Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 10
18 V in iiu m ar k að u ri n ii VIKUBLAÐIÐ 6. MAÍ 1994 Lágmarkslaun eru nú um 43 þúsund krónur á mánuði. Sam- kvæmt skattskrá 1992 voru tekjuhæstu menn landsins með yfir eina milljón í meðaltekjur á rnánuði árið 1992. Það er sjaldgæft að fólk fái borgað eftir lágmarkstöxtum, en það er til. Það er líka sjaldgæft að tekjur manna fari yfir milljón á mánuði, en eins og skatt- skrár sanna er það vissulega einnig tdl. Hvað á launamunur að vera mikill? Hvaða þættir eiga að ákvarða laun? Abyrgð, menntun eða markaðaslög- mál? Það er vert að reyna að svara þessum spurningum. Óáreiðanlegar heimildir Það er einn galii á gjöf Njarðar eigi að leita svara við því hvað launamunur sé mikill hér á landi. Heimildir eru af skornum skainmti, og það sem verra er, þær eru óáeiðanlegar. Eins og alkunna er segja umsamdir kauptaxtar lítið. Þeir gefa til kynna eitthvað lágmark sein menn hafa komið sér saman um, en ekkert um endanleg laun. Þó heyrist að nú á tímuin atvinnuleysis sé það æ algeng- ara að fólk verði að ráða sig upp á taxtakaup og eins eru ákveðnir hópar í þjóðfélaginu, lyrst og fremst innan raða opinberra starfsmanna, sem aldr- ei hafa haít aðstöðu til að teygja laun upp fyrir taxtana. Ein leið til þess bera saman laun er að notast við gögn Kjararannsóknar- nefndar. Þau hafa þann kost að þeim hefur verið safnað saman lengi. Upp- lýsingum um laun verkafólks á höf- uðborgarsvæðinu hefur verið safnað saman allt frá árinu 1960 og upp- lýsingum um laun alls landverkafólks alls staðar að af landinu frá 1980. Ekki eru allir sammála um áreiðan- leika þessara gagna. Þannig gagnrýnir Birgir Björn Sigurjónsson, ffam- kvæmdastjóri BHMR, vinnubrögð Kjararannsóknanefhdar. Hann segir nefndina oft búna að gefa sér niður- stöðurnar fyrirfram. Fái hún svör sem falli ekki inn í þá mynd sé þeim ein- faldlega sleppt. Opinberir starfsmenn eiga líka sína kjaranefnd. Ekki er blaðamanni kunn- ugt um gagnrýni á hana, en erfitt er fyrir leikmann að lesa úr skýrslum hennar. Mjög erfitt er að fá upplýsingar um aðra hópa á vinnumarkaðnum. Greiðslur til lækna, þ.e. þær sem ríkið innir af hendi, eru þó á allra vitorði eftir að heilbrigðisráðherra fyrirskip- aði úttekt á þeim. Nokkur félög há- skólamenntaðra hafa gert kjarakann- anir meðal félagsmanna sinna á al- mennum inarkaði en þessar kannanir liggja ekki á lausu. Vikublaðinu tókst þó að komast yfir kjarakönnun Stétt- arfélags verkfræðinga og Félags ráð- gjafarverkfræðinga sem ásamt lækna- úttektinni og skattskránni eru einu upplýsingarnar um kjör hátekjufólks hér á landi. Fólki til fróðleiks fylgja hér með töflur með molúm úr þessum heim- ildum. En það skal taka fram að hér er verið að bera saman mismunandi heimildir sem fræðilega séð eru ósam- bærilegar. I skattskrá eru atvinnutekj- ur t.d. ekki aðgreindar ffá öðrum tekj- um. Þannig er það ekki tryggt að tekj- ur embættismanna og forstjóra sem þar eru taldar ffam séu eingöngu laun sem þeir þiggja fyrir sitt aðalstarf. Og svo er alltaf til að hluti tekna sé ekki talinn ffam til skatts. Kyn á ekki að ákvarða laun Eini launamunurinn sem opinber- lega er viðurkennt að sé af hinu illa er launamunur kynjanna. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að kyn eigi ekld að ákvarðalaun. Rannsóknir hér- lendis sýna að miðað við fullt starf eru meðaltekjur kvenna tæpum 40%lægri en meðaltekjur karla. Rannsóknir í nágrannalöndunum hafa komist að svipuðum niðurstöðum. Þessar rannsóknir eiga það sam- merkt að hafa ekki grafist fyrir um Hvers virði er vinnuaflið? Taxtar Nokkur dæmi tekin úr kauptöxtum Dagsbrúnar, mánaðarlaun: Almenn byrjunarlaun 43.116 sérhæft fiskvinnslufólk eftir 10 ár 50.658 flokkstjóri v. skipaafgreiðslu e. 12 ár 60.013 bensínafgreiðslumaður, úti og á kassa, e. 12 ár.. 53.847 öryggisverðir á stjórnstöð, e. 12 ár 69.117 Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar, mánaðarlaun samkvæmt töxtum: byrjunarlaun 83.433 deildarstjóri m. MS gráðu e. 15 ár 102.554 hjúkrunarframkvæmdastjóri e. 15 ár 112.063 Föst mánaðarlaun nokkurra embættismanna ákvörðuð af kjara- dómi: þingfararkaup 177.993 ráóherrar 293.728 forsætisráðherra 323.103 ráðuneytisstjóri 217.034 skrifstofustjóri Alþingis 217.034 hæstaréttardómarar 252.786 forstjóri ríkisspítalanna 213.596 Heildarmánaðarlaun nokkurra starfshópa, meðaltal: heimild Kjararannsóknarnefnd, 4. ársfj. 1993 verkakonur 85.950 verkakarlar 112.150 iðnaðarmenn 149.600 afgreiðslukonur 93.450 skrifstofukarlar 143.300 Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna júní 1993 fóstrur 97.511 lögreglumenn 162.494 BHMR, hópur 4 125.752 viðskipta- og hagfræðingar, og lögfræðingar, félagsvísindamanri I ríkisþjónustu og háskóla menn í stjórnarráðum 166.989 Kjarakönnun verkfræðinga meðallaun 1992 verkfræðingar 246.000 Úttekt heilbrigðisráðherra, meðallaun 1992 læknar 350.000 Tekjur nokkurra toppa í þjóðfélaginu samkvæmt skattskrá 1992, meðaltal á mánuði: * Pétur Blöndal, verðbréfaspekúlant 1.343.000 Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips 1.091.000 Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða 883.000 Davíð Oddsson, forsætisráðherra 424.000 Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður 509.000 Jón Skaftason, yfirborgarfógeti 992.000 Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari 267.000 DavíðÁ. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna .... 408.000 Þórarinn V. Þórarinsson, framkv.stjóri VSÍ 572.000 Birgir Björn Sigurjónsson, framkv.stjóri BHMR ... 393.000 * unnið af Friðriki Þór Guömundssyni blaðamanni Vikublaðsins Margrét Einarsdóttir ástæður þessa launamunar. Lengri vinnuvika og lengri starfsreynsla karla getur þannig skýrt hluta af þessum mun. Eina rannsóknin sem reynt hefur að meta launamun kynjanna eftir að búið er að taka burt áhrif slíkra þátta er rannsókn Kjararannsóknanefhdar, „Laun karla og kvenna“, ffá árinu 1992. I henni voru borin saman laun verkafólks, afgreiðslufólks og skrif- stofufólks af gagnstæðu kyni. Notast var við gögn Kjararannsóknarnefnd- ar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru á þá leið að meðal verkafólks væri ekki munur á greiddu tímakaupi kynjanna. Hreint tímakaup kvennanna var reyndar 15% lægra en karlanna en það sem á vantaði unnu þær upp með hærri bónus. Það má því leiða líkur að því að fyrir þetta jafnræði í launum á við karla þurfi verkakonur að liorga með auknu vinnuálagi. Nokkur munur er á greiddu tíma- kaupi afgreiðslukvenna og afgreiðslu- karla, 17% á höfðuðborgarsvæðinu og 27% utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt könnuninni. Munur á launum skrifstofukvenna og karla er um 20%, sá sami innan höfuðborgar- innar sem utan. Þegar inunur milli kynjanna í stjórnunarstöðum urðu niðurstöðurn- ar nokkuð aðrar. Verkakarlar í yfir- mannsstöðum eru með þó nokkuð hærra tímakaup en verkakonur, af- greiðslukonur í yfirinannsstöðum fá aftur á móti sáma tíinakaup og karlar í sambærilegum stöðum en meðal skrifstofúfólks er launabil kynjanna jafnmikið í undir-og yfir- mannsstöðum. Launamunur kynjanna virðist þannig vera nokkuð flókið fyrirbrigði sem þarfnast ffekari rannsókna. Hvaða áhrif menntun hefúr á launa- mun kynjanna hefur til að mynda ekki verið rannSakað hér á landi. Þó voru borin saman laun karllækna og kven- lækna í úttekt heilbrigðisráðherra. Konur í læknastétt virðast vera jafn- okar karlanna hvað laun varðar, a.m.k. voru meðallaun kynjanna þau sömu. Menntun segir ekki allt Almennt er viðurkennt að menntun og starfsþjálfun eigi að hafa áhrif á laun. Menntun segir þó ekki allt. Þær stéttir sem Kjararannsóknanefhd op- inberra starfsmanna kallar hóp 4, þ.e. háskólamenntaðir hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafar, meinatæknar og röntgentæknar, eru að meðaltali með um 125 þúsund í heildarlaun á mánuði. Vaktaálag, bak- vaktir og fleira slíkt sem mikið er um í Markaðurinn kemur til með að ráða launum Hvað befur maður úr forystusveit vinnuveitendasambandsins að segja um Iminamun? Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins: „Það er ekki hægt að svara því-með einhverri prósentutölu hvað launa- munur eigi að vera mikill. Launar munur, þ.e.a.s. tekjumunur, er minni hér en alls staðar annars staðar þar sem ég þqjdd til. Aftur á móti er meiri sveigjanleiki hér milli einstaklinga innan þessa millistéttarhóps sem myndar stærsta hóp launþega. Launakerfið hér er undir mikilli áþján ffá skattakerfinu. Eitt skattþrep hefur- gert það að verkum að toppamir eru ekki með mjög há laun hér. I Svíþjóð, þar sem eru hátekjuskattar, eru toppamir með miklu hærri laun. Skattakerfinu tekst þannig ekki að vera það launajöfnunartæki sem það á að vera. Með tilkomu hátekjuskatts hér á landi munu launakröfúr hátekju- manna því aukast.“ Hvað telur Þórarinn að eigi að ákvarða laun? „Það er tvennt sem ákvarðar laun. Annarsvegar einstaklingsbundnir hæfileikar eða framlag sem er mælt á einhvern mælikvarða og hinsvegar markaðsaðstæður. Þessir tveir þættir spila saman. Tökum sem dæmi menn sem kunnu á tölvur fyrir 10-15 áram. Þá var mikill skortur á fólki með slíka þekkjngu og það fékk gífurlega há lauij. I dag er nóg áf fólki með þessa Þórarinn V. Þórarinsson þekkingu og launin hafa lækkað í sam- ræmi við það. Það er markaðurinn sem mun koma til með að ráða launum. Hugmyndin um einfalt kjöt- mat er hugmynd sem er löngu dauð. Launakerfi ríkisins er minnisvarði um liðna tíð. Einstaklingar með sömu menntun geta t.d. skilað gjörólíku ffamlagi. Skólaganga er út af fyrir sig einskisvirði. Það sem út úr henni kemur er það sem máli skiptir, og það er einstaklingsbundið. Taxtarnir sem samið er um í samningum era lág- marksviðmiðun. Þeim er ekki ætlað að segja til um endanleg laun. Þetta er hvetjaridi kerfi og í því og skatta- kerfinu hér felst meiri jöfhuður en annars staðar þelddst.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.