Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Qupperneq 4

Vikublaðið - 27.05.1994, Qupperneq 4
4 Mmininghi VIKUBLAÐIÐ 27. MAI1994 hringsins eru allir landsþekktir fyrir þátttöku í óperuuppfærslum bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitarstjóri er Alfred Walter, en hann var stjórnandi óperunnar í Graz um árabil og aðai- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands 1969-70, leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, leiksviðs- og búingahönnuður er Sigurjón Jóhannsson. Höfundur leikþátta sem tengja söngatriðin er Þorsteinn Gylfason, en leikendur eru Edda Arn- ljótsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson. Wolfgang Wagner er heiðursgestur Listahátíðar og verður hann viðstaddur ffumsýninguna, ásamt eiginkonu sinni. Listahátíð hefst í kvöld Einstakur Wagner Listahátíð í Reykjavík 1994 hefst á hátíðarsýningu á sérstækri uppfærslu á Niflungahring Richards Wagner í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 27. maí kl. 18:00. Sýningin er stytt útgáfa þessa mikla verks og hefur Wolfgang Wagner, sonarsonur tónskáldsins og stjórnandi Bayreuth-hátíðarinnar yfirum- sjón með gerð hennar. Richard Wagner sótti efnivið Niflungahringsins að mestu í íslenskar fornbók- menntir og er því vel við hæfi að kynna þjóð- inni þetta stórvirki á 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Aðeins verða íimm sýningar á verkinu. í sýningunni eru atriði úr öllum fjórum óp- erum Niflungahringsins tengd saman með töluðum texta. Wolfgang Wagner ber ábyrgð á vali atriða en í vali sínu lagði hann áherslu á íslenskan bakgrunn verksins. Richard Wagner sótti efnivið Niflungahringsins að mestu íslenskar fornbókmenntir, og þá fyrst og fremst í Eddukvæði, Völsungasögu og Snorra-Eddu auk þýska ljóðsins Nibelungen- lied. Uppsetning Niflungahringsins er sam- vinnuverkefhi Listahátíðar, Þjóðleikhússins, íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og Wagner hátíðarinnar í Bayreuth. Flytjendur eru 18 söngvarar, Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Kór íslensku óperunnar. Með hlutverk Brynhildar, Sigurðar Fáfnis- bana og Oðins fara Lia Frey-Rabine, András Molnár og Max Wittges. íslensku söngvar- arnir sem taka þátt í flutningi Niflunga- REYKJAVÍKUR LISTINN Reykj a víkurlistinn á kjördag REYKJAVIKUR LISTINN Aðalskrifstofa Reykjavíkurlistans er á Laugavegi 31, sími 15200 Kosningamiðstöðvar Reykjavíkurlistans eru að: Laugavegi 31, sími 15200, fyrir svæðið vestan Kringlumýrarbrautar. Glæsibæ, sími 886262, fyrir svæðið frá Kringlumýrarbraut að Elliðaám. Þönglabakka 1, sími 872720, fyrir Breiðholt. Höfðabakka 1, sími 874460, fyrir Grafarvog og Árbæ. í öllum kosningamiðstöðvunum verður opið hús á kjördag, með upplýsingum um kjörskrár og kjörstaði, kaffiveitingum og heimsóknum frambjóðenda. Bílamiðstöð Reykjavíkurlistans verður í Glæsibæ, sími 886262. Þeim sem vilja notfæra sér akstursþjónustu, er bent á að hringja tímanlega og panta far. Umsjón með kjörskrárkærum og utankjörfundarkosningu hafa Jakob og Kristján á Laugavegi 31, sími 15241. * Kosningavaka verður á Hótel Islandi frá kl. 21. Kosningasjónvarp verður sýnt á breiðtjaldi.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.