Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Kvöð um bílageymslu hunsuð í þrettán ár Eigendur fasteignarinnar Hafnarstræti 7 hafa í tæp 13 ár komist upp með að klára ekki bílastæðakjallara í fasteign- inni, en 1981 var leyfi veitt fyrir byggingunni með skilyrði um 21 stæði í kjallaranum. Gunnar H. Gunnarsson, minnihlutafulltrúi í byggingamefhd borgarinnar, hefur lagt til að eigendumir verði sektað- ir um 3,5 milljónir króna og enn ffemur að fimm þúsund króna dag- sektum verði beitt ef bílastæða- kjallarinn verður ekki kominn í rétta notkun þann 1. júlí næstkom- andi. Eigendur fasteignar og lóðar eru dætur Steindórs Einarssonar heitins, forstjóra Biffeiðastöðvar Steindórs, og afkomenda þeirra. Meðal afkomend- anna eru Geir Haarde þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins og Stein- dór Haarde verkfræðingur og hönn- uður hússins. Eigendurnir fengu byggingarleyfi fyrir rúmum áratug þegar vinstri meirihlutinn var við völd. Samþykkt var að reisa mætti fjögurra hæða bygg- ingu gegn því að kjallari hússins yrði nýttur undir bílastæði, sem mikill skortir var og er á í miðbænum. Oft hefur tíðkast að aðilar geti keypt sig undan kvöðum um bílastæði og ef eig- endur fasteignarinnar vildu losna und- an sinni kvöð þyrftu þeir að inna af hendi 9 til 10 milljónir króna. A árun- um 1988 og 1989 var gert átak í þvf að menn stæðu við skilyrði um bílastæði og voru sjö aðilar á sérstökum svört- um lista. Urbætur hafa átt sér stað í öllum tilfellum nema þessu eina. Tillögu Gunnars H. Gunnarssonar var frestað, en byggingarfulltrúa falið að skila skýrslu um málið á næsta fundi nefndarinnar. I greinargerð með tdl- lögunni segir Gunnar meðal annars að afstaða meirihlutans til þessara mála hafi einkennst af áhugaleysi og dæma- lausu langlundargeði gagnvart brot- legum aðilum, enda oft ekki um neina JVleðal-Jóna“ að ræða. I janúar 1989 fengu eigendur fast- eignarinnar bréf ffá byggingarnefnd, að ffumkvæði Gunnars og átti að beita dagsektum ffá 10. apríl 1989 yrði bíla- stæðakjallarinn ekki kominn í gagnið. Einhverjar ffamkvæmdir hófúst, en þeim var hætt og málinu var ekki fylgt eftir af einhverjum ástæðum. Bílalyfta var sett í húsið, en enn vantar eldvarn- ar- og loftræstibúnað. Tillaga Gunn- ars nú gengur út ffá því að dagsektir verði innheimtar frá þessum tíma. Það tehur aöeins einn m u ■virkan aö koma póstinum þínum tíl skila Markmið okkar er að póstsendingar, sem póstlagðar eru fyrir kl. 16:30 á höfuðborgar- svæðinu og póstleiðunum, verði komnar í hendur viðtakenda næsta virkan dag. Til annarra staða tryggjum við að pósturinn fari ætíð með fyrstu mögulegu ferð. Notaðu hraðan og öruggan flutning Póstsins fyrir þínar sendingar. PÓSTUR OG SÍMI Vlö spörum þér sporin Með næturflutningum á pósti fimm sinnum í viku milli Reykjavíkur og Akureyrar, myndast samfellt flutningsnet fyrir póst um Norðurland, Vesturland og höfuðborgarsvæðið. Með samtengingu þessara svæða við bíla er flytja póst um Suðurland og Suðumes geta 80-85% landsmanna nýtt sér þessa bættu þjónustu. Séra Jón enn á ferðinni? Rýmri reglur virðast gilda þegar góðvinir íhaldsins eiga í hlut. Mynd: ÓI.Þ.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.