Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 5 Kvikinyndir inn laus úr fangabúðum og snýr heim til Eisdands. Þar er litið á hann sem hetju en samt er hann utangarðs, það er eins _og ekki sé lengur pláss fyrir hann því allir vilji gleyma þeirri fortíð sem hann er hluti af, og ástkona hans er tekin saman við annan mann. Að lokum finnur hann huggun í faðmi rússneskrar skyndikonu úti í náttúrunni. I annarri sögunni segir ífá ástum rússnesks hermanns og _lettneskrar konu sem var ein, þar sem maður hennar hafði flúið yfir tíl Svíþjóðar og ekk- ert til hans spurst síðan. Allt virðist ganga vel og fjölskylda konunnar tekur rússneska hermanninum allvel, en samt brotnar sambandið vegna gagnkvæms haturs Letta og þeirra rússnesku hermanna sem enn eru í lándinu. Þriðja sagan fjallar um aldraðan prest í Litháen og ungan frænda hans sem er að læra til prests. Ungi prestlingurinn er ekki fullsáttur við að lifa alla sína ævi í ein- lífi, en gamli frændinn segir að það hafi verið lítið vandamál á sínum tíma, kirkjan hafi haft svo stórt hlutverk í andspyrnunni og orkan farið í það. Prestlingurinn segir að nú séu breytt- ir tímar og komnir tímar „afhjúpana“: bendir hann á forsíðu dagblaðs þar sem hlið við hlið eru fréttir ffá sýn- ingu nektardansmeyja frá Eistlandi og nýjar upplýsingar sem gamli ffændinn hafi komið með um tímabil sovéska hernámsins. En síðan segir ffá því að ástir takast með presdingnum og einni dansmeynni. Hann ætlar að fara burt með henni, en þegar hann kemur heim til að kveðja frændann er hann látinn; einhverjir misindismenn á snærum fyrri valdhafa höfðu myrt Svart/hvít myndbygging Dreyers er með ólíkindum sterk. Hér er atriði úr myndinni Dagur reiðinnar (1943). hann, væntanlega fyrir afhjúpanir hans. Því kemur prestlingurinn ekki á stefnumótið. Sá skyldleiki er með þessari mjrnd og dönsku myndinni sem fyrr var sagt frá, að í síðustu sögunni eru tvær aðal- persónur af ólíku þjóðerni og þar sem nektardansmærin vill ekki tala rúss- nesku, sem bæði kunna, verður það úr að hún talar við prestlinginn - á ensku. Vera má að þetta standi í sam- bandi við fjármögnunarerfiðleika kvikmyndagerðar í Eystrasaltslöndum og nauðsyn þarlendra að fá erlent fé til að geta haldið áffam. Mætti segja að það réttlætti ýmsar aðlaganir, þar sem greinilegt er af þessari mynd og öðrum sem áður hafa verið sýndar að kvikmyndahöfúndum Eystrasalts- landa er mikið niðri fyrir og vantar þá ekki efhi ef þeim tekst að fjármagna myndir sínar. Þessi eistneska mynd hefði fyllilega átt einhver verðlaun skilið, en hún hefur sennilega verið of þung og hæg fyrir dómnefnd og áhorfendur. Meðal mynda í samkeppninni má einnig nefna finnska kvikmynd sem nefndist „Faðir vor“ og var eftir Veikko Aaltonen. Þar fær áhorfand- inn að kynnast andrúmsloftinu í hálf- yfirgefinni finnskri byggð meðan beð- ið er eftir því að „einhver Þjóðverji komi og kaupi hreppinn fyrir eitt mark,“ svo vitnað sé í orð einnar per- sónunnar. Þar segir frá ungum manni sem snýr aftur til föðurhúsa þar í byggðinni eftir langa fjarveru. Þar bíður hans það starf að gera upp sak- irnar við fortíðina sem var erfið og hasla sér völl í samtímanum þar sem niðurníðsla og áfengi flæða um allt. Allt þetta er undir- strikað með strangri kvikmyndatöku í svarthvítu. Að lokum tekst söguhetjunni að vinna bug á sínum eigin persónuvanda- málum og endirinn er nokkuð jákvæður; söguhetjan tekur saman við unga konu sem misst hafði mann sinn í klærnar á Bakk- usi og þau búa áffam á staðnum. Þetta er sennilega það sem næst verður komist „gróðri jarðar“ á okk- ar dögum. Skylmingar og balalaika Á kvikmyndahátíð- . um sem þessum ber það stundum við að hátíðargestir vilja hvíla sig á samtímanum og kjósa þá heldur að leita á vit kvikmynda frá fyrri tímum. Ef menn voru í slíkum hugleiðingum var úr nógu að velja í Rúðuborg að þessu sinni. Sérstök dagskrá var helguð kvikmyndum eftir skáldsögum Knut Hamsuns og bar þar langhæst myndina „Sultur" eftir Henning Carlsen ffá 1966. I annarri dagskrá var „18. öldin í sænskri kvik- myndagerð" tekin til umfjöllunar, og fyrir utan sígildar myndir eins og „Töfraflautu" Bergmans mátti þar sjá aðrar myndir sem ekki eru eins þekkt- ar, t.d. sá ég þar ágæta skylminga- mynd, „Veiðiferð konungs“ effir Alf Sjöberg ffá 1944. Hún sagði frá til- raunum Rússa til að grípa völdin í Stokkhólmi á dögum Gústafs þriðja. Enn önnur dagskrá fjallaði um Karel- íu og þótt þar væru aðallega heimild- armyndir um þessa byggð áður fyrr og örlög þess hluta hennar sem Sovét- menn lögðu undir sig, var einnig á boðstólum leikin mynd að nafhi ,Ju- ha“ ffá 1937, myrk saga um ástir og afbrýði við rennandi vötn í barrskóg- um. Þá var sýnt úrval úr verkum finns- ka kvikmyndahöfúndarins Matti Kassila og síðast en ekki síst áttu áhorfendur þess kost að sjá allar kvik- myndir Carls Dreyer, ffá upphafi (1918) til enda (1964) og mun slíkt tækifæri vera harla fágætt. En eftir allt þetta má segja að rúsín- an í pylsuendanum kæmi þegar hátíð- inni var slitið. Þá var gestum boðið upp á forkostulega finnska rnynd, „Total Balalaika Show“ eftir Aki Kau- rismaki, ffá tónleikum sem rokk- hljómsveitin Leningrad Cowboys hélt í Helsinki í fyrra með einsöngvurum, kór, hljótnsveit og ballett rauða hers- ins. Var það gersamlega óborganlegt að sjá og heyra rokkarana syngja slag- ara eins og „Those were the days“ og aðra slíka ásamt með brosandi Rúss- um í fullum herskrúða og harmoníku- og balalaika-undirleik ofan á raf- magnsgítarana. Að sögn aðstandenda var fjöldi áhorfenda á kvikmyndasýningunum nú svipaður og í fyrra, en þá voru þeir 33.000. Greinilegt er að vegur hátíð- arinnar er stöðugt að aukast í Norm- andí og einnig virðast Norðurlanda- búar nú vera farnir að sækja hana í æ ríkara mæli, að Islendingum undan- skildum. Enn sem komið er hefur orðstír hennar lítt borist til Parísar þar sem bandarískar kvikmyndir eru nánast allsráðandi, en síðasta haust gengust aðstandendur hennar þó fyrir sérstakri tveggja vikna dagskrá í kvik- myndahúsinu Europa-Panthéon í París og voru þar sýndar tvær íslensk- ar myndir, „Börn náttúrunnar“ og „Ryð“. Er það vonandi vísir að ein- hverju meira. Sagt nied ntynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.