Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Síða 6

Vikublaðið - 27.05.1994, Síða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 27. MAI 1994 Frá Amnesty: Mannshvörf og morð í Kólumníu / Kolumbíu er löng lýðræðisleg hefð, en þrátt fyrir það hefur her- inn mikil ítök í stjórn landsins. Langvinnar deilur milli skæruliða- hópa, eiturlyfjabaróna og hersins hafa kostað þúsundir manna lífið. Hópar innan hersins stunda "félagslegar hreinsanir" þar sem útrýmt er með skipulögðum hætti heimilislausum, götubörnum, hommmn, lesbíum, vændiskonunt, grunuðum afbrota- mönnum og fólki sem hefur afskipti af mannréttindamálum. Stjórnvöld hafa sýnt vilja til að virða mannréttindi en virðast ekki hafa stjórn á dauðasveit- um hersins. Þann 29. janúar 1992 var Blanca Valero de Durán skotin í návígi af tveim borgaralega klæddum mönn- um. Samkvæmt vitnum voru þrír lög- reglumenn vitni að atburðinum, að- höfðust ekkert og reyndu ekki að handtaka morðingjana. Þann 4. janúar síðast liðinn viðurkenndu tveir sjó- liðsforingjar opinberlega að þeir höfðu verið fengnir af leyniþjónustu hersins til að fremja verknaðinn. Blanca Valero de Durán var ritari mannréttindasamtakanna Credhos og ein hinna fjölmörgu sem hafa látið líf- ið í baráttunni fyrir aukinni virðingu mannréttinda í Kólumbíu. Þann 4. júlí 1990 „hvarf' Alirion de Jesus Pradraza Becerra lögfræðingur og baráttumaður fyrir mannréttind- um í Bogata í Kolumbíu. Hann hafði haft viðkomu í verslunarmiðstöð á leið heim úr vinnu. Samkvæmt fjöl- mörgum vitnum námu átta borgara- lega klæddir menn, vel vopnuin búnir, Dr. Pedraza á brott. „HvarP' Dr. Pedraza var strax tilk)mnt til urnboðs- manns mannréttinda, sem hóf rann- sókn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hafa uppi á Dr. Pedraza neita her- inn og lögregluyfirvöld að hann sé í haldi. .Tveir menn úr ríkislögreglunni voru handteknir í október 1992 vegna gruns um að bera ábyrgð á hvarfi hans. Þeir voru látnir Iausir í júlí 1993 án þess að koma fyrir rétt. Mannréttindasamtökin Amnesty International fer þess á leit við þig að þú skrifir til neðangreindra aðila og farir frain á að inorðið á Blöncu og hvarf Dr. Pcdraza verði rannsökuð og hinir ábyrgu sóttir til saka. Einnig að þú hvetjir stjórnvöld til að tryggja ör- yggi þeirra sem starfa að mannrétt- indum. President ofColumbia Senor Presidente César Gaviria Trujillo Presidente de la Republica Palacio se Naritio Bogotá, Colombia Númer myndrita er + 571 286 7434 Minister ofjustice Dr. Andrés González Ministro dejustica Ministerio dejusticia Carrera, No 9-63 Bogáta, Columbia Númer myndrita er + 571 284 0472 Tvær athugasemdir í Vikublaðinu 6. maí sl. birtist við- tal við undirritaðan um kjaramál. Af þessu tilefni óska ég eftir að koma á framfæri tveimur athugasemdum. Hin fyrri varðar tildrögin. A meðan viðtalið var tekið var ég á þönum milli funda og mér var ekki ljóst að blaða- maðurinn hyggðist gera úr þessu við- tal. Síðari athugasemdin varðar það sem fram kemur í viðtalinu um vinnu- brögð Kjararannsóknarnefndar. Það er haft eftir mér að Kjararannsóknar- nefnd hendi út tölum sem passa ekki inn í fyrirframgefhar hugmyndir þeirra og reyndar eru fleiri meiðandi ummæli höfð eftír mér. Ef þetta er rétt eftír mér haft hef ég farið offörum og bið starfsmenn nefndarinnar af- sökunar á því. Brýnt er hins vegar að efla og bæta kjararannsóknir og auka faglega umræðu um þau mál. Það sem var haft eftir mér í viðtalinu var ekki til þess fallið að koma af stað öflugri faglegri umræðu um þessi mál. Þykja mér ummælin þess vegna miður. Birgir Bjöm Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna - BHMR Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið heldur miðstjórnarfund laugar- daginn 11. júní. Fundurinn er haldinn í Þinghóli, Hamraborg 1 í Kópavogi, og stendur frá kl. 9.30 til 19.00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður miðstjórnar. Laugardagsfundur ABR Annar laugardagsfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 4. júní kl. 11 í Risinu á Laugavegi 3. Umræðuefnið er úrslit kosninganna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Reykjavíkurlistinn hefur staðið fyrir skemmtunum og ýmsum uppákomum í borginni upp á síðkastið og er ekkert lát á. Síðastliðið mánudagskvöld bauð Reykjavíkurlistinn upp á tvenna tónleika sama kvöldið. Unga fólkið með kraftmiklar rokksveitir kom saman á Hressó, en þeir sem kusu að hlýða á djass og blús komu saman á Sólon íslandus. Kvöldið á Sólon hófst með samleik Reykjavíkurlistatríos Tómasar R. Einars- sonar og í kjölfarið fylgdi M.S. bandið. Tregasveitin með þá feðga PéturTyrfingsson og Guðmund Pétursson í framlínunni lauk kvöldinu með aðdáunarverðum blúsum af ýmsu tagi. Kynnir kvöldsins var Helgi Pétursson, sem skipar 11. sæti Reykjavíkurlistans í komandi kosningum. Fjöldi manns naut skemmtunarinnar hið besta og voru meðfylgjandi myndir teknar á Sólon l’slandus af Ijósmyndara Vikublaðsins, Ólafi Þórðarsyni.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.