Vikublaðið - 06.05.1994, Side 8
16
VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994
Kjartan Gunnarsson er slaufu-
berandi framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins. Um hann er
sagt að hann sé lævís klækjarefur
og/eða meinlaust möppudýr. Þetta
er stóreignamaður, á eignir upp á
200 milljónir. í Valhöll tekur hann
á móti tékkum frá Ingimundi í
Heklu, Einari í Sjóvá, Páli í Kók,
Sigurði Gísla í Hagkaup og fleiri
góðum mönnum. Það er helsta „ak-
sjónin“ í Valhöll, sem hefur verið
líkt við „dauðsmannsgröf1.
Sagt er að Kjartan hafi gert Dav-
íð að formanni, en annars var helsta
pólitfska afrek hans að fella Júlla
Hafstein í formannskjöri í Heim-
dalli. En núna ætlar Kjartan að bæta
um betur. Hann ætlar að koma sér á
spjöld sögunnar. Hann fór í heilagt
stríð gegn því að R-listinn fengi að
kalla sig Reykjavíkurlistann.
Þetta er helsta baráttu- og stefnu-
mál Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi borgarstjórnarkosningar og er
þá endanlega búið að henda lykla-
kippunni hans Ama. R-listinn má
þetta ekki, segja Kjartan og með-
reiðarsveinar eins og Sigurbjöm
Magnússon, fallisti í formennsku-
kjöri ungíhalds. Sjálfstæðismenn
eiga Reykjavík. R-listinn má ekki
kenna sig við eign Sjálfstæðisflokks-
ins. Það væri siðlausasti stuldurinn
síðan styttunni af Pallas Aþenu var
stolið þegar Kjartan, Davíð og Geir
Haarde vom í stjórnmálaleik í MR í
gamla daga.
Það er allt í lagi þótt iistar í Vest-
mannaeyjum, Súðavík, Bessastaða-
hreppi, Alftaneshreppi og á Eski-
firði séu kenndir við viðkomandi
sveitarfélög. Sjálfstæðisflokkurinn
er ekki ennþá orðinn þinglýstur eig-
andi þessara sveitarfélaga. En Sjálf-
stæðisflokkurinn er þinglýstur eig-
andi Reykjavíkur. Kjartan sjálfur á
fasteignir við Skipholt, Brautarholt,
Asvallagötu, Blómvailagötu, Star-
haga, Bústaðaveg og Selásblett, en
afganginn eiga Sjálfstæðisflokkur-
inn og hans menn.
Næst kærir Kjartan R-listann fyr-
ir að nota bláar blöðrur. Og sendir
fulltrúa sína á skírnarathafnir og
bannar öðmm en yfirlýstu íhaldi að
skíra syni sína Davíð eða Árna (þeir
mega heita Markús).
Sigurður heitir maður og er
Sveinsson. Hann er afkomandi
Sveins í Völundi, fyrirtækis sem nú
heyrir sögunni til. Sigurður þessi
hefur vit á handbolta og starfar á því
sviði. A Selfossi. En er í framboði í
Reykjavík. Þegar gagnrýnt var að
skemmtidagskrá á vegum Sjálfstæð-
isflokksins og Þróttar var auglýst af
íþrótta- og tómstundaráði tók Sig-
urður sig til og skrifaði grein í
Moggann. „Ekkert má maður“
sagði Sigurður. Og hneykslaðist
gríðarlega á afskiptasemi R-lista-
pakksins. Hvað með það þótt
Flokkurinn hafi misnotað ITR,
Þrótt og látið börn bera út áróður
fram yfir útivistartíma? Ekkert má
maður. Hélt ekki R-listapakkið
stjórnmálafund í skóla og braut þar
með stjórnarskrána?
Og Arni heldur áfram að klippa
borða. Sem borgarstjóri Reykjavík-
ur klippir hann borða og ber merki í
barmi: „Ég „fíla“ Sjálfstæðisflokk-
inn“. Hann á Reykjavík.
Evrópa
Af máli ýmissa íslendinga mætti
halda að Island væri ekki í Evrópu.
Gott dæmi urn þetta er vinningaskrá
happdrættis nokkurs sem nýlega hefur
verið efnt tdl. Fyrsti vinningur er nefiii-
lega „Ferð fyrir tvo með Flugleiðum til
Evrópu“. Annar vinningur er veglegast-
ur: „Utanlandsferð fyrir tvo“. Þriðji
vinningur er síðan: „Ferð fyrir tvo með
Flugleiðum til Kaupmannahafnar".
Kaupmannahöfn virðist að dómi að-
standenda þessa happdrættis ekki vera í
Evrópu.
Samkvæmt sígildri iandafræði telst
Evrópa vera næstminnsta heimsálfan að
flatarmáli, aðeins Eyjaálfa er minni. I
máli margra er Evrópa þó minnst allra
heimsálfa. Bretar tala til að mynda um
að fara „til Evrópu“ þegar þeir bregða
sér yfir sundið til meginlandsins. Og
forráðamenn í Evrópubandalaginu tala
iðulega, með nokkrum hroka, um aðild-
arríki þess sem Evrópu, enda þótt ein-
ungis um þriðjungur Evrópuríkja eigi
aðild að bandalaginu.
Það eru ekki aðeins útmörk Evrópu
sem eru á reild í máli sumra, heldur
einnig skipting álfunnar innbyrðis. Á
Haukur
Hannesson
kalda stríðið mikla sök á því. Þegar járn-'
tjaldið var sett niður eftir endilangri álf-
unni breyttust gamlar skilgreiningar,
löndin austan tjalds voru nú allt í einu
öll sögð í Austur-Evrópu, öll lönd vest-
an megin í Vesmr-Evrópu. Svo einfald-
ur var heimurinn í kalda stríðinu.
Að eðlilegum og hefðbundnum hætti
skiptist Evrópa í 5 parta: í Norður-,
Suður-, Austur-, Vesmr- og Mið-Evr-
ópu. I Mið-Evrópu eru Þýskaland,
Sviss, Austurríki, Tékkóslóvakía, Pól-
land, Ungverjaland og Rúmenía. Lönd-
in þar fyrir austan mynda hina eiginlegu
Ausmr-Evrópu (gömlu Sovétríkin vest-
an Úralfjalla) og löndin fyrir vestan
mynda Vesmr-Evrópu (Frakkland,
Benelúx-löndin, Bretland og Irland).
Löndin fyrir sunnan Mið-Evrópulönd
eru sögð í Suður-Evrópu og löndin fyr-
ir norðan Mið-Evrópulönd (Norður-
löndin) mynda Norður-Evrópu.
Nú er kalda stríðið að baki og búið að
rífa járntjaldið niður. Samt virðist hin
einfalda skipting Evrópu í ausmr og
vesmr enn í fúllu gildi hjá sumum. Þeir
virðast ekki geta losað sig við hina
brengluðu heimsmynd eftirstríðsár-
anna.
Sviðsljós
Baltasar Karmákur, Anna Kristín, Halldóra og Ingvar E. í hlutverkum stnum
t Kæru Jelenu, sem Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að taka til sýningar aftur.
Kæra Jelena snýr aftur
Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að
taka aftur til sýningar Ieikritið
Kæru Jelenu eftir Ljudmilu
Razumovskaju, sýningu sem sló öll
sýningarmet á Litla sviðinu leikárið
’91-'92. Aðeins er um örfáar sýning-
ar að ræða.
Kæra Jelena þótti með besm leik-
listarviðburðum þess leikárs og var
það alls sýnt 161 sinnum, að leik-
ferðum meðtöldum. Leikritið var
fyrst sýnt á Litla sviðinu en leikárið
'92 - '93 var það einnig tekið til sýn-
ingar á Stóra sviðinu. Þrátt fyrir það
komust færri að en vildu og hefúr
því verið ákveðið að sýna verkið á
nýjan Ieik.
Leikarar í verkinu eru: Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Ingvar E.
Sigurðsson, Baltasar Kormákur,
Hilmar Jónsson og Halldóra
Björnsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson. Fyrsta sýning verður
þriðjudaginn 17. maí.
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá kvenmannsnafh. - Lausnarorð krossgátunnar í
síðasta blaði er Fömhagi.
7— Z 3 7 1 5T L i 8 9 ¥ 10 ¥ II
IZ 13 T 7 s II 7 ? 16 V lb 9 5~ ii I?
ig Z l°l T ID Z £ )5~ 9 20 17 5~ 21 ¥ 8
S 2 'G T 17 S 9 2 ¥ 8 22 23 8 18
5 V n> ZH- / 0 5 7 9 23 20 8 ¥ 9 £ 9 7
¥ 2S Zá> II 9 V 27 9 23 5 ¥ 21 23 7
Z8 10 Ý ¥ 17 5" 7 9 2 20 \ 2 3 2 ¥ 27 27
Z°i Z ¥ 10 r ll 9 ¥ 12 9 20 9 is 4 20
5" V 30 31 2/ 4 31 10 18 2 ¥ h" 2á> ip 9
II 3o 3! 17 ¥ 17 1S 20 ' W~ V sr U 2 17 T
2 31 W Z S 7 S’ 21 27 1S 7 ¥ )£ 27
Z7- 23 8 ¥ 2 9 23 s ¥ 1S 17 V 27 27 9
17 Z ¥ 28 2 ¥ 9 2 27 ¥ 23 32 17
5T 21 7 17- 8 iz ie z
A = 1 =
Á = 2 =
B = 3 =
D = 4 =
Ð = 5 =
E = 6 =
É = 7 =
F = 8 =
G = 9 =
H = 10 =
1 = 11 =
í = 12 =
J = 13 =
K = 14 =
L = 15 =
M = 16 =
N = 17 =
o = 18 =
Ó = 19 =
P = 20 =
R = 21 =
S = 22 =
T = LO II
U = 24 =
Ú = 25 =
v = 26 =
.x = 27 =
Y = 28 =
Ý = 29 =
Þ = 30 =
Æ = 31 =
Ö = '\kí ■\o .11