Vikublaðið - 27.05.1994, Side 3
VIKUBLAÐIÐ 27. MAI 1994
Við erum
í stjórnmálum til
i segir Steinunn
CIU HdlCl dlllll v Óskarsdóttir
má nefiia sérstaklega. Við viljum koma upp fjölnota
aðstöðu fyrir nokkrar íþróttagreinar sem hugsanlega
mætti nota fyrir sýningaaðstöðu í Laugardalnum sem
er mikil þörf á. Annað stórt atriði er 50 metra yfir-
byggð keppnissundlaug sem er nauðsynleg fyt ir sund-
fólkið.
Hvað varðar félagsmiðstöðvarnar þá teljum við
tímabært að endurskoða þá starfsemi með það í huga
að starfsemin nýtist fleirum. Félagsleg vandamál eru
vaxandi í Reykjavík og þurfa ekki endilega að tengjast
vímuefnum og áfengi heldur miklu frekar atvinnu-
leysinu. Þarna gætu félagsmiðstöðvar gegnt stærra
hlutverki og hefur verið talað um að Hitt húsið gæti
tekið alveg við atvinnumálum unga fólksins. I þeim
hópi er 17 prósent atvinnuleysi og í Hinu húsinu væri
hægt að koma á fót náms- og starfsráðgjöf þar sem
unga fólkið fengi perónulega aðstoð."
Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins
handan velsæmis
Sjálfstœðimenn segja að lngibjörg Sólrún sé á móti
keppnisíþróttum ogþið ætlið að skera niður allt sem heitir
íþróttir. Er stefna Reykjavíkurlistans marklaus eða er
þetta bara dœmi um aðferðir Sjálfstœðismanna í kosninga-
baráttunni?
„Þetta er bara hluti af kosningabaráttunni þeirra.
Eg hef orðið mjög hissa að sjá hvers konar baráttu
þeir hafa rekið, hversu lágt þeir hafa lagst. Það er bú-
ið að opna símaþjónustu þar sem hægt er að hlusta á
allt ljótt um Ingibjörgu Sólrúnu og okkar stefhu.
Þessar sögur eru í gangi að hún sé á móti keppnis-
íþróttum og við ætlum að skera niður fjárframlög til
íþrótta sem er út í hött og sést að er ekki rétt ef fólk
skoðar stefnuskrána okkar.
Þeir hafa verið að ráðast persónulega á einstaka
ffambjóðendur eins og Sigrúnu Magnúsdóttur og Al-
ffeð Þorsteinsson. Mogginn hefur afhjúpað sig og gaf
tóninn í Reykjavíkurbréfi og hefur notað hvert tæki-
færi síðan til að ítreka að hann styðji D-listann. Við
horfðum upp á nýlegt dæmi á Stöð tvö þar sem Hall-
ur Hallsson fór algjörlega yfir öll mörk velsæmis og
braut allar siðareglur sem fféttamaður í viðtali við
Steingrím Hermannson. Þeir nota hvert tækifæri til
að skíta út andstæðinginn og íþróttaáróðurinn er hluti
af þessu. I raun sýnir þetta hvemig peningavaldið af-
hjúpar sig þegar því er ógnað. Ollu er til fórnað.“
Borgarstjórinn er forystumaður Sjáljstæðisflokksins og
hlýtur að stjórna kosningabaráttunni. Segir þetta eitthvað
um borgarstjórann?
,Já það hlýtur að gera það, Arni Sigfússon er auðvitað heil-
mikið undir í þessum kosningum og undir þessu slétta og
fellda yfirborði virðist vera aðili sem svífst einskis til að ná
völdum og halda þeim. Hann hlýtur að stjórna sínu liði. Þetta
held ég að sé hluti af reiði ungs fólks út í Sjálfstæðisflokkinn.
Valdasýkin er slík að öllu er til fórnandi fyrir völdin.“
Bergþór Bjamason
Steinunn Valdís Óskarsdóttir skipar 7. sæti
Reykjavíkurlistans. Hún er nýorðin 29.
ára, með B.A. í sagnfræði og verður vænt-
anlega yngsti borgarfulltrúi Reykvíkinga efrir
kosningar. Þrátt fyrir ungan aldur er hún þó
ekki alls ókunnug stjórnmálum. Steinunn skip-
aði 1. sæti lista Röskvu til Stúdentaráðs Há-
skóla íslands í kosningunum 1990 og eftir fyrs-
ta sigur Röskvu vorið 1991 tók hún við emb-
ætti formanns Stúdentaráðs, Ijórða konan sem
gegnt hefur því embætti. Vikublaðið hitti
Steinunni á hvítasunnudag, þá gafst örstutt
stund milli stríða.
Þegar sigur vinnst í fyrsta skipti
er búið að bíða lengi eftir honum
Hvemig var að taka við stjóminni af hcegri
mönnunum uppi í Háskóla?
„Þetta var mjög sætur sigur því við felldum
meirihlutann. Hins vegar var þetta líka erfitt
því þá skapaðist pattstaða í Stúdentaráði, báðar
fylkingar áttu 15. fúlltrúa og samningaviðræð-
ur um skiptingu embætta stóðu ffá því um
miðjan mars þangað til í byrjun júní. Aðkoman
að skrifstofu Stúdentaráðs var slík þegar að við
tókum við að það var búið að hreinsa út af öll-
um tölvudiskum og reynt að gera okkur mjög
erfitt fyrir. Skemmtilegasta minningin frá þess-
um tíma er hversu vel fólkið í Röskvu stóð
sarnan gegn hægri mönnum. Þegar sigur vinnst
í fyrsta skiptið og það er kannski búið að bíða
lengi eftír honum þá er mjög gaman að starfa
saman. I raun var þetta upphafið að endalokum
hægrisveiflunnar sem hafði verið lengi.“
Er hægt að ba a stemninguna sem var á þesstim
tíma í Háskólanum saman við það sem er að gerast
í borginni nú tvor?
,Já, ég held það. Sérstaklega í kringum
þennan hóp af ungu fólki sem hefur verið að
starfa fyrir Reykjavíkurlistann. Hópinn ein-
kennir gleði, ákafi og mikil sainheldni og þetta
fólk ætlar sér greinilega að vinna kosningarnar
og breyta til batnaðar í borginni."
Fyrir þennan hóp er ekkert gert í
kerfinu
Hvað em mikilvægastu tnál unga fólksins?
„Eg held að það hljóti að vera atvinnumálin.
Ekki síst fyrir ófaglært fólk og þá sem eru í
menntaskóla. Nú er ekki jafn sjálfsagt og áður
að fara í nám, það er búið að setja á skólagjöld, skerða námslán
og ungt fólk hugsar sig tvisvar eða jafnvel þrisvar um áður en í
nám er farið. Afleiðingarnar verða þær að við sitjum uppi með
stóran hóp fólks sem hefur lítið nám að baki og litla starfs-
reynslu. Það er mjög alvarlegt og þarf að gera stórátak til að
koma til móts við þennan hóp. Fyrir þennan hóp er ekkert gert
í kerfinu, engin náms- eða starfsráðgjöf.“
Steinunn V. Óskarsdóttir:
Ungt fólk er reitt
út í Sjálfstœðisflokkinn
og sjónarmið okkar voru tryggð og að sjálfsögðu fórum við í
þetta samstarf. Við erum í stjórnmálum til að hafa áhrif og láta
hlusta á okkur.“
Svífast einskis til að halda völdum
Hver er stefna Reykjavíkurlistans í íþrótta- og tómstundamálmn?
„Við ætlum að gera betur en Sjálfstæðisflokkurinn. Tvennt
Alltaf verið kvenfrelsiskona
Hvers vegna fórstu að skipta þér af stjómmálum?
„Það var eintaldlega ekki lengur hægt að vera stikkfrí. I
menntaskóla var ég ekki mjög pólitísk en ég hef alltaf verið
kvenfrelsiskona og stutt Kvennalistann frá því að ég fékk kosn-
ingarétt. I Háskólanum fór ég að skipta mér af stúdentapólitík-
inni en eftír það gekk ég í Kvennalistann mér fannst ekki við-
eigandi að starfa með stjórnmálaflokki ineðan ég gegndi emb-
ætti á vegum stúdenta.“
Kvennlistinn er nú í samstarfi við þtjá flokka, em kvennamál
eitthvað sem er lagt til hliðar á meðan?
„Alls ekki, við höfum fulla ástæðu tíl að halda að sjónarmið
kvcnna komist til skila í Reykjavíkurlistanum og ef stefhuskráin
skoðuð má sjá ýmsa femíníska áherslupunkta. I íþróttamálum
svo dæmi séu tekið er sérstaklega kveðið á um átak í keppnis-
íþróttum kvenna. Svo má nefna atvinnumálin, félagsmálin og
fleira."
Sjálfstæðismenn seg/a að loksins haft Kvennalistinn sýnt sitt rétta
andlit og afhjúpað sig sem vinstri flokk?
„Þetta er náttúrulega hlægilegt og sýnir að þeir skilja ekki
Kvennalistann og þá hugmyndafræði sem hann gengur út á.
Við fengum þarna tækifæri til að fara í sameiginlegt framboð
vo mjúk verði af honum myndin
að milljónum er kastað í vindinn
og nú bíða menn helst þess
að sjá hvort hann selst
jafn vel og vcengjuðu bindin.