Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Guðfræðin 3 Dr. Georg Leonard Carey, erkibisk- up ensku biskupakirkjunnar sem er þjóðkirkja þarlendra, heimsótti Is- land dagana 22. til 24. apríl og átti annríkt. Dagskrá heimsóknarinnar var stíf, svo stíf að blaðamannafund- ur sem átti að vera í Hallgrímskirkju laugardaginn 23. apríl féll niður. Sjónvarpsstöðvamar fengu að spyrja Dr. Carey í fáeinar mínútur og á meðan á því stóð var blaðamanni Vikublaðsins tilkyimt að erkibiskupinn gæti rætt við hann næst. I þrjár mínútur. Dr. Georg Leonard Carey erkibiskup ensku biskupakirkjunnar. „Sérhver kirkja er vitnisburöur eöa tákn. Auðvitað viljum við aukna kirkjusókn, en við erum þó frekar rólegir og afslappaðir yfir þessu. Við viljum fyrst og fremst vera til staðar og bjóða fram okkar þjónustu þegar fólk vill nýta sér hana.“ Myndir: ÓI.Þ. Nú var úr vöndu að ráða. Var hægt að ræða eitthvað viti- borið og innihaldsríkt við erkibiskup á þremur mínútum? Aug- ljóslega var ekki hægt að fara djúpt út í guðffæðina. Blaðamaður hleraði í kringum sig og komst að því að kollegarnir spyrðu helst um málefni kvenpresta í Bredandi, um hvers vegna erkibislcupinn væri á Islandi og „how do you like Iceland". Og spurt var um stríðið í fyrrum Júgóslavíu. En þeim skilaboðum var náðarsamlegast komið til blaðamannsins að hann vildi helst ekki svara fleirum spurningum um það viðkvæma málefni, en Dr. Carey mun vera sérffóður um málefni Serba. Biskupinn í Grimsby: Stríðin snerust um afkomuna. Meðan beðið var og vandamálið í- hugað var David Tustin biskup af Grimsby tekinn tali. Borgin sú er ís- lendingum minnisstæð vegna þorska- stríðanna og vart hægt að tala um vin- áttu á þeim tífna. En nú eru tímamir breyttir og Tustin er sagður annálað- ur íslandsvinur. „Mín fyrstu kynni af íslendingum var þegar ég komst í samband við As- geir Asgeirsson fyrrum forseta Is- lands, en þá var hann í heimsókn í London. A sjöunda áratugnum veittist mér síðan sú mikla ánægja að kynnast Sigurbirni biskup ykkar, ég hygg að það hafi verið 1967. Eg var í starfsliði þáverandi erkibiskups og Sigurbjörn heimsótti okkur. Mitt hlutverk var að skipuleggja dagskrá héimsóknarinnar og þá kynntumst ég og kona inín hon- um og úr varð vinskapur. Hann heim- sótti Grimsby og ekki datt inér í hug þá að ég ætti effir að verða biskup Grimsby." Tustin man ólgu þorskastríðsár- anna vel og segir að sein betur fer heyri hún nú fortíðinni til. „Nú eru náin og góð tengsl milli Grimsby og Reykjavíkur. Ég get vel skilið þær til- finningar sem ríktu þegar þorskastríð- in geisuðu, þetta var spurning um af- komu, að komast af. En nú hefúr tek- ist að koma þessu rifrildi frá og meðal annars hefur tekist að byggja upp gott kirkjulegt samstarf þjóða okkar. Ekki er langt síðan kórinn í Grimsby heim- sótti ísland. Mín fyrsta heimsókn til íslands var fyrir tveimur árum og þá var það einmitt vegna slíks samstarfe." Fyrrum ffughermaður: Öll trúarbrögð og kirkjur for- dæma stríð Blaðamaður Vikublaðsins var ■ hálfnaður með næstu spurningu en koinst ekki lengra, því nú var tilkynnt að Dr. Carey væri tilbúinn í mínút- urnar þrjár. Allt var þetta grafalvar- legt, menn á þeysingi með kalltæki, ís- lenskir og enskir sldpuleggjendur og prestar og íslenskar löggur að passa upp á að engir kverúlantar tækju upp á einhverjum ósóma. Því var best að slíta samtalinu við Tustin, sem sam- þykkti að halda spjallinu áffam að erkibiskupnum frágengnum. Dr. Carey virtist þreyttur eftir stífa dagskrá í heimsóknum til allra hinna Norðurlandanna. Blaðamaður Viku- blaðsins sagði honum þá meiningu sína að ekki væri við miklu að búast á svo skömmum tíma sem úthlutaður var og hann gat ekki annað en sam- sinnt því. Erkibiskupinn var sem fyrr segir búinn að fá nóg af því að svara spurn- ingum um Bosníu og Serba. En ungur að árum hafði hann sjálfur tekið út herskyldu í konunglega breska flug- hernuin (RAF) og hann var fyrst spurður um þá nöturlegu staðreynd að mörg ef ekki flest stríð væru háð í heiminum í nafni trúarbragða. „Eg vil byrja á því að segja að trúin mun lifa allt af. Við höfum horft upp á fall kommúnismans, en sú hugmynda- fræði boðaði að trúarbrögðum skyldi halda niðri. I dag er kristindómurinn sterkari en nokkru sinni í löndum fyrrurn Sovétríkjanna, en aftur á móti hefur vaxandi þjóðerniskennd haldist nokkuð saman við eflingu kirkjunnar. Hvaða trúarbrögð og kirkjur sem er fordæma stríð. Það gerir hin kristna kirkja, stríð eru algjörlega gegn hug- sjón kirkjunnar um jafnrétti og ein- ingu. Maður horfir í kringum sig í heiminum og sér að það er vissulega rétt; víða eru átök í nafni trúarbragða. Mér stendur næst að nefna írland í þessu sambandi. Þessi staðreynd er dapurleg, en kannski er þetta óhjá- kvæmilegt í sumum tilfellum. Hvað sem því líðiu- ættu allir kristnir menn að berjast fyrir ffiði og reyna í því skyni að hafa áhrif á þjóðarleiðtoga sína.“ Enska biskupakirkjan er þjóðkirkja og á íslandi hefúr talsvert verið rætt um hugsanlegan aðskilnað ríkis og kirkju. Dr. Carey var spurður um álit hans á tengslum ríkis og ldrkju al- inennt. Kirkjan er tákn um mikilvæg siðferðileg gildi „Þetta er flóldð mál. Tengslin eru mjög mismunandi. Ég er f þessari lotu búinn að heimsækja átta lönd og hvergi eru tengslin eins. Við ættum að nálgast þessa spurningu með því að spyrja fyrst: Hvað er þjóðfélaginu til hagsbóta? Hvað er rétdátt? Allir eru David Tustin biskup í Grimsby. „Ég get vel skilið þær tilfinningar sem ríktu þegar þorskastríðin geisuðu, þetta var spurning um afkomu, að komast af. En nú hefur tekist að koma þessu rifr- ildi frá." sammála um að í hverju landi þurfi að vera siðferðileg gildi. Ráðherra ykkar sagði mér mjög eindregið að á íslandi væri kirkjan mjög mikilvæg til að styðja og viðhalda siðferðilegum gild- um í þjóðfélaginu. Almennt get ég sagt að ef ætti að verða aðskilnaður þá þyrfti að tryggja að kirkjan hefði fullt frelsi og getu til að rækja skyldu sína og hugsjónir. En mér finnst að svo ffemi sem skýrar línur eru á milli ríkis og kirkju þá sé ekkert sem kemur í veg fyrir heilbrigt samstarf þarna á milli.“ Dr. Carey víkur að sínu hlutverki í Englandi gagnvart öðrum trúar- brögðum. „Það eru ekki forréttindi mín heldur ánægjuleg þjónusta að fá að vera talsmaður allra trúarbragða. I Lávarðardeildinni kemur oft til minna kasta að tala fyrir hönd annarra trúar- bragða. Ég get nefút sem dæmi um- ræðuna um hert innflytjendalög, þar sem ég sagði að ef boðuð innflytj- endalög hefðu verið í gildi á fjórða áratugnum hefðu fáir gyðingar komist til Englands og ekki var ég að mæla þessu bót.“ Nú voru mínúturnar þrjár eiginlega búnar og aðstoðarmenn Careys farnir að ókyrrast; bílalestin beið koltvísýr- ingsspúandi fyrir utan. En eftir smá hik var samþykkt að heimila eina spurningu til viðbótar. Blaðamaður valdi að spyrja erki- biskupinn um mjög takmarkaða kirkjusókn, á Islandi og víðast hvar á Vesturlöndum, hvort ekki mætti túlka hana sem merki um takinarkaðan áhuga á trú og kirkju. „Eg verð að segja að mér finnst þetta ekki vera mjög aðkallandi spurn- ing,“ segir Dr. Carey. „Mér finnst þetta ekki gildur mælikvarði. Kirkjan er fólkið í landinu. Sérhver kirkja er vitnisburður eða tákn. Auðvitað vilj- um við aukna kirkjusókn, en við erum þó ffekar rólegir og afslappaðir yfir þessu. Við viljum fyrst og ffemst vera til staðar og bjóða fram okkar þjón- ustu þegar fólk vill nýta sér hana. Guð er ekki bara í hugum og hjörtum þeirra sem sækja ldrkju. Kirkjan er tákn um mikilvæg gildi og á þann hátt verðum við að líta á kirkjuna, en ekki út ffá einhverjum talnaleik.“ Og þar með var mínútunum þrem- ur lokið, en þær reyndust líkast til vera tæpar finnn. A leiðinni út sagði Dr. Carey að sér hefðu fúndist spurning- arnar góðar og aðstoðarmenn hans tóku undir það og leiddu sinn mann út í bílalestina. Með þeim fór Tustin biskup í Grimsby. Blaðamaður hrað- aði sér heim og náði síðustu mínútun- um í leik Wimbledon og Manchester United. Daginn eftir kom í ljós að biskup íslands væri Júnætet maður, en Carey erkibiskup Arsenalisti (eða var það öfugt?) og blaðamaður Viku- blaðsins uppgötvaði að hann hefði al- veg gleymt að spyrja út í þau mál. % AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.94-01.11.94 12.05.94-12.11.94 kr. 62.552,20 kr. 74.127,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.