Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 11
YTKUBLAÐIÐ 6. MAÍ 1994 19 þessum stéttum meðtalið. Armar hópur, verkfræðingar, með santbæri- lega menntun að baki var samkvæmt kjarakönnun stéttarfélags þeirra með 246 þúsund á mánuði að meðaltali árið 1992. Hér læðist að manni sá grunur að þegar kemur að því að ákvarða laun séu það aðrir þættir sem vegi meira en menntunin. Tvennt gæti komið þar tál. í fyrsta lagi það að „hópur 4“ er eingöngu skipaður opinberum starfs- mönnum. Ekki getur það verið einhlít skýring þar sem verkfræðingar hjá hinu opinbera eru með í kjarakönnun verkfræðinga. Hin skýringin er sú að „hópur 4“ er eingöngu skipaður við- urkenndum kvennastétmm en verk- ffæðingar eru viðurkennd karlastétt. Fleiri dærni styðja þessa kenningu. Meinatæknar, sem ná eiga í löngu verfalli, hafa t.d. borið kjör sín saman við laun flugumferðastjóra, dæmi- gerða karlastétt. Þrátt fyrir meiri menntun eru dagvinnulaun mein- atækna nærri helmingi lægri en dag- vinnulaun flugumferðastjóra. Meðan meðallaun meinatækna eru innan við 80 þúsund fyrir dagvinnuna hefur flugumferðastjórinn 150þúsund. Ábyrgð Þingfararkaup er nú 177 þúsund krónur. Ráðherrar hafa 293 þúsund í föst laun á mánuði, forsætisráðherra Launamunur er óþekkt stærð Skattskrá gefur ákveðna mynd af heildartekjum háttsettra manna. Sam- kvæmt skattskrá ársins 1992 var Davíð Oddsson forsædsráðherra með 424 þúsund króna mánaðartekjur það ár, Hörður Sigurgestsson forstjóri Eim- skips 1.090 þúsund og Sigurður Helgason hjá Flugleiðum með 876 þúsund. Hrafh Bragason hæstaréttar- dómari var með 369 þúsund og með- almánaðartekjur ráðuneytisstjóranna voru 384 þúsund. Byrjunarlaun hjá Dagsbrún eru rúmar 43 þúsund krónur á mánuði og samkvæmt gögnum Kjararannsóknar- nefndar voru meðalmánaðarlaun ver- kakarla 112 þúsund á síðasta árs- fjórðungi síðasta árs en verkakvenna 86 þúsund. Er þetta eðlilegur munur á þeim hæstlaunuðu og þeim lægstlaunuðu? Sumir myndu svara því til að þetta sé það sem markaðurinn ákveði og því eðlilegur launamunur. Aðrir eru á því að kökunni sé ekki réttlátlega skipt, laun þeirra lægsm séu allt of lág en hinna hæstu allt of há. Og svo má líka benda á að það er greinilegt þegar tekjuhæsta fólkið er skoðað að það er allt fólk sem telst bera mikla fjármála- lega eða rekstrararlega ábyrgð. Þetta hafa forystumenn í BHMR gagnrýnt. Hér sé aðeins ein gerð ábyrgðar, sú rekstrarlega metin í launum. Aðrar tegundir ábyrgðar, svo sem fagleg ábyrgð, séu einskis metnar. Með atvinnu eða án Að lokunt er vert að benda á nýtt bil sem er að myndast í þjóðfélaginu. Það er bilið milli þeirra sem hafa atvinnu og hinna sem enga vinnu hafa. Hér er ekki hægt að tala um launamun þar sem þeir atvinnulausu fá engin laun. En tekjumunurinn er mikill. Hámarks attánnuleysisbæmr eru 46 þúsund krónur á mánuði en margir eiga ekki rétt á fullum bómm. Eins og hér hefur komið frarn þá er til fólk sem þarf að sætta sig við svipaða krónutölu í dagvinnulaun. En nýjusm kannanir Kjararannsóknarnefndar benda til að vinnutfmi landverkafólks sé að lengjast. Þannig geta þeir sem hafa vinnu bætt sér upp lág dagvinnu- laun með aukinni yfirvinnu en um leið er hætta á að ennþá erfiðara verði fyr- ir atvinnulausa að fá vinnu og um leið auknar tekjur. Forsíðumyndin cr ftá hátföarhöldunum í Reykjavík 18. júní 1944 sem haldin vom‘f tilefni af stofnun íslenska lýöveldisins. 323 þúsund ogforseti lýðveldisins 334 þúsund. Föst laun ráðuneytisstjóra eru 217 þúsund, hæstaréttardómara 252 þúsund og forstjóra ríkisspítal- anna 213 þúsund. Opinberir starfsmenn er sá hópur sem einna mest hefur gagnrýnt ríkj- andi launakerfi á undanfárnum ámm. Hvað hefur Birgir Björn Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri BHMR, að segja um launamun hér á landi? „Launainunur hér á landi er óþekkt stærð. Það er ekki hægt að segja til um hvað hann er mikill. Við vitum ekkert hvað topparnir í þjóðfélaginu eru með í laun. Kjörum þeirra er breytt eftir skattalögum. Þess vegna dugir engan veginn að rýna í skattaskrár til þess að fræðast urn tekjur þeirra." Kjör þorra launafólks eru jafn óþekkt stærð og kjör toppanna að áliti Birgis Björns. Eins og alkunna er gefa umsamdir taxtar ekki raunsæja mynd af kjörum fólks og auk þess dregur Birgir Björn kjantkannanir ASI í efa. „Eg veit um dærni þess að þeir henda út tölum sem passa ekki inn í fyrirframgefnar hugmyndir þeirra. Þá er vinnuveitendum ekki gert skylt að skila inn gögnuni og úrtökin verða þannig tölffæðilega marklaus. Þetta leynimakk með laun tel ég að hluta til skýra máttleysi stéttarfélaganna. Kjararannsóknir opinberra starfs- manna eru þær einu marktæku sem til eru. Að öðru leiti verður að byggja kjarabaráttuna á kjaftasögum.“ „Annars er það mín tilfinning að kjör almennings hafi farið versnandi að undanförnu. Ekki bara tilfinning, ég veit það. Þjóðarsáttin er glæpur gagnvart taxtafólkinu. Eg held líka að launamunur hafi farið ininnkandi. Þjóðarsáttin hefur gefið íjármagninu ffítt spil. Það hefur aukið hlut sinn á kostnað launanna og tækifæri til launaskriðs þannig minnkað.“ Hvað telur Birgir Bjöni að eigi að ákvarða laun? Það er niikið að gera hjá ffam- kvæindastjóra BHMR og eins og skil- virkum stjórnanda ber fer hann fljót- legustu leiðina til þ'ess að svara spurn- ingu blaðamanns. Hann vísar í skrif eftir sig sem birtust í desember síð- astliðnum í riti Norræna jafnlauna- verkefnisins, „Launajöfnum, ný við- horf-nýjar leiðir“. Þar segir Birgir Björn að „ffá ffæði- leguin sjónarhóli geti laun stárfs- mannsins verið einskonar inælikvarði á vinnuframlag og getu starfsmanns til að skapa fyrirtækinu verðmæti." En það þarf einhverjar mælistikur Birgir Björn Sigurjónsson til þess að meta þetta ffamlag. Mennt- un og ábyrgð eru þær mælistikur sem Birgir Björn vill fyrst og ffemst fara eftir. Menntun er réttlætanlegur mæli- kvarði af tvennum ástæðum. I fyrsta lagi vegna þess að það má telja líklegt að starfmenn með sömu menntun og starfsþjálffin skili svipuðu vinnufram- lagi. I öðru lagi vegna þess að það má telja næsta víst að starfsmaður með menntun og starfsþjálfun skili meiru en annar án menntunar og þjálfunar. Starfsmat af þessu tagi hlýtur að horfa mest til fagmenntunar og hverskyns sérhæfingar á háskólastigi enda liggur mestur kostnaður að baki slíkri menntun, kostnaður sem viðkomandi starfsmaður hefur þurft að bera sjálf- ur, og mestrar verðmætasköpunar er að vænta ffá starfsmanni nteð slíka menntun. Abyrgð er réttlætanlegur rnæli- kvarði á laun vegna þess að ábyrgð reynir á sjálfstæði starfsmanna og ffumkvæði og henni fylgir oft aukið andlegt álag. Þetta er þættir sem alla má rneta sem aukið vinnuframlag að mati Birgis Björns. Hann telur að fjárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð sé rnetin að verðleikum í íslenskuin launakerfum. Mikið skorti aftur á inóti á að fagleg ábyrgð sé rnetin á sama hátt, sérstak- lega fagleg ábyrgð á sviði urnönn- unar- og uppeldismála. Niðurstaða hans ér því rn.a. að ábyrgð í hefð- bundnum kvennastörfum sé ekki met- in sein skyldi. Sumarnámskeið í Reykjavík '94 Foreldrar -kynnið ykkur sumarnámskeið fyrir börn og unglinga sem í boði eru á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, íþróttafélaga og samtaka í Fteykjavík. Allar upplýsingar um fjölbreytni námskeiða, tímabil og kostnað er að finna í bæklingnum „SUMARSTARF í REYKJAVÍK 94“ sem dreift er í grunnskólum og leikskólum borgarinnar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.