Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 17 Rithöndin Getur leyst mál sem komin eru í hnút ú hefor ágæta greinc! og næman skilning, en líklega þarf mikið til að þú tengist fólki nánum böndurn. Hinsvegar kemstu vel af við alla. Þú virðist hafa hæfileika til að miðla mál- um og sætta, benda á nýjar hliðar á málum sem komin eru í hnút. Einnig að finna ráð og gera gott úr hlutun- um. Þér mundi henta að vinna við hverskonar uppbyggingu. Lausnir þínar eru kannski ekki alltaf til lang- frama en þær bjarga því sem bjargað verður. Þér finnst óþarfi að gera mik- ið úr hverju eina, heldur eigi að taka því sem að höndum ber og vinna úr því. Þér er gefin þolinmæði og þraut- seigja og allmikill metnaður. Venju- lega nærðu markmiðum þínum. Þú hefur næma tilfinningu fyrir tækifær- um og því sem við á hverju sinni. Þér mun oft finnast áhugamál ann- arra barnaleg. Andleg verðmæti finn- ast þér vera hin sönnu verðmæti. Það eina sem eitthvað sé á sig leggjandi fyrir. Heimili og fjölskylda eru einnig stór atriði í baráttunni. Tónlist og blóm ættirðu að hafa sem mest í kringum þig. Það gefur þér styrk þegar þreyta sækir að. Tengsl við móður eða einhverja góða gamla konu eru þér mikilvæg, einnig endurminningar frá bernsku. Gangi þérvel. R.S.E. Róbert Marshall, umsjónarmaður ut- ankjnrstaðaatkvæðafnciðslu jyrir Al- þýðubandalagið lífi þínu. Þú hefur góða mögu- leika á að ná langt í lífs- Sviðsljós Nýlistasafnið: Ráðhildur og Eygló sýna Um síðustu helgi voru opnaðar tvær myndlistasýningar í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b. I neðri sölum sýnir Ráðhildur Inga- dóttir. I verkum sínum fjallar hún uni hringrásir og plön. Málverk og teikn- ingar eru hugsuð sem hlutar af óend- anlegum flötum í óendanlega mörg- um lögum, og hringrás tírnans kemur fram í hlutum úr umhverfinu. Teng- ing þessara þátta er ef til vill undir- staða sýningarinnar. Ráðhildur stund- aði nám í Englandi ffá 1980-86. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima ogerlendis frá 1986. Eygló Harðardóttir sýnir innsetn- ingar í efri sölum safnsins. Verk henn- ar fjalla um þau mynstur sem verða til þegar farið er frá einum stað til annars í daglegri yfirferð manna og orkuna sem kviknar á vegamótum. Þetta er fyrsta einkasýning Eyglóar en áður hefur hún tekið þátt í nokkruin samsýningum. Eygló stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1983-87 og framhalds- nám við listaakademíuna Aki í Hollandi 1987-1990. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14:00 - 18:00. Þeirn lýkur sunnu- daginn 15. maí nk. Síðustu sýningar á Gaukshreiðrinu Listaklúbbur hjóðleikhúskjallarans Tveir ólíkir kvartettar Ragnar Davíðsson, Gestur Einar Jónasson og Þráinn Karlsson í hlutverkum sín- um. Óperudraugnum að ljúka Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallarans hefur starfað óslitið síðan 3. janú- ar sl. og hafa listakvöldin á mánudags- kvöldum verið einkar fjölbreytt og tekist mjög vel. Vinsældir þessara kvölda aukast stöðugt og að undan- förnu hefur verið húsfyllir og margir þurft frá að hverfa. Mánudagskvöldið 9. maí munu tveir ólíkir kvartettar leika á sviði kjailarans. Þetta eru kvartettarnir Kuran Swing, sem leikur svingmúsík eins og nafhið bendir til og háklassísk- ur strengjakvartett, Bernadel strengjakvartettinn. Kuran Swing skipa þeir Szymon Kuran fiðluleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Olafur Þórðarson gítar- leikari og Þórður Högnason kontra- bassaleikari. Bernadel strengjakvart- ettin er skipaður þeim Zbigniew Dubik fiðluleikara, Grétu Guðna- dóttur fiðluleikara, Guðmupdi Krist- mundssyni lágfiðluleikara og Guð- rúnu Th. Sigurðardóttur sellóleikara. Kvartettarnir munu leika hvor í lagi og síðan saman létta jassmúsík, en það mun líklega vera í fyrsta sinn sem strengjakvartett tekur þátt í flutningi slíkrar tónlistar hér á landi. Nú fer hver að verða síðastur að sjá stórsýningu vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar, gamanóperuna Operudrauginn eftir Ken Hill með söngperlum margra þekktustu óperu- tónskálda heims. Sýningin hefur hlotið góðar viðtök- ur og hafa gestir kunnað að rneta þetta óperuspaug með dularfullu ívafi. Leikurinn er byggður á skáldsögu franska rithöfundarins Gaston Laro- ux, sem hann skrifaði 1909. Hún ger- ist í Parísaróperunni um aldamótin og segir frá dularfullum atburðum sem tengjast dauðsföllum innan óperunn- ar. Fimm söngvarar fara með hlutverk í Óperudraugnum. Bergþór Pálsson, sem leikur titilhlutverkið, Marta Hall- dórsdóttir þreytir frumraun sína á sviði í hlutverki Christine, en Ragnar Davíðsson, Agústa Sigrún Agústs- dóttir og Már Magnússon fara einnig með veigamikil hlutverk. Auk þeirra leika og syngja í sýning- unni fjölmargir leikarar og söngvarar leikfélagsins. Sex manna hljómsveit undir stjórn Gerrit Schuil leikur undir í sýning- unni, en Ieikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir. Ejldri borgarar sem enn eru léttir í lund og léttir á fieti hafa um langt skeið stundað dansmennt t Risinu að Ilverfisgiitu 105 i Reykjavik. Þar er dansinn stiginn af miklum krafti frá kl. 20:00 - 23:00 hvert þriðjudagskvöld, undir ör- uggri stjóm Sigvalda Þor- geirssonar danskennara. Suður-amerískir dansar jafltt sem gömlu dansamir em í hávegum hafðir og allir dansa af mikilli innlif- un. Allir eldri borgarar eru velkomnir að taka þátt i dansinum. Kuran Swing verður með heita sveiflu ásamt Bemadel strengjakvartettinum í Listaklúbbi Þjóðleikhúskjallarans á mánudagskvöldið. Aðeins eru eftir tvær sýningar á þessu leikári á Gaukshreiðrinu, en leikritið verður aftur tekið til sýn- ingar á Stóra sviðinu í haust. Gaukshreiðrið víkur fyrir upp- færslu Listahátíðar á Niflungahringn- um eftir Wagner. I helstu hlut- verkum: Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Jóhann Sigurðar- son. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson. Til^eran Olí Það er einkennilegt að ég man ekki eftir góðu veðri á 1. maí. Þetta hefur alltaf verið barningur í kulda, roki og rigningu. Yntist hefur þetta alit plagað göngumenn á þess- um ágæta degi eða að minnsta kosti eitt. Mér er sérstaklega minnisstætt að það er alltaf hvasst. Hérna í gamla daga þegar rnaður gekk með öfga- samtökunum þá brást það ekki að þegar við komum fyrir hornið á Rauðarárstíg og Laugavegi til að ná í halann á ASI göngunni þá skall stormhriðja á borðum og fánurn og taldist gott ef ntenn gátu staðið á- hlaupið af sér en hröktust ekki í fangið á þeim sem biðu í næstu röð. Velja varð þrekinenni til að bera borðana. Raunar hef ég grun um að þetta hafi að minnsta kosti að hluta verið það sem bjó að baki þeirrar stefnu að námsmennirnir í samtök- unum ættu að gerast verkamenn. Það var þá frekar von til að þeir hefðu krafta til að hanga í borðun- uin. Ymsar minningar eru tengdar þessum baráttudegi. Alargir eru þeir sjálfsagt sem minnast ungs inanns, sem stýrði göngu KSML fyrir mörg- um árum. Þegar gengið var frarn hjá aðalstöðvuín ASI, sem þá voru á Laugaveginum, kallaði ungi maður- inn í gjallarhornið vígorð það sem þá þótti best hæfa: „Förysta ASI, stéttsvikaraþý." Þetta hljómar ágæt- lega enda rnargir hagorðir slagorða- smiðir í KSML. En nú er þessi ungi maður skrifstofustjóri ASI. Sjaldan held ég að manni hafi jafn vel skilist hvernig það er að vera rödd hrópandans í eyðimörkinni og þegar KSML gekk í fyrsta skipti á 1. maí. Að sjálfsögðu var rölt þar sem engir stéttsvikarar voru nærri og þar af leiðandi nokkurn veginn enginn annar heldur. Gengið var upp Skóla- vörðustíginn og að frátöldum þeim hræðum er héldu á rauðum fánum auk mynda af Marx, Engels, Lenín, Stalín og Mao, þá held ég að þarna hafi ekki verið nokkur maður. Eg man ekki einu sinni eftir andliti í glugga. En reyndar þótti þetta ekki gera svo mikið til þá. Ef eitthvað var benti fámennið til að stefnan væri nú kórrétt. Það var alltaf eitthvað örlítið grunsamlegt við að einhver fjöldi fylgdi línunni. Raunar man ég eftir enn einmana- legri íundi. Það var eftir að KSML hafði klofnað einu sinni sem oftar og stofhuð höfðu verið Kommúnista- samtökin, marx-lenínistarnir, bylt- ingarsinnarnir, yfirleitt kölluð KSML(b). Þar voru sko menn sem þekktu sinn vitjunartíma og áttuðu sig á að alþýðu íslands þyrsti í raun- verulegan kommúnískan byltingar- flokk, sem hafriaði endurskoðunar- stefnu svikaranna í KSML. Oreigana hlaut að vera að finna í Breiðholtinu svo skömmu eftir stofnun sína boðaði KSML(b) til „útbreiðslufundar" í Breiðholti. Nú skildi hentistefhumönnunum í KSML sýnt hvernig menn færu að því að ná til alþýðunnar. Uinræðu- efhið var knýjandi: „Nauðsyn konnnúnískrar verkalýðsbyltingar og forystuhlutverk flokksins." Þá yrðu og leiknar hljómplötur með baráttusöngvum frá Albaníu. Að frá- töldum frununælanda og plötu- snúðnum kom ein fyllibytta. Sköinmu síðar þóttust glöggir menn merkja að væri farið að halla undan fæti hjá KSML(b).

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.