Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Norrænir kvikmyndadagar í Einar Már Jónsson keppnina vera í meðallagi og varla svo, eins og menn væru að hinkra við til að draga andann til mciri átaka síð- ar. Reyndar sá ég ekki þá mynd sem fékk aðalverðlaun dómnefndarinnar - þar var norska myndin „Du pappa“ eftir René Bjerke - en sú mynd sem fékk að því er virtist mestan hljóm- grunn meðal áhorfenda og hlaut verð- laun þeirra var fremur undarlegur samsetningur. Mynd þessi sem bar heitið „Det bli'r i familien11 og var eít- ir dönsku konuna Susanne Bier sagði frá ungum veitingamanni á Borgund- arhólmi sem uppgötvar það skyndi- lega, við lát þeirrar konu sem hann hafði alltaf talið móður sína, að hann var tökubarn. Þótt samband hans við fósturfjölskylduna virðist í besta lagi, verður hann viðþolslaus við þessi tíð- indi og þeysist af stað út í hinn stóra heim til að leita að sínum líkamlegu foreldrum. Fyrst liggur leiðin til Kaupmannahafnar þar sem söguhetj- an finnur móður sína, fyrrverandi prímadonnu, rúmlega hálfruglaða og heldur vafasama í alla staði, og svo fara þau mæðginin fyrirvaralaust í ein- hverja furðulega gandreið í leigubíl suður til Portúgals. Kemur þetta flan jafii flatt upp á áhorfandann og leigu- bílstjórann í fyrstu, en svo er hulunni smám saman lyft af hinni myrku for- Það er komið vor „Það er komið vor...“ Lag Ronju ræningjadóttur glymur í kollinum á mér þar sem ég geng um götur borgarinnar. Kannski þoli ég veturinn verr með aldrinum eða hann var lengur að líða í þetta sinn því ég er farin að þrá sumar og sól, bjartar næt- ur, sundferðir, útilegur og grillveislur. Eg velti m.a.s. fyrir mér óraunhæfum möguleikum eins og ferð á Horn- strandir eða gönguferð úr Land- mannalaugum í Þórsmörk og auglýs- ingar um utanlandsferðir hafa aldrei verið jafn girnilegar. Dimmisjón- krakkar sem boða okkur borgarhúum vorið sem þekkjum vart lóuna nema af lýsingum í útvarpi virðast horfin í upplesmr og próf. Gangandi vegfar- endur eru hættir að velta því fyrir sér hvort búningarnir séu alltaf að verða íburðarmeiri og hvað þessi dagur kosti eiginlega í fyrirhöfn og fé - sag- an segir að hönnuðir séu fengnir til að sjá um búningana, svo er það búsið og sumir hópar eru sagðir gista á Hótel Örk! Mér finnst ég alltaf fara einhvers á mis á vorin að vera ekki í prófum. Að þurfa ekki að vakna Idukkan sex og vera að fram á kvöld. Sitja með góðum hópi á bókasafninu og fara saman í pásur og ræða málin um leið og kaffið er drukkið. Mér fannst alltaf gaman í Ragnhildur Vigfúsdóttir prófunum, sérstaklega meðan ég var í háskólanum. Að geta einbeitt sér að lestrinum - og einu fagi í einu - og þurfa ekki að gera neitt annað, hvílík- ur lúxus. I minningunni var alltaf gott veður og sú tilfinning að vera að missa af vorinu yfirþyrmandi. Það er fátt betra en finnast maður vera að fórna sér! Það var leggjandi á sig að vera í prófum bara til að upplifa þá tilfinn- ingu sem próflok eru. Vera búin með einn áfanga og byrja á öðrum, t.d. nýrri sumarvinnu. Nú er ég löngu hætt í skóla en reyni þó að ná þessari stemningu, t.d. með því að taka að mér stór verkefni með skiladegi 1. júní. Þá get ég tekið góða rispu allan maí, unnið eins og skepna og rétt leyft mér að fara í sund annað slagið. Þar sem ég hef engin virkilega stór verkefiú núna hellti ég mér út í kosningabaráttuna, mæti á fundi helst daglega og tek að mér verkefni sem ég veit að ég hef engan tíma til að leysa því nú get ég elcki leyft mér að ein- beita mér að einhverju einu heldur þarf jafnframt að sinna vinnunni minni sem og öðrum skyldum. Þessi tarnavinna er eitt þjóðarein- kennið á okkur Islendingum. Þó nem- endur viti vel að skóli er eins og hver önnur vinna og best að stunda hann sem slíkan og að prófin eru aðeins upprifjun á því sem lesið var yfir vet- urinn, þá lenda samt flestir í því að þurfa að ffumlesa rnegnið af efninu. Og þó að við vitum frá upphafi hvenær við eigum að skila tilteknu verki þá fer oftar en ekki svo að allt er á síðustu stundu og natjðsynlegt að leggja nótt við dag. Við réttlætum gjarnan málið með því að við vinnuin best undir áiagi og hlustum ekki á þau rök hvað slík vinnubrögð eru lýjandi og í raun hættuleg. I hraðanum getur okkur yf- irsést ýmislegt og meiri líkur eru á mistökum. Líklega eru þetta leifar úr veiðimannasamfélaginu sem sýna það betur en flest annað hve skammt við erum komin í því að aðlaga okkur að nútíma lifnaðarháttum sem krefjast öðruvísi hugsunarháttar og vinnu- bragða. tíð. í einhverju hrafnastéli í Portúgal finnur söguhetjan nefnilega þarlenda föðurfjölskyldu sína, sem sé ömrnu sína sem er hrokafull greifynja í kast- ala og síðan systur sína, og það kemur í ljós hvernig móðir hans, prímadonn- an, hafði forðuin verið hrakin burt úr þessu gósenlandi frá barnungri dóttur sinni og sjálf ólétt. En áður en sögu- hetjan kemst að hinu sanna hafði hún í algeru sakleysi, ef svo má segja, byggt eina sæng ineð systur sinni, og ofan á allt saman kemur fósturfaðirinn á vettvang og virðist ætla að gera hos- ur sínar grænar fyrir prímadonnunni Fyrsta kvikmynd Susanne Bier hét „Freud fer að heiinan", en hér er Freud greinilega kominn ólmur til baka. Geta menn talið myndinni það til kosta eða lasta, allt eftir því hvernig þeir eru stemmdir, hversu mjög þessi litríka saga var troðfull af allskyns táknum beint úr kokkabókum sál- greiningarinnar en án nokkurrar frek- ari matreiðslu. Hvað sem öðru líður er það óneitanlega talsverð vinnuhag- ræðing fyrir skýrendur og fræðimenn. En að öðru leyti var þetta verk líka tímanna tákn kannske: með því að etja saman mönnum af fjarlægu þjóðerni er nefnilega fundin prýðilega átylla til að láta allan mannskapinn tala ensku góðan part af myndinni. Þegar systir- in er að gera upp málin við ömmu sína, greifafrúna, og báðar portúgal- skar, er vitanlega ekki nein ástæða til að láta þær tala saman á tungu Shake- speares, en leikstýran á ekki í neinum erfiðleikum með að finna lausn á því: „Talaðu ensku,“ segir amman, „þjón- ustufólkið er að hlera“. En það sjást aldrei neinir þjónar í þessum tómlega kastala... Það hljómar reyndar dálítið undarlega að heyra ensku talaða með sterkum borgundarhólmskum og portúgölskum hreim til skiptis en án nokkurs hiks og með vönduðu orða- vali og vel mótuðum setningum. En kannski finnst sumum að hér séu Evr- ópumenn loksins búnir að finna leið til að gera kvikmyndir á heimsmæli- kvarða. Ástir við Eystrasalt Fyrir þá sem fannst þessi mynd þunnar trakteringar var ýmislegt ann- að á boðstólum í samkeppnimri, sem var á annan hátt tengt samtímanum. Eistneska myndin „Baltneskar ástir“ eftir Peeter Urbla lét ekki mikið yfir sér og hún var auk þess sett saman úr þremur sjálfstæðum þáttum, en harla vandasamt er að gera myndir af því tagi þannig að þær nái til áhorfenda. Samt komu þar fram á skýran hátt ýmsar hliðar á ástandinu í Eystrasalts- löndum nú. Þættir myndarinnar ger- ast á þremur árstíðum í þremur lönd- um, á þeim tímum sem umskiptin voru að gerast. Fyrsta sagan segir frá pólitfskum fanga, sem er síðastur lát- Atriði úr Orðinu eftir Dreyer (1954), en aldrei þessu vant fengu íslenskir sjón- varpsáhorfendur nýlega að sjá þetta klassíska konfekt kvikmyndasögunnar. Rúðuborg íslenski fáninn blakti yfir Rúðuborg innan um aðra Norður- landafána fyrri hluta mars, þegar þar var haldin í sjöunda skipti norræn kvikmyndahátíð. Samt var þátttaka íslendinga að þessu sinni í lágmarki; þar var ekki sýnd nein íslensk mynd í fullri lengd, hvorki í hinni opinberu samkeppni né í neinni þeirri dagskrá sem þar var á boðstólum, og einungis tvær stuttar myndir boðaðar - en af þeim mun önnur ekki hafa skilað sér þannig að aðeins ein var sýnd. Nú eru vitan- lega fáar myndir framleiddar á íslandi árlega og þess vegna er kannski ekki við því að búast að þær séu alltaf áberandi á kvikmyndahátíð sem þessari - mætti vera að svipuðu máli gegndi um íslendinga og Eystrasaltsþjóðirnar þrjár sem einnig er boðið að taka þátt í hátíðinni í Rúðuborg en láta misjafnlega mikið að sér kveða eftir því hvernig árar á þeim slóðum. En sá orðrómur gekk þó ljósum logum í Rúðuborg meðan á hátíðinni stóð og hátíðargestir furðuðu sig mikið á þessari íjarveru, að íslendingar hefðu ekki verið sérlega sam- vinnuþýðir að þessu sinni og svarað þurrlega þeim boðum sem gerð voru. „Við erum allír af vilja gerðir til að sýna íslenskar myndir,“ sagði Jean-Michel Mongrédien, sem hefur verið drifijöður hátíðarinnar frá upphafi, „en þá verða íslendingar að senda okkur myndir sínar.“ Úr finnsku myndinni Total Balalaika Show sem tekin var upp á kostulegum tón- leikum í Helsinki í fyrra þar sem hljómsveitin Leningrad Cowboys spilaöi rokk íblandað balalaika ásamt með einsöngvurum, kór, hljómsveit og ballett Rauða hersins í fullum skrúða! Illt er ef satt er, því íslenskri kvik- myndagerð hefur frá upphafi ver- ið sýndur mikill sómi á hátíðinni í Rúðuborg og hún hefur engan veginn verið hornreka, þótt aðrir Norður- landabúar hafi þar að sjálfsögðu haft í frammi ýmislegan bægslagang. í fyrra var það íslensk kvikmynd, „Ingaló" eftir Asdísi Thoroddsen, sem fékk aðalverðlaunin og fyrir tveimur árum hlaut myndin „Börn náttúrunnar" eftir Friðrik Þór Frið- riksson verðlaun áhorfenda, sem inörgum kvikmyndagerðarmönnum finnast reyndar sérlega eftirsóknar- verð. Um leið fékk „Ryð“ eftir Lárus Yini verðlaun „ungra hátíðagesta" sem svo eru kölluð og eru veitt af dómnefnd menntaskólanema. Það sama ár var sérstök dagskrá helguð íslenskri lcvik- myndalist fyrr og nú og byrjað á þöglu myndinni „Höddu Pöddu“ eftir Guð- mund Kamban. Undanfarin ár hefur yfirleitt verið einhver dagskrá kvikmynda eftir verk- um einhvers ákveðins rithöfundar, og í fyrra var það Halldór Laxness sem varð fyrir valinu: meðal þeirra mynda sem hátíðargestir fengu að sjá voru sænska útgáfan af „Sölku Völku“ og „Atómstöðin" eftir Þorstein Jónsson, en auk þess voru umræður og kynn- ingar. Verður því engan veginn sagt að Islendingar hafi borið skarðan hlut frá borði fram til þessa. Freud snýr aftur Að þessu sinni virtust mér þær myndir sem valdar höfðu verið í Sérstök dagskrá var helguð danska kvikmyndahöfundinum Carl Theodor Dreyer. Hann gerði mörg snilldarverk á ferli sínum sem spannaði frá 1918 til 1964. Þessi mynd er úr kvikmyndinni Jóhanna af Örk (1928).

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.