegar umsjón með sölu hluta- bréfa SR-mjöls var boðin út í haust átti verðbréfafyrirtækið Landsbréf hf. lægsta tilboðið. Næsdægsta til- boðið átti Verðbréfamarkaður Is- landsbanka. Sjávarútvegsráðherra lýstí Landsbréf hf. vanhæft tii að sjá um söluna vegna þess að fyrirtækið er dótturfélag Landsbankans sem er 'viðskiptabanki SR-mjöls. Banka- stjórar Landsbankans segja úrskurð Þorsteins út í hött því ef eitthvað er þá myndu viðskiptatengslin tryggja það að SR-mjöl yrði selt á hæsta mögulega verði. Þorsteinn blekkir Þess í stað var Verðbréfamark- aður Islandsbanka látinn sjá um söluna. Frá þessu var gengið í október og nóvember en löngu áður var vitað að útgerðarmenn sem tengdust Islandsbanka æduðu að gera tilboð í hlutabréf SR-injöls. Að frumkvæði Arnar Erlingssonar útgerðarmanns í Keflavík hittust 20 útgerðarmenn loðnuskipa í sumar í húsakyimum LIÚ til að ræða möguleika á kaupum á SR- mjöH. Síðar gerði þessi hópur bandalag við Benedikt Sveinsson en hann á sterk íiök í Islandsbanka. Þrátt fyrir augijós hagsmunatengsl og vanhæfni íslandsbanka til að hafa milligöngu um söluna hreyfði sjávarútvcgsiáðherra hvorki hönd né fingur til að koma málinu úr þessum farvcgi. Fréttastofa Rikisútvarpsins hefur bent á að Þorsteinn Pálsson hefur Efútgerðin eignast stóran hlut í SR- mjöli mun það koma betur út fyrir hana að halda loðnuverði lágu til að hagnaðurinn kotni út í verksmiðj- unni. Þannig verður til náiiast inn- byggð tilhneiging til að skrtifa loðnuverðið niður, segir Jóhann Ar- scelsson. orðið tvísaga þegar hann hefur út- skýrt málsmeðferð sína. Hann sagði í fféttaviðtali fyrir nokkrum dögum að Verðbréfamarkaður Is- landsbanka hefði "unnið tilboðið" um að fá að hafa unrsjón með söl- unni. I greinargerð sjávarútvegs- ráðuneytisins frá því í fyrradag kemur hinsvegar ffarn að Lands- bankanum var skákað frá með vafasömum hætti. Kmiptilboðið sem var ekki Vinnubrögð Verðbréfamarkaðar íslandsbanka við söluna á hluta- bréfurn SR-mjöls þykja í meira lagi kyndug. Þegar tilboð Haraldar Haraldssonar var opnað var hvorki honum, fulltrúa hans eða óvilhöll- um þriðja aðila boðið að vera við- staddir. Tilboð Haraldar hljóðaði upp á ákveðna upphæð, 801 millj- ón króna. Tilboð Benedikts Sveinssonar og útgerðarmann- anna, sem lögfræðingurinn Jónas Aðalsteinsson er fulltrúi fyrir, var hinsvegar ekki réttnefnt tilboð því að engin upphæð var nefnd í því. I erindi Benedikts og Jónasar segir að " viljum [við] að gefnu tileffii lýsa því yfir að við erum reiðubún- ir að beita okkur fyrir því að kaup- endahópurinn setjist að samninga- borði með seljendum á þeim grundvelli að kaupverð verði eigi lægra en nafnverð hlutabréfanna." Nafnverð hlutabréfa SR-mjöls, eins og þau voru metin af Verð- bréfamarkaði íslandsbanka, er 650 milljónir króna. - Þetta svokallaða tilboð Bene- dikts Sveinssonar og útgerðar- mannanna er í rauninni ekkert kauptilboð heldur tilboð um við- ræður, segir Steingríinur J. Sigfús- son þingmaður Alþýðubandalags- ins, en hann á sæti í sjávarútvegs- neffid Alþingis. Steingrímur segir það furðulegt í meira lagi að sjávarútvegsráherra hafi svo mikið senr ansað þessu er- indi í ljósi þess að hann neitaði Ak- ureyrarbæ urn frest til að gera kauptilboð í hlutbréf SR-mjöls. - Ef sjávarútvegsráðherra hefði haft áhuga á að fá sem besta verðið fyrir hlutabréfin hefði hann átt að gefa svo öflugum aðila sein Akur- eyrarbæ tækifæri til að bjóða í bréf- in, segir Steingrímur. Góð kjör til réttra aðila Þrátt fyrir varnaðarorð ákvað Þorsteinn gera kaupsamning við Benedikt og útgerðarmennina sem Jónas Aðalsteinsson er fulltrúi fyr- ir. Samið var um að kaupverðið yrði 725 milljónir króna. Greiðslan verður með þeim hætti að 125 milljónir króna verða greiddar 1. febrúar, 100 milljónir 1. inars, 100 milljónir 1. september, 200 millj- ónir 1. desember og síðustu 200 milljóninar ekki fyrr en 1. desem- ber árið 1995. Það kom á daginn að þeir Bene- dikt og Jónas höfðu ekki umboð til að semja um kaup á hlutabréfum SR-mjöls, þótt þeir hafi látið í ann- að skína í viðræðum við sjávarút- Þetta svokallaða tilboð Benedikts Sveinssonar og útgerðarmannanna er í rauninni ekkert kauptilboð heldur tilboð um viðrceður, segir Steingrímur J. Sigfússon og furðar sig á því að Akureyrarbce var ekki geftnn kostur á að gera tilboð í SR-mjöl. vegsráðuneytið og fulltrúa Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka. Fyrir nokkrum dögum sendum þeir bréf til útgerðarmanna og sveitarstjórna þar sem loðnuverksmiðjurnar fimm eru staðsettar og buðri'þess- um aðilum að kaupánlut í SR- mjöli. Verðbréfainarkaður Islands- banka tók virkan þátt í því að hylma yfir ineð Benedikt og Jónasi og með því að þegja yfir upplýsing- um um það hversu ómerkilegt til- boðið var. Aftur á móti tekur Verð- bréfamarkaðurinn virkan þátt í því að sverta nrannorð og æru Harald- ar Haraldssonar sem hefur Ieyft sér að gagnrýna hlut íslandsbanka í málinu. Sjávarútvegsráðherra sem hvorki gat gefið Haraldi Haraldssyni né Akureyrarbæ frest til að útbúa gögn og leggja fram tryggingar fyrir kauptilboði veitt Benedikt og Jónasi frest til 1. febrúar til að ganga frá sínum málum. Einkavinavæðingin bitnar á sjómönn- um Ef það gengur eftir að út- gerðarmenn allra stærstu loðnusldpa landsins eignist SR-mjöl í félagi við Benedikt Sveinsson er frjálst loðnu- verð úr sögunni. Hingað til hafa hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna verið þeir sömu því báðir hafa hag af því að loðnuverð haldist sem hæst. Þetta fyrirkomu- lag hefur verið viðurkennt sem skynsamlegt og ríkisvaldið beitt sér fyrir því að það haldist með því að banna Síldarverksmiðjum ríkisins og síðar SR-mjöIi að eiga loðnu- skip. - Ef útgerðin eignast stóran hlut í SR-mjöli mun [iað koma betur út fyrir hana að halda loðnuverði lágu til að hagnaðurinn komi út í verk- smiðjunni. Þannig verður til nánast innbyggð tilhneiging til að skrúfa loðnuverðið niður, segir Jóhann Arsælsson. Hyerjum vill Þorsteinn þóknast? Þorsteinn Pálsson hefúr lengi verið talinn hallur undir sjónarmið útgerðarmanna og hyglað þeim jafnvel á kosmað almannahags- rnuna. I baráttu um völd og áhrif í Sjálfstæðisflokknum hefur hann mátt reiða sig á stuðning útgerðar- manna, meðal annars vegna þess að hann hefur varið kvótakerfið með oddi og egg og ekki ljáð máls á því að láta útgerðina greiða fyrir afla- heimildir. Benedikt er stjórnarformaður Sjóvá-Ahnennra og á ítök í fjölda fyrirtækja. Hann er ásamt Flerði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, hvað valdamestur í því hagsmuna- bandalagi sem gengur undir nafn- inu Kolkrabbinn. Þorsteinn hefur ástæðu til að halda Benedikt Sveinssyni góðum því að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur átt skjól hjá Ilerði Sigurgestssyni í valdaharáttunni í Sjálfstæðis- flokknum. Fitubollur í bata Asgeir Hannes Eiríksson, höfundur bókarinnar Það er allt hægt vinur, stendur fyrir árlegu námskeiði um reglulegt mataræði laugar- daginn 8. janúar í húsi I- þróttasambands Islands í Laugardal. Námskeiðið hefst klukkan 10 árdegis og því lýk- ur kl. 16. Eins og segir í fréttatilkynn- ingu eru jól og áramót tími ofáts og aukakílóa og öll reglusemi víkur fyrir óreglulegu inataræði. Aramót er líka rétti tíminn til að stíga á stokk og strengja heit og er þessu námskeiði ætlað að að- stoða þá sem vilja byrja nýtt ár á því að koma böndum á ofátið. Verð fyrir námskeiðið er kr. 5000 á mann en afsláttur veittur ef fleiri en einn koma úr sömu fjölskyldu. Húsbréf Birtingar Fyrsti opni stjórm haldinn laugarc < Á dagskrá veröu, boðsmál. ilafundur Birtingar á þessu árí verður in 8. janúar kl. 10.00 að Laugavegi 3. i.a. vetrarstarfið og borgarstjórnarfram- Stjornin Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram fyrsti útdráttur húsbréfa í 4. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Tímanum föstudaginn 8. janúar. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. QÁ3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.