Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 1
Við klikkuðum í Rúðuborg Á Norrænu kvikmyndahátíð- inni í Rúðuborg hefur ís- lenskri kvikmyndagerð hing- að til verið hampað. Hvað klikkaði núna? Bls. 4-5 Þriggja mínútna biskup Dr. Carey, erkibiskup ensku biskupakirkjunnar, reyndi á þrem mínútum að útskýra afstöðu sína til kirkjulegra stór- mála. Hvernig tókst? Bls. 3 E R Hvers virði er vinnuaflið? Ef fólk fær laun í samræmi við vinnuframlag sitt eins og sumir halda fram, hvað skýrir þá vaxandi launamun á vinnumark- aðnum? Bls. 18-19 17. tbl. 3. árg. 6. maí 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Dóttirin fékk 400 þús. fyrir 8 síðna skýrslu Dóttir Þórunnar Gestsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ferðamálanefnd borgarinnar tók saman átta síðna skýrslu um aðbúnað ferðamanna, sem vinna hefði mátt á skömmum tíma upp úr símaskránni Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í ferðamála- nefhd Reykjavíkurborgar fól dóttur eins nefhdarmannanna, Þórunnar Gestsdóttur, að taka saman skýrslu um aðstöðu þá sem ferðamönnum stendur til boða í borginni. Formaður nefndarinnar er Júlíus Hafstein og stóð hann fyr- ir því að dóttur Þórunnar voru greiddar 400 þúsund krónur fyrir átta síðna „skýrslu" með upplýs- ingum sem finna hefði mátt með því að fletta símaskránni. Á síðasta fundi ferðamálanefndar lét minnihlutafulltrúinn Gunnlaugur Júlíusson bóka mótmæli sín við vinnubrögð meirihlutans í málinu, en afurð dóttur Þórunnar var fyrst lögð fram í ágúsdok 1993. Dóttir Þórunnar skilaði þá „skýrslu" með stóru letri upp á sjö og hálfa síðu og með einni töflu. Skýrslan var þannig unnin. að mati Gunnlaugs Júlíussonar að meðalgreindur maður með þokkalega þekkingu á Reykjavík gæti skrifað hana á skömmum tíma með því að vinna upplýsingar upp úr símaskránni. Fyrir slíka skýrslu voru greiddar 400 þúsund krónur, ónot- hæfa skýrslu að mati Gunnlaugs og var aldrei borið undir nemdina hversu mikið ætti að greiða fyrir vinnuna. Svo ófullkomin reyndist skýrslan að ferðamálanefndin samþykkti sérstak- lega að fela framkvæmdastjóra að leita eftír því við skýrsluhöfund að skila ít- arlegri skýrslu. I bókun Gunnlaugs segir: „Vegna þess hvernig skýrslan var unnin og hve miklir fjármunir voru greiddir fyrir hana vil ég undirstrika það sem ég tók fram á nefhdarfundi þann 17. mars, að ég vil enga ábyrgð bera á fyrrgreindri skýrslu né kaupgreiðslum fyrir hana. Skýrslan er að mínu mati ónothæf og sú upphæð sem greidd var fyrir hana fjarri öllum veruleika um raunhæfa verðlagningu." Júlíus Hafstein formaður nefndar- innar lét þá bóka að ítarlegri skýrsla væri á leiðinni frá skýrsluhöfundi. Upplausn og stjórn- leysi á Alþingi UF ^ lll Vesturlandsblaðið, _______,___~-----—— 55 _— i*. fc»_________;—--------------- " nnum si á Vesturlai meíkjumH-listans.Siábls.13 ^ dalna6 Þelta ^f^^ag^^ 7ZZZT —¦——-¦™— í-^-.vr. ¦ Alþýöubandalags- G-listinn ¦ félags Grundar- ÍSnæfallsbæ _¦?..<*¦" 4; » íjaroar / I dag fylgir Vikublaðinu sérútgáfa af Vesturlands- blaðinu þar sem fjallað er um sveitarstjórnarkosn- ingarnar í kjördæminu. Sveitarfélögum á Vesturlandi hefur fækkað vegna sameininga og víða má búast við tvísýnum kosningum. Blaðinu verður dreift um allt Vesturland. Algjör óvissa hefur verið ríkj- andi á Alþingi um afgreiðslu þingmála og þinglok. Ekki sjaldnar en fjórum sinnum hefur Salome Þorkelsdóttir forseti Al- þingis orðið að breyta ákvörðun um þinglok, sem upphaflega áttu að vera 30. aprfl. RGasstjórnar- flokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um forgangslista við af- greiðslu mála sinna og einstakir stjórnarþingmenn vinna leynt og ljóst gegn samþykkt mála ráðherra samstarfsflokksins. Flest öll stærri mál rikisstjórnarinnar hafa mætt andstöðu þingmanna bæði stjórn- arliðs og stjórnarandstöðu og má þar nefha sjávarútvegsfrumvörpin, lyfjalagafrumvarpið, villidýrafrum- varpið svokallaða, frumvörp um húsaleigubætur, tryggingagjald og fleiri. Stjórnarflokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um hvaða mál eigi að njóta forgangs en forseti þingsins hefur nefht 10 til 15 mál sem ætti að ljúka fyrir þinglok, sem enginn veit með vissu hvenær verða. Síðastir allra til að ná samkomulagi um þessi mál verða samstarfsflokkarnir í ríkis- stjórninni. 1 mikilvægustu málunum hafa ein- stakir ráðherrar verið að reyna að semja sig í gegn. Sjávarútvegsfrum- vörpin hafa tekið grundvallarbreyt- ingum ef miðað er við upprunalegar tillögur „Tvíhöfðanefhdar" og er nú þráttað um framsalsréttinn, nýtinga- kvöð, kvótakaup sjómanna og ekki síst um þróunarsjóðinn. Lyfjalagafrum- varpið og frumvarpið um Lyfjaverslun ríkisins hafa reynst mikil „umræðu- mál" og berjast þeir bræður Guð- mundur Arni og Gunnlaugur Stefans- synir hart fyrir því að koma málunum í gegn, en mæta.andstöðu innan pg. utan stjórnar. Össur Skarphéðinsson hefur gefið verulega efflr í villidýra- frumvarpinu til að koma því í gegn, meðal annars fallið frá því að leggja niður embætti veiðistjóra og sam- þykkt að taka út ákvæði um selinn. I allri upplausninni hafa mikilvæg mál ekki fengist rædd, svo sem utandags- skrárumræða um verkfall meinatækna og skýrsla félagsmálaráðherra um af- leiðingar atvinnuieysis. Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir í samtali við Vikublaðið að upplausin á Alþingi og ágreiningurinn í ríkisstjórninni end- urspeglist í því að ríkisstjórnin getur ekki skilað frá sér lista um forgangs- mál og í því að hver ráðherra sé að ota sínum tota. „Fimm mismunandi dagar hafa ver- ið nefndir fyrir þinglok. Það má þakka fyrir ef þingi lýkur í næstu viku. Á- greiningur ríkisstjórnarinnar birtist bæði opinberlega og í hliðarsölum, þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins segja enga nauðsyn til að afgreiða mál ráðherra Alþýðuflokksins og þingmenn Alþýðuflokksins hvetja menn til að afgreiða ekki mál ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Forysta er ekki til af hálfu forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra liggur ekkert á því að hann viti ekkert um vilja forsætisráðherra í þessum málum eða öðrum. Á þriggja ára aftnæli sínu er ríkisstjórnin hætt að starfa sem eiginleg ríkisstjórn, hún tekur hvorki á hinum stærri málum né smærri. Því þarf að efha til kosninga sem fyrst og koma á samhentri ríkis- stjórn með öflugu landsstjórnar- prógrami í samræmi við þá stefhu sem Alþýðubandalagið boðar í grænu bók- inni," segir Olafur Ragnar. Guðmundur Hallvarðsson og Vilhjálmur Egilsson ræðast við á lokadögum þingsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja enga nauðsyn til að afgreiða mál ráðherra Alþýðuflokksins og þingmenn Alþýðuflokksins hvetja menn til að af- grejða.ekki rriál ráðh.ecra Sjálfstæðisflokksins, s.egir Ólafur Ragna.r. Mynd: ÓI.Þ.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.