Vikublaðið - 27.05.1994, Síða 2
2
VIKUBLAÐIÐ 27. MAÍ 1994
BLAÐ SEM V I T E R f
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson
og Ólafur Þórðarson
Auglýsingasími: (91)-813200 — Fax: (91)-678461
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91 )-17500 - Fax: 17599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: Frjáls íjölmiðlun hf.
Fólk gegn
fjármagni
Félagshyggjufólk hefur þegar náð þeim árangri að
snúa niður frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík er höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins og þar er
uppspretta þeirra hugmynda sem flokkurinn hefur
fylgt á landsvísu og leitt yfir okkur meiri ójöfnuð og
óréttlátara samfélag en Islendingar hafa búið við
síðan á kreppuárunum milli stríða.
Síðustu vikur og mánuði hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn verið á hröðu undanhaldi frá fortíð sinni. Einka-
væðingaráform opinberra fyrirtækja og stofnana
hafa verið lögð á hilluna og þó er ekki nema tæpt ár
síðan að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins
boðaði stórfellda einkavæðingu. Stórvirkir áróðurs-
menn frjálshyggjuarms flokksins, menn á borð við
Hannes Hólmstein Gissurarson, hafa verið sendir í
frí og skipað að koma ekki nálægt kosningabarátt-
unni. Reykjavíkurlistinn hefur skotið sjálfstæðis-
mönnum skelk í bringu og óttinn við að missa völd-
in hefur knúið Sjálfstæðisflokkinn til að hverfa í
skyndi frá fyrri stefnu.
Þrátt fyrir nýja stefinu og borgarstjóraskipti er
Sjálfstæðisflokkurinn eftir sem áður flokkur hinna
betur megandi í þjóðfélaginu, flokkur þeirra sem
hafa auðgast á kreppunni á meðan þorri almennings
hefur mátt þola skert kjör. Atvinnurekendur fylkja
sér um Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er
náttúrulegur samherji þeirra. Eins og rekið hefur
verið með mörgum dæmum í Vikublaðinu hyglar
flokkurinn fyrirtækjum á kostnað almennings. I dag
segir blaðið firá dæmum um að Sjálfstæðisflokkurinn
sjái í gegnum fingur sér þegar fyrirtæki koma sér
undan því að greiða opinber gjöld. Alögur á almenn-
ing aukast á meðan stóreignamenn sleppa við að
greiða að fullu skatta og gjöld.
Sjálfstæðisflokkurinn aðhyllist hugmyndafræði
sem boðar misskiptingu auðsins og frjálshyggju-
stefiian beinlínis gerir ráð fyrir að ákveðið hlutfall af
launþegum skuli vera án atvinnu til að halda húsaga
á þeim sem eru svo heppnir að hafa vinnu. Það er
engin tilviljun að ffiamkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambandsins fullyrðir að meirihluti atvinnuleysingja
hafi ekki áhuga á vinnu. Markmiðið er að fá atvinnu-
Ieysisbætur lækkaðar til að þrýsta laununum enn
lengra niður og skapa fyrirtækjunum meiri gróða.
Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.
Reykjavíkurlistinn er fólk gegn fjármagni. Fólkið
hefur þegar unnið þann sigur að nú er búið að
hrinda sólcn frjálshyggjunnar sem geysað hefur í
meira en áratug. En betur má ef duga skal því undir
sauðargæru Sjálfstæðisflokksins leynist úlfur sem
verður skæður eftir kosningar ef ekki tekst að fella
meirihluta sjálfstæðismanna. Við eigum eftir að reka
smiðshöggið á verkið og það gerum við í kjörklefan-
um á morgun.
Sjónarhorn
Hvað er Kyenrétt-
indafélag íslands?
Framganga formanns Kven-
réttindafélags Islands og 3.
manns á lista Sjálfstæðis-
flokksins, Ingu Jónu Þórðardóttur,
hefur vakið töluverða athygli. Það
hlýtur einnig að vera athyglisvert í
ljósi þess hver er fonnaður Kven-
réttindafélags Islands að félagið
hvatti konur til að kjósa þegar
prófkjör Sjálfstæðisflokksins stóð
yfir. Konur voru hins vegar ekki
hvattar til þátttöku í prófkjörum
hinna flokkanna þegar þau stóðu
yfir. Ritstjóri 19. júní, blaðs Kven-
réttindafélags Islands, hefur einnig
geyst fram á ritvöllinn formanni
sínum tdl stuðning. En Kvenrétt-
indafélag Islands er kannski aðeins
saumaklúbbur Sjálfstæðiskvenna?
Ef svo er þá hlýtur að vera tíma-
bært að embætti forseta Islands
endurskoði stöðu forsetans sem
verndara félagsins.
Hæpin kosningabarátta
formanns Kvenréttinda-
félags íslands
Laugardaginn 14. maí s.l. lét Inga
Jóna Þórðardóttir, formaður
Kvenréttindafélags Islands og 3.
maður á lista Sjálfstæðisflokksins,
þau orð falla að hjónaband Sigrún-
ar Magnúsdóttur væri í ábataskyni
byggt. það væri svo sem gott og
blessað að konan Iáti svo ósmekk-
leg ummæli út úr sér í kosninga-
baráttu, þau dæma sig sjálf, væri
hún eldd formaður Kvenréttinda-
félags íslands. Inga Jóna hélt áffiam
að ráðast að Sigrúnu í umræðum á
Bylgjunni 18. maí og sagði að und-
anþága sú sem Sigrún og maður
hennar fengu til að hafa lögheimili
í sitt hvoru sveitarfélagi væri hæpin
og vafasöm. Hún gaf einnig í skyn
að það tengdist því að landsbyggð-
arþingmenn fengju hærra þingfar-
arkaup.
Ædast hún til að Páll Pétursson
sem hefur um árabil verið bóndi á
Höllustöðum flytrji til Reykjavíkur
eða vill hún að Sigrún flytji út á
land svo hún hætti að þvælast fyrir
Ingu Jónu í borgarstjóm?
Er ástæðan kannski sú að Inga
Jóna hefúr ekki fyrirgefið Sigrúnu
Magnúsdóttur að spyrja þeirrar
sjálfsögðu spumingar fyrir hvað
Inga Jóna hafi fengið greiðslu úr
borgarsjóði þegar hún var ráðgjafi
Markúsar Arnar Antonssonar í
einkavæðingaimálum? Það skyldi
þó ekki vera þess vegna sem hún
ofsækir Sigrúnu?
Ilver heilvita maður getur sagt
sér það sjálfur að fái fólk á þriðju
milljón í laun ffiá borgarsjóði fyrir
ráðgjafastörf er eðlilegt að hægt sé
að svara í hverju sú ráðgjöf liggi.
Formaðurinn verður
að víkja
Inga Jóna Þórðardóttir hefur
hvað eftir annað ráðist persónu-
lega að annarri konu sem leiðir
ffiamboðslista í kosningum. Er ekki
þversögn í þessu hjá formanni
Kvenréttindafélags Islands, félagi
sem hefur hvatt konur til þátttöku
í sjómmálum og barist fyrir rétt-
indum kvenna í gegnum tíðina s.s.
kosningarétti kvenna.
Framhjá framgöngu Ingu Jónu
Þórðardóttur sem fonnanni Kven-
réttindafélags Islands er ekki hægt
að líta. Það hlýtur að vera krafa
allra sem leggja kvenfrelsisbarátt-
unni lið að formaður Kvenrétt-
indafélags Islands segi af sér hið
fyrsta. Allt traust sem kvenrétt-
indakona hefur hún misst.
Höfúndur er blaðamaður.
Auglýsing frá Menntamálaráöuneytinu
Innritun nemenda í fram-
haldsskóla í Reykjavík
fer fram f Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 1.
og 2. júní n.k. frá kl. 9.00 - 18.00.
Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini.
Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjarskólanum
innritunardagana.